Starfsgetumat helber mannsvonska – Ákall til verkalýðsforinga

Katrín Baldursdóttir skrifar um stöðu öryrkja og skyldur stjórnvalda og verkalýðsfélaga í þeim efnum.

Auglýsing

Orðið starfs­getu­mat hljómar ágæt­lega og stjórn­völd eru mjög spennt fyrir því. Það bein­ist að öryrkjum og mark­miðið er að meta hversu mikið þeir geta starfað á vinnu­mark­aði. En starfs­getu­mat á Íslandi er úlfur í sauða­gæru þegar farið ofan í saumana á mál­inu.

Og afhverju það! Í fyrsta lagi vegna þessa að íslenskur vinnu­mark­aður er langt frá því til­bú­inn fyrir breyt­ingu af þessu tagi og í öðru lagi vegna þess að fót­unum verður kippt undan öryrkj­anum ef hann veik­ist aftur og verður að vera frá vinnu, ef hann fær þá starf. Ef hann svo missir vinn­una þá bíður ekk­ert annað en atvinnu­leys­is­bæt­ur. Síðan verður hann að stóla á aðstoð sveita­fé­lag­anna ef hann fær ekki aftur vinnu eða getur ekki unnið vegna veik­inda.

Það skal ekki gleym­ast að bætur öryrkj­ans skerð­ast við starfs­getu­mat. Ef öryrki er met­inn þannig að hann geti verið í hálfu starfi þá skerð­ast bæt­urnar hans sem því nem­ur. Þá stendur hann uppi slippur og snauður ef hann fær svo ekki vinnu og eða missir hana síð­an. Það getur tekið hann langan tíma að fá metna fulla örorku á ný. Á hverju á hann að lifa á með­an? Þá verður hann að leita á sveit­ina og éta það sem úti frýs.

Auglýsing

Það velur eng­inn að verða veik­ur. Heilsan er það dýr­mætasta sem maður á. Að fara á örorku er algjört neyð­ar­úr­ræði fyrir þann sem veik­ist. Við tekur langt og strangt mats­ferli og það fer eng­inn á örorku án þess að fara í gegnum það mat. Hung­ur­lúsin sem fólk þarf síðan að lifa af í formi örorku­bóta er líka til skamm­ar. Hver velur sér að lifa á örorku­bót­um? Ég þekki eng­an.

Sjúk­dómar öryrkja eru að sjálf­sögðu mis­mun­andi. Fólk getur átt góða daga og vonda. Stundum geta öryrkjar átt marga góða daga, vik­ur, mán­uði og jafn­vel ár. Á svona góðum dögun fyll­ast öryrkjar von um að ná heilsu á ný og kom­ast af örorku. Ef öryrki á fullum bótum fer í starfs­getu­mat á góðum degi, fullur bjart­sýni, gæti hann t.d. verið met­inn með 50 pró­senta starfs­getu. Bætur hans skerð­ast sem því nemur eins og áður seg­ir.

Hvað ger­ist næst? Öryrk­inn fer að leita sér að vinnu. Vinnu­mark­að­ur­inn er óvæg­inn og engan veg­inn hann­aður til að huga að þörfum öryrkja. Allt snýst um hag­kvæmni og hag­ræð­ingu. Vinnu­á­lag hefur verið að aukast mikið á und­an­förnum árum. Það er meðal ann­ars þess vegna sem menn verða veik­ir. Þeir sem vinna lág­launa­störf þurfa oft að vinna 2-3 vinnur til að kom­ast af. Það er eng­inn mis­kunn. Menn er reknir sem ekki þykja standa sig og hafa engan rétt til að malda í móinn. Opin­berir starfs­menn eru ögn betur settir í þessu efni en opin­berar stofn­anir hafa getað skautað fram hjá þeim rétti t.d. með því að vísa í skipu­lags­breyt­ing­ar.

Hver er staða öryrkj­ans í þessu umhverfi? Segjum að hann fái hálft starf og allt gangi vel þar til allt í einu hann veik­ist aft­ur, þannig að hann geti ekki unn­ið. Atvinnu­rek­and­anum er í sjálfs­vald sett að reka hann. Það er svaka­legt álag fyrir veikan mann. Og hvað tekur svo við? Jú gjörðu svo vel þú verður að fara á atvinnu­leys­is­bæt­ur. Enn bæt­ist við álag­ið. Síðan blasir við að leita þurfi á náðir sveita­fé­lag­anna eins og fyrr seg­ir. Hvernig á öryrk­inn að kom­ast af? Hann er búinn að missa helm­ing­inn af bót­unum og allt þetta ferli hefur lík­lega afdrifa­ríkar afleið­ingar á heilsu hans.

Það er ljóst að stjórn­völd vilja koma á starfs­getu­mati og hafa unnið að því leynt og ljóst lengi. Núver­andi stjórn­ar­and­staða virð­ist líka á þeirri skoðun og skil­aði t.d. minni­hluti í fjár­laga­nefnd nefnd­ar­á­liti und­ir­ritað þann 5. júní síð­ast­lið­inn þar sem segir orð­rétt: “Það er jákvætt að ráð­ast eigi í inn­leið­ingu starfs­getu­mats og ein­földun bóta­kerfis almanna­trygg­inga.” Í nefnd­ar­á­lit­inu fylgja engin rök fyrir því afhverju á að inn­leiða starfs­getu­mat. Aðeins þessi eina setn­ing. Punkt­ur. Og engin skil­grein­ing á starfs­getu­mati. Það er nefni­lega svo að fólk í stjórn­kerf­inu hampar hug­tak­inu án þess að vita nokkuð hvað í því felst. Þá hefur þetta kerfi reynst mjög illa í nágranna­lönd­unum og oft haft skelfi­legar afleið­ingar í för með sér. Samt ætla stjórn­völd að apa það eft­ir. Oddný Harð­ar­dóttir þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar hefur þó gagn­rýnt hug­myndir um starfs­getu­mat á Alþingi og sagst vera á móti því nema að vinnu­mark­að­ur­inn sé undir það búinn.

Ásmundur Einar Daða­son, félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra, hefur skipað 9 manna sam­ráðs­hóp um  breytt fram­færslu­kerfi almanna­trygg­inga sem styður við starfs­getu­mat. Skila á full­búnum til­lögum þann 1. októ­ber næst­kom­andi.

For­maður sam­ráðs­hóps­ins er Guð­mundur Páll Jóns­son, til­nefndur af Fram­sókn­ar­flokki. Sú skipan lýsir svo vel hvernig stjórn­kerfið vinn­ur. Guð­mundur Páll var um langt ára­bil starfs­manna­stjóri hjá auð­fyr­ir­tækjum eins og HB Granda og Har­aldi Böðv­ars­syni hf. á Akra­nesi. Hann hefur verið í stjórnum stofn­ana, bæj­ar­stjóri á Akra­nesi og var árið 2006 skip­aður aðstoð­ar­maður þáver­andi félags­mála­ráð­herra sem að sjálf­sögðu var fram­sókn­ar­mað­ur. Af hverju er hann þarna? Hvaða inn­sýn hefur hann í raun­veru­leg kjör öryrkja, hvernig er að lifa af örorku­bót­um? Er lík­legt að Guð­mundur þurfi að fara í starfs­getu­mat? Far­sæl­ast hefði auð­vita verið að skipa hérna for­mann sem hefur veru­lega inn­sýn inn í aðstæður öryrkja, upp­lifað á eigin skinni að vera öryrki og hefur kynnt sér starfs­getu­mat frá sjón­ar­hóli öryrkj­ans.

Ásmundur Frið­riks­son þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins er líka í þessum hópi? Það eina á hans fer­il­skrá sem tengja má við örorku stendur í næstneðstu línu á vef Alþingis eða að hann sé for­maður Þroska­hjálpar á Suð­ur­nesj­um. Það skal ekki gera lítið úr því en hann er í fullu starfi sem þing­maður og er í allslags nefndum og ráðum innan þings og utan og er því upp­tek­inn við annað en hags­muna­mál öryrkja. Von­andi þarf hann aldrei að fara í starfs­getu­mat.

Henný Hinz hag­fræð­ingur ASÍ er skipuð af sam­tökum launa­fólks á vinnu­mark­aði. Hefði ekki verði eðli­legra að skipa þarna ein­hvern sem er í beinum tengslum við launa­fólk á vinnu­mark­aði, t.d. starfs­mann hjá stétt­ar­fé­lagi eða trún­að­ar­mann á vinnu­stað. Það stendur hvort sem er til að sam­ráðs­hóp­ur­inn kalli til sín sér­fræð­inga og hefði Henný getað komið þannig inn.

Af níu með­limum sam­starfs­hóps­ins eru aðeins tveir sem hafa atvinnu af því að starfa fyrir öryrkja, eða þau Þur­íður Harpa Sig­urð­ar­dóttir for­maður Öryrkja­banda­lags Íslands og Frið­rik Sig­urðs­son verk­efna­stjóri hjá Lands­sam­tök­unum Þroska­hjálp.

Hér er mjög alvar­legt og stórt hags­muna­mál á ferð­inni sem varðar afkomu gríð­ar­lega margra öryrkja. Stjórn­völdum er ekki treystandi án þess að skaða lífs­skil­yrði öryrkja veru­lega.

Verka­lýðs­fé­lögin ættu tví­mæla­laust að taka málið að sér og berj­ast fyrir öryrkja, sem mjög oft verða öryrkjar vegna álags á vinnu­mark­aði, lágra launa, illra fram­komu atvinnu­rek­enda og rétt­leys­is. Ef grant er skoðað hefur atvinnu­rek­and­inn allan rétt sín meg­in. Ég skora á verka­lýðs­fé­lögin að taka málið til sín og verja sína félags­menn hvort sem þeir eru orðnir öryrkjar eða ekki. Eins og þetta liggur fyrir núna er starfs­getu­mat ekk­ert annað en hel­ber mann­vonska gagn­vart fólki sem hefur hrökl­ast af vinnu­mark­aði vegna veik­inda.

Höf­undur er stjórn­mála­fræð­ingur og MA í atvinnu­lífs­fræðum frá Háskóla Íslands.

Tillagan um breytingu á skilyrðum fyrir stjórn FME kemur frá fjármálaráðuneytinu
Starfshópur fjallaði um hæfisskilyrði þeirra sem geta tekið sæti í stjórn Fjármálaeftirlitsins.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Trump styður Sádi-Arabíu og olían hríðfellur
Eftir að Donald Trump lýsti yfir stuðningi við Sádí-Arabíu vegna morðsins á Jamal Khashoggi hrundi verðið á hráolíu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Raunverð fasteigna hækkað um 1,3 prósent undanfarið ár
Að teknu tilliti til verðbólgu hefur fasteignaverð lítið sem ekkert hækkað í eitt ár.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Til lítils að fjölga leikskólarýmum ef leikskólarnir standa ómannaðir
Sjálfstæðismenn telja áætlanir meirihlutans í borginni ekki ganga upp.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Baldur Blöndal
Gleymdur tími
Kjarninn 20. nóvember 2018
Bláa lónið
Grímur kaupir hlut Horns II í Bláa lóninu
Breyting hefur orðið á eignarhaldi í Bláa Lóninu en samningur hefur verið gerður um kaup Kólfs ehf., eignarhaldsfélags í meirihlutaeigu Gríms Sæmundsen, á hlut Horns II í Hvatningu hf. en Hvatning heldur á um 40% hlut í Bláa Lóninu hf..
Kjarninn 20. nóvember 2018
Heimavellir voru skráðir á markað fyrr á þessu ári.
Heimavellir ákveða að selja fleiri fasteignir
Í skráningarlýsingu Heimavalla frá því í vor kom fram að félagið ætlaði að selja fasteignir fyrir tíu milljarða fyrir árslok 2020. Nú hefur það ákveðið að selja eignir fyrir 17 milljarða á tímabilinu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Vandræði á Facebook
Gengið hefur brösulega fyrir notendur samfélagsmiðilsins Facebook að skoða efni á síðunni síðan í hádeginu í dag.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar