Fimm stuttar staðreyndir og tvær greinar

Katrín Oddsdóttir formaður Stjórnarskrárfélagsins bendir á að á náttúru Íslands og auðlindir sé hvergi minnst í núgildandi stjórnarskrá en sú nýja þegi ekki um þessu grundvallarmál. Hún skorar á alla að beita sér í baráttunni fyrir nýrri stjórnarskrá.

Auglýsing

1. Á hverjum degi er okkur sagt að ekki séu til nægir pen­ingar til að mæta þeim grunn­kröfum sem við gerum til sam­eig­in­legra stoða eins og heil­brigð­is- og mennta­kerfa. Elli­líf­eyr­is­þegar eru sví­virtir á sömu for­semdu.

2. Á sama degi auðg­ast útvaldir aðilar stór­kost­lega á einka­rétti til nýt­inga á nátt­úru­auð­lindum sem ættu að til­heyra þjóð­inni.

3. Bar­áttan um Ísland snýst um að breyta þessu, en það er auð­velt af afvega­leiða bæði þing­menn og kjós­end­ur. Skyndi­lega erum við öll farin að ríf­ast um rafrett­ur. Við verðum að staldra við og ná fók­us. Eiga gæði land­ins að renna til fárra eða eigum við að skipta þeim með rétt­látum hætti svo þau nýt­ist sam­fé­lag­inu, þeim sem höllum fæti standa og kom­andi kyn­slóðum sem best?

Auglýsing

4. Eigum við að tryggja rétt nátt­úr­unnar eða horfa upp á hana eyði­lagða í gull­graf­ara­æði ferða­mennsku og stór­iðju?

5. Við þurfum nýju stjórn­ar­skrána því það er eini laga­text­inn sem talar um „fullt verð“ fyrir afnot af aðlindum Íslands og rétt nátt­úr­unnar og kom­andi kyn­slóða.

Á nátt­úru Íslands og auð­lindir er hvergi minnst í núgild­andi stjórn­ar­skrá en sú nýja þegir ekki um þessu grund­vall­ar­mál. Hér að neðan fylgja tvær greinar nýju stjórn­ar­skrár­innar sem sam­þykkt var í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu árið 2012 að skyldi lögð til grund­vallar sem stjórn­ar­skrá Íslands:

33. gr. Nátt­úra Íslands og umhverfi

Nátt­úra Íslands er und­ir­staða lífs í land­inu. Öllum ber að virða hana og vernda.

Öllum skal með lögum tryggður réttur á heil­næmu umhverfi, fersku vatni, ómeng­uðu and­rúms­lofti og óspilltri nátt­úru. Í því felst að fjöl­breytni lífs og lands sé við­haldið og nátt­úru­minjar, óbyggð víð­erni, gróður og jarð­vegur njóti vernd­ar. Fyrri spjöll skulu bætt eftir föng­um.

Nýt­ingu nátt­úru­gæða skal haga þannig að þau skerð­ist sem minnst til lang­frama og réttur nátt­úr­unnar og kom­andi kyn­slóða sé virt­ur.

Með lögum skal tryggja rétt almenn­ings til að fara um landið í lög­mætum til­gangi með virð­ingu fyrir nátt­úru og umhverfi.

34. gr. Nátt­úru­auð­lindir

Auð­lindir í nátt­úru Íslands, sem ekki eru í einka­eigu, eru sam­eig­in­leg og ævar­andi eign þjóð­ar­inn­ar. Eng­inn getur fengið auð­lind­irn­ar, eða rétt­indi tengd þeim, til eignar eða var­an­legra afnota og aldrei má selja þær eða veð­setja.

Til auð­linda í þjóð­ar­eign telj­ast nátt­úru­gæði, svo sem nytja­stofn­ar, aðrar auð­lindir hafs og hafs­botns innan íslenskrar lög­sögu og upp­sprettur vatns- og virkj­un­ar­rétt­inda, jarð­hita- og náma­rétt­inda. Með lögum má kveða á um þjóð­ar­eign á auð­lindum undir til­tek­inni dýpt frá yfir­borði jarð­ar.

Við nýt­ingu auð­lind­anna skal hafa sjálf­bæra þróun og almanna­hag að leið­ar­ljósi.

Stjórn­völd bera, ásamt þeim sem nýta auð­lind­irn­ar, ábyrgð á vernd þeirra. Stjórn­völd geta á grund­velli laga veitt leyfi til afnota eða hag­nýt­ingar auð­linda eða ann­arra tak­mark­aðra almanna­gæða, gegn fullu gjaldi og til til­tek­ins hóf­legs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafn­ræð­is­grund­velli og þau leiða aldrei til eign­ar­réttar eða óaft­ur­kall­an­legs for­ræðis yfir auð­lind­un­um.

Ég skora á alla sem þetta lesa að beita sér í bar­átt­unni fyrir nýrri stjórn­ar­skrá og betra sam­fé­lagi á Íslandi.

Höf­undur er for­maður Stjórn­ar­skrár­fé­lags­ins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Haukur V. Alfreðsson
Læsi og lífsgæði
Kjarninn 21. janúar 2021
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB.
ESB þrýstir á Biden til að setja tæknifyrirtækjunum þröngar skorður
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fagnaði í gær innsetningu Joe Biden í embætti Bandaríkjaforseta, en hvatti til aukins samstarfs milli ríkjanna við að takmarka vald stóru tæknifyrirtækjanna.
Kjarninn 21. janúar 2021
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið sinn fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Gosi – ævintýri spýtustráks
Öll viljum við vera alvöru!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um sýninguna Gosi – ævintýri spýtustráks sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 20. janúar 2021
Á nýrri tölfræðisíðu sem sett var í loftið í dag má fylgjast með framgangi bólusetningar gegn COVID-19 hér á landi.
Tæplega 500 manns hafa þegar fengið tvær sprautur
Búið er að gefa rúmlega 40 prósent af Íslendingum yfir 90 ára aldri a.m.k. einn skammt af bóluefni og tæp 13 prósent þeirra sem eru 80-89 ára. Ný tölfræðisíða um bólusetningu hefur verið sett í loftið á vefnum covid.is.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar