Afsakið, hlé!

Auglýsing

Félagi Bjarkey Olsen Gunn­ars­dótt­ir, for­maður þing­flokks Vg, hefur misst til­trú mína á stuttum tíma. Í mars síð­ast liðnum greindi hún frá því í sjón­varps­þætti að sú upp­hæð sem Alþingi greiðir henni í hús­næð­is- og dval­ar­kostn­að,  187.000.- krónur á mán­uði, dugi henni ekki fyrir afborg­unum á lánum af íbúð sem hún hefur keypt í Reykja­vík.

Í allri þeirri umræðu sem fór fram um mjálm þing­kon­unnar vegna of lágra húsa­leigu­bóta í vetur og vor man ég ekki eftir að hafa heyrt talað um það hvers lags kvittun hún tekur fyrir greiðsl­un­um. Þetta er ekki fram­lag þings­ins til húsa­kaupa; þetta er til þess að greiða húsa­leigu. Því er spurt: Hver gefur út kvittun fyrir mót­töku húsa­leigu­greiðsl­unnar úr hendi þing­manns­ins? Er það þing­flokks­for­mað­ur­inn Bjarkey? Fast­eigna­fé­lagið Bjarkey ehf? Eða og: Hvernig er þessi upp­hæð talin fram til skatts hjá leigu­taka og leigusala? Er þing­mað­ur­inn ekki að mis­nota leigufé með því að ráð­stafa því til húsa­kaupa? Þarf þingið ekki, svona upp á traust almenn­ings til þess, að breyta reglum um húsa­leigu­styrki yfir í húsa­kaupa­fram­lag eða eitt­hvað svo lög­legt sé að nota pen­ing­inn til þess að auka auð­legð sína?

Þótt ég efist um það kann að vera að vegna und­ar­legra reglna um þing­far­ar­kaup, sé allt sem félagi Bjarkey hefur gert í þessum málum fylli­lega lög­legt. En það er ekki mik­ill heið­urs­bragur yfir því. Ekki aðferð til þess að vinna þing­inu traust almenn­ings.

Auglýsing

Auð­vitað hefði ég átt að skrifa um þetta fyrr. Ég hef enga afsökun fyrir því að hafa ekki gert það. En á því er þó skýr­ing. Ég hélt, og von­aði, að þing­konan mundi taka sig á, leið­rétta þetta og biðj­ast afsök­un­ar. En í sex mán­uði hef ég ekk­ert séð frá henni í þá veru.

Hins­veg­ar. Já, hins­vegar hefur konan stigið fram sem for­maður þing­flokks Vg og  látið að því liggja að fjöl­miðlar séu í ljótum leik við þing­menn; vilji endi­lega koma óorði á þá. Vis­ir.is sagði svo frá í gær og vitn­aði í útvarps­við­tal við Bjarkey frá því fyrr um morg­un­inn: „ ...­fjöl­miðl­arnir eru ekk­ert endi­lega að velta fyrir sér inni­haldi þess sem sagt er heldur bara; þetta er snið­ugt, þetta sel­ur, þetta klikkar á vef­inn og það er ekki hægt að neita því að það hefur verið þannig. Því miður finnst mér.“

Og hvernig leggst þessi skil­grein­ing í kjós­end­ur?

Hér er eitt sýn­is­horn, líka úr Vísi.is. Snæ­björn Brynjars­son, merkur menn­ing­arrýnir í sjón­varpi segir þetta um túlkun þing­kon­unn­ar: „Var að hlusta á morg­un­vakt­ina á rás 1. Þar var Bjarkey Olsen þing­flokks­for­maður spurð út í hvers vegna traust á stjórn­mála­mönnum væri lít­ið. Það reynd­ist að mati for­manns­ins vera vegna fjöl­miðla og hvernig þeir segja frá póli­tík­inn­i.“

Hvoru tveggja málin sem hér hefur verið tæt á eru vand­ræða­leg. Líka hall­æris­leg. Umfram allt eru þau þó lág­kúru­leg. Allt í þeim rýrir traust.

En ef til vill finnst ein­hverjum þetta vera smá­mál. Mér þykja þau alvar­leg, svo alvar­leg að félagi Bjarkey ætti að segja af sér þing­flokks­for­mennsku þegar í stað, taka sér frí frá þing­störfum fram yfir ára­mót og hug­leiða hvort hún sé hæf til þess að sitja á þingi og setja löndum sínum lög sem þeim ber að fara eft­ir. Hún gæti svo til­kynnt okk­ur, félögum sínum og kjós­end­um, rök­studda nið­ur­stöðu eftir ára­mót.

Kristbjörn Árnason
Gleðidagur
Leslistinn 24. ágúst 2019
Vonast enn til að selja vörumerkið WOW air
Skiptastjórar WOW air segja að viðræður um að selja vörumerki, lén og bókunarvél félagsins gangi ágætlega.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.
„Ég þekki nú fullvel þau víti sem þarf að varast“
Ásgeir Jónsson, nýskipaður seðlabankastjóri, segist hafa verið frekar bláeygður á stöðu bankanna fyrir hrun. Hann álítur þó að sú reynsla sé verðmæt fyrir hann sem seðlabankastjóra þar sem hann þekki nú vel þau víti sem þarf að varast.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Netógnir nýrrar aldar: Árásir á lýðræðið
Það er ekki lengur tekist á um það af neinni alvöru að netárásir eru notaðar til að hafa áhrif á hið lýðræðislega ferli og til að grafa undan lýðræðislegum stofnunum. Það hefur gerst í hverju landinu á eftir öðru.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Svona geta stjórnvöld orsakað nýtt fjármálaáfall
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, hefur búið til lista yfir átta aðgerðir sem ríkisstjórn og Seðlabanki gætu gripið til sem gætu leitt að sér nýtt hrun. Hann biður fólk um að krossa við ef aðgerðirnar verði að veruleika.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Seldu losunarheimildir til að borga laun fyrir marsmánuð
Skiptastjórar WOW air eru meðal annars búnir að selja skrifstofubúnað og reiðhjólaleigu WOW air til að auka endurheimtir í búið. Félagið hafði selt margar verðmætar eignir, t.d. afgreiðslutíma á flugvelli og losunarheimildir, fyrir gjaldþrot.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Molar
Molar
Molar – Opnar Costco annað vöruhús á Íslandi?
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar