Þjóð á tímamótum

Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar skrifar um það sem hann telur að skipti raunverulega máli að gera til að fagna 100 ára afmæli fullveldis þjóðarinnar.

Auglýsing

Ég ætla ekki að skrifa inn­blásnar setn­ingar um aðdrag­anda full­veld­is­ins, þær aðstæður sem Íslend­ingar bjuggu við fyrir hund­rað árum eða hvernig okkur hefur vegnað síð­an; þá sögu þekkjum við öll nokkuð vel.  Áleitnar spurn­ingar snú­ast fremur um það hvernig við spilum úr þeim spilum sem nú eru á hendi, þannig að fram­tíðin verði okkur Íslend­ingum og öðrum jarð­ar­búum far­sæl.

Aðstæður eru allt aðrar í heim­inum nú en þegar hug­myndum um þjóð­ríki var að vaxa fiskur um hrygg. Á seinni hluta tutt­ug­ustu aldar hafa hug­tök eins og alþjóða­sam­vinna og hnatt­væð­ing verið meira áber­andi og ekki að ástæðu­lausu. Ein­kenni þeirra; fjöl­breytni, sveigj­an­leiki, og aukin sam­staða og sam­skipti eru nefni­lega betri leiðir til að bregð­ast við sam­eig­in­legum áskor­unum heldur en sú leið að loka sig af með sterkum landa­mærum og tollam­úr­um.

Ójöfn­uð­ur, stríð og lofts­lagsógnir eru risa­á­skor­anir sem mann­kynið verður að sigr­ast á. Vissu­lega hafa þau tvö fyrst nefndu verið hluti af allri mann­kyns­sög­unni en með sífellt full­komn­ari tækni þró­ast þau með allt öðrum hætti en fyrr og aukin nálægð okkar við fólk um alla jörð setur allt í nýtt ljós. Loks er okkur að verða ljós sam­verkun þess­ara þriggja ógna; ein verður ekki upp­rætt nema hinar verði það líka.

Auglýsing

Ísland ætti því að fylkja liði með þeim stjórn­völdum sem vilja byggja á víð­tæku sam­starfi þjóða og taka harða afstöðu gegn þeim sem vilja halda í gjör­ó­líka átt. Með þjóðum sem vilja axla sam­eig­in­lega ábyrgð á for­dæma­litlum fólks­flótta gegn þeim sem bregð­ast hart við til að bjarga eigin skinni, um sinn.

Við þurfum því að búa í hag­inn til að geta tekið þátt í slíkri sam­vinnu. Sem dæmi má nefna EES samn­ing­inn, en fátt ef nokkuð hefur fært Íslend­ingum jafn mik­inn ávinn­ing. Með honum erum við þó að sífellt að reyna á þol­rif gild­andi stjórn­ar­skrár, við upp­töku reglu­gerða, sem eru okkur þó til góðs. Meðal ann­ars þess vegna er nauð­syn­legt að breyta stjórn­ar­skránni og heim­ila tak­mark­að, aft­ur­kræft valda­fram­sal til yfir­þjóð­legra stofn­anna. Þetta getur átt við um aðgerðir sem miða að því að koma á friði, stuðla að efna­hags­fram­förum en ekki síst á sviði bar­áttu gegn lofts­lags­vánni.

Það má jafn­vel halda því fram að slíkt geti aukið á full­veldi okk­ar, að minnsta kosti að ekki sé hægt að tryggja land­inu full­veldi til lengri tíma nema okkur sé kleift að taka þátt í sam­eig­in­legum verk­efnum ríkja heims.

En hund­rað ára full­veldið Ísland þarf líka að takast á við flókin verk­efni inn­an­lands. Þrátt fyrir að með­al­töl sýni að Íslend­ingar hafi það býsna gott er hinn blá­kaldi veru­leiki tals­vert ann­ar.

Á meðan 1% þjóð­ar­innar á jafn mikið fé og þau 80% sem minnst eiga og mokar stöðugt til sín stærri hluta þess er stór hópur fólks sem á erfitt með að ná endum sam­an. Þetta geta verið öryrkjar, aldr­aðir en líka harð­dug­legt vinn­andi fólk sem er á skammar­lega lágum laun­um. Um hver mán­að­ar­mót verður það að velja milli þess að borga reikn­inga, bjóða börnum sínum sjálf­sagða þátt­töku í félags­starfi eða sækja sér lækn­is­þjón­ustu.

Stór þáttur í því að búa fólki nauð­syn­legt öryggi frá vöggu til grafar er að allir fái mann­sæm­andi laun og að hér sé öflug almanna­þjón­usta fjár­mögnuð með rétt­látri sam­neyslu. Þetta á jafnt við um góða heil­brigð­is­þjón­ustu og menntun sem stendur öllum öllum til boða og sam­göngur og fjar­skipti. Núver­andi stjórn­völd hafa látið undir höfuð leggj­ast að afla nauð­syn­legra tekna til að blása til sóknar á þessu sviði.

Hér verður að þróa skatt­kerfi sem eykur jöfnuð í stað þess að kynda undir mis­skipt­ingu, ráð­ast verður í auð­linda­stjórnun sem að tryggir almenn­ingi eðli­legan arð af auð­lind sinni um leið og hugað er að rekstr­ar­hæfi fyr­ir­tækja, og ekki síst skoða af alvöru upp­töku gjald­mið­ils sem nýt­ist almenn­ingi betur og gæfi nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækjum sókn­ar­færi í breyttum heimi.

Í aðdrag­anda hátíð­ar­halda vegna 100 ára afmælis full­veldis lands­ins mættu ráða­menn minna sig á að það er ekki nóg að guma af full­veldi þjóð­ar, ef full­veldi þeirra ein­stak­linga sem henni til­heyra er ekki tryggt.

Höf­undur er for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar