Til þess þarf vilja og kjark

Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir að hið opinbera geti ákveðið að útrýma kynbundnum launamun alveg eins og það er ákvörðun þeirra að viðhalda honum.

Auglýsing

Það er sann­ar­lega alvar­legt að kjara­deila ljós­mæðra standi enn óleyst. Verð­andi for­eldrar hafa áhyggjur af öryggi og umönnun ófæddra barna og við flest höfum áhyggjur af óleystum vanda heil­brigð­is­kerf­is­ins. Deilan sýnir einnig greini­lega í hvers konar við­var­andi vanda við verðum ef við bætum ekki kjör kvenna­stétta sér­stak­lega og tökum til­lit til beggja kynja á vinnu­mark­aði.

Það þarf póli­tískan vilja og kjark til að leysa kjara­deilu ljós­mæðra og það þarf póli­tískan vilja og kjark til að bæta kjör kvenna­stétta. Mun­ur­inn á heild­ar­launum kvenna og karla mælist nú rúm 20%. Líf­eyr­is­greiðslur til kvenna eru þar af leið­andi lægri en til karla. Launa­mis­réttið fylgir konum alla leið.

Þjóðin er að eld­ast og fátækum gömlum konum fjölg­ar. Fátækt er jafn slæm hvort sem það er karl eða kona sem býr við fátækt. En samt sem áður er ekki hægt að horfa fram hjá því að kyn­bund­inn launa­munur hefur ekki aðeins áhrif á laun kvenna þegar þær eru ung­ar, launa­mun­ur­inn hefur áhrif á öll rétt­indi sem þær ávinna sér á vinnu­mark­aði. Konur frá lægri orlofs­greiðslur en karlar og lægri eft­ir­laun. Þess vegna eru konur lík­legri til að búa við fátækt á efri árum. Þar að auki sjáum við iðu­lega skýr merki þess að konur reki höf­uðið í gler­þakið og fái ekki sömu tæki­færi og fram­gang á vinnu­stöðum og karl­menn. Þessu öllu getum við breytt.

Auglýsing

Vinnu­mark­að­ur­inn er kyn­skipt­ur. Stærstu kvenna­stétt­irnar starfa hjá ríki eða sveit­ar­fé­lög­um. Þeir vinnu­veit­endur geta ákveðið að útrýma kyn­bundnum launa­mun alveg eins og það er ákvörðun þeirra að við­halda hon­um.

Víta­hringur rof­inn

Hvað getum við gert til að eyða kyn­bundnum launa­mun og koma í veg fyrir að fátækum gömlum konum fari enn fjölg­andi á Íslandi? Fyrst og fremst verða stjórn­mála­menn að sýna vilja og kjark og þora að taka ákvarð­anir sem útrýma kyn­bundnum launa­mun. Stytt­ing vinnu­vik­unn­ar, að brjóta gler­þakið á vinnu­mark­aði, leng­ing fæð­ing­ar­or­lofs í eitt ár og að tryggt sé að leik­skólar geti tekið við börnum að fæð­ing­ar­or­lofi loknu fram að grunn­skóla­göngu og barna­bætur sem munar um eru allt mik­il­væg skref sem taka þarf.

Ef ekk­ert af þessu er gert verðum við föst í sama far­inu og sama sagan mun end­ur­taka sig um ókomin ár. Allt eru þetta atriði og aðgerðir sem stuðla að auknu jafn­rétti og öll eru þau fram­kvæm­an­leg. Það þarf bara vilj­ann til að fram­kvæma. Það er hægt að útrýma kyn­bundnum launa­mun.

Til þess þarf póli­tískan vilja og kjark!

Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Seldu losunarheimildir til að borga laun fyrir marsmánuð
Skiptastjórar WOW air eru meðal annars búnir að selja skrifstofubúnað og reiðhjólaleigu WOW air til að auka endurheimtir í búið. Félagið hafði selt margar verðmætar eignir, t.d. afgreiðslutíma á flugvelli og losunarheimildir, fyrir gjaldþrot.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Molar
Molar
Molar – Opnar Costco annað vöruhús á Íslandi?
Kjarninn 23. ágúst 2019
Gísli Sigurgeirsson
Opið bréf til Katrínar Jakobsdóttur
Kjarninn 23. ágúst 2019
„Þurfum að taka afstöðu með hafinu og vernda það“
Ýmsar áleitnar spurningar vakna þegar hugsað er um hafið og hamfarahlýnun í sömu andrá. Væri hægt að búa á jörðinni án þess? Hvernig liti jörðin út án vatns? Getur verið að það verði meira af plasti í sjónum en fiskum árið 2050?
Kjarninn 23. ágúst 2019
Kísilverksmiðjan í Helguvík
Reisa 52 metra háan skorstein í Helguvík
Stakksberg vinnur nú að 4,5 milljarða endurbótum á kísilmálmverksmiðju félagsins í Helguvík. Þar á meðal er 52 metra hár skorsteinn sem draga á úr mengun frá verksmiðjunni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Markús Sigurbjörnsson hefur verið dómari við Hæstarétt Íslands í aldarfjórðung.
Tveir hæstaréttardómarar hætta
Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar og sá dómari við réttinn sem setið hefur lengst, mun hætta störfum við réttinn eftir rúman mánuð. Það mun Viðar Már Matthíasson einnig gera.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Þorsteinn Víglundsson
Breytum bönkum í brýr
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar