Áratuga gamlir innviðir ógna öryggi

Sigmundur Einar Ófeigsson segir að á meðan staðið sé í kærumálum og deilum um nauðsynlegu framkvæmdir á raforkukerfinu haldi orkuskortur í Eyjafirði að aukast. Atvinnuuppbygging og atvinnuþróun á svæðinu eigi sér enga framtíð við þau skilyrði.

Auglýsing

Öll viljum við búa við trygga og örugga raf­orku. Við tökum raf­magni sem aðgengi­legum og sjálf­sögðum hlut á degi hverj­um. Nútíma­sam­fé­lag krefst þess að raf­orka sé ávallt til staðar og að afhend­ing hennar sé örugg, til heim­ila og atvinnu­lífs. Þannig er dreif­ing og flutn­ingur raf­orku til allra byggða lands­ins tal­inn sjálf­sagður enda nauð­syn­legur þáttur í innviðum sam­fé­lags­ins. Almenn raf­orku­notkun vex ár frá ári og mun aukast miklu meira í fram­tíð­inni, sér­stak­lega í ljósi orku­skipta í bar­átt­unni gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Fram­tíð­ar­sam­fé­lag mun reiða sig enn meira á raf­orku og örugga afhend­ingu henn­ar. Til að anna auknum vexti í raf­orku­notkun og auka afhend­ingar­ör­yggið verður strax að styrkja flutn­ings­kerfi raf­orku sem er fyrir löngu komið að þan­mörk­um.

Byggð­ar­lög við Eyja­fjörð hafa um langt skeið búið við skert aðgengi að raf­orku vegna flutn­ings­tak­mark­ana í gömlu og úreltu byggða­línu­kerfi. Kerfið er orðið rúm­lega 30 ára gam­alt og elsti hluti þess, frá Skaga­firði til Akur­eyr­ar, er 44 ára! Flutn­ings­getan er ein­ungis 100 mega­vött sem er aðeins lít­ill hluti af þeim 2.757 mega­vöttum sem er upp­sett afl í land­inu, eða 4%. Kerfið getur ekki lengur afhent næga orku með öruggum hætti eða tekið við nýrri orku og því ekk­ert svig­rúm fyrir aukna raf­magns­notk­un. Óör­yggið verður meira og meira sem árin líða. Vanda­málið teng­ist ekki ein­göngu Eyja­firði heldur stefnir í orku­skort víða um land á kom­andi ára­tugum við óbreytt ástand. Afleið­ing­arnar fyrir sam­fé­lagið við Eyja­fjörð eru marg­vís­leg­ar. Straum­leysi er algeng­ara, spennu­sveiflur tíð­ari, raf­magns­tæki á heim­ilum skemm­ast og fyr­ir­tæki verða fyrir beinu tjóni vegna stöðv­unar fram­leiðslu og tjóns á bún­aði. Tjónið hleypur á hund­ruðum millj­óna króna og fer vax­andi. Þessa þróun verður að stöðva strax.

Sam­tengt 1100 MV orku­kerfi á Norð­ur­landi

Sett hefur verið fram áhuga­verð og stór­tæk hug­mynd um upp­bygg­ingu 220 kílóvatta byggða­línu á Norð­ur­landi frá Fljóts­dals­stöð að Blöndu­stöð. Þetta eru lín­urnar Kröflu­lína 3 sem liggur frá Fljóts­dals­stöð að Kröflu, Hóla­sands­lína 3 sem liggur frá Kröflu að Rang­ár­völlum og Blöndulína 3 sem liggur frá Rang­ár­völlum að Blöndu­stöð. Í raun er hug­myndin komin til fram­kvæmda að hluta því nú þegar er vinna hafin við Kröflu­línu 3 og Hóla­sands­línu 3. Blöndulína 3, er aftur á móti á byrj­un­ar­reit eftir enda­lausar deilur um stað­setn­ingu henn­ar. Inn­viða­upp­bygg­ing sem þessi myndi tengja saman fjórar virkj­anir á Norð­ur­land sem fram­leitt gætu um 1100 mega­vött. Með sam­tengdu raf­orku­kerfi á Norð­ur­landi mun raf­orku­ör­yggi stór­aukast og verður næg orka á svæð­inu til fram­tíðar atvinnu­upp­bygg­ing­ar. Íslend­ingar eiga að styrkja inn­viði sam­fé­lags­ins með öruggu og nútíma­legu raf­orku­flutn­ings­kerfi. Stór­á­tak þarf við upp­bygg­ingu og við­hald inn­viða og við þurfum að for­gangs­raða í þágu slíkrar upp­bygg­ing­ar.

Auglýsing

Ákall til stjórn­valda

Lands­net hefur verið með áform um upp­bygg­ingu og styrk­ingu flutn­ings­kerf­is­ins og hefur sett fram til­lögur í kerf­is­á­ætl­un. Allar miða þær að því að skila mik­illi aukn­ingu í stöð­ug­leika raf­orku ásamt tölu­verðri getu til að flytja afl milli lands­hluta með stuttum línum sam­an­borið við byggða­línu­hring­inn. Því miður hefur Lands­net hvorki kom­ist lönd né strönd með áætl­anir sín­ar. Ástæðan er fyrst og fremst vegna deilna ýmissa aðila um fram­kvæmd­irn­ar, þ.e. hvar raf­magns­lín­urnar eiga að liggja. Í nýlegri skýrslu Sam­taka Iðn­að­ar­ins um inn­viði á Íslandi er komið inn á þetta vanda­mál. Taka má heils­hugar undir ráð­legg­ingar sem settar fram í skýrsl­unni en þær byggir á því að finna ein­fald­ara lagaum­hverfi, skýr­ara ferli fyrir fram­kvæmdir og að stjórn­völd komi að vali á kostum varð­andi upp­bygg­ingu meg­in­flutn­ings­kerf­is­ins.

Á meðan staðið er í kæru­málum og deilum fyrir dóm­stólum um nauð­syn­legu fram­kvæmdir inn­viða­upp­bygg­ingar raf­orku­kerf­is­ins heldur byggða­línan áfram að eld­ast og orku­skortur í Eyja­firði að aukast. Atvinnu­upp­bygg­ing og atvinnu­þróun á svæð­inu á sér enga fram­tíð við þessi skil­yrði. Engir mögu­leikar eru til að ráð­ast í ný verk­efni, stór eða smá, þar sem orkan er af skornum skammti eða er ekki til stað­ar. Stjórn­völd verða að grípa inn í og stöðva þessa þró­un.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Atvinnu­þró­un­ar­fé­lags Eyja­fjarð­ar.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar