Burt með bílbeltin

Sigurður Friðleifsson segir að orkuskipti séu skárri en áframhaldandi notkun hefðbundinna jarðefnaeldsneytisbíla.

Auglýsing

Von­andi finnst flestum les­endum ofan­greind fyr­ir­sögn fárán­leg enda upp­taka bíl­belta fram­fara­spor sem fáir efast um í dag. Talið er að bíl­belti hafa bjargað vel yfir milljón manns­lífa og bjargað enn fleirum frá örkumlun frá því að fyrsta þriggja punkta beltið kom úr bíla­verk­smiðju í Sví­þjóð árið 1959. Það er áhuga­vert að rifja upp inn­leið­ingu bíl­belta nú þegar við stefnum á nýjar fram­farir  þ.e.a.s. orku­skipti. Nú hefur nefni­lega verið lögð fram afger­andi stefna um orku­skipti í sam­göngum á næstu ára­tug­um. Þessi stefna var kynnt ræki­lega nýverið og fróð­legt hefur verið að fylgj­ast með við­brögðum fólks á sam­fé­lags­miðl­um. Margir eru spenntir og jákvæðir en aðrir eru yfir sig hneyksl­aðir og nei­kvæð­ir. Það er fróð­legt að bera saman efa­semdir fólks um vænt­an­leg orku­skipti og inn­leið­ingu bíl­belta á sínum tíma.

Hvað með skemmti­ferða­skipin og flug­ið?

Ótrú­lega algengt inn­legg efa­semd­ar­manna um orku­skipti er að benda á ein­hverja aðra. Vissu­lega fylgir milli­landa­flugi og skemmti­ferða­skipum gríð­ar­leg losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda sem verður að tækla með ein­hverjum hætti. Umhverf­is­lausnir í þessum greinum eru hins vegar ekki jafn til­búnar og aðgengi­legar eins og í vega­sam­göng­um. Það má alls ekki draga úr mik­il­vægi aðgerða sem snúa að flugi og skemmti­ferða­skipum en þessi losun fellur samt sem áður undir annað kerfi og er ekki hluti af beinum skuld­bind­ingum Íslands varð­andi Par­ís­ar­sam­komu­lag­ið.  Það er ákveðin lenska hjá mörgum að líta á það sem lausn að benda á annað verra til að losna við að breyta eigin neyslu. Þetta er að mörgu leyti furðu­legt við­horf en alls ekki nýtt af nál­inni. Ein rökin gegn inn­leið­ingu bíl­belta á sínum tíma voru einmitt þau að önnur öku­tæki eins og t.d. mót­or­hjól væru und­an­skilin notkun þeirra. Ef þessi við­horf hefðu fengið að ráða væru bílar enn án bíl­belta í dag, því eins og flestir vita eru mót­or­hjól ennþá und­an­skilin belta­skyldu. Eigum við að bíða með inn­leið­ingu raf­bíla þangað til raf­magns­far­þega­flug­vélin er kom­in?

Raf­bílar eru dýr­ari

Enn sem komið er, eru raf­bílar dýr­ari en hefð­bundnir bens­ín- og dísil­bílar en þeir hafa hins vegar alla burði til að verða jafn­vel ódýr­ari en hefð­bundnir bílar í fram­tíð­inni. Slík verð­lækkun mun raun­ger­ast ef þjóðir heims hunskast til að styðja vel við inn­leið­ingu þeirra og aðstoða þannig bíla­fram­leið­endur við að ná niður fram­leiðslu­kostn­aði.  Svo verður að leggja áherslu á að rekstr­ar­kostn­aður raf­bíla er tals­vert lægri en bens­ín- og dísil­bíla, jafn­vel þó leið­rétt hafi verið fyrir veggjöld­um. Á sínum tíma var einmitt and­staða við bíl­belta­skyldu hjá sumum bíla­fram­leið­endum vegna auk­ins kostn­að­ar. Bíl­belta­bílar eru nefni­lega dýr­ari en bílar án bíl­belta og ólíkt raf­bílum verða bíl­belta­bílar alltaf dýr­ari.  Þrátt fyrir þennan kostn­að­ar­auka vilja flestir samt sem áður í dag hafa bíl­belti í bíl­um. Af hverju? Jú ein­fald­lega vegna þess að það er þess virði. Að mörgu leyti mætti nota sömu rök fyrir upp­töku bif­reiða sem ganga fyrir hreinni orku. Það er hrein­lega þess virði.

Auglýsing

Hvað með raf­hlöð­urnar og kolefn­is­sporið?

Það er magnað hvernig efa­semd­ar­menn rísa upp og benda á mögu­lega umhverf­is­hnökra raf­bíla.  Þetta er sér­stak­lega áhuga­vert þar sem hefð­bundnar bif­reiðar ganga einmitt á olíu sem er meng­andi, heilsu­spill­andi, loft­lags­breyt­andi, ferskvatns­spill­andi, friðarógn­andi, ósjálf­bær og efna­hags­stöðu­leika­trufl­andi. Í raun eru fáir fram­leiddir hlutir umhverf­is­væn­ir. Lang­best væri auð­vitað að nota bíla sem minnst og nýta aðal­lega hjól­reiðar og almenn­ings­sam­göng­ur. Raf­hlöð­urnar eru hins vegar alls ekki eins óum­hverf­is­vænar og haldið hefur verið fram í gagn­rýni á raf­bíla. Í fyrsta lagi hafa þær enst miklu lengur en flestir þorðu að vona. Þegar þær svo  eru orðnar fullslappar fyrir bíl­inn er vel hægt að nota þær sem orku­geymslur í raf­orku­kerfum í langan tíma eftir það. Eftir end­ur­nýt­ingu má svo auð­veld­lega end­ur­vinna þær. Allt tal um nauð­syn­lega urðun raf­hlaða er því á villi­göt­um. Sama gildir um kolefnið því að þó að raf­bíll­inn fæð­ist með stærra kolefn­is­spor, vegna fram­leiðslu raf­hlöð­unn­ar, þá er hann fljótur að vinna það upp með útblást­urs­lausum akstri. Heild­ar­um­hverf­isá­vinn­ing­ur­inn, á líf­tíma raf­bíls­ins, er því alveg skýr. Kolefn­is­sporið er örlítið mis­jafnt eftir raf­orku­kerfum en það er nán­ast ekki til það svæði í heim­inum þar sem eng­inn heild­ar­á­vinn­ingur er af raf­bíl­um. Á Íslandi er hann auð­vitað alger­lega ótví­ræð­ur.

Sömu pæl­ingar voru einmitt uppi þegar bíl­belta­inn­leið­ingin átti sér stað.  Bíl­belti voru engan veg­inn full­kom­inn enda fyr­ir­finn­ast sér­tækar aðstæður þar sem bíl­belti eru í raun verri en ekki. Brunar og útaf­keyrsla í ár og vötn voru notuð sem gild rök gegn almennri inn­leið­ingu bíl­belta.  Vissu­lega tekur það dýr­mætan tíma að losa sig úr bíl­belti þegar bif­reið er alelda eða í kafi. Að lokum var þó ein­fald­lega beitt kaldri nálgun á við­gangs­efnið og hrein­lega ákvarðað að ávinn­ing­ur­inn af bíl­belta­notkun í árekstrum væri  tals­vert meiri en van­kant­arnir við bruna og kaf­fær­ingu í vatni. Sama gildir í raun fyrir orku­skipt­in, engin tækni er full­komin en við verðum að leyfa okkur að bera saman ávinn­ing­inn og tapið og kom­ast að þeirri nið­ur­stöðu að orku­skipti eru skárri en áfram­hald­andi notkun hefð­bund­inna jarð­efna­elds­neyt­is­bíla.

Höf­undur er fram­­kvæmda­­stjóri Orku­­set­­urs.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar