Til þess þarf vilja og kjark

Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir að hið opinbera geti ákveðið að útrýma kynbundnum launamun alveg eins og það er ákvörðun þeirra að viðhalda honum.

Auglýsing

Það er sann­ar­lega alvar­legt að kjara­deila ljós­mæðra standi enn óleyst. Verð­andi for­eldrar hafa áhyggjur af öryggi og umönnun ófæddra barna og við flest höfum áhyggjur af óleystum vanda heil­brigð­is­kerf­is­ins. Deilan sýnir einnig greini­lega í hvers konar við­var­andi vanda við verðum ef við bætum ekki kjör kvenna­stétta sér­stak­lega og tökum til­lit til beggja kynja á vinnu­mark­aði.

Það þarf póli­tískan vilja og kjark til að leysa kjara­deilu ljós­mæðra og það þarf póli­tískan vilja og kjark til að bæta kjör kvenna­stétta. Mun­ur­inn á heild­ar­launum kvenna og karla mælist nú rúm 20%. Líf­eyr­is­greiðslur til kvenna eru þar af leið­andi lægri en til karla. Launa­mis­réttið fylgir konum alla leið.

Þjóðin er að eld­ast og fátækum gömlum konum fjölg­ar. Fátækt er jafn slæm hvort sem það er karl eða kona sem býr við fátækt. En samt sem áður er ekki hægt að horfa fram hjá því að kyn­bund­inn launa­munur hefur ekki aðeins áhrif á laun kvenna þegar þær eru ung­ar, launa­mun­ur­inn hefur áhrif á öll rétt­indi sem þær ávinna sér á vinnu­mark­aði. Konur frá lægri orlofs­greiðslur en karlar og lægri eft­ir­laun. Þess vegna eru konur lík­legri til að búa við fátækt á efri árum. Þar að auki sjáum við iðu­lega skýr merki þess að konur reki höf­uðið í gler­þakið og fái ekki sömu tæki­færi og fram­gang á vinnu­stöðum og karl­menn. Þessu öllu getum við breytt.

Auglýsing

Vinnu­mark­að­ur­inn er kyn­skipt­ur. Stærstu kvenna­stétt­irnar starfa hjá ríki eða sveit­ar­fé­lög­um. Þeir vinnu­veit­endur geta ákveðið að útrýma kyn­bundnum launa­mun alveg eins og það er ákvörðun þeirra að við­halda hon­um.

Víta­hringur rof­inn

Hvað getum við gert til að eyða kyn­bundnum launa­mun og koma í veg fyrir að fátækum gömlum konum fari enn fjölg­andi á Íslandi? Fyrst og fremst verða stjórn­mála­menn að sýna vilja og kjark og þora að taka ákvarð­anir sem útrýma kyn­bundnum launa­mun. Stytt­ing vinnu­vik­unn­ar, að brjóta gler­þakið á vinnu­mark­aði, leng­ing fæð­ing­ar­or­lofs í eitt ár og að tryggt sé að leik­skólar geti tekið við börnum að fæð­ing­ar­or­lofi loknu fram að grunn­skóla­göngu og barna­bætur sem munar um eru allt mik­il­væg skref sem taka þarf.

Ef ekk­ert af þessu er gert verðum við föst í sama far­inu og sama sagan mun end­ur­taka sig um ókomin ár. Allt eru þetta atriði og aðgerðir sem stuðla að auknu jafn­rétti og öll eru þau fram­kvæm­an­leg. Það þarf bara vilj­ann til að fram­kvæma. Það er hægt að útrýma kyn­bundnum launa­mun.

Til þess þarf póli­tískan vilja og kjark!

Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Sigurður Hlöðversson
Makríll á leið í kvóta – Eftir höfðinu dansa limirnir
Kjarninn 15. júní 2019
Margrét Tryggvadóttir
Hver skapaði skrímslið?
Leslistinn 15. júní 2019
Tíðavörur loks viðurkenndar sem nauðsyn
Alþingi samþykkti á dögunum að lækka virðisaukaskatt á tíðavörum úr efra skattþrepi í neðra. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að konur hafa á síðustu árum vakið athygli á því að það skjóti skökku við að skattleggja ekki tíðavörur sem nauðsynjavörur.
Kjarninn 15. júní 2019
Órói í stjórnmálum haggar varla fylgi stjórnmálablokka
Meirihluti stjórnarandstöðunnar mælist nú með meira fylgi en stjórnarflokkarnir þrír, frjálslyndu miðjuflokkarnir hafa sýnt mikinn stöðugleika í könnunum um langt skeið og fylgi Miðflokksins haggast varla þrátt fyrir mikla fyrirferð.
Kjarninn 15. júní 2019
Wikileaks: Blaðamennska í almannaþágu eða glæpur?
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, á í hættu á að vera framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ár í fangelsi verði hann fundinn sekur.
Kjarninn 15. júní 2019
Segir forystu Sjálfstæðisflokksins vera sama um vilja flokksmanna
Stríð Davíðs Oddssonar og Morgunblaðsins sem hann stýrir við Sjálfstæðisflokkinn heldur áfram á síðum blaðsins í dag. Þar gagnrýnir hann forystu flokksins harkalega og bætir í gagnrýni sína vegna þriðja orkupakkans.
Kjarninn 15. júní 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar