Besta aðhaldið er gagnsæi í krónuveröldinni

Auglýsing

Um nokk­urt skeið hefur sam­an­burður á alþjóð­legum vörum eins og iPho­ne-símum (yfir millj­arður slíkra síma er í umferð í heim­in­um) sýnt að verð á vörum og þjón­ustu á Íslandi er grun­sam­lega hátt. Þar bein­ist kast­ljósið að gengi krón­unnar gagn­vart alþjóð­legum mynt­um.

Mun­ur­inn á verð­inu sýnir að á Íslandi er 30 til 40 pró­sent hærra verð heldur en algengt er í Banda­ríkj­unum og Evr­ópu. Þetta bitnar síðan beint og milli­liða­laust á allri alþjóð­legri starf­semi þar sem aðeins einn landamæra­laus mark­aður er fyrir hend­i. 

Krónan eins og kork­tappi í ólgu­sjó

Á honum er ekki spurt um krónur og aura, heldur evrur og Banda­ríkja­dali. Til­raunin íslenska um að halda út eigin mynt og pen­inga­mála­kerfi, á ein­angr­uðum 200 þús­und manna vinnu­mark­aði, þekk­ist hvergi í ver­öld­inn­i. 

Auglýsing

Spurn­ingar um skyn­semi þess verða sífellt stærri, ekki síst eftir að gjald­eyr­is­á­hættan hefur magn­ast upp enn meira með upp­gangi ferða­þjón­ust­unnar á und­an­förnum árum og síðan sífellt meira alþjóða­væddum heimi við­skipta.

Stjórn­mála­mönnum og Seðla­bank­anum hefur eflaust liðið vel í hafta­ver­öld­inni, þegar krónan styrkt­ist hratt, en það kemur að skulda­dög­um, eins og dæmin sanna.

Van­traustið gagn­vart krón­unni birt­ist með alls konar hætti erlend­is. Einn les­andi Kjarn­ans sendi þessa sögu á dög­un­um: „Við fjöl­skyldan dvöldum í Portú­gal í sumar og fengum son okkar og fjöl­skyldu frá Nor­egi í heim­sókn. Þau keyptu evrur í Nor­egi á 9,7 NKR. Í hrað­banka í Portú­gal greiddu þau 9,8 NKR. fyrir hverja evru. Þegar þau greiddu með kredit­korti þá kost­aði evran fra 9,73 til 9,79 NKR. Sem­sagt með góðum vilja má segja að gengið hafi flökt um 1% á þessum tíma. Hjá okkur sem komu frá Íslandi, þá er stað­reyndin þessi. Við keyptum € á 125,65 ISK. Í hrað­banka kost­aði € frá 137,27 ISK til 142,40 ISK hver €. Þegar við greiddum með kredit­kort var gengið frá 125,01 ISK til 127,96 ISK hver €. Mun­ur­inn að kaupa € í hrað­banka er því allt að 13,6% dýr­ara. Vil vara við að kaupa € fyrir ISK í hrað­banka. Þetta er auð­vita ekki bara grín, þetta er mjög alvar­legt mál.“

Svo mörg voru þau orð.

Það kann að vera að geng­is­sveiflur krón­unnar séu í miklu upp­á­haldi hjá valda­mönn­um, en til fram­tíðar litið getur varla verið eft­ir­sókn­ar­vert að búa við þetta. Von­andi mun unga kyn­slóðin í land­inu breyta þessu þegar valda­þræð­irnar fara að fær­ast meira þang­að. 

Veik­ist vegna óvissu

Á fjórum mán­uðum hefur verðið á evr­unni hækkað úr 120 krónum í 131 krónu og verðið á Banda­ríkja­dal úr 99 krónum í 113,5 krón­ur. 

Seðla­bank­inn greip með afger­andi hætti inn í gjald­eyr­is­markað í dag þegar gengi krón­unnar féll hratt. 

Titr­ingur er nú á mörk­uðum vegna þess að tíð­indi hafa ekki borist enn af því að WOW Air hafi tryggt sér 50 til 100 millj­ónir evra til að styrkja fjár­hag­inn og styðja við frek­ari vöxt, meðal ann­ars þegar kemur að flugi milli Evr­ópu og Asíu. Eins og fram hefur komið er tíð­inda að vænta af þessu, og of snemmt að segja til um hvernig mála­lyktir verða.

Greini­legt er að ein­hverjir fjár­festar hafa áhyggjur af því að þetta muni ekki ganga vel, og þess vegna hefur hluta­bréfa­verð Icelanda­ir, stærsta sam­keppn­is­að­il­ans, hækkað í dag og krónan gefið eft­ir. 

Vantar upp­lýs­ingar

Hvernig sem þessi staða mun teikn­ast upp, á næstu dög­um, þá er aug­ljóst mál að yfir­völd hafa sofið á verð­inum hvað einn þátt varð­ar. Hann snýr að nauð­syn þess að skapa umgjörð á mark­aði þar sem gagn­sæi er meg­in­regla. Það er alltaf best að hafa sem mest af upp­lýs­ingum opin­berar svo að ákvarð­ana­taka - bæði hjá hinu opin­bera og hjá fyr­ir­tækj­um, fjár­festum og öðrum á mark­aði - sé tekin á sem áreið­an­leg­ustum for­send­um.

Ótrú­legt er að hugsa til þess núna, að engar ítar­legar upp­lýs­ingar um starf­semi WOW Air hafi birst opin­ber­lega mán­uðum saman (fram að birt­ingu Par­eto á fjár­festa­kynn­ing­unni), í ljósi kerf­is­lægs mik­il­vægis fyr­ir­tæk­is­ins fyrir íslenska hag­kerf­ið. Ástæðan fyrir því er samt ein­föld. Yfir­völd hafa ekki gert kröfur um að gagn­sæi ríki á þessum mark­aði. Sam­göngu­stofa, sem gefur út flug­rekstr­ar­leyfi og á að hafa eft­ir­lit með flug­geir­an­um, hefur ekki gert þessar kröf­ur. Þess vegna hefur þetta fengið að vera svona. Besta aðhaldið og eft­ir­litið er samt fólgið í þessu, að skylda opin­bera upp­lýs­inga­gjöf. 

Fram­vegis hljóta að verða breyt­ingar á þessu, svo að það liggi fyrir hvernig mál eru að þróast, bæði þegar vel gengur og líka þegar þrengir að. Það á ekki að vera einka­mál fárra heldur varðar þetta allan almenn­ing sem býr við geng­is­á­hætt­una alla daga.

Segir eftirlit Fiskistofu veikburða og ómarkvisst
Ríkisendurskoðun telur að Fiskistofu sé ómögulegt að sinna öllu því eftirliti sem henni ber að sinna, meðal annars vegna skorts á úrræðum og viðurlögum. Jafnframt vísar Ríkisendurskoðun því á bug að brottkast sé óverulegt á Íslandi.
Kjarninn 18. janúar 2019
Logi vill ríkisstjórn með Viðreisn, Pírötum og Vinstri grænum
Formaður Samfylkingarinnar segir að mögulega séu flokkur hans og Vinstri græn eðlisólíkir flokkar í ljósi þeirra áherslna sem núverandi ríkisstjórn, undir forsæti Vinstri grænna, hefur í forgrunni. Þetta kemur fram í viðtali við hann í Mannlífi í dag.
Kjarninn 18. janúar 2019
Reynt að bjarga íslensku fjölmiðlalandslagi frá algjörri einsleitni
Drög að frumvarpi um hvernig íslenska ríkið ætlar að styðja við einkarekna fjölmiðla liggja fyrir og verða kynnt í ríkisstjórn von bráðar.
Kjarninn 18. janúar 2019
Gleymið tollastríðinu - Kína er nú þegar í vandræðum
Pistlahöfundur Bloomberg, Michael Schuman, segir Kína á kafi í skuldavanda sem ekki sé hægt að leysa svo auðveldlega.
Kjarninn 17. janúar 2019
Hreiðar Már: Von mín að deilurnar leysist farsællega
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings, segir ásakanir sem koma fram á hendum honum í bréfi frá Kevin Stanford og Karen Millen ekki vera réttar.
Kjarninn 17. janúar 2019
Gylfi hvetur til varkárni við sölu banka
Gylfi Zoega hagfræðiprófessor skrifar um fyrirhugaða sölu á bönkunum og bankarekstur almennt, í ítarlegri grein í Vísbendingu.
Kjarninn 17. janúar 2019
Myndin er af höfundi greinarinnar sofandi. Myndin er ekki nýleg.
Vinnuálag í framhaldsskólum
Kjarninn 17. janúar 2019
Embætti forstjóra Barnaverndarstofu laust til umsóknar
Félagsmálaráðuneytið auglýsir starf forstjóra barnaverndarstofu laust til umsóknar. Bragi Guðbrandsson lét af starfi forstjóra í febrúar í fyrra eftir að hafa tekið sæti í Barna­rétt­ar­nefnd Sam­einuðu þjóðanna fyr­ir hönd Íslands.
Kjarninn 17. janúar 2019
Meira úr sama flokkiLeiðari