Til þess þarf vilja og kjark

Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir að hið opinbera geti ákveðið að útrýma kynbundnum launamun alveg eins og það er ákvörðun þeirra að viðhalda honum.

Auglýsing

Það er sann­ar­lega alvar­legt að kjara­deila ljós­mæðra standi enn óleyst. Verð­andi for­eldrar hafa áhyggjur af öryggi og umönnun ófæddra barna og við flest höfum áhyggjur af óleystum vanda heil­brigð­is­kerf­is­ins. Deilan sýnir einnig greini­lega í hvers konar við­var­andi vanda við verðum ef við bætum ekki kjör kvenna­stétta sér­stak­lega og tökum til­lit til beggja kynja á vinnu­mark­aði.

Það þarf póli­tískan vilja og kjark til að leysa kjara­deilu ljós­mæðra og það þarf póli­tískan vilja og kjark til að bæta kjör kvenna­stétta. Mun­ur­inn á heild­ar­launum kvenna og karla mælist nú rúm 20%. Líf­eyr­is­greiðslur til kvenna eru þar af leið­andi lægri en til karla. Launa­mis­réttið fylgir konum alla leið.

Þjóðin er að eld­ast og fátækum gömlum konum fjölg­ar. Fátækt er jafn slæm hvort sem það er karl eða kona sem býr við fátækt. En samt sem áður er ekki hægt að horfa fram hjá því að kyn­bund­inn launa­munur hefur ekki aðeins áhrif á laun kvenna þegar þær eru ung­ar, launa­mun­ur­inn hefur áhrif á öll rétt­indi sem þær ávinna sér á vinnu­mark­aði. Konur frá lægri orlofs­greiðslur en karlar og lægri eft­ir­laun. Þess vegna eru konur lík­legri til að búa við fátækt á efri árum. Þar að auki sjáum við iðu­lega skýr merki þess að konur reki höf­uðið í gler­þakið og fái ekki sömu tæki­færi og fram­gang á vinnu­stöðum og karl­menn. Þessu öllu getum við breytt.

Auglýsing

Vinnu­mark­að­ur­inn er kyn­skipt­ur. Stærstu kvenna­stétt­irnar starfa hjá ríki eða sveit­ar­fé­lög­um. Þeir vinnu­veit­endur geta ákveðið að útrýma kyn­bundnum launa­mun alveg eins og það er ákvörðun þeirra að við­halda hon­um.

Víta­hringur rof­inn

Hvað getum við gert til að eyða kyn­bundnum launa­mun og koma í veg fyrir að fátækum gömlum konum fari enn fjölg­andi á Íslandi? Fyrst og fremst verða stjórn­mála­menn að sýna vilja og kjark og þora að taka ákvarð­anir sem útrýma kyn­bundnum launa­mun. Stytt­ing vinnu­vik­unn­ar, að brjóta gler­þakið á vinnu­mark­aði, leng­ing fæð­ing­ar­or­lofs í eitt ár og að tryggt sé að leik­skólar geti tekið við börnum að fæð­ing­ar­or­lofi loknu fram að grunn­skóla­göngu og barna­bætur sem munar um eru allt mik­il­væg skref sem taka þarf.

Ef ekk­ert af þessu er gert verðum við föst í sama far­inu og sama sagan mun end­ur­taka sig um ókomin ár. Allt eru þetta atriði og aðgerðir sem stuðla að auknu jafn­rétti og öll eru þau fram­kvæm­an­leg. Það þarf bara vilj­ann til að fram­kvæma. Það er hægt að útrýma kyn­bundnum launa­mun.

Til þess þarf póli­tískan vilja og kjark!

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Talin hafa breytt launaseðlum til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðar
Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að ákveðinn hópur sem nýtti sér hlutabótaleiðina hafi breytt áður uppgefnum launum til hækkunar svo þeir myndu fá hærri greiðslur úr ríkissjóði. Hækkunin í heild nemur 114 milljónum króna.
Kjarninn 28. maí 2020
Oddný G. Harðardóttir vill að uppsagnarstyrkjum verði breytt.
Vill banna þeim sem átt hafa í fjárhagslegum tengslum við skattaskjól að fá uppsagnarstyrk
Oddný G. Harðardóttir hefur lagt fram breytingartillögu við frumvarp um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu launakostnaðar í uppsagnarfresti. Kallar eftir aðgerðum fyrirtækja í loftslagsmálum, endurgreiðslu styrkja og þaki á laun stjórnenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Svört skýrsla um hlutabótaleiðina sýnir grun um misnotkun
Ríkisendurskoðun gagnrýnir framkvæmd hlutabótaleiðarinnar harðlega í skýrslu sem hún hefur unnið. Of margir sem áttu ekki í bráðum rekstrarvanda hafi nýtt sér hana til að sækja fjármuni í ríkissjóð og misbrestur hafi verið á eftirliti.
Kjarninn 28. maí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Hægt sé að lesa á milli línanna og sjá hvaða fyrirtæki uppsagnarstyrkir séu hugsaðir fyrir
Þingmaður Pírata telur líklegt að sagan muni dæma frumvarp um að greiða 27 milljarða króna í styrkti til fyrirtækja til að hjálpa þeim að segja upp fólki, sem mistök. Stöðugleika þorra launamanna sé fórnað fyrir hagsmuni nokkurra fyrirtækjaeigenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Framhaldsskólinn var styttur úr fjórum árum í þrjú.
Vísbendingar um lægri meðaleinkunn í HÍ eftir styttingu framhaldsskólanáms
Andlegri heilsu nemenda, aðallega stúlkna, hefur hrakað frá því að framhaldsskólanámið var stytt um eitt ár. Sú þróun hófst þó talsvert fyrr en námstímanum var breytt, segir í skýrslu menntamálaráðherra um áhrif styttingarinnar á ýmsa þætti.
Kjarninn 28. maí 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple gleraugu á leiðinni
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar