Virðing og réttlæti gagnvart eldri borgurum

Hrafn Magnússon segir að þegar öllu er á botninn hvolft fjalli kjör eldri borgara ekki bara um krónur og aura, heldur fyrst og fremst um virðingu og réttlæti og að það sé litið á eldra fólk sem hverja aðra nýta þjóðfélagsþegna.

Auglýsing

Eng­inn efast um að umtals­verðir fjár­munir komu sem leið­rétt­ing á kjörum eldri borg­ara í árs­byrjun 2017. Ekki veitti af eftir þá miklu kjara­skerð­ingu sem eft­ir­launa­fólk þurfti að taka á sig eftir hrun fjár­mála­mark­aðs­ins í októ­ber 2008.  

Afnám frí­tekju­marka

Hitt er gagn­rýn­is­vert að við end­ur­skoðun laga um almanna­trygg­ingar var lagt til að fella niður öll frí­tekju­mörk og skerða líf­eyri, laun og vaxta­tekjur strax um 45% gagn­vart eft­ir­launum almanna­trygg­inga.

Ég tel að sú aðgerð hafi verið mikil mis­tök. Ég er ekki einn um þá skoð­un. Margir fyrr­ver­andi for­ystu­menn innan verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar eru sama sinnis, auk for­ystu­sveitar

Auglýsing

Lands­sam­bands eldri borg­ara, LEB, og  fjöl­menn­asta félags­ins innan LEB, Félags eldri borg­ara í Reykja­vík og nágrenni. Fjöl­menn mót­mæli og álykt­anir félaga eldri borg­ara um land allt  í þá veru segja sína sög­u. 

Órétt­læti gagn­vart eldra fólki

Eldri borg­urum finnst það órétt­látt að fyrir hverja eitt hund­rað þús­und krónur sem það ávinnur sér í líf­eyr­is­sjóði lækki líf­eyrir almanna­trygg­inga um 45 þús­und krón­ur, auk þess sem sú skerð­ing grefur undan til­trú almenn­ings í garð líf­eyr­is­sjóð­anna.

Eldra fólki finnst það líka órétt­látt að rétt­indi þess í sam­trygg­ing­ar­sjóði skuli með­höndlað með þess­ari miklu skerð­ingu á sama tíma og skyldu­ið­gjald í sér­eign og þar með rétt­indi sem þeim fylgja taka engar skerð­ing­ar. Það veikir sam­trygg­ing­una í sam­an­burði við  sér­eign­ar­hugs­un­ina sem er afleitt, ósann­gjarnt og vit­laust og vænt­an­lega ólög­legt.

Eldra fólki finnst það líka órétt­látt að 45% skerð­ing skuli koma ofan á vaxta­tekj­ur,  auk 22% fjár­magnstekju­skatts, sem gerir eldra fólki ókleift að  eiga sparnað sem helst á við verð­bólg­una, heldur þurfi sá sparn­aður að sæta nei­kvæðum raun­vöxt­um.

Eldra fólki finnst það líka ósann­gjarnt að geta ekki unnið laun­aða vinnu á efri árum nema að verða fyrir miklum skerð­ingum í almanna­trygg­inga­kerf­inu. Það dregur úr vilja eldri borg­ara að vinna úti og hrekur það frá vinnu­mark­aðnum að ósekju.

Því skal haldið til haga að þrátt fyrir örlitla hækkun frí­tekju­markanna eru þau enn skammar­lega lág og skipta litlu máli.

Virð­ing og rétt­læti 

Þegar öllu er á botn­inn hvolft fjalla kjör eldri borg­ara hins vegar ekki bara um krónur og aura, heldur fyrst og fremst um virð­ingu og rétt­læti og að það sé litið á eldra fólk sem hverja aðra nýta þjóð­fé­lags­þegna. 

Hinar miklu tekju­teng­ingar í almanna­trygg­inga­kerf­inu eru hins vegar bæði  auð­mýkj­andi, órétt­látar og óvið­eig­andi gagn­vart eldri borg­ur­um. 

Höf­undur er fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­taka líf­eyr­is­sjóða og situr nú í kjara­nefnd Lands­sam­bands eldri borg­ara.

Borgarstjóri: Óvissu eytt um borgarlínu og framkvæmdir hefjast 2020
Skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu og samkomulag sem á að tryggja fjármögnun borgarlínu.
Kjarninn 21. september 2018
Breytingar hafa leitt til verulega bætts árangurs peningastefnunnar
Aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands segir að þær breytingar sem gerðar hafa verið á framkvæmd peningastefnunnar hafi skilað miklum árangri.
Kjarninn 21. september 2018
Steinunn Þorvaldsdóttir
Afleitur handavandi
Kjarninn 21. september 2018
WOW air greiðir hærri vexti en önnur flugfélög
Bloomberg segir að vextirnir sem WOW air borgar vegna skuldabréfaútgáfu sinnar séu hærri en vextir í útboðum annarra evrópskra flugfélaga sem farið hafa fram á síðustu árum.
Kjarninn 21. september 2018
Birkir Hólm Guðnason
Birkir Hólm Guðnason nýr forstjóri Samskipa
Pálmar Óli Magnússon lætur af störfum sem forstjóri Samskipa og Birkir Hólm Guðnason tekur við.
Kjarninn 21. september 2018
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Ráðherra skipar stýri­hóp um mótun nýsköp­un­ar­stefnu fyrir Ísland
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir hefur skipað stýrihóp um mótun heildstæðrar nýsköpunarstefnu fyrir Ísland. Stefnan skal liggja fyrir ekki síðar en 1. maí næstkomandi.
Kjarninn 21. september 2018
Vilja þyrlupall á Heimaey
Fimm þingmenn hafa nú lagt fram þingsályktunartillögu þar sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra er falið að gera ráðstafanir til að hanna og staðsetja þyrlupall á Heimaey til að auka enn frekar öryggi í sjúkra- og neyðarflugi til Vestmannaeyja.
Kjarninn 21. september 2018
Helmingur landsmanna sækir fréttir af vefsíðum fréttamiðla
Samkvæmt nýrri könnun MMR sækja einungis 4 prósent Íslendinga helst fréttir í dagblöð en 9 prósent af samfélagsmiðlum.
Kjarninn 21. september 2018
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar