Starfsgetumat helber mannsvonska – Ákall til verkalýðsforinga

Katrín Baldursdóttir skrifar um stöðu öryrkja og skyldur stjórnvalda og verkalýðsfélaga í þeim efnum.

Auglýsing

Orðið starfs­getu­mat hljómar ágæt­lega og stjórn­völd eru mjög spennt fyrir því. Það bein­ist að öryrkjum og mark­miðið er að meta hversu mikið þeir geta starfað á vinnu­mark­aði. En starfs­getu­mat á Íslandi er úlfur í sauða­gæru þegar farið ofan í saumana á mál­inu.

Og afhverju það! Í fyrsta lagi vegna þessa að íslenskur vinnu­mark­aður er langt frá því til­bú­inn fyrir breyt­ingu af þessu tagi og í öðru lagi vegna þess að fót­unum verður kippt undan öryrkj­anum ef hann veik­ist aftur og verður að vera frá vinnu, ef hann fær þá starf. Ef hann svo missir vinn­una þá bíður ekk­ert annað en atvinnu­leys­is­bæt­ur. Síðan verður hann að stóla á aðstoð sveita­fé­lag­anna ef hann fær ekki aftur vinnu eða getur ekki unnið vegna veik­inda.

Það skal ekki gleym­ast að bætur öryrkj­ans skerð­ast við starfs­getu­mat. Ef öryrki er met­inn þannig að hann geti verið í hálfu starfi þá skerð­ast bæt­urnar hans sem því nem­ur. Þá stendur hann uppi slippur og snauður ef hann fær svo ekki vinnu og eða missir hana síð­an. Það getur tekið hann langan tíma að fá metna fulla örorku á ný. Á hverju á hann að lifa á með­an? Þá verður hann að leita á sveit­ina og éta það sem úti frýs.

Auglýsing

Það velur eng­inn að verða veik­ur. Heilsan er það dýr­mætasta sem maður á. Að fara á örorku er algjört neyð­ar­úr­ræði fyrir þann sem veik­ist. Við tekur langt og strangt mats­ferli og það fer eng­inn á örorku án þess að fara í gegnum það mat. Hung­ur­lúsin sem fólk þarf síðan að lifa af í formi örorku­bóta er líka til skamm­ar. Hver velur sér að lifa á örorku­bót­um? Ég þekki eng­an.

Sjúk­dómar öryrkja eru að sjálf­sögðu mis­mun­andi. Fólk getur átt góða daga og vonda. Stundum geta öryrkjar átt marga góða daga, vik­ur, mán­uði og jafn­vel ár. Á svona góðum dögun fyll­ast öryrkjar von um að ná heilsu á ný og kom­ast af örorku. Ef öryrki á fullum bótum fer í starfs­getu­mat á góðum degi, fullur bjart­sýni, gæti hann t.d. verið met­inn með 50 pró­senta starfs­getu. Bætur hans skerð­ast sem því nemur eins og áður seg­ir.

Hvað ger­ist næst? Öryrk­inn fer að leita sér að vinnu. Vinnu­mark­að­ur­inn er óvæg­inn og engan veg­inn hann­aður til að huga að þörfum öryrkja. Allt snýst um hag­kvæmni og hag­ræð­ingu. Vinnu­á­lag hefur verið að aukast mikið á und­an­förnum árum. Það er meðal ann­ars þess vegna sem menn verða veik­ir. Þeir sem vinna lág­launa­störf þurfa oft að vinna 2-3 vinnur til að kom­ast af. Það er eng­inn mis­kunn. Menn er reknir sem ekki þykja standa sig og hafa engan rétt til að malda í móinn. Opin­berir starfs­menn eru ögn betur settir í þessu efni en opin­berar stofn­anir hafa getað skautað fram hjá þeim rétti t.d. með því að vísa í skipu­lags­breyt­ing­ar.

Hver er staða öryrkj­ans í þessu umhverfi? Segjum að hann fái hálft starf og allt gangi vel þar til allt í einu hann veik­ist aft­ur, þannig að hann geti ekki unn­ið. Atvinnu­rek­and­anum er í sjálfs­vald sett að reka hann. Það er svaka­legt álag fyrir veikan mann. Og hvað tekur svo við? Jú gjörðu svo vel þú verður að fara á atvinnu­leys­is­bæt­ur. Enn bæt­ist við álag­ið. Síðan blasir við að leita þurfi á náðir sveita­fé­lag­anna eins og fyrr seg­ir. Hvernig á öryrk­inn að kom­ast af? Hann er búinn að missa helm­ing­inn af bót­unum og allt þetta ferli hefur lík­lega afdrifa­ríkar afleið­ingar á heilsu hans.

