Um framlag stjórnvalda til kjarasamninga

Stefán Ólafsson segir að fyrstu skref starfshópa á vegum stjórnvalda við vinnu að breyttu skatta- og bótakerfi boði ekki á gott. Þeir hafi sótt fyrirmyndir til Bandaríkjanna en ekki til Skandinavíu.

Auglýsing

I. Fag­ur­gali eða alvöru vilji?

Í stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­innar seg­ir: “Rík­is­stjórnin mun beita sér fyrir sam­stilltu átaki með aðilum vinnu­mark­að­ar­ins til að tryggja að kjara­samn­ingar skili launa­fólki og sam­fé­lag­inu raun­veru­legum ávinn­ing­i.”

Einnig þetta: “Hafin verður end­ur­skoðun á tekju­skatts­kerf­inu með áherslu á lækkun skatt­byrði og mögu­legar breyt­ingar á fyr­ir­komu­lagi per­sónu­af­sláttar og sam­spili við bóta­kerfi sem ætlað er að styðja við tekju­lægri hópa (lág­tekjur og lægri milli­tekj­ur).”

Þetta eru æski­leg mark­mið.

Auglýsing

Hins vegar var reynslan af fram­lagi stjórn­valda á síð­asta samn­ings­tíma­bili (2015 til 2018) önd­verð. Þá juku stjórn­völd skatt­byrði launa­fólks, og bitn­aði það sér­stak­lega á lág­launa­fólki.

Það gerð­ist vegna þess að skatt­leys­is­mörk fylgdu ekki launa­þró­un, eins og nauð­syn­legt er til að halda skatt­byrði óbreyttri frá ári til árs þó laun hækki. Þá rýrn­uðu vaxta­bætur veru­lega og barna­bætur sömu­leið­is. Mun færri fengu þessar bætur en áður og hækk­aði það skatt­byrði við­kom­andi umtals­vert.

Hús­næð­is­stuðn­ingur stjórn­valda varð í heild­ina minni en nokkrum sinnum áður, á sama tíma og bæði kaup­verð íbúð­ar­hús­næðis og húsa­leiga fóru úr öllum bönd­um, með gríð­ar­legum hækk­un­um.

Þannig urðu aðgerðir stjórn­valda til þess að rýra stór­lega þær kjara­bætur sem verka­lýðs­hreyf­ingin samdi um á síð­asta samn­ings­tíma­bili, einkum hvað snertir lægri launa­hópa. Þetta er ein af stóru ástæð­unum fyrir þeirri djúp­stæðu óánægju sem er meðal launa­fólks og innan verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar í dag.

Þess­ari þróun eru gerð grein­ar­góð skil í skýrslu Gylfa Zoega um stöðu efna­hags­mála í aðdrag­anda kjara­samn­inga (2018), sem unnin var fyrir for­sæt­is­ráðu­neyt­ið. Þetta hefur einnig komið fram í gögnum sem ASÍ hefur lagt fram um þessi mál og í viða­miklum fræði­legum rann­sóknum á þróun tekju­skipt­ing­ar­inn­ar.

Lítum aðeins á gögn um þessa þró­un.

II. Stjórn­völd hafa vegið að lág­tekju­fólki

a) Rýrnun per­sónu­af­sláttar eykur skatt­byrði lág­launa­fólks

Hvort sem litið er til áranna frá 1990 til hruns eða áranna eftir 2014 þá hefur þró­unin verið á þann veg, að per­sónu­frá­dráttur (skatt­leys­is­mörk) tekju­skatt­kerf­is­ins hefur rýrnað umtals­vert. Það skilar sér beint í auk­inni skatt­byrði og kemur með mestum þunga á lág­launa­fólk. Rýrnun skatt­leys­is­marka í núver­andi tekju­skatt­kerfi vegur þannig stór­lega gegn hags­munum með­lima verka­lýðs­fé­lag­anna.

Mynd 1 sýnir rýrnun skatt­leys­is­markanna) frá 1990 til 2018.

Mynd 1: Þróun skatt­leys­is­marka í hlut­falli við lág­marks­laun, frá 1990 til 2018. Heim­ild­ir: Rík­is­skatt­stjóri og Efl­ing-­stétt­ar­fé­lag.

Á árunum frá 1988 til 1996 voru skatt­leys­is­mörkin hærri en lág­marks­laun. Það er að segja, umsamin lág­marks­laun á vinnu­mark­aði voru skatt­frjáls í tekju­skatti (allir greiddu samt virð­is­auka­skatt af neyslu sinn­i). Hið sama gilti um hámarks líf­eyr­is­greiðslur frá Trygg­inga­stofnun (þ.e. óskertan líf­eyri) – þær voru líka skatt­frjálsar á þessum tíma.

Í dag er innan við helm­ingur lág­marks­launa skatt­frjáls!

Stjórn­völd voru að rýra skatt­leys­is­mörkin ár frá ári eftir 1991 og hélst sú þróun áfram meira og minna til 2006. Vinstri stjórnin hækk­aði svo skatt­leys­is­mörkin aðeins eftir hrun (2009 og 2010) og lækk­uðu þau síðan nokkuð til 2013.

Eftir 2014, eða á síð­asta samn­ings­tíma­bili, tók svo aftur við umtals­verð rýrnum skatt­leys­is­marka (í hlut­falli við laun), sem hefur staðið alveg til 2018. Skatt­leys­is­mörkin fóru þá úr um 61% árið 2014 af lág­marks­launum niður í 49% á yfir­stand­andi ári. Þannig var sífellt stærri hluti lág­marks­launa skatt­lagð­ur. Skatt­leys­is­mörkin héldu ekki í við þróun lág­marks­launa og þar með jókst skatt­byrði lág­marks­launa.

Þessi skip­an, að láta skatt­leys­is­mörkin ekki fylgja launa­vísi­tölu (heldur aðeins verð­lags­vísi­tölu) hækkar skatt­byrði lág­launa­fólks sjálf­krafa þegar laun hækka umfram verð­lag.

Þetta er sér­stak­lega ósann­gjarnt og raunar óþol­andi, vegna þess að við­mið­un­ar­mörk hærra álagn­ing­ar­þreps­ins í tekju­skatt­inum er bundið þróun launa­vísi­töl­unnar (eins og bent er á í skýrslu Gylfa Zoega fyrir for­sæt­is­ráðu­neyt­ið).

Það þýð­ir, að þegar hærri launa­hóp­arn­ir, þeir sem eru með meira en 900.000 kr. á mán­uði, fá kaup­hækkun þá eykst skatt­byrði þeirra ekki. Það er aðeins hjá lág­launa­fólki og milli­tekju­hópum sem skatt­byrði eykst sjálf­krafa með kaup­hækk­un­um.

Þetta er óþol­andi órétt­læti í garð lág­launa­fólks sem verka­lýðs­hreyf­ingin verður að stöðva nú þeg­ar.

b) Rýrnun vaxta­bóta og barna­bóta veikir vel­ferð­ina (og hækkar skatt­byrði margra í lægri launa­hóp­um)

Stjórn­völd voru einnig að rýra vaxta­bætur og barna­bætur á ára­tugnum fram að hruni, sem bitn­aði einkum á ungu fjöl­skyldu­fólki sem var að koma sér upp hús­næði. Margt af því fólki var snemma á starfs­ferli sínum og því oft á lágum laun­um. Þannig var stuðn­ingur opin­bera vel­ferð­ar­kerf­is­ins til þess­ara hópa dreg­inn sam­an, sem auð­vitað rýrði kjör við­kom­andi fjöl­skyldna.

Á árunum eftir hrun voru vaxta­bætur auknar mjög mikið af vinstri stjórn­inni til að milda aukna greiðslu­byrði hús­næð­is­skulda (sem jókst vegna verð­bólgu og mik­illar lækk­unar kaup­máttar ráð­stöf­un­ar­tekna).  En eftir 2013 hafa stjórn­völd skert barna- og vaxta­bætur stór­lega. Bæði hefur dregið úr útgjöldum og þeim sem njóta þess­ara bóta hefur stór­lega fækk­að, eins og sjá má á mynd 2.

Mynd 2: Fækkun fram­telj­enda sem fá barna- og vaxta­bæt­ur, frá 2013 til 2017. Heim­ild: Rík­is­skatt­stjóri

Þiggj­endum barna­bóta hefur fækkað um nærri fjórð­ung, eða 23%, á þessum 4 árum (sem jafn­gildir 13.147 fram­telj­end­um).

Þiggj­endum vaxta­bóta hefur fækkað um hátt í helm­ing, eða um 42%, á tíma­bil­inu. Þannig hafa hátt í 20 þús­und fram­telj­endur misst vaxta­bætur sem nið­ur­greiða vaxta­kostnað fjöl­skyldna af því að koma sér upp eigin hús­næði.

Þetta eru gríð­ar­lega miklar breyt­ing­ar, sem eru ekk­ert annað en aðför að vel­ferð­ar­kerf­inu og sér­stak­lega að lífs­kjörum ungs fjöl­skyldu­fólks. Þar eð þessar bætur eru tekju- og eigna­tengdar og einnig tengdar hjú­skap­ar­stöðu þá bitnar þetta hlut­falls­lega mest á fólki sem er á lægstu launum og lægri milli launum – og þeim sem eru eigna­litlir fyrir og oft með umtals­verða barna­fram­færslu.

Mynd 3 sýnir svo þróun hús­næð­is­stuðn­ings hins opin­bera (bæði vaxta­bætur og húsa­leigu­bæt­ur) frá 2003 til 2016.

Mynd 3: Hús­næð­is­stuðn­ingur hins opin­bera, sem % af vergri lands­fram­leiðslu

Heim­ild: Hag­stofa Íslands

Frá 2003 til 2007 voru stjórn­völd að draga árlega úr hús­næð­is­stuðn­ingi við ungar fjöl­skyld­ur, á sama tíma og verka­manna­bú­staða­kerfið hafði verið lagt niður og bönk­unum hleypt inn á hús­næð­is­lána­mark­að­inn. Frá 2004 tók hús­næð­is­verð (og húsa­leiga) að hækka veru­lega – sam­hliða rýrnun opin­bers hús­næð­is­stuðn­ings við fjöl­skyldu­fólk.

Eins og myndin sýnir stórjókst hús­næð­is­stuðn­ing­ur­inn í tíð vinstri stjórn­ar­innar eftir hrun og náði hámarki árið 2011. Árið 2013 hafði hann verið lækk­aður (með nið­ur­lagn­ingu sér­stakra vaxta­bóta) og eftir 2014 hefur hann lækkað umtals­vert á ný.

Árið 2016 var opin­ber hús­næð­is­stuðn­ingur orð­inn lægri en hann hefur nokkru sinni verið frá því kerfið var tekið upp árið 1990. Á sama tíma hefur bæði hús­næð­is­verð og húsa­leiga náður áður óþekktum hæð­um, með alvar­legum afleið­ingum fyrir kjör lág­launa­fólks, ekki síst ungs fjöl­skyldu­fólks.

Í fjár­hags­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar fyrir 2018 til 2022 kemur fram að stjórn­völd eru að gera ráð fyrir að lækka útgjöld til hús­næð­is­stuðn­ings umtals­vert til við­bótar á næstu árum. Ótrú­legt – en satt!

Íslend­ingar hafa lengi búið við eina allra hæstu hús­næð­is­vexti á Vest­ur­löndum og í bland við verð­trygg­ingu neyslu­lána hafa verið lagðar mun meiri byrðar á íslenskar fjöl­skyldur við að koma sér upp öruggu hús­næði en tíðkast í grann­ríkj­un­um.

Þörf er meiri hús­næð­is­stuðn­ings (nið­ur­greiðslu vaxta­kostn­aðar hús­næð­is­lána og leigu) – en ekki minni eins og stjórn­völd stefna að (skv. fjár­hags­á­ætlun til árs­ins 2022).

III. Stjórn­völd brugð­ust síð­ast – hvað ger­ist nú?

Á tíma­bili síð­asta kjara­samn­ings (frá 2015 til 2018) hafa stjórn­völd þannig vegið stór­lega að kjörum sem um var samið og hefur það bitnað hlut­falls­lega mest á lægstu launa­hóp­um, en afleið­ing­arnar ná einnig upp í lægri mið­launa­hópana.

Þetta fólk finnur lítið fyrir góð­ær­inu.

Þess­ari her­ferð stjórn­valda gegn lífs­kjörum launa­fólks þarf að hrinda og snúa við. Stjórn­völd þurfa nú að standa við lof­orðin sem þau hafa gef­ið.

En er þess að vænta við núver­andi aðstæð­ur?

Mér hefur sýnst að fyrstu skref starfs­hópa á vegum stjórn­valda við vinnu að breyttu skatta- og bóta­kerfi boði ekki gott í þessum efn­um. Þeir hafa sótt fyr­ir­myndir til Banda­ríkj­anna en ekki til Skand­in­av­íu.

Á næst­unni mun reyna á hvort stjórn­völd leggi fram eitt­hvað sem um munar til að breyta þeirri óheilla­þróun sem hér að ofan er lýst.

Höf­undur er pró­fessor við Háskóla Íslands og starfar sem sér­fræð­ingur hjá Efl­ingu – stétt­ar­fé­lagi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar