Virðing og réttlæti gagnvart eldri borgurum

Hrafn Magnússon segir að þegar öllu er á botninn hvolft fjalli kjör eldri borgara ekki bara um krónur og aura, heldur fyrst og fremst um virðingu og réttlæti og að það sé litið á eldra fólk sem hverja aðra nýta þjóðfélagsþegna.

Auglýsing

Eng­inn efast um að umtals­verðir fjár­munir komu sem leið­rétt­ing á kjörum eldri borg­ara í árs­byrjun 2017. Ekki veitti af eftir þá miklu kjara­skerð­ingu sem eft­ir­launa­fólk þurfti að taka á sig eftir hrun fjár­mála­mark­aðs­ins í októ­ber 2008.  

Afnám frí­tekju­marka

Hitt er gagn­rýn­is­vert að við end­ur­skoðun laga um almanna­trygg­ingar var lagt til að fella niður öll frí­tekju­mörk og skerða líf­eyri, laun og vaxta­tekjur strax um 45% gagn­vart eft­ir­launum almanna­trygg­inga.

Ég tel að sú aðgerð hafi verið mikil mis­tök. Ég er ekki einn um þá skoð­un. Margir fyrr­ver­andi for­ystu­menn innan verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar eru sama sinnis, auk for­ystu­sveitar

Auglýsing

Lands­sam­bands eldri borg­ara, LEB, og  fjöl­menn­asta félags­ins innan LEB, Félags eldri borg­ara í Reykja­vík og nágrenni. Fjöl­menn mót­mæli og álykt­anir félaga eldri borg­ara um land allt  í þá veru segja sína sög­u. 

Órétt­læti gagn­vart eldra fólki

Eldri borg­urum finnst það órétt­látt að fyrir hverja eitt hund­rað þús­und krónur sem það ávinnur sér í líf­eyr­is­sjóði lækki líf­eyrir almanna­trygg­inga um 45 þús­und krón­ur, auk þess sem sú skerð­ing grefur undan til­trú almenn­ings í garð líf­eyr­is­sjóð­anna.

Eldra fólki finnst það líka órétt­látt að rétt­indi þess í sam­trygg­ing­ar­sjóði skuli með­höndlað með þess­ari miklu skerð­ingu á sama tíma og skyldu­ið­gjald í sér­eign og þar með rétt­indi sem þeim fylgja taka engar skerð­ing­ar. Það veikir sam­trygg­ing­una í sam­an­burði við  sér­eign­ar­hugs­un­ina sem er afleitt, ósann­gjarnt og vit­laust og vænt­an­lega ólög­legt.

Eldra fólki finnst það líka órétt­látt að 45% skerð­ing skuli koma ofan á vaxta­tekj­ur,  auk 22% fjár­magnstekju­skatts, sem gerir eldra fólki ókleift að  eiga sparnað sem helst á við verð­bólg­una, heldur þurfi sá sparn­aður að sæta nei­kvæðum raun­vöxt­um.

Eldra fólki finnst það líka ósann­gjarnt að geta ekki unnið laun­aða vinnu á efri árum nema að verða fyrir miklum skerð­ingum í almanna­trygg­inga­kerf­inu. Það dregur úr vilja eldri borg­ara að vinna úti og hrekur það frá vinnu­mark­aðnum að ósekju.

Því skal haldið til haga að þrátt fyrir örlitla hækkun frí­tekju­markanna eru þau enn skammar­lega lág og skipta litlu máli.

Virð­ing og rétt­læti 

Þegar öllu er á botn­inn hvolft fjalla kjör eldri borg­ara hins vegar ekki bara um krónur og aura, heldur fyrst og fremst um virð­ingu og rétt­læti og að það sé litið á eldra fólk sem hverja aðra nýta þjóð­fé­lags­þegna. 

Hinar miklu tekju­teng­ingar í almanna­trygg­inga­kerf­inu eru hins vegar bæði  auð­mýkj­andi, órétt­látar og óvið­eig­andi gagn­vart eldri borg­ur­um. 

Höf­undur er fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­taka líf­eyr­is­sjóða og situr nú í kjara­nefnd Lands­sam­bands eldri borg­ara.

Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu
Nokkur skjálftavirkni hefur verið í eldstöðinni að undanförnu.
Kjarninn 24. febrúar 2019
Segir ríkasta hlutann kerfisbundið nýta sér glufur til að borga ekki skatta
Formaður VR segir að grunnstefið í baráttu verkalýðsfélaganna sé að laga stöðu þeirra sem nái ekki endum saman. Það þurfi kerfisbreytingar og hægt sé að búa til svigrúm til aðgerða með því að koma í veg fyrir 100 milljarða króna skattsvik.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Hallgerður Hauksdóttir
Óverjandi herferð gegn hvölum
Kjarninn 23. febrúar 2019
Hæfileikar eru alls staðar en tækifærin ekki
Fjöldi alþjóðlegra samtaka og einstaklinga hefur barist fyrir því að auka fjölbreytni og sýnileika minnihlutahópa innan hugbúnaðar- og tæknigeirans. Ein þeirra er Sheree Atcheson en hún hefur vakið athygli á alþjóðlegum vettvangi fyrir frumkvöðlavinnu.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Hefur ekki orðið var við mikla eftirspurn eftir íslenskum stjórnendum á alþjóðavettvangi
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir verkalýðsfélögin geta bent á hinar miklu hækkanir sem ráðamenn og bankastjórar hafi tekið sér þegar þeir ræða við sína félagsmenn um átök á vinnumarkaði.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Klikkið
Klikkið
Réttindi fatlaðs fólks - Viðtal við Sigurjón Unnar Sveinsson
Kjarninn 23. febrúar 2019
„Líkamar intersex fólks eru ekki mistök sem þarf að leiðrétta“
Samtökin Amnesty International skora á íslensk stjórnvöld að tryggja og vernda jafna meðferð einstaklinga með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni, bæði í lögum og framkvæmd. Yfir 68 börn fæðast hér á landi með ódæmigerð kyneinkenni á hverju ári.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Óútskýrt hvers vegna aðalfundi Íslandspósts var frestað
Íslandspóstur er í eigu ríkisins, en rekstur fyrirtækisins hefur gengið erfiðlega að undanförnu.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar