Fimm stuttar staðreyndir og tvær greinar

Katrín Oddsdóttir formaður Stjórnarskrárfélagsins bendir á að á náttúru Íslands og auðlindir sé hvergi minnst í núgildandi stjórnarskrá en sú nýja þegi ekki um þessu grundvallarmál. Hún skorar á alla að beita sér í baráttunni fyrir nýrri stjórnarskrá.

Auglýsing

1. Á hverjum degi er okkur sagt að ekki séu til nægir pen­ingar til að mæta þeim grunn­kröfum sem við gerum til sam­eig­in­legra stoða eins og heil­brigð­is- og mennta­kerfa. Elli­líf­eyr­is­þegar eru sví­virtir á sömu for­semdu.

2. Á sama degi auðg­ast útvaldir aðilar stór­kost­lega á einka­rétti til nýt­inga á nátt­úru­auð­lindum sem ættu að til­heyra þjóð­inni.

3. Bar­áttan um Ísland snýst um að breyta þessu, en það er auð­velt af afvega­leiða bæði þing­menn og kjós­end­ur. Skyndi­lega erum við öll farin að ríf­ast um rafrett­ur. Við verðum að staldra við og ná fók­us. Eiga gæði land­ins að renna til fárra eða eigum við að skipta þeim með rétt­látum hætti svo þau nýt­ist sam­fé­lag­inu, þeim sem höllum fæti standa og kom­andi kyn­slóðum sem best?

Auglýsing

4. Eigum við að tryggja rétt nátt­úr­unnar eða horfa upp á hana eyði­lagða í gull­graf­ara­æði ferða­mennsku og stór­iðju?

5. Við þurfum nýju stjórn­ar­skrána því það er eini laga­text­inn sem talar um „fullt verð“ fyrir afnot af aðlindum Íslands og rétt nátt­úr­unnar og kom­andi kyn­slóða.

Á nátt­úru Íslands og auð­lindir er hvergi minnst í núgild­andi stjórn­ar­skrá en sú nýja þegir ekki um þessu grund­vall­ar­mál. Hér að neðan fylgja tvær greinar nýju stjórn­ar­skrár­innar sem sam­þykkt var í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu árið 2012 að skyldi lögð til grund­vallar sem stjórn­ar­skrá Íslands:

33. gr. Nátt­úra Íslands og umhverfi

Nátt­úra Íslands er und­ir­staða lífs í land­inu. Öllum ber að virða hana og vernda.

Öllum skal með lögum tryggður réttur á heil­næmu umhverfi, fersku vatni, ómeng­uðu and­rúms­lofti og óspilltri nátt­úru. Í því felst að fjöl­breytni lífs og lands sé við­haldið og nátt­úru­minjar, óbyggð víð­erni, gróður og jarð­vegur njóti vernd­ar. Fyrri spjöll skulu bætt eftir föng­um.

Nýt­ingu nátt­úru­gæða skal haga þannig að þau skerð­ist sem minnst til lang­frama og réttur nátt­úr­unnar og kom­andi kyn­slóða sé virt­ur.

Með lögum skal tryggja rétt almenn­ings til að fara um landið í lög­mætum til­gangi með virð­ingu fyrir nátt­úru og umhverfi.

34. gr. Nátt­úru­auð­lindir

Auð­lindir í nátt­úru Íslands, sem ekki eru í einka­eigu, eru sam­eig­in­leg og ævar­andi eign þjóð­ar­inn­ar. Eng­inn getur fengið auð­lind­irn­ar, eða rétt­indi tengd þeim, til eignar eða var­an­legra afnota og aldrei má selja þær eða veð­setja.

Til auð­linda í þjóð­ar­eign telj­ast nátt­úru­gæði, svo sem nytja­stofn­ar, aðrar auð­lindir hafs og hafs­botns innan íslenskrar lög­sögu og upp­sprettur vatns- og virkj­un­ar­rétt­inda, jarð­hita- og náma­rétt­inda. Með lögum má kveða á um þjóð­ar­eign á auð­lindum undir til­tek­inni dýpt frá yfir­borði jarð­ar.

Við nýt­ingu auð­lind­anna skal hafa sjálf­bæra þróun og almanna­hag að leið­ar­ljósi.

Stjórn­völd bera, ásamt þeim sem nýta auð­lind­irn­ar, ábyrgð á vernd þeirra. Stjórn­völd geta á grund­velli laga veitt leyfi til afnota eða hag­nýt­ingar auð­linda eða ann­arra tak­mark­aðra almanna­gæða, gegn fullu gjaldi og til til­tek­ins hóf­legs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafn­ræð­is­grund­velli og þau leiða aldrei til eign­ar­réttar eða óaft­ur­kall­an­legs for­ræðis yfir auð­lind­un­um.

Ég skora á alla sem þetta lesa að beita sér í bar­átt­unni fyrir nýrri stjórn­ar­skrá og betra sam­fé­lagi á Íslandi.

Höf­undur er for­maður Stjórn­ar­skrár­fé­lags­ins.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar