Virðing og réttlæti gagnvart eldri borgurum

Hrafn Magnússon segir að þegar öllu er á botninn hvolft fjalli kjör eldri borgara ekki bara um krónur og aura, heldur fyrst og fremst um virðingu og réttlæti og að það sé litið á eldra fólk sem hverja aðra nýta þjóðfélagsþegna.

Auglýsing

Eng­inn efast um að umtals­verðir fjár­munir komu sem leið­rétt­ing á kjörum eldri borg­ara í árs­byrjun 2017. Ekki veitti af eftir þá miklu kjara­skerð­ingu sem eft­ir­launa­fólk þurfti að taka á sig eftir hrun fjár­mála­mark­aðs­ins í októ­ber 2008.  

Afnám frí­tekju­marka

Hitt er gagn­rýn­is­vert að við end­ur­skoðun laga um almanna­trygg­ingar var lagt til að fella niður öll frí­tekju­mörk og skerða líf­eyri, laun og vaxta­tekjur strax um 45% gagn­vart eft­ir­launum almanna­trygg­inga.

Ég tel að sú aðgerð hafi verið mikil mis­tök. Ég er ekki einn um þá skoð­un. Margir fyrr­ver­andi for­ystu­menn innan verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar eru sama sinnis, auk for­ystu­sveitar

Auglýsing

Lands­sam­bands eldri borg­ara, LEB, og  fjöl­menn­asta félags­ins innan LEB, Félags eldri borg­ara í Reykja­vík og nágrenni. Fjöl­menn mót­mæli og álykt­anir félaga eldri borg­ara um land allt  í þá veru segja sína sög­u. 

Órétt­læti gagn­vart eldra fólki

Eldri borg­urum finnst það órétt­látt að fyrir hverja eitt hund­rað þús­und krónur sem það ávinnur sér í líf­eyr­is­sjóði lækki líf­eyrir almanna­trygg­inga um 45 þús­und krón­ur, auk þess sem sú skerð­ing grefur undan til­trú almenn­ings í garð líf­eyr­is­sjóð­anna.

Eldra fólki finnst það líka órétt­látt að rétt­indi þess í sam­trygg­ing­ar­sjóði skuli með­höndlað með þess­ari miklu skerð­ingu á sama tíma og skyldu­ið­gjald í sér­eign og þar með rétt­indi sem þeim fylgja taka engar skerð­ing­ar. Það veikir sam­trygg­ing­una í sam­an­burði við  sér­eign­ar­hugs­un­ina sem er afleitt, ósann­gjarnt og vit­laust og vænt­an­lega ólög­legt.

Eldra fólki finnst það líka órétt­látt að 45% skerð­ing skuli koma ofan á vaxta­tekj­ur,  auk 22% fjár­magnstekju­skatts, sem gerir eldra fólki ókleift að  eiga sparnað sem helst á við verð­bólg­una, heldur þurfi sá sparn­aður að sæta nei­kvæðum raun­vöxt­um.

Eldra fólki finnst það líka ósann­gjarnt að geta ekki unnið laun­aða vinnu á efri árum nema að verða fyrir miklum skerð­ingum í almanna­trygg­inga­kerf­inu. Það dregur úr vilja eldri borg­ara að vinna úti og hrekur það frá vinnu­mark­aðnum að ósekju.

Því skal haldið til haga að þrátt fyrir örlitla hækkun frí­tekju­markanna eru þau enn skammar­lega lág og skipta litlu máli.

Virð­ing og rétt­læti 

Þegar öllu er á botn­inn hvolft fjalla kjör eldri borg­ara hins vegar ekki bara um krónur og aura, heldur fyrst og fremst um virð­ingu og rétt­læti og að það sé litið á eldra fólk sem hverja aðra nýta þjóð­fé­lags­þegna. 

Hinar miklu tekju­teng­ingar í almanna­trygg­inga­kerf­inu eru hins vegar bæði  auð­mýkj­andi, órétt­látar og óvið­eig­andi gagn­vart eldri borg­ur­um. 

Höf­undur er fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­taka líf­eyr­is­sjóða og situr nú í kjara­nefnd Lands­sam­bands eldri borg­ara.

Kristbjörn Árnason
Gleðidagur
Leslistinn 24. ágúst 2019
Vonast enn til að selja vörumerkið WOW air
Skiptastjórar WOW air segja að viðræður um að selja vörumerki, lén og bókunarvél félagsins gangi ágætlega.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.
„Ég þekki nú fullvel þau víti sem þarf að varast“
Ásgeir Jónsson, nýskipaður seðlabankastjóri, segist hafa verið frekar bláeygður á stöðu bankanna fyrir hrun. Hann álítur þó að sú reynsla sé verðmæt fyrir hann sem seðlabankastjóra þar sem hann þekki nú vel þau víti sem þarf að varast.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Netógnir nýrrar aldar: Árásir á lýðræðið
Það er ekki lengur tekist á um það af neinni alvöru að netárásir eru notaðar til að hafa áhrif á hið lýðræðislega ferli og til að grafa undan lýðræðislegum stofnunum. Það hefur gerst í hverju landinu á eftir öðru.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Svona geta stjórnvöld orsakað nýtt fjármálaáfall
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, hefur búið til lista yfir átta aðgerðir sem ríkisstjórn og Seðlabanki gætu gripið til sem gætu leitt að sér nýtt hrun. Hann biður fólk um að krossa við ef aðgerðirnar verði að veruleika.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Seldu losunarheimildir til að borga laun fyrir marsmánuð
Skiptastjórar WOW air eru meðal annars búnir að selja skrifstofubúnað og reiðhjólaleigu WOW air til að auka endurheimtir í búið. Félagið hafði selt margar verðmætar eignir, t.d. afgreiðslutíma á flugvelli og losunarheimildir, fyrir gjaldþrot.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Molar
Molar
Molar – Opnar Costco annað vöruhús á Íslandi?
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar