Innistæðulaust höfrungahlaup elítunnar

Auglýsing

Enn hefur ekki náðst að klára samn­inga við ljós­mæður í land­inu. Samn­inga­nefndir rík­is­ins og ljós­mæðra hafa reynt án árang­urs að ná saman og fátt bendir til ann­ars en að þessi samn­inga­lota muni skilja eftir sig sár sem ekki verður auð­velt að búa um þannig að þau grói vel. 

Við­kvæm staða er á vinnu­mark­aði, enda hefur almenn­ingur í land­inu horft upp á höfr­unga­hlaup elít­unnar hjá rík­inu allt frá því að laun ráða­manna í land­inu voru hækkuð um tugi pró­senta á kjör­dag 2016, og laun lækna um tugi pró­senta skömmu áður. 

For­seti Íslands, Guðni Th. Jóhann­es­son, las stöð­una strax hár­rétt á kjör­dag í lok októ­ber 2016 og afsal­aði sér hækk­un­inni, og setti með því þrýst­ing á ráða­menn lands­ins á Alþingi að gera slíkt hið sama.

Auglýsing

Aug­ljós mis­tök ráða­manna

En ákvörðun ráða­manna um að senda út þau skila­boð á vinnu­mark­að­inn, að elítan hjá rík­inu ætti skilið að fara sitt höfr­unga­hlaup í launa­hækk­unum - með tug­pró­senta­hækk­unum í einu stökki - hefur valdið miklu tjóni og í raun skapað vanda­mál sem var hægt að koma í veg fyr­ir.

Eitt af því sem hefur líka valdið von­brigðum - og grafið undan mögu­leika á sátt á vinnu­mark­aði - er nán­ast lygi­legt launa­skrið stjórn­enda hjá dótt­ur­fé­lögum íslenska rík­is­ins. 

Það hefur átt sér stað þrátt fyrir að Bene­dikt Jóhann­es­son, þáver­andi fjár­mála­ráð­herra, hafi með form­legum hætti óskað eftir því að laun stjórn­enda myndu ekki hækka óhóf­lega í einu stökki. Þau gerðu það samt.

Stór fyr­ir­tæki á íslenskan mæli­kvarða eru þar und­ir, meðal ann­ars Lands­virkj­un, Íslands­banki, Íslands­póst­ur, ISA­VIA og Lands­bank­inn. Alls staðar hefur verið höfr­unga­hlaups­þróun í laun­um. Tug­pró­senta launa­skrið æðstu stjórn­enda og jafn­vel stjórn­ar­manna líka í sumum til­vik­um.

Þetta grefur undan trausti á vinnu­mark­aði og sendir út þau skila­boð til við­semj­enda rík­is­ins - og líka fólks­ins á gólf­inu á vinnu­mark­aði - að það sé nóg svig­rúm til launa­hækk­ana sem eru sam­bæri­legar þeim sem elítan hjá hinu opin­bera hefur fengið í einu stökki.

Gengi félag­anna virð­ist ekki skipta máli

Á einka­mark­aðnum hefur elítan farið sitt höfr­unga­hlaup eins og ekk­ert hafi í skorist. Mark­aðs­þróun und­an­farið ár hjá skráðum félögum hefur samt verið afleit, og með því versta sem þekk­ist meðal kaup­halla. 

Und­an­farið ár hefur vísi­tala skráða mark­að­ar­ins lækkað um 8,55 pró­sent og verð­miðar flestra félaga lækk­að. 

Hjá sumum félag­anna hefur verð­mið­inn hrunið að und­an­förnu og afkomu­við­var­anir verið algeng­ar. Íslenskur almenn­ingur á um 50 til 60 pró­sent af öllum hluta­bréf­unum á íslenska mark­aðnum í gegnum líf­eyr­is­sjóð­ina, og því hefur þessi mikla nið­ur­sveifla að und­an­förnu komið beint niður á eigna­safn­inu að baki útgreiðslu líf­eyris til almenn­ings. Nið­ur­sveiflan er upp á um 70 millj­arða, sé horft til heild­ar­virðis hluta­fjár um þessar mund­ir.

Á sama tíma og þetta hefur gerst hefur verið mikið launa­skrið hjá skráðum félög­um, bæði í stjórnum og hjá æðstu stjórn­end­um. 

Alveg eins og hjá elít­unni hjá rík­inu, þá sendir þetta skila­boð inn í kjara­við­ræð­urnar um að það sé nóg til og að fólkið á gólf­inu hafi tölu­verðar launa­hækk­anir að sækja. Það er ekki óeðli­legt að þetta kveiki þessar vænt­ing­ar, alveg óháð því hvert svig­rúm til launa­hækk­ana kann að vera hjá hverjum hópi.

Sökin á þess­ari stöðu sem upp er komin liggur hjá ráða­mönnum lands­ins og stjórn­endum í atvinnu­líf­inu. Hrok­inn sem felst í þessu höfr­unga­hlaupi í launa­þróun elít­unnar - á meðan gerðar eru allt aðrar og strang­ari kröfur um launa­þróun fólks­ins á gólf­inu - kann að reyn­ast dýr­keyptur fyrir hags­muni lands­ins þegar fram í sæk­ir. 

Skuldabréfaeigendur tilbúnir að leggja sitt af mörkum - Lítill tími til stefnu
Skuldabréfaeigendur WOW air eru tilbúnir að taka hlut í félaginu í skiptum fyrir niðurfellingu skulda.
Kjarninn 25. mars 2019
Aflýsa flugi frá London - Rauðglóandi síminn hjá Neytendasamtökunum
Forsvarsmenn WOW air reyna nú allt til að bjarga félaginu frá gjaldþroti.
Kjarninn 25. mars 2019
Ríkislögmaður neitar að afhenda gögn - Kjarninn kærir
Kjarninn óskaði eftir því frá forsætisráðuneytinu, að fá afhent sérfræðiálit og gögn frá þeim sem veittu Ríkislögmanni ráðgjöf í hinu svokallaða Landsréttarmáli.
Kjarninn 25. mars 2019
Þröstur Ólafsson
Samábyrgð og þau afétnu
Kjarninn 25. mars 2019
Bjarni Benediktsson
Ríkisstjórnin með tilbúnar áætlanir ef rekstur WOW air stöðvast
Fjármála- og efnahagsráðherra segir stjórnvöld vera viðbúin ef rekstur WOW air stöðvast. Hann segir þó ekki réttlætanlegt að setja skattfé inn í áhætturekstur sem þennan.
Kjarninn 25. mars 2019
Flestar áskriftir Alþingis eru að Morgunblaðinu
Alþingi er með 13 áskriftir að Morgunblaðinu auk netáskrifta, sem og aðgang að gagnasafni mbl.is.
Kjarninn 25. mars 2019
HS Orka á tvö orkuver, í Svartsengi og svo Reykjanesvirkjun.
Meirihlutinn í HS Orku seldur fyrir 37 milljarða króna
Búið er að skrifa undir kaupsamning á meirihluta hlutafjár í eina íslenska orkufyrirtækinu sem er í einkaeigu.
Kjarninn 25. mars 2019
Dauðastríðið hjá WOW air á lokametrunum
Það ætti að skýrast í dag eða í síðasta lagi á allra næstu dögum hvort flugfélagið WOW air verði áfram til. Forsvarsmenn þess eru nú í kappi við tímann að ná fram nýrri lausn eftir að bæði Indigo Partners og Icelandair ákváðu að fjárfesta ekki í félaginu.
Kjarninn 25. mars 2019
Meira úr sama flokkiLeiðari