Fimm stuttar staðreyndir og tvær greinar

Katrín Oddsdóttir formaður Stjórnarskrárfélagsins bendir á að á náttúru Íslands og auðlindir sé hvergi minnst í núgildandi stjórnarskrá en sú nýja þegi ekki um þessu grundvallarmál. Hún skorar á alla að beita sér í baráttunni fyrir nýrri stjórnarskrá.

Auglýsing

1. Á hverjum degi er okkur sagt að ekki séu til nægir pen­ingar til að mæta þeim grunn­kröfum sem við gerum til sam­eig­in­legra stoða eins og heil­brigð­is- og mennta­kerfa. Elli­líf­eyr­is­þegar eru sví­virtir á sömu for­semdu.

2. Á sama degi auðg­ast útvaldir aðilar stór­kost­lega á einka­rétti til nýt­inga á nátt­úru­auð­lindum sem ættu að til­heyra þjóð­inni.

3. Bar­áttan um Ísland snýst um að breyta þessu, en það er auð­velt af afvega­leiða bæði þing­menn og kjós­end­ur. Skyndi­lega erum við öll farin að ríf­ast um rafrett­ur. Við verðum að staldra við og ná fók­us. Eiga gæði land­ins að renna til fárra eða eigum við að skipta þeim með rétt­látum hætti svo þau nýt­ist sam­fé­lag­inu, þeim sem höllum fæti standa og kom­andi kyn­slóðum sem best?

Auglýsing

4. Eigum við að tryggja rétt nátt­úr­unnar eða horfa upp á hana eyði­lagða í gull­graf­ara­æði ferða­mennsku og stór­iðju?

5. Við þurfum nýju stjórn­ar­skrána því það er eini laga­text­inn sem talar um „fullt verð“ fyrir afnot af aðlindum Íslands og rétt nátt­úr­unnar og kom­andi kyn­slóða.

Á nátt­úru Íslands og auð­lindir er hvergi minnst í núgild­andi stjórn­ar­skrá en sú nýja þegir ekki um þessu grund­vall­ar­mál. Hér að neðan fylgja tvær greinar nýju stjórn­ar­skrár­innar sem sam­þykkt var í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu árið 2012 að skyldi lögð til grund­vallar sem stjórn­ar­skrá Íslands:

33. gr. Nátt­úra Íslands og umhverfi

Nátt­úra Íslands er und­ir­staða lífs í land­inu. Öllum ber að virða hana og vernda.

Öllum skal með lögum tryggður réttur á heil­næmu umhverfi, fersku vatni, ómeng­uðu and­rúms­lofti og óspilltri nátt­úru. Í því felst að fjöl­breytni lífs og lands sé við­haldið og nátt­úru­minjar, óbyggð víð­erni, gróður og jarð­vegur njóti vernd­ar. Fyrri spjöll skulu bætt eftir föng­um.

Nýt­ingu nátt­úru­gæða skal haga þannig að þau skerð­ist sem minnst til lang­frama og réttur nátt­úr­unnar og kom­andi kyn­slóða sé virt­ur.

Með lögum skal tryggja rétt almenn­ings til að fara um landið í lög­mætum til­gangi með virð­ingu fyrir nátt­úru og umhverfi.

34. gr. Nátt­úru­auð­lindir

Auð­lindir í nátt­úru Íslands, sem ekki eru í einka­eigu, eru sam­eig­in­leg og ævar­andi eign þjóð­ar­inn­ar. Eng­inn getur fengið auð­lind­irn­ar, eða rétt­indi tengd þeim, til eignar eða var­an­legra afnota og aldrei má selja þær eða veð­setja.

Til auð­linda í þjóð­ar­eign telj­ast nátt­úru­gæði, svo sem nytja­stofn­ar, aðrar auð­lindir hafs og hafs­botns innan íslenskrar lög­sögu og upp­sprettur vatns- og virkj­un­ar­rétt­inda, jarð­hita- og náma­rétt­inda. Með lögum má kveða á um þjóð­ar­eign á auð­lindum undir til­tek­inni dýpt frá yfir­borði jarð­ar.

Við nýt­ingu auð­lind­anna skal hafa sjálf­bæra þróun og almanna­hag að leið­ar­ljósi.

Stjórn­völd bera, ásamt þeim sem nýta auð­lind­irn­ar, ábyrgð á vernd þeirra. Stjórn­völd geta á grund­velli laga veitt leyfi til afnota eða hag­nýt­ingar auð­linda eða ann­arra tak­mark­aðra almanna­gæða, gegn fullu gjaldi og til til­tek­ins hóf­legs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafn­ræð­is­grund­velli og þau leiða aldrei til eign­ar­réttar eða óaft­ur­kall­an­legs for­ræðis yfir auð­lind­un­um.

Ég skora á alla sem þetta lesa að beita sér í bar­átt­unni fyrir nýrri stjórn­ar­skrá og betra sam­fé­lagi á Íslandi.

Höf­undur er for­maður Stjórn­ar­skrár­fé­lags­ins.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bankastjórar Arion banka kaupa hlutabréf fyrir 230 milljónir
Benedikt Gíslason bankastjóri og Ásgeir Helgi Reykfjörð aðstoðarbankastjóri keyptu hlutabréf í bankanum í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar