Virðing og réttlæti gagnvart eldri borgurum

Hrafn Magnússon segir að þegar öllu er á botninn hvolft fjalli kjör eldri borgara ekki bara um krónur og aura, heldur fyrst og fremst um virðingu og réttlæti og að það sé litið á eldra fólk sem hverja aðra nýta þjóðfélagsþegna.

Auglýsing

Eng­inn efast um að umtals­verðir fjár­munir komu sem leið­rétt­ing á kjörum eldri borg­ara í árs­byrjun 2017. Ekki veitti af eftir þá miklu kjara­skerð­ingu sem eft­ir­launa­fólk þurfti að taka á sig eftir hrun fjár­mála­mark­aðs­ins í októ­ber 2008.  

Afnám frí­tekju­marka

Hitt er gagn­rýn­is­vert að við end­ur­skoðun laga um almanna­trygg­ingar var lagt til að fella niður öll frí­tekju­mörk og skerða líf­eyri, laun og vaxta­tekjur strax um 45% gagn­vart eft­ir­launum almanna­trygg­inga.

Ég tel að sú aðgerð hafi verið mikil mis­tök. Ég er ekki einn um þá skoð­un. Margir fyrr­ver­andi for­ystu­menn innan verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar eru sama sinnis, auk for­ystu­sveitar

Auglýsing

Lands­sam­bands eldri borg­ara, LEB, og  fjöl­menn­asta félags­ins innan LEB, Félags eldri borg­ara í Reykja­vík og nágrenni. Fjöl­menn mót­mæli og álykt­anir félaga eldri borg­ara um land allt  í þá veru segja sína sög­u. 

Órétt­læti gagn­vart eldra fólki

Eldri borg­urum finnst það órétt­látt að fyrir hverja eitt hund­rað þús­und krónur sem það ávinnur sér í líf­eyr­is­sjóði lækki líf­eyrir almanna­trygg­inga um 45 þús­und krón­ur, auk þess sem sú skerð­ing grefur undan til­trú almenn­ings í garð líf­eyr­is­sjóð­anna.

Eldra fólki finnst það líka órétt­látt að rétt­indi þess í sam­trygg­ing­ar­sjóði skuli með­höndlað með þess­ari miklu skerð­ingu á sama tíma og skyldu­ið­gjald í sér­eign og þar með rétt­indi sem þeim fylgja taka engar skerð­ing­ar. Það veikir sam­trygg­ing­una í sam­an­burði við  sér­eign­ar­hugs­un­ina sem er afleitt, ósann­gjarnt og vit­laust og vænt­an­lega ólög­legt.

Eldra fólki finnst það líka órétt­látt að 45% skerð­ing skuli koma ofan á vaxta­tekj­ur,  auk 22% fjár­magnstekju­skatts, sem gerir eldra fólki ókleift að  eiga sparnað sem helst á við verð­bólg­una, heldur þurfi sá sparn­aður að sæta nei­kvæðum raun­vöxt­um.

Eldra fólki finnst það líka ósann­gjarnt að geta ekki unnið laun­aða vinnu á efri árum nema að verða fyrir miklum skerð­ingum í almanna­trygg­inga­kerf­inu. Það dregur úr vilja eldri borg­ara að vinna úti og hrekur það frá vinnu­mark­aðnum að ósekju.

Því skal haldið til haga að þrátt fyrir örlitla hækkun frí­tekju­markanna eru þau enn skammar­lega lág og skipta litlu máli.

Virð­ing og rétt­læti 

Þegar öllu er á botn­inn hvolft fjalla kjör eldri borg­ara hins vegar ekki bara um krónur og aura, heldur fyrst og fremst um virð­ingu og rétt­læti og að það sé litið á eldra fólk sem hverja aðra nýta þjóð­fé­lags­þegna. 

Hinar miklu tekju­teng­ingar í almanna­trygg­inga­kerf­inu eru hins vegar bæði  auð­mýkj­andi, órétt­látar og óvið­eig­andi gagn­vart eldri borg­ur­um. 

Höf­undur er fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­taka líf­eyr­is­sjóða og situr nú í kjara­nefnd Lands­sam­bands eldri borg­ara.

Tillagan um breytingu á skilyrðum fyrir stjórn FME kemur frá fjármálaráðuneytinu
Starfshópur fjallaði um hæfisskilyrði þeirra sem geta tekið sæti í stjórn Fjármálaeftirlitsins.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Trump styður Sádi-Arabíu og olían hríðfellur
Eftir að Donald Trump lýsti yfir stuðningi við Sádí-Arabíu vegna morðsins á Jamal Khashoggi hrundi verðið á hráolíu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Raunverð fasteigna hækkað um 1,3 prósent undanfarið ár
Að teknu tilliti til verðbólgu hefur fasteignaverð lítið sem ekkert hækkað í eitt ár.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Til lítils að fjölga leikskólarýmum ef leikskólarnir standa ómannaðir
Sjálfstæðismenn telja áætlanir meirihlutans í borginni ekki ganga upp.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Baldur Blöndal
Gleymdur tími
Kjarninn 20. nóvember 2018
Bláa lónið
Grímur kaupir hlut Horns II í Bláa lóninu
Breyting hefur orðið á eignarhaldi í Bláa Lóninu en samningur hefur verið gerður um kaup Kólfs ehf., eignarhaldsfélags í meirihlutaeigu Gríms Sæmundsen, á hlut Horns II í Hvatningu hf. en Hvatning heldur á um 40% hlut í Bláa Lóninu hf..
Kjarninn 20. nóvember 2018
Heimavellir voru skráðir á markað fyrr á þessu ári.
Heimavellir ákveða að selja fleiri fasteignir
Í skráningarlýsingu Heimavalla frá því í vor kom fram að félagið ætlaði að selja fasteignir fyrir tíu milljarða fyrir árslok 2020. Nú hefur það ákveðið að selja eignir fyrir 17 milljarða á tímabilinu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Vandræði á Facebook
Gengið hefur brösulega fyrir notendur samfélagsmiðilsins Facebook að skoða efni á síðunni síðan í hádeginu í dag.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar