Vandi fylgir vegferð VG

Edward H. Huijbens, varaformaður Vinstri grænna, segir að það sé kominn tími til að taka á stjórn fiskveiða, stjórnarskrá, stríðsbrölti og öðru með sama hætti og tekið var á verðbólgunni; með sátt. Í því þurfi allir að slá af kröfum sínum.

Auglýsing

Ég verð seint talin til aðdá­enda Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fyrir hvað hann stendur beint og óbeint. Engu að síður völdum við í VG að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með þeim og Fram­sókn eftir að reyna allt annað í boði nema hleypa Mið­flokknum að. Skárra hefði verið að fara með Sjálf­stæð­is­mönnum og Sam­fylk­ingu, en þeir síð­ar­nefndu sáu þann kost­inn vænstan að sækja sér fylgi til þeirra sem illa mundu una sam­flot­inu. Uppi er því sú staða sem allir þekkja; VG leiðir breiða stjórn Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar, sem spannar nærri allt hið póli­tíska lit­róf. Þetta er og hefur reynst mörgum þung­bært og sann­ar­lega er erfitt að kyngja mörgum þeim mála­miðl­unum sem gera þarf. Þar til VG hlýtur hreina meiri­hluta­kosn­ingu verður hins vegar að gera slíkar mála­miðl­anir ef VG vill yfir­höfuð sitja í stjórn.

Nú verð ég seint talin hlut­laus um þessi mál. Sem vara­for­maður VG er mitt helsta hags­muna­mál að vinna hreyf­ing­unni heilt. Mér finnst sann­ar­lega erfitt að sjá okkar fólk arka fram á víg­völl skoð­ana­skipta (ekki verður vell­inum lýst öðru­vísi) með mála­miðl­anir og jafn­vel mál sem ganga gegn stefnu VG vegna þeirra ábyrgð­ar­staða sem við höfum tekið að okk­ur. Að þessu leit­inu finnst mér reyndar félagar mínir oft heldur fórn­fús­ir.

Aðal­málið er þó í mínum huga að á ein­hverjum tíma­punkti verðum við að horfast í augu við að alls eng­inn sátt ríkir í þessu landi um ákaf­lega stór og mik­il­væg mál. Það er eng­inn sátt um það hvernig stjórn­ar­skráin á að líta út, það er eng­inn sátt um stjórn fisk­veiða og veiði­gjöld, það er eng­inn sátt um veru okkar í NATO og þátt­töku í stríðs­brölti, það er eng­inn sátt um Palest­ínu, það er eng­inn sátt um hvernig haga skuli rekstri skóla, vel­ferð­ar­þjón­ustu, borg­ar­línu og svona gæti ég lengi talið. Þessi stað­reynd end­ur­spegl­ast svo í þeim fjölda flokka sem bjóða sig fram til þings og stærstu sveit­ar­stjórna. Þegar við svo göngum í kjör­klef­ann verður til nið­ur­staða sem birtir eig­in­lega nákvæm­lega þá stað­reynd að eng­inn sér­stök sátt ríkir um stærstu mál­in. Ofan á þetta bæt­ist djúpt van­traust á stjórn­mál og stjórn­mála­fólk sem vellur út úr opnum sárum hruns­ins sem virð­ast illa ætla að gróa.

Auglýsing

Við þessar aðstæður kaus VG að fara í rík­is­stjórn og leiða hana. Ég sagði þá og segi aftur nú, þetta var ekki það sem ég hefði helst vilj­að. En það er komin tími á að reyna að skapa sátt í þágu almanna­hags um stóru mál­in. Það er komin tími á að taka á stjórn fisk­veiða, stjórn­ar­skrá, stríðs­brölti og öðru með sama hætti og við tókum á verð­bólg­unni; með sátt. Það þýðir að VG slær af en það gera líka Sjálf­stæð­is­flokkur og Fram­sókn, oft svo um mun­ar. Ég lít svo á að hver mála­miðlun er áfangi í lengri veg­ferð í skapa sam­fé­lag jöfn­uð­ar.

Ég treysti kjörnum full­trúum VG til að missa ekki sjónar af mark­miðum þeirra veg­ferð­ar. Ég sé ekki ástæðu til að úthrópa þá sem svik­ara í hvert sinn sem reynt er að stýra málum í þessu rík­is­stjórn­ar­sam­starfi. Ég verð bara að við­ur­kenna að mér finnst það ekki sann­gjarnt né eðli­legt að ætla að þeir sem starfa fyrir VG hafa allan tím­ann verið bara laumu hitt eða laumu þetta og kasti svo af sér gærunni nú hver á fætur öðr­um. Hvurs­lags sýn er það eig­in­lega á fólk, sem jafn­vel hefur lagt ævina, æruna og orð­sporið undir í að vinna að hug­sjónum VG?

Höf­undur er vara­for­maður Vinstri grænna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar