Auglýsing

Á dög­unum birt­ust nýjar upp­lýs­ingar um þróun á trausti til fjöl­miðla í Banda­ríkj­un­um. Banda­ríkja­for­seti, Don­ald J. Trump, hefur ráð­ist á fjöl­miðla í Banda­ríkj­unum frá fyrsta degi í emb­ætti og einnig í kosn­inga­bar­átt­unni sjálfri.

Hann hefur líka lýst fjöl­miðl­unum sem óvinum fólks­ins, hvorki meira né minna. Útgef­andi New York Times, AG Sulz­berger, hefur mót­mælt þess­ari orð­ræðu, og gerði það milli­liða­laust á fundi með for­set­an­um. Sam­kvæmt umfjöllun The New Yor­ker var fund­ur­inn í meira lagi sögu­legur og kom útgef­and­inn áhyggjum sínum af orð­ræðu for­set­ans skýrt til skila. 

Grund­vall­ar­spurn­ingar

Í þessu opin­bera sam­tali milli valda­mesta manns heims­ins og fjöl­miðla í Banda­ríkj­un­um, má greina mik­il­vægar kjarna­spurn­ingar innan blaða­mennsk­unnar og fjöl­miðla.

Auglýsing

Hversu langt geta vald­haf­arnir gengið í því að kvarta undan aðhaldi blaða­manna?

Er eðli­legt að þeim sé stillt upp sem óvinum fólks­ins, fyrir sjálf­sögð og gagn­rýnin skrif?

Full ástæða er til þess að fagna við­horfi AG Sulz­berger, þar sem hann talar fyrir fjöl­miðla- og tján­ing­ar­frelsi. Stjórn­mála­menn, sem eru með valda­þræð­ina í höndum sér, ættu ekki að geta gengið það langt í gagn­rýni sinni á blaða­menn að þeir séu vændir um svik og pretti, eða að þeim sé mein­aður aðgangur að vald­höfum á opnum blaða­manna­fund­um.

Í sama flokk fer sú aðferð­ar­fræði stjórn­mála­manna að svara ekki til­teknum fjöl­miðlum eða blaða­mönn­um. Það er með öllu óásætt­an­leg­t. 

Það er líka rétt hjá Sulz­berger að það býður hætt­unni heim - og hvetur raunar til ofbeldis einnig - að stilla blaða­mönnum upp sem óvinum fólks­ins, fyrir sjálf­sagða og eðli­lega vinnu sína. 

The Economist fjall­aði ítar­lega um þessar nýju upp­lýs­ingar sem birt­ust um traust til fjöl­miðla í Banda­ríkj­unum í gær.

Þeir fjöl­miðlar sem Don­ald Trump hefur kallað „fals­frétt­ir“ (Fake News), ekki síst New York Times og Was­hington Post, hafa vaxið í trausti hjá almenn­ingi og áskrif­endum hefur reyndar líka fjölgað mik­ið. Óhætt er að segja þessir gömlu rót­grónu miðlar hafi veitt Trump og hans fólki í Hvíta hús­inu mikið aðhald.

And­spyrna og sam­fé­lags­miðlar

Þessi and­spyrna skiptir máli og ætti að vera sjálf­sagður hluti af lýð­ræð­is­legri umræð­u. 

Því miður hafa sam­fé­lags­miðlar haft veru­lega skað­leg áhrif á fjöl­miðlun og blaða­mennsku, að mínu mati. Þeir ýta undir pólaríser­andi umræðu­hefð, grafa undan mögu­leik­anum á yfir­veg­aðri umræðu (sjón­ar­miðið um mála­miðl­un, kemst varla að) og gera hags­muna­að­ilum líka mögu­legt, að kaupa sig fram fyrir röð­ina með sín sjón­ar­mið og hags­muni, eins og frægt er orð­ið. Það á ekki síst við um hið póli­tíska svið.

Þá má einnig nefna að sam­fé­lags­miðl­unum fylgir nán­ast lygi­leg orku­só­un, þar sem gagna­verin spretta upp um allan heim, til að „hýsa“ mikið af óþarfri dellu sem not­endur deila. Sagan á eflaust eftir að dæma þetta illa, en það er við­kvæmt að setja upp girð­ingar með lögum og regl­um, eins og mál hafa þró­ast. Sam­fé­lags­miðlar eru orðnir það umfangs­miklir í lífi okkar að spurn­ingar um höft á tján­ing­ar­frelsi koma upp í hug­ann um leið og það á að tak­marka útbreiðslu miðl­ana með ein­hverjum hætti.

Mik­il­væg­ari en fyrr

Í þessu umróti upp­lýs­inga­bylt­ingar - þar sem upp­hafið teygir sig aðeins um ára­tug aftur í tím­ann - er aðhalds­hlut­verk fjöl­miðla mik­il­vægt. Erindið er brýnt og fólk verður að hugsa um það. Án and­spyrn­unnar gagn­vart vald­inu, hvar sem það er stað­sett á póli­tískan kvarða, verður fátt um fína drætti í sam­fé­lag­inu og svo getur farið á end­an­um, að dellan og sér­hags­mun­irnir verði fram­vegis ofan á. Það kann ekki góðri lukku að stýra.

Eins og dæmin sanna frá Banda­ríkj­un­um, þá getur tal vald­haf­ana um fjöl­miðla sem fals­fréttir og óvini fólks­ins sett byr í segl þeirra sem eru að veita þeim aðhald. Mik­il­vægi aðhalds­ins er aug­ljóst og ristir djúpt, ekki síst á tímum þar sem sam­fé­lags­miðlar hafa búið til nýjan og hættu­legan víg­völl í upp­lýs­inga­stríð­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari