Virðing og réttlæti gagnvart eldri borgurum

Hrafn Magnússon segir að þegar öllu er á botninn hvolft fjalli kjör eldri borgara ekki bara um krónur og aura, heldur fyrst og fremst um virðingu og réttlæti og að það sé litið á eldra fólk sem hverja aðra nýta þjóðfélagsþegna.

Auglýsing

Eng­inn efast um að umtals­verðir fjár­munir komu sem leið­rétt­ing á kjörum eldri borg­ara í árs­byrjun 2017. Ekki veitti af eftir þá miklu kjara­skerð­ingu sem eft­ir­launa­fólk þurfti að taka á sig eftir hrun fjár­mála­mark­aðs­ins í októ­ber 2008.  

Afnám frí­tekju­marka

Hitt er gagn­rýn­is­vert að við end­ur­skoðun laga um almanna­trygg­ingar var lagt til að fella niður öll frí­tekju­mörk og skerða líf­eyri, laun og vaxta­tekjur strax um 45% gagn­vart eft­ir­launum almanna­trygg­inga.

Ég tel að sú aðgerð hafi verið mikil mis­tök. Ég er ekki einn um þá skoð­un. Margir fyrr­ver­andi for­ystu­menn innan verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar eru sama sinnis, auk for­ystu­sveitar

Auglýsing

Lands­sam­bands eldri borg­ara, LEB, og  fjöl­menn­asta félags­ins innan LEB, Félags eldri borg­ara í Reykja­vík og nágrenni. Fjöl­menn mót­mæli og álykt­anir félaga eldri borg­ara um land allt  í þá veru segja sína sög­u. 

Órétt­læti gagn­vart eldra fólki

Eldri borg­urum finnst það órétt­látt að fyrir hverja eitt hund­rað þús­und krónur sem það ávinnur sér í líf­eyr­is­sjóði lækki líf­eyrir almanna­trygg­inga um 45 þús­und krón­ur, auk þess sem sú skerð­ing grefur undan til­trú almenn­ings í garð líf­eyr­is­sjóð­anna.

Eldra fólki finnst það líka órétt­látt að rétt­indi þess í sam­trygg­ing­ar­sjóði skuli með­höndlað með þess­ari miklu skerð­ingu á sama tíma og skyldu­ið­gjald í sér­eign og þar með rétt­indi sem þeim fylgja taka engar skerð­ing­ar. Það veikir sam­trygg­ing­una í sam­an­burði við  sér­eign­ar­hugs­un­ina sem er afleitt, ósann­gjarnt og vit­laust og vænt­an­lega ólög­legt.

Eldra fólki finnst það líka órétt­látt að 45% skerð­ing skuli koma ofan á vaxta­tekj­ur,  auk 22% fjár­magnstekju­skatts, sem gerir eldra fólki ókleift að  eiga sparnað sem helst á við verð­bólg­una, heldur þurfi sá sparn­aður að sæta nei­kvæðum raun­vöxt­um.

Eldra fólki finnst það líka ósann­gjarnt að geta ekki unnið laun­aða vinnu á efri árum nema að verða fyrir miklum skerð­ingum í almanna­trygg­inga­kerf­inu. Það dregur úr vilja eldri borg­ara að vinna úti og hrekur það frá vinnu­mark­aðnum að ósekju.

Því skal haldið til haga að þrátt fyrir örlitla hækkun frí­tekju­markanna eru þau enn skammar­lega lág og skipta litlu máli.

Virð­ing og rétt­læti 

Þegar öllu er á botn­inn hvolft fjalla kjör eldri borg­ara hins vegar ekki bara um krónur og aura, heldur fyrst og fremst um virð­ingu og rétt­læti og að það sé litið á eldra fólk sem hverja aðra nýta þjóð­fé­lags­þegna. 

Hinar miklu tekju­teng­ingar í almanna­trygg­inga­kerf­inu eru hins vegar bæði  auð­mýkj­andi, órétt­látar og óvið­eig­andi gagn­vart eldri borg­ur­um. 

Höf­undur er fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­taka líf­eyr­is­sjóða og situr nú í kjara­nefnd Lands­sam­bands eldri borg­ara.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Náttúrufegurð Færeyja er eitt helsta aðdráttarafl eyjanna.
Færeyingar opna landamærin „sérstaklega fyrir Íslendinga“
„Kæru frændur, nú er rétti tíminn til að heimsækja Færeyjar,“ stendur í skilaboðum frá færeyska flugfélaginu Atlantic Airways til íslensku þjóðarinnar.
Kjarninn 4. júní 2020
8 mínútur og 46 sekúndur leystu úr læðingi sársauka margra kynslóða
Ólgan í Bandaríkjunum snýst ekki aðeins um þær átta mínútur og 46 sekúndur sem lögreglumaður hélt hné sínu að hálsi George Floyds þar til hann lést. Hún á rætur í þjáningum margra kynslóða fólks er býr enn við misrétti sem er samgróið hugarfari valdhafa.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar