Auglýsing

Eftir fjörugar umræður um stöð­una í Reykja­vík, í kosn­inga­þætt­inum á RÚV í kvöld, þar sem sextán fram­boð eru með lista í boði fyrir kjós­end­ur, þá eru lín­urnar kannski örlítið skýr­ari en þær voru fyrir þátt­inn. 

Tveggja turna tal Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Sam­fylk­ing­ar­innar verður vafa­lítið stóra spennu­málið fyrir morg­un­dag­inn, en það kann líka að skipta máli hvernig minni fram­boðin í Reykja­vík koma út úr kosn­ing­un­um, því þau geta ráðið úrslitum um hvernig meiri­hluti verður mynd­að­ur. Eyþór Arn­alds, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins, og Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri munu kepp­ast um borg­ar­stjóra­stól­inn, eins og dregið hefur verið vel fram í kosn­inga­spá okk­ar, sem birt­ist nýupp­færð á morgun í síð­asta sinn.

Tal­aði skýrt

Í kvöld fengu litlu fram­boðin tæki­færi, og sum þeirra gripu það. 

Auglýsing

Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, odd­viti Sós­í­alista­flokks­ins, var t.d. skýr í sínum mál­flutn­ingi, og tal­aði skýrt um að hún yrði full­trúi fólks sem ekki hefur völd og er fátækt. Fras­inn „valdið til fólks­ins“ er kannski útjask­aður og tengdur við vin­sæld­ar­brölt, en hjá henni var hann ekki falsk­ur.

Án þess að full­yrða hvort frammi­staða hennar muni duga til að ná inn manni í borg­ar­stjórn, þá heyrð­ist rödd hennar skýrt og vel, eitt­hvað sem er ekki sjálf­sagt hjá fólki með litla reynslu af kosn­inga­þáttum og stjórn­mála­þátt­töku.

Þá komust Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir, odd­viti Við­reisn­ar, og Vig­dís Hauks­dótt­ir, odd­viti Mið­flokks­ins, ágæt­lega frá sínu, í það minnsta ef horft er á málin út frá því að þær voru að reyna að tala til kjós­enda. Vig­dís greip fram í fyrir Degi, ótt og títt, og horfði síðan í augun á úthverf­unum í lok­in. Eða svo gott sem. Lík­lega allt eins og það átti að vera.

Mennta­málin rædd, loks­ins

Í seinni­hluta þátt­ar­ins náð­ist upp ágætis umræða um mennta­mál, eftir alveg galna umræðu um moskur, póli­tískt Íslam og ýmis­legt fleira. 

Það var tími kom­inn á það, eftir hálf með­vit­und­ar­lausa umræðu um skóla- og mennta­mál alla kosn­inga­bar­átt­una. En það hefði mátt vera með þessa sömu umræðu vega­meiri í fyrri hluta þátt­ar­ins.

Þrátt fyrir greina­skrif, bæk­linga og yfir­grips­miklar umfjall­an­ir, þá skipta beinar útsend­ingar á síð­ustu stundu alltaf miklu máli. Eitt tár í beinni getur fært flokkum mörg atkvæði, eins og dæmin sanna. 

Eitt af því sem maður hefur saknað í aðdrag­anda kosn­inga, er að það fari fram meiri og dýpri umræða um mennta­mál. Flokk­arnir hafa vissu­lega fjallað um mennta­mál­in, en þau eiga það skilið að fá meira vægi en önnur mál, vegna mik­il­vægis mála­flokks­ins fyrir sveit­ar­fé­lögin og alvar­legrar stöðu mála­flokks­ins sömu­leið­is. 

Þetta eru lang­sam­lega stærstu rekstr­ar­liðir sveit­ar­fé­laga og þá blasa við risa­stór verk­efni í skóla­mál­un­um. Ekki í fram­tíð­inni, heldur þessi miss­er­in. Alþjóð­leg gæða­möt á skóla­starfi hafa ekki komið vel út fyrir Ísland og full ástæða til að taka þessi mál alvar­legar en gert hefur ver­ið. Þá er slök útkoma drengja í skóla­starfi, léleg laun kenn­ara og kenn­ara­skortur í nán­ustu fram­tíð, eitt­hvað sem sveit­ar­fé­lög verða að taka alvar­lega. Þetta er sjálfur grunn­ur­inn að sam­fé­lag­inu.

Ungt fólk fái rödd

Frasarnir flugu í kvöld, en kannski hvergi meira en þegar hús­næð­is­málin voru rædd. Þau hafa verið mál mál­anna í þess­ari kosn­inga­bar­áttu. Hús­næð­is­skort­ur, miklar verð­hækk­an­ir, hækk­anir á leigu, stækkun hóps­ins sem leigir og skipu­lags­mál, má segja að falli undir hús­næð­is­mála­hug­tak­ið. 

Í stóra sam­heng­inu er það sem er að ger­ast í Reykja­vík sam­bæri­legt við mörg borga­svæði í heim­in­um, þar sem mik­ill vöxtur borga gerir upp­bygg­ingu erf­iða og skapar ójafn­vægi. Það gengur erf­ið­lega að halda í við vöxt­inn með upp­bygg­ingu íbúða. Borgin á sína sök á þessu, en það hefði líka þurft að móta sýn­ina á þessi mál fyrr. 

Fyrir tæpum ára­tug, eftir hrun­ið, hefði t.d. verið hægt að móta fram­tíð­ar­sýn­ina sem byggði á því að hugsa fyrst og síð­ast um kom­andi kyn­slóðir á hús­næð­is­mark­aði, en ekki þá sem áttu hús­næði fyr­ir. Setja pen­inga frekar í að hugsa um framíð­ar­kyn­slóð­irn­ar, með því að byggja hús­næði og liðka fyrir fjár­mögn­un, fremur en að færa eldri kyn­slóðum fjár­muni á silf­ur­fati sem átti hús­næð­i. 

Einn grund­vall­ar­munur er á þessum tveimur mögu­leik­um. Fram­tíð­ar­kyn­slóðin var ekki að kjós­a. 

Erf­ið­leikar þeirrar kyn­slóðar sem nú telst til unga fólks­ins, eru miklir og það er ósk­andi að hverjir sem það verða sem kom­ast til valda í borg­inni, hugsi um ungt fólk og kom­andi kyn­slóðir í sinni póli­tík eftir kosn­ing­ar. Ungt fólk á það skilið að fá góða rödd sem heyr­ist skýrt. 

Frasarnir geta flogið í sjón­varpi og búið til atkvæði - hvort sem það er um póli­tískt Íslam, borg­ar­línu, moskur eða snjall­síma - en raun­veru­leik­inn er oft flókn­ari. 

Börkur Smári Kristinsson
Á ég að gera það?
Kjarninn 9. desember 2018
Karolina Fund: Ljótu kartöflurnar
Viðar Reynisson stofnaði ljótu kartöflurnar. Hann safnar nú fyrir pökkunarvél til að gera pakkað þeim í neytendavænni umbúðir.
Kjarninn 9. desember 2018
Bjarni Jónsson
Á að afhjúpa jólasveinana – eða gæta friðhelgi þeirra?
Leslistinn 9. desember 2018
„Þau sem stjórna þessu landi vilja taka sér langt og gott jólafrí“
Formaður Eflingar segir að tíminn til viðræðna um boðlega lausn á kjaradeilum hafi ekki verið vel nýttur undanfarin misseri. Hún telur íslenska verkalýðsbaráttu hafa verið staðnaða árum saman.
Kjarninn 9. desember 2018
Segir Sigmund Davíð vera á meðal þeirra sem þögðu
Þingmaður Miðflokksins segist gera greinarmun á þeim sem töluðu á Klaustursbarnum og þeim sem þögðu án þess að grípa inn í níðingstalið. Hann telur formann flokksins vera á meðal þeirra sem þögðu.
Kjarninn 9. desember 2018
Heimilið hættulegasti staðurinn fyrir konur
Árið 2017 bárust lögreglunni á Íslandi 870 tilkynningar um heimilisofbeldi. Sama ár voru 50.000 konur myrtar í heiminum af maka sínum eða fjölskyldumeðlim. Á síðustu 15 árum var helmingur þeirra manndrápa sem framin voru á Íslandi tengd heimilisofbeldi.
Kjarninn 9. desember 2018
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Vísindin efla alla dáð
Kjarninn 9. desember 2018
Frederik Skøt og Toke Suhr.
Morðtól í tómstundabúð
Þegar tveir ungir menn, Toke Suhr og Frederik Skøt, opnuðu verslun í Kaupmannahöfn, fyrir tveim árum, grunaði þá ekki að vörur sem þeir hefðu til sölu yrðu notaðar til árása og manndrápa í Írak.
Kjarninn 9. desember 2018
Meira úr sama flokkiLeiðari