Það er ljóst að stjórn­völd vilja koma á starfs­getu­mati og hafa unnið að því leynt og ljóst lengi. Núver­andi stjórn­ar­and­staða virð­ist líka á þeirri skoðun og skil­aði t.d. minni­hluti í fjár­laga­nefnd nefnd­ar­á­liti und­ir­ritað þann 5. júní síð­ast­lið­inn þar sem segir orð­rétt: “Það er jákvætt að ráð­ast eigi í inn­leið­ingu starfs­getu­mats og ein­földun bóta­kerfis almanna­trygg­inga.” Í nefnd­ar­á­lit­inu fylgja engin rök fyrir því afhverju á að inn­leiða starfs­getu­mat. Aðeins þessi eina setn­ing. Punkt­ur. Og engin skil­grein­ing á starfs­getu­mati. Það er nefni­lega svo að fólk í stjórn­kerf­inu hampar hug­tak­inu án þess að vita nokkuð hvað í því felst. Þá hefur þetta kerfi reynst mjög illa í nágranna­lönd­unum og oft haft skelfi­legar afleið­ingar í för með sér. Samt ætla stjórn­völd að apa það eft­ir. Oddný Harð­ar­dóttir þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar hefur þó gagn­rýnt hug­myndir um starfs­getu­mat á Alþingi og sagst vera á móti því nema að vinnu­mark­að­ur­inn sé undir það búinn.

Ásmundur Einar Daða­son, félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra, hefur skipað 9 manna sam­ráðs­hóp um  breytt fram­færslu­kerfi almanna­trygg­inga sem styður við starfs­getu­mat. Skila á full­búnum til­lögum þann 1. októ­ber næst­kom­andi.

For­maður sam­ráðs­hóps­ins er Guð­mundur Páll Jóns­son, til­nefndur af Fram­sókn­ar­flokki. Sú skipan lýsir svo vel hvernig stjórn­kerfið vinn­ur. Guð­mundur Páll var um langt ára­bil starfs­manna­stjóri hjá auð­fyr­ir­tækjum eins og HB Granda og Har­aldi Böðv­ars­syni hf. á Akra­nesi. Hann hefur verið í stjórnum stofn­ana, bæj­ar­stjóri á Akra­nesi og var árið 2006 skip­aður aðstoð­ar­maður þáver­andi félags­mála­ráð­herra sem að sjálf­sögðu var fram­sókn­ar­mað­ur. Af hverju er hann þarna? Hvaða inn­sýn hefur hann í raun­veru­leg kjör öryrkja, hvernig er að lifa af örorku­bót­um? Er lík­legt að Guð­mundur þurfi að fara í starfs­getu­mat? Far­sæl­ast hefði auð­vita verið að skipa hérna for­mann sem hefur veru­lega inn­sýn inn í aðstæður öryrkja, upp­lifað á eigin skinni að vera öryrki og hefur kynnt sér starfs­getu­mat frá sjón­ar­hóli öryrkj­ans.

Ásmundur Frið­riks­son þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins er líka í þessum hópi? Það eina á hans fer­il­skrá sem tengja má við örorku stendur í næstneðstu línu á vef Alþingis eða að hann sé for­maður Þroska­hjálpar á Suð­ur­nesj­um. Það skal ekki gera lítið úr því en hann er í fullu starfi sem þing­maður og er í allslags nefndum og ráðum innan þings og utan og er því upp­tek­inn við annað en hags­muna­mál öryrkja. Von­andi þarf hann aldrei að fara í starfs­getu­mat.

Henný Hinz hag­fræð­ingur ASÍ er skipuð af sam­tökum launa­fólks á vinnu­mark­aði. Hefði ekki verði eðli­legra að skipa þarna ein­hvern sem er í beinum tengslum við launa­fólk á vinnu­mark­aði, t.d. starfs­mann hjá stétt­ar­fé­lagi eða trún­að­ar­mann á vinnu­stað. Það stendur hvort sem er til að sam­ráðs­hóp­ur­inn kalli til sín sér­fræð­inga og hefði Henný getað komið þannig inn.

Af níu með­limum sam­starfs­hóps­ins eru aðeins tveir sem hafa atvinnu af því að starfa fyrir öryrkja, eða þau Þur­íður Harpa Sig­urð­ar­dóttir for­maður Öryrkja­banda­lags Íslands og Frið­rik Sig­urðs­son verk­efna­stjóri hjá Lands­sam­tök­unum Þroska­hjálp.

Hér er mjög alvar­legt og stórt hags­muna­mál á ferð­inni sem varðar afkomu gríð­ar­lega margra öryrkja. Stjórn­völdum er ekki treystandi án þess að skaða lífs­skil­yrði öryrkja veru­lega.

Verka­lýðs­fé­lögin ættu tví­mæla­laust að taka málið að sér og berj­ast fyrir öryrkja, sem mjög oft verða öryrkjar vegna álags á vinnu­mark­aði, lágra launa, illra fram­komu atvinnu­rek­enda og rétt­leys­is. Ef grant er skoðað hefur atvinnu­rek­and­inn allan rétt sín meg­in. Ég skora á verka­lýðs­fé­lögin að taka málið til sín og verja sína félags­menn hvort sem þeir eru orðnir öryrkjar eða ekki. Eins og þetta liggur fyrir núna er starfs­getu­mat ekk­ert annað en hel­ber mann­vonska gagn­vart fólki sem hefur hrökl­ast af vinnu­mark­aði vegna veik­inda.

Höf­undur er stjórn­mála­fræð­ingur og MA í atvinnu­lífs­fræðum frá Háskóla Íslands.

Krónan sögð í „veikara lagi“
Gengi krónunnar hefur veikst nokkuð að undanförnu, enda áföll komið fram í efnahagslífinu. Engu að síður eru undirstöðurnar sterkar.
Kjarninn 26. júní 2019
Borgir að verða uppiskroppa með vatn
Vatnskortur er til staðar í öllum heimsálfum og gætu 700 milljónir manna þurft að flytja heimili sín árið 2030 vegna skortsins ef ekkert verður að gert.
Kjarninn 26. júní 2019
Póstsendingar frá Kína hafa aukist um 202 prósent frá 2014
Inn- og útflutningur á vörum frá Kína hefur stóraukist frá því fríverslunarsamningur Íslands og Kína tók gildi árið 2014. Aliexpress markaði vatnaskil í netverslun Íslendinga.
Kjarninn 26. júní 2019
Dómsmálaráðuneytið athugar misræmi í tölum um nauðungarsölur
Misvísandi tölur hafa borist í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurnum á Alþingi.
Kjarninn 26. júní 2019
Stuðningsfólk Miðflokks hefur minnstar áhyggjur af hlýnun jarðar
Tæplega 70 prósent Íslendinga hafa áhyggjur af hlýnun jarðar. Áhyggjurnar eru mismunandi miklar eftir kyni, aldri, búsetu og stjórnmálaskoðunum.
Kjarninn 26. júní 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Skoðanakönnun gerð um viðhorf Íslendinga til endurskoðunar á stjórnarskrá
Viðhorf Íslendinga til endurskoðun stjórnarskrár verður kannað af Félagsvísindastofnun. Tilgangurinn er m.a. að „draga fram sameiginleg grunngildi íslensku þjóðarinnar“ og kanna viðhorf til tillagna sem komið hafa fram að breytingum á stjórnarskrá.
Kjarninn 26. júní 2019
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Fáránleikinn og samtryggingin kemur til bjargar fyrir elítuna“
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að það að vera dæmdur fyrir að segja satt geti ekki verið góð málsmeðferð og vísar hann til þess að sannleiksgildi ummæla Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur hafi ekki verið sannreynt við málsmeðferð forsætisnefndar.
Kjarninn 26. júní 2019
Helmingur leigjenda telur sig búa við húsnæðisöryggi
Einungis 51 prósent leigjenda telja sig búa við húsnæðisöryggi samanborið við 94 prósent húsnæðiseigenda. Helstu ástæður þess eru að fólk hefur ekki efni á leigu, leiguverð er of hátt og tímabundnir leigusamningar.
Kjarninn 26. júní 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar