Um: Ísland, jaðarsett fólk í jaðaríþróttum, Davíð Oddsson og það sem verður að breytast

Katrín Oddsdóttir formaður Stjórnarskrárfélagsins segir stjórnmálakerfið sem við búum við núna hreinlega ekki ganga upp. Fólk berjist í andstöðu við sannfæringu sína og gjarnan í andstöðu við hagsmuni almennings til að verja völd eða flokk.

Auglýsing

Ótal­mörg dæmi sveima um sam­fé­lagið núna sem sýna okkur að stjórn­mála­kerfið sem við búum við gengur hrein­lega ekki upp.

Davíð Odds­son negldi vanda­málið á hnit­mið­aðan og hrein­skiln­is­legan hátt á sínum tíma þegar hann sagði:

„Ég tók því upp öll mál, jafn­vel þó að ég væri í hjarta mínu sam­þykkur þeim, og hjólaði í þau því að ég leit á stjórn­ar­and­stöðu sem stjórn­ar­and­stöð­u.“

Auglýsing

Í nýju stjórn­ar­skránni er boðið upp á kosn­inga­kerfi sem er lík­legt til þess minnka eða útrýma þessum fárán­lega hugs­ana­hætti sem grund­vall­ast í ein­hvers konar „træ­bal­isma“. Nýleg dæmi höfum við og gömul þar sem fólk berst í and­stöðu við sann­fær­ingu sína (og gjarnan í full­kominni and­stöðu við hags­muni almenn­ings) til að verja völd eða flokk.

Þetta gengur ekki leng­ur.

Kosn­inga­kerfið sem við fáum með nýju stjórn­ar­skránni heim­ilar per­sónu­kjör og að kjós­endur geti ráð­stafað atkvæði sínu með miklu meira frelsi til bæði fólks og flokka. Þá jafnar hún vægi atkvæða á lands­vísu sem er mik­il­vægt mann­rétt­inda­mál.

Stundum virð­ist biðin eftir þessum nauð­syn­legu umbótum óbæri­lega löng.

Þá er gaman að eiga daga eins og ég átti á föstu­dag þar sem ég var í við­tali við dásam­legar og sterkar konur sem eru að búa til heim­ild­ar­mynd um íslenska nátt­úru og íslenskt jafn­rétti.

Þær eru báðar keppn­is­konur í bretta­í­þróttum og hafa barist fyrir jafn­rétti innan sinna íþrótta árum sam­an. Stundum virð­ist bar­áttan svo tor­sótt að þær eru við það að örmagn­ast. Á slíkri stundu tóku þær ákvörðun um að gera heim­ild­ar­mynd um Ísland. Landið þar sem sjálf­sagt er að vera jafn­rétt­is­sinni, landið með unaðs­fögru nátt­úr­una og landið þar sem ný stjórn­ar­skrá var samin með gegn­sæjum hætti af fólk­inu í land­inu (en ekki útvöldum og sér­fróðum körlum í ein­hverju bak­her­bergi, eins og van­inn hefur verið í gegnum ald­irn­ar).

Ég gaf þeim ein­tak af nýju stjórn­ar­skránni á íslensku eftir að við­tal­inu lauk. Þetta er fal­leg lítil bók sem vinur minn lét gera. Framan á káp­unni er mynd af gleym-mér­-ei blóm­inu. Vinur minn hefur senni­lega fundið á sér þegar hann útbjó þessa útgáfu að biðin yrði löng. Raunar höfum við beðið eftir okkar eig­inn sam­fé­lags­sátt­mála frá því löngu fyrir lýð­veld­is­stofnun en eitt­hvað segir mér að tak­markið sé nær en margir halda núna.

Sú sem fékk bók­ina (sem sést á með­fylgj­andi mynd) var svo barns­lega glöð með þessa litlu gjöf að ég varð eig­in­lega meyr. Auk þess töl­uðu þær óend­an­lega fal­lega um þjóð­fé­lagið okk­ar. Um kjör Vig­dísar Finn­boga­dótt­ur, um kvenna­frí­dag­inn og stjórn­ar­skrár­ferl­ið. Öll þess við­brögð urðu til þess að ég fann skyndi­lega sam­tímis til mik­ils stolts og botn­lausrar reiði.

Það er nefni­lega svo að við höfum svo mikið sem vert er að verja hérna upp á Íslandi. Við bjuggum til sam­fé­lag sem hefur svo marga frá­bæra kosti að okkur ber hrein­lega sið­ferði­leg og lýð­ræð­is­leg skyldi til að laga kerfin sem tefja okkur frá frek­ari fram­förum og sam­kennd.

Við eigum þetta sam­fé­lag sam­an. Eng­inn einn á meira í því en ann­ar. Fólkið sem er auð­ugt er háð leik­skóla­kenn­ur­um, vega­kerf­inu og sjúkra­lið­um. Þetta spilar allt sam­an, en við spilum ein­hverra hluta vegna ekki almenni­lega sam­an. Að minnsta kosti ekki í stjórn­kerf­inu okk­ar. Við kusum fyrsta kven­for­seta heims og vorum fyrsta þjóð heims til að semja stjórn­ar­skrá með opnu og gegn­sæju ferli.

Við getum ekki látið það við­gang­ast að stjórn­kerfið sem við eigum haldi áfram að hunsa vilja þjóðar til nýrrar stjórn­ar­skrár. Stjórn­ar­skráin nýja mun ekki leysa öll okkar vanda­mál en ég tel full­víst að hún muni bæta það til muna hvernig land­inu er stjórn­að. Ekki síst vegna þess að fólk­inu í land­inu er þar með gefið tæki­færi til að koma að ákvörð­unum sem aðeins vald­hafar mega möndla með í dag. Þannig geta 10% kjós­enda kraf­ist þess að lög sem Alþingi setur fari í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu og sami hluti kjós­enda getur einnig haft frum­kvæði að því að leggja fram laga­frum­varp á Alþingi.

Við erum ekki vit­laus, sér­stak­lega ekki þegar við komum saman og vöndum okk­ur. Ég leyfi mér að efast um að Vig­dís hefði nokkru sinni verið kjörin for­seti þessa lands ef það hefði verið alfarið á hendi Alþingis að velja okkur for­seta árið 1980. Fólkið í land­inu hafði hins vegar hug­rekki til að ná fram þeirri nið­ur­stöðu. Sam­an.

Mér finnst vera svo mikið vor og von í lofti þessa dag­ana.

Þegar útlenskar kjarna­konur koma hingað með stjörnur í augum til að skoða hvernig okkur tókst að ná árangri í for­tíð­in­ini er ágætt að staldra við, safna orku og ákveða síðan að við ætlum að ná árangri í fram­tíð­inni. Sam­an.

Ég skora á alla sem þetta lesa að beita sér í bar­átt­unni fyrir nýrri stjórn­ar­skrá og betra sam­fé­lagi á Íslandi.

Höf­undur er for­maður Stjórn­ar­skrár­fé­lags­ins

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“
Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.
Kjarninn 9. júlí 2020
Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 42 milljarða í fyrra
Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum króna í fyrra en rekstrargjöld voru 809 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru neikvæð um 57 milljarða en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 78 milljarða.
Kjarninn 9. júlí 2020
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni
Kjarninn 9. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
„Þetta verður í fínu lagi“
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að starfsfólk fyrirtækisins muni rjúka til og hjálpa við skimun ef Landspítalinn þurfi á því að halda. Spítalinn sé þó „ágætlega í stakk búinn“ til þess að takast á við verkefnið.
Kjarninn 9. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Erum að beita öllum ráðum í bókinni
Sóttvarnalæknir segist ekki áforma að mæla með rýmkuðum reglum um fjöldatakmörk á samkomum á næstunni. Líklega muni núverandi takmarkanir, sem miða við 500 manns, gilda út ágúst.
Kjarninn 9. júlí 2020
Opnað fyrir umsóknir um stuðningslán
Stuðningslán til smærri og meðalstórra fyrirtækja geta að hámarki numið 40 milljónum króna. Þó geta þau ekki orðið hærri en sem nemur tíu prósentum af tekjum fyrirtækis á síðasta rekstrarári.
Kjarninn 9. júlí 2020
Icelandair mun flytja á annað þúsund manns á milli Kaliforníu og Armeníu
Íslenska utanríkisþjónustan aðstoðaði við sérstakt verkefni á vegum Loftleiða Icelandic.
Kjarninn 9. júlí 2020
Tilraunir með Oxford-bóluefnið í mönnum eru hafnar í þremur löndum, m.a. Suður-Afríku.
Oxford-bóluefnið þykir líklegast til árangurs
Ef tilraunir með bóluefni sem nú er í þróun við Oxford-háskóla skila jákvæðum niðurstöðum á næstu vikum verður hugsanlega hægt að byrja að nota það í haust.
Kjarninn 9. júlí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar