Búfjársamningar og úrskurður um upplýsingar

Ólafur Arnalds prófessor við Landbúnaðarháskólann skrifar um landnýtingu í sauðfjárframleiðslu og tregðu stjórnvalda við að veita upplýsingar.

Auglýsing

„Hvernig á að haga sauð­fjár­rækt­inni svo hún verði ekki á kostnað lands­ins, eins og löngum hefur vilja við brenna – tryggt að landið sé ekki eins og nú háð upp­blæstri og eyð­ingu af mis­kunn­ar­lausum ágangi fjár­ins á við­kvæmum gróð­ur­svæð­un­um? ….. Er ekki sjálf­sagt að alfriða fyrir ágangi við­kvæm gróð­ur­svæði og byggð og óbyggð þar sem gróð­ur­mold­in, dýr­mæt­asti auður lands­ins, fær nú óhindrað að feykj­ast burt vegna þess að sauðfé slítur jafn­óðum hverja plöntu sem gerir til­raun til að binda jarð­veg­inn?“ „Öllum þessum spurn­ing­um, og reyndar mörgum fleiri, þarf að svara …….  það þarf að svara þeim á vís­inda­legan hátt að und­an­geng­inni rann­sókn og hefja nýskipan mála í sam­ræmi við hin réttu svör“.1  

Svo skrif­aði Hall­dór Lax­ness í grein fyrir nær 80 árum.  Hall­dór benti rétti­lega á að ákvarð­anir varð­andi fram­leiðsl­una og land­kosti þurfa að byggja á vís­inda­legum gögn­um.  Slíkra gagna hefur reyndar verið aflað, m.a. var jarð­vegs­rof kort­lagt í land­inu öllu fyrir um ald­ar­fjórð­ungi. Sá er þetta ritar tók virkan þátt í þeirri vinnu.  Og í kjöl­farið var um síðir ákveðið að tengja styrki við land­kosti með „land­nýt­ing­ar­þætti gæða­stýr­ingar í sauð­fjár­rækt“. Samdar voru reglur og Land­græðslu rík­is­ins falin hluti fram­kvæmd­ar­inn­ar. Ábyrgðin hvílir þó hjá Bún­að­ar­stofu MAST. Og með síð­ari tíma breyt­ingum er ábyrgð Land­græðsl­unnar orðin fremur óljós. Hjá MAST starfar eng­inn fag­maður á sviði ástands lands að ég best veit. Fyrr­nefndi land­nýt­ing­ar­þáttur gæða­stýr­ing­ar­innar er tölu­vert not­aður til að halda því fram að beit á Íslandi sé sjálf­bær, að sauð­fjár­fram­leiðsla taki mið af land­kostum, enda háð gæða­stýr­ingu.  Fram­kvæmdin hefur þó verið mjög á huldu. Hún hvílir á ansi dulúð­legri grein­ar­gerð þar sem grimmt er vísað til laga um afrétt­ar­mál frá 1969 og laga um land­græðslu frá 1965. Það vill svo til að ýmis­legt hefur gerst í umhverf­is­málum síðan 1969, jafn­vel ris­inn sér­stakur laga­bálkur um umhverf­is­mál og nátt­úru­vernd á nútíma­legum grunni og ráðu­neyti til halds og trausts. Því er það svo að fram­kvæmd land­nýt­ing­ar­þáttar gæða­stýr­ing­ar­innar vekur tölu­verða for­vitni.  Er þetta gott kerfi? Virkar það? Það er sann­ast að sega afar mik­il­vægt að hægt sé að kanna og sann­reyna með hvaða hætti land­nýt­ing­ar­þáttur gæða­stýr­ingar í sauð­fjár­rækt virk­ar. Millj­arð­arnir sem almenn­ingur greiðir með fram­leiðsl­unni ár hvert eru engir smá­pen­ingar og það er hreint bráð­nauð­syn­legt að stjórn­sýsla af þessu tagi sé opin.

Því reyndi sá er þetta ritar að afla upp­lýs­inga um fram­kvæmd land­nýt­ing­ar­þáttar gæða­stýr­ing­ar­innar hjá til þess bæru stjórn­valdi, Bún­að­ar­stofu MAST.  Fékk alúð­legar við­tök­ur, en afar litlar upp­lýs­ing­ar. Veg­ferðin end­aði að lokum í blind­götu og erind­is­leysu. Utan­frá séð virð­ist kerfið var eig­in­lega sjálf­hverft og lokað innan í sjálfu sér.  Því var leitað lið­sinnis „úr­skurð­ar­nefndar um upp­lýs­ing­ar­mál“ sem leysir úr ágrein­ings­málum um aðgang almenn­ings að upp­lýs­ingum hjá stjórn­völd­um. Eiga upp­lýs­ingar um hvað liggi að baki vott­unar á sjálf­bærri land­nýt­ingu og greiðslum úr rík­is­sjóði sam­kvæmt því að vera opin­berar upp­lýs­ing­ar?  Hvort búin stand­ist vottun yfir höf­uð? Eiga nöfn býl­anna sem hljóta stuðn­ing­inn að vera leynd­ar­mál? Á fjár­fjöldi á búum sem hljóta styrki af þessu tagi að vera öllum ljós? Eiga stuðn­ings­greiðslur sam­fé­lags­ins til land­bún­aðar almennt að vera leynd­ar­mál eða opin­berar upp­lýs­ingar og öllum aðgengi­leg­ar?

Auglýsing

Úrskurður nefnd­ar­innar liggur fyr­ir­.2  Ljóst er að upp­lýs­ingar um fram­kvæmd land­nýt­ing­ar­þáttar gæða­stýr­ingar í sauð­fjár­fram­leiðslu, þ.e. land­bóta­á­ætl­anir og nýt­ingu beiti­lands skulu vera opin­ber gögn.  Þar eru upp­lýs­ingar um fjölda fjár á búum ekki und­an­skyld­ar. Sumt er þó óút­kljáð að sinni, m.a. hvort allar upp­lýs­ingar um stuðn­ings­greiðslur skulu vera opin­ber­ar.  Áður þarf Bún­að­ar­stofa MAST að svara erindi mínu með lög­form­legri hætti er varðar þá þætti og kannski verður svarið jákvætt og upp­lýsandi– hver veit? Það er ljóst að nú getur fag­fólk jafnt sem almenn­ingur aflað upp­lýs­inga og farið í saumana á því með hvaða hætti ákvarð­anir eru teknar um hvort sauð­fjár­beit telj­ist með ásætt­an­legum hætti og sé þar af leið­andi land­bún­aður sem er verður stuðn­ings sam­borgar­anna.  Þessum áfanga ber að fagna. Eftir er að skoða og meta afrakst­ur­inn þegar hann berst.

Höf­undur er jarð­vegs­fræð­ingur og pró­fessor við Land­bún­að­ar­há­skóla Íslands.

1. Hall­dór Lax­ness, Land­bún­að­ar­mál. Grein í bók­inni Vett­vángur dags­ins  frá árinu 1942. End­ur­út­gefið í bók­inni Land­kost­ir. Úrval greina um sam­búð lands og þjóð­ar, 1927-1984. Ekki sam­felld til­vitn­un.

2.  Úrskurður Úrskurð­ar­nefndar um upp­lýs­inga­mál um aðgengi að upp­lýs­ingum um gæða­stýrða fram­leiðslu (747 2018).

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar