Besta aðhaldið er gagnsæi í krónuveröldinni

Auglýsing

Um nokk­urt skeið hefur sam­an­burður á alþjóð­legum vörum eins og iPho­ne-símum (yfir millj­arður slíkra síma er í umferð í heim­in­um) sýnt að verð á vörum og þjón­ustu á Íslandi er grun­sam­lega hátt. Þar bein­ist kast­ljósið að gengi krón­unnar gagn­vart alþjóð­legum mynt­um.

Mun­ur­inn á verð­inu sýnir að á Íslandi er 30 til 40 pró­sent hærra verð heldur en algengt er í Banda­ríkj­unum og Evr­ópu. Þetta bitnar síðan beint og milli­liða­laust á allri alþjóð­legri starf­semi þar sem aðeins einn landamæra­laus mark­aður er fyrir hend­i. 

Krónan eins og kork­tappi í ólgu­sjó

Á honum er ekki spurt um krónur og aura, heldur evrur og Banda­ríkja­dali. Til­raunin íslenska um að halda út eigin mynt og pen­inga­mála­kerfi, á ein­angr­uðum 200 þús­und manna vinnu­mark­aði, þekk­ist hvergi í ver­öld­inn­i. 

Auglýsing

Spurn­ingar um skyn­semi þess verða sífellt stærri, ekki síst eftir að gjald­eyr­is­á­hættan hefur magn­ast upp enn meira með upp­gangi ferða­þjón­ust­unnar á und­an­förnum árum og síðan sífellt meira alþjóða­væddum heimi við­skipta.

Stjórn­mála­mönnum og Seðla­bank­anum hefur eflaust liðið vel í hafta­ver­öld­inni, þegar krónan styrkt­ist hratt, en það kemur að skulda­dög­um, eins og dæmin sanna.

Van­traustið gagn­vart krón­unni birt­ist með alls konar hætti erlend­is. Einn les­andi Kjarn­ans sendi þessa sögu á dög­un­um: „Við fjöl­skyldan dvöldum í Portú­gal í sumar og fengum son okkar og fjöl­skyldu frá Nor­egi í heim­sókn. Þau keyptu evrur í Nor­egi á 9,7 NKR. Í hrað­banka í Portú­gal greiddu þau 9,8 NKR. fyrir hverja evru. Þegar þau greiddu með kredit­korti þá kost­aði evran fra 9,73 til 9,79 NKR. Sem­sagt með góðum vilja má segja að gengið hafi flökt um 1% á þessum tíma. Hjá okkur sem komu frá Íslandi, þá er stað­reyndin þessi. Við keyptum € á 125,65 ISK. Í hrað­banka kost­aði € frá 137,27 ISK til 142,40 ISK hver €. Þegar við greiddum með kredit­kort var gengið frá 125,01 ISK til 127,96 ISK hver €. Mun­ur­inn að kaupa € í hrað­banka er því allt að 13,6% dýr­ara. Vil vara við að kaupa € fyrir ISK í hrað­banka. Þetta er auð­vita ekki bara grín, þetta er mjög alvar­legt mál.“

Svo mörg voru þau orð.

Það kann að vera að geng­is­sveiflur krón­unnar séu í miklu upp­á­haldi hjá valda­mönn­um, en til fram­tíðar litið getur varla verið eft­ir­sókn­ar­vert að búa við þetta. Von­andi mun unga kyn­slóðin í land­inu breyta þessu þegar valda­þræð­irnar fara að fær­ast meira þang­að. 

Veik­ist vegna óvissu

Á fjórum mán­uðum hefur verðið á evr­unni hækkað úr 120 krónum í 131 krónu og verðið á Banda­ríkja­dal úr 99 krónum í 113,5 krón­ur. 

Seðla­bank­inn greip með afger­andi hætti inn í gjald­eyr­is­markað í dag þegar gengi krón­unnar féll hratt. 

Titr­ingur er nú á mörk­uðum vegna þess að tíð­indi hafa ekki borist enn af því að WOW Air hafi tryggt sér 50 til 100 millj­ónir evra til að styrkja fjár­hag­inn og styðja við frek­ari vöxt, meðal ann­ars þegar kemur að flugi milli Evr­ópu og Asíu. Eins og fram hefur komið er tíð­inda að vænta af þessu, og of snemmt að segja til um hvernig mála­lyktir verða.

Greini­legt er að ein­hverjir fjár­festar hafa áhyggjur af því að þetta muni ekki ganga vel, og þess vegna hefur hluta­bréfa­verð Icelanda­ir, stærsta sam­keppn­is­að­il­ans, hækkað í dag og krónan gefið eft­ir. 

Vantar upp­lýs­ingar

Hvernig sem þessi staða mun teikn­ast upp, á næstu dög­um, þá er aug­ljóst mál að yfir­völd hafa sofið á verð­inum hvað einn þátt varð­ar. Hann snýr að nauð­syn þess að skapa umgjörð á mark­aði þar sem gagn­sæi er meg­in­regla. Það er alltaf best að hafa sem mest af upp­lýs­ingum opin­berar svo að ákvarð­ana­taka - bæði hjá hinu opin­bera og hjá fyr­ir­tækj­um, fjár­festum og öðrum á mark­aði - sé tekin á sem áreið­an­leg­ustum for­send­um.

Ótrú­legt er að hugsa til þess núna, að engar ítar­legar upp­lýs­ingar um starf­semi WOW Air hafi birst opin­ber­lega mán­uðum saman (fram að birt­ingu Par­eto á fjár­festa­kynn­ing­unni), í ljósi kerf­is­lægs mik­il­vægis fyr­ir­tæk­is­ins fyrir íslenska hag­kerf­ið. Ástæðan fyrir því er samt ein­föld. Yfir­völd hafa ekki gert kröfur um að gagn­sæi ríki á þessum mark­aði. Sam­göngu­stofa, sem gefur út flug­rekstr­ar­leyfi og á að hafa eft­ir­lit með flug­geir­an­um, hefur ekki gert þessar kröf­ur. Þess vegna hefur þetta fengið að vera svona. Besta aðhaldið og eft­ir­litið er samt fólgið í þessu, að skylda opin­bera upp­lýs­inga­gjöf. 

Fram­vegis hljóta að verða breyt­ingar á þessu, svo að það liggi fyrir hvernig mál eru að þróast, bæði þegar vel gengur og líka þegar þrengir að. Það á ekki að vera einka­mál fárra heldur varðar þetta allan almenn­ing sem býr við geng­is­á­hætt­una alla daga.

Minkaræktun í Kína
Loðdýrabú rekin með tapi síðustu ár
Loðdýrabú hafa verið rekin með tapi hér á landi undanfarin fjögur ár og minkabændum fækkað. Greinin óskaði eftir fjárhagsaðstoð frá stjórnvöldum í fyrra og sett hefur verið á laggirnar nefnd til að greina vanda greinarinnar.
Kjarninn 19. mars 2019
Snöggkólnar á fasteignamarkaði
Kólnað hefur á fasteignamarkaði, miðað við það sem verið hefur undanfarin ár.
Kjarninn 19. mars 2019
Smári McCarthy
Trúverðugleiki stofnana
Kjarninn 19. mars 2019
Joachim Fischer
Hinn heilagi ritstjóri Bændablaðsins
Kjarninn 19. mars 2019
Hælisleitendur mótmæla fyrir framan Alþingishúsið
Þrír handteknir við Alþingishúsið
Þrír voru handteknir við Alþingishúsið í dag eftir að lögreglan var kölluð þangað vegna mótmæla hælisleitenda. Samtökin Refugees in Iceland segja að um friðsöm mótmæli hafi verið að ræða og að þau hafi ekki ætlað að hindra aðgengi að Alþingi.
Kjarninn 19. mars 2019
Róbert R. Spanó, lögmaður og dómari við Mannréttindadómstól Evrópu
Telur tregðu íslenskra dómstóla að fylgja dómum MDE vera á undanhaldi
Róbert Spanó, dómari við Mannréttindadómstóll Evrópu, telur að upphafleg tregða íslenskra dómstóla til þess að fylgja dómum dómstólsins sé á undanhaldi og að undanfarna áratugi hafi íslenskir dómstólar leitast við að eiga samstarf við dómstólinn.
Kjarninn 19. mars 2019
Kristján Þórður Snæbjarnarson
Iðnaðarmenn slíta viðræðum við SA
Iðnaðarmenn slitu samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins fyrir hádegi í dag. Kristján Þórður Snæbjarnarson, talsmaður iðnaðarmanna, segir að nú hefjist undirbúningur verkfallsaðgerða.
Kjarninn 19. mars 2019
Flóttafólk mótmælir á Austurvelli. Búið er að taka tjaldið niður.
Sér ekki hvernig sérstök smithætta eigi að vera af því að fólk setji upp tjald
Sóttvarnalæknir hefur meiri áhyggjur af hreinlætisaðstöðu víðs vegar um landið fyrir ferðamenn en að flóttafólk hafi safnast saman á Austurvelli.
Kjarninn 19. mars 2019
Meira úr sama flokkiLeiðari