Þjóð á tímamótum

Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar skrifar um það sem hann telur að skipti raunverulega máli að gera til að fagna 100 ára afmæli fullveldis þjóðarinnar.

Auglýsing

Ég ætla ekki að skrifa inn­blásnar setn­ingar um aðdrag­anda full­veld­is­ins, þær aðstæður sem Íslend­ingar bjuggu við fyrir hund­rað árum eða hvernig okkur hefur vegnað síð­an; þá sögu þekkjum við öll nokkuð vel.  Áleitnar spurn­ingar snú­ast fremur um það hvernig við spilum úr þeim spilum sem nú eru á hendi, þannig að fram­tíðin verði okkur Íslend­ingum og öðrum jarð­ar­búum far­sæl.

Aðstæður eru allt aðrar í heim­inum nú en þegar hug­myndum um þjóð­ríki var að vaxa fiskur um hrygg. Á seinni hluta tutt­ug­ustu aldar hafa hug­tök eins og alþjóða­sam­vinna og hnatt­væð­ing verið meira áber­andi og ekki að ástæðu­lausu. Ein­kenni þeirra; fjöl­breytni, sveigj­an­leiki, og aukin sam­staða og sam­skipti eru nefni­lega betri leiðir til að bregð­ast við sam­eig­in­legum áskor­unum heldur en sú leið að loka sig af með sterkum landa­mærum og tollam­úr­um.

Ójöfn­uð­ur, stríð og lofts­lagsógnir eru risa­á­skor­anir sem mann­kynið verður að sigr­ast á. Vissu­lega hafa þau tvö fyrst nefndu verið hluti af allri mann­kyns­sög­unni en með sífellt full­komn­ari tækni þró­ast þau með allt öðrum hætti en fyrr og aukin nálægð okkar við fólk um alla jörð setur allt í nýtt ljós. Loks er okkur að verða ljós sam­verkun þess­ara þriggja ógna; ein verður ekki upp­rætt nema hinar verði það líka.

Auglýsing

Ísland ætti því að fylkja liði með þeim stjórn­völdum sem vilja byggja á víð­tæku sam­starfi þjóða og taka harða afstöðu gegn þeim sem vilja halda í gjör­ó­líka átt. Með þjóðum sem vilja axla sam­eig­in­lega ábyrgð á for­dæma­litlum fólks­flótta gegn þeim sem bregð­ast hart við til að bjarga eigin skinni, um sinn.

Við þurfum því að búa í hag­inn til að geta tekið þátt í slíkri sam­vinnu. Sem dæmi má nefna EES samn­ing­inn, en fátt ef nokkuð hefur fært Íslend­ingum jafn mik­inn ávinn­ing. Með honum erum við þó að sífellt að reyna á þol­rif gild­andi stjórn­ar­skrár, við upp­töku reglu­gerða, sem eru okkur þó til góðs. Meðal ann­ars þess vegna er nauð­syn­legt að breyta stjórn­ar­skránni og heim­ila tak­mark­að, aft­ur­kræft valda­fram­sal til yfir­þjóð­legra stofn­anna. Þetta getur átt við um aðgerðir sem miða að því að koma á friði, stuðla að efna­hags­fram­förum en ekki síst á sviði bar­áttu gegn lofts­lags­vánni.

Það má jafn­vel halda því fram að slíkt geti aukið á full­veldi okk­ar, að minnsta kosti að ekki sé hægt að tryggja land­inu full­veldi til lengri tíma nema okkur sé kleift að taka þátt í sam­eig­in­legum verk­efnum ríkja heims.

En hund­rað ára full­veldið Ísland þarf líka að takast á við flókin verk­efni inn­an­lands. Þrátt fyrir að með­al­töl sýni að Íslend­ingar hafi það býsna gott er hinn blá­kaldi veru­leiki tals­vert ann­ar.

Á meðan 1% þjóð­ar­innar á jafn mikið fé og þau 80% sem minnst eiga og mokar stöðugt til sín stærri hluta þess er stór hópur fólks sem á erfitt með að ná endum sam­an. Þetta geta verið öryrkjar, aldr­aðir en líka harð­dug­legt vinn­andi fólk sem er á skammar­lega lágum laun­um. Um hver mán­að­ar­mót verður það að velja milli þess að borga reikn­inga, bjóða börnum sínum sjálf­sagða þátt­töku í félags­starfi eða sækja sér lækn­is­þjón­ustu.

Stór þáttur í því að búa fólki nauð­syn­legt öryggi frá vöggu til grafar er að allir fái mann­sæm­andi laun og að hér sé öflug almanna­þjón­usta fjár­mögnuð með rétt­látri sam­neyslu. Þetta á jafnt við um góða heil­brigð­is­þjón­ustu og menntun sem stendur öllum öllum til boða og sam­göngur og fjar­skipti. Núver­andi stjórn­völd hafa látið undir höfuð leggj­ast að afla nauð­syn­legra tekna til að blása til sóknar á þessu sviði.

Hér verður að þróa skatt­kerfi sem eykur jöfnuð í stað þess að kynda undir mis­skipt­ingu, ráð­ast verður í auð­linda­stjórnun sem að tryggir almenn­ingi eðli­legan arð af auð­lind sinni um leið og hugað er að rekstr­ar­hæfi fyr­ir­tækja, og ekki síst skoða af alvöru upp­töku gjald­mið­ils sem nýt­ist almenn­ingi betur og gæfi nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækjum sókn­ar­færi í breyttum heimi.

Í aðdrag­anda hátíð­ar­halda vegna 100 ára afmælis full­veldis lands­ins mættu ráða­menn minna sig á að það er ekki nóg að guma af full­veldi þjóð­ar, ef full­veldi þeirra ein­stak­linga sem henni til­heyra er ekki tryggt.

Höf­undur er for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Þórarinn Snorri Sigurgeirsson
22. júlí
Kjarninn 22. júlí 2018
Birgir Hermannsson
Klúður Steingríms J. Sigfússonar
Kjarninn 22. júlí 2018
Bás hjá frambjóðanda Danska þjóðarflokksins
10 staðreyndir um Dansk Folkeparti
Danski þingflokksforsetinn Pia Kjærsgaard hefur verið áberandi í umræðunni í síðustu viku vegna hlutverks hennar á fullveldishátíðinni. Pia er þekktust fyrir tengingu sína við flokkinn Dansk Folkeparti, en Kjarninn tók saman tíu staðreyndir um hann.
Kjarninn 22. júlí 2018
Sá mikli uppgangur sem á sér stað á Íslandi útheimtir mikið af nýju vinnuafli. Það vinnuafl þarf að sækja erlendis.
Erlendir ríkisborgarar orðnir 23 prósent íbúa í Reykjanesbæ
Erlendum ríkisborgurum heldur áfram að fjölga á Íslandi. Án komu þeirra myndi íbúum landsins fækka. Mjög mismunandi hvar þeir setjast að. Í Reykjanesbæ voru erlendir ríkisborgarar 8,6 prósent íbúa í lok árs 2011. Nú eru þeir 23 prósent þeirra.
Kjarninn 22. júlí 2018
Klámið í kjallarageymslunum
Í geymslum danska útvarpsins, DR, leynast margar útvarps- og sjónvarpsperlur. Danir þekkja margar þeirra en í geymslunum er einnig að finna efni sem fæstir hafa nokkurn tíma heyrt minnst á, hvað þá heyrt eða séð.
Kjarninn 22. júlí 2018
Ljósmæðrafélagið hefur aflýst yfirvinnubanninu sínu.
Verkfalli ljósmæðra aflýst
Ljósmæðrafélag Íslands hefur samþykkt að aflýsa yfirstandandi yfirvinnubanni í ljósi þess að ríkissáttarsemjari hefur lagt fram miðlunartillögu.
Kjarninn 21. júlí 2018
Björn Leví Gunnarsson
Réttar skoðanir?
Kjarninn 21. júlí 2018
Guðmundur Andri Thorsson
Um kurteisi
Kjarninn 21. júlí 2018
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar