Af hverju höldum við að Ísland hafi orðið sjálfstætt ríki 1944?

Axel Kristinsson segir að nú þegar Ísland hefur verið sjálfstætt ríki í 100 ár sé tilefni til að staldra við og hugleiða hvernig við búum til sögu okkar, hvernig við kjósum að trúa því sem hentar okkur best.

Auglýsing

Ég hef ekki gert á því form­lega könnun en grunar sterk­lega að ef fólk væri spurt hvenær Ísland varð sjálf­stætt ríki myndu flestir svara því til að það hefði gerst 1944. Það er rangt. Það gerð­ist 1918. Frá 1918 til 1944 var Ísland sjálf­stætt kon­ungs­ríki í per­sónu­sam­bandi við Dan­mörku. Tengsl Íslands og Dan­merkur líkt­ust þannig sam­bandi Kanada og Bret­lands. Það sem breytt­ist í stjórn­skip­an­inni með lýð­veld­is­stofnun var aðal­lega forms­at­riði þar sem kon­ungur var hvor eð var orð­inn valda­lít­ill, bæði hér og í Dan­mörku. Engu að síður er 1944 stærra ár í hugum flestra en 1918. Hvers vegna?

Ég held að það sé vegna þess að á tíma sjálf­stæð­is­bar­átt­unnar hafi Íslend­ingar verið búnir að telja sjálfum sér svo ræki­lega trú um slæm áhrif danskra yfir­ráða að hin form­legu sam­bands­slit urðu þeim nauð­syn­leg til að setja punkt­inn aftan við tíma­bil sem margir köll­uðu „nið­ur­læg­ing­ar­tíma­bil­ið“. Ísland varð í raun sjálf­stætt ríki 1918 en mörgum fannst eins og fullt sjálf­stæði væri ekki fengið fyrr en sam­bandið við Dan­mörku var rofið fyrir fullt og allt. Hið póli­tíska sjálf­stæði kom 1918 en hug­mynda­fræði­legur aðskiln­aður ekki fyrr en 1944.

Sagan er ekki hlut­laust sam­safn stað­reynda. Hún hefur alltaf verið notuð í póli­tískum til­gangi. Hug­myndin um nið­ur­læg­ing­ar­tíma­bil undir danskri stjórn var póli­tískt verk­færi í höndum sjálf­stæð­is­sinna. Þeir trúðu því að sjálf­stæði væri best og því varð tími erlendra yfir­ráða að vera nið­ur­læg­ing­ar­tíma­bil. Starf sagna­rit­ara sjálf­stæð­is­hreyf­ing­ar­innar fólst einkum í því að búa til sögu fyrir Ísland sem féll að þess­ari hug­mynda­fræði. Sögu með glæstri „fornöld“ þegar landið var „sjálf­stætt“ en hnignun og nið­ur­læg­ingu undir erlendri stjórn og loks end­ur­reisn með vax­andi sjálfs­for­ræði. Þessi saga er til­bún­ing­ur.

Auglýsing

Oft hafa ráða­menn þessa lands talið sjálfum sér og okkur hinum trú um að Ísland hafi verið fátæk­asta land Evr­ópu í lok 19. ald­ar, borið það saman við ríki­dæmi nútím­ans og þakkað sjálf­stæð­inu breyt­ing­una. Þetta er ósköp ein­fald­lega rangt. Ísland var ekki fátæk­asta land Evr­ópu og ríki­dæmi nútím­ans stafar af iðn- eða nútíma­væð­ing­unni sem Ísland gekk í gegnum á svip­aðan hátt og önnur lönd í okkar heims­hluta. Sjálf­stæði lands­ins kemur því máli ekk­ert við enda gefa hag­tölur ekki til kynna nein sér­stök áhrif af full­veld­inu. Ísland auðg­að­ist í Seinna stríði en það staf­aði af her­námi fremur en lýð­veld­is­stofn­un. Engu að síður vilja margir trúa þess­ari mýtu enda er hún heppi­leg fyrir þjóð­ern­is­sinna.

Eftir að sigur vannst í sjálf­stæð­is­bar­átt­unni, eins og það er oft orð­að, þjón­aði mýtan um nið­ur­læg­ing­ar­tíma­bil ekki lengur upp­haf­legum til­gangi sínum en hún var orðin svo rót­gróin að fólk tók hana ein­fald­lega í þjón­ustu ann­ars konar hug­mynda­fræði. Í þessum síð­ari útgáfum hefur nið­ur­læg­ing lands­ins t.d. verið kennd ill­mennsku yfir­stétt­ar­inn­ar, hömlum á athafna­frelsi eða slæmri með­ferð á gæðum nátt­úr­unn­ar, allt eftir upp­á­halds­mál­stað við­kom­andi. Rök eða heim­ildir fyrir því að þess háttar óáran hafi verið meiri eða afdrifa­rík­ari á Íslandi en ann­ars staðar eru vand­fundn­ar. Vissu­lega var yfir­stétt á Íslandi en hún var síst áhrifa­meiri hér en ann­ars staðar og ekk­ert bendir til að hún hafi verið verr inn­rætt. Vissu­lega voru ákveðnar hömlur á athafna­frelsi en samt ekki meiri en víða ann­ars staðar og mjög hæpið að þær hafi hamlað þróun atvinnu­lífs. Lík­legra er að sér­kenni í atvinnu­líf hafi stafað af strjál­býli og fólks­fæð. Og vissu­lega hafði búseta mikil og jafn­vel geig­væn­leg áhrif á nátt­úru lands­ins en ekk­ert bendir þó til að það hafi haft afger­andi áhrif á lífs­björg fólks því hér bjó alltaf miklu færra fólk en landið gat fram­fleytt. Við búum gjarnan til þá sögu sem okkur finnst heppi­leg og við viljum trúa; sögu sem hentar okkar hug­mynda­fræði. Við búum til mýt­ur.

Sagn­fræði getur átt erfitt upp­dráttar í þessu umhverfi, einkum og sér í lagi þegar mýtur eru jafn ráð­andi í sögu­vit­und þjóðar eins og á Íslandi og reyndar mörgum öðrum löndum sem hafa nýlega öðl­ast sjálf­stæði. Þessar þjóðir byggðu sína sjálf­stæð­is­bar­áttu á mýtu­gerð um skað­semi erlendra yfir­ráða og þessar mýtur sitja eftir þótt sjálf­stæði hafi náðst.

Enn er alsiða á Íslandi að horfa mjög nei­kvætt á efl­ingu kon­ungs­valds á 16. og 17. öld. Þar eimir eftir af þeirri hug­mynd að erlend yfir­ráð hljóti að vera slæm. En þótt margir hafi í orði kveðnu gert upp við þjóð­ern­is­lega sagna­ritun þá situr eftir mynd af hnign­un, eymd og harð­rétti. Þannig horfum við oft­ast fram­hjá því að með styrk­ingu rík­is­valds efldist rétt­ar­ríki á Íslandi, í stað­inn kjósum við að ein­blína á stóra­dóm og harðar refs­ingar þessa tíma. Við viljum lítið af því vita að rík­is­valdið tak­mark­aði völd yfir­stétt­ar­innar en syrgjum frekar afnám Alþingis hins forna. Við horfum á dökku hlið­arnar vegna þess að við höfum tamið okkur að líta nei­kvætt á þetta tíma­bil.

Við montum okkur líka oft af frið­semd þjóð­ar­innar en gleymum því að hún var í boði danska rík­is­valds­ins sem ein­fald­lega stillti til friðar á Íslandi þegar það tók að efl­ast á 16. öld. Fram að þeim tíma er ómögu­legt að kalla Íslend­inga frið­sama þótt fjar­lægð frá öðrum löndum hafi að mestu hindrað átök við útlend­inga. Þeir börð­ust bara sín á milli í stað­inn. Hin frá­bæra frið­semd þjóð­ar­innar staf­aði þannig af sterkara rík­is­valdi sem afvopn­aði menn og bann­aði þeim að berjast, nema þá í þjón­ustu rík­is­ins. Það sama gerð­ist á sama tíma í öðrum löndum í kringum okk­ur. En nú er þetta orðið að dygð sem við sláum okkur upp á; per­sónu­leika­ein­kenni sem við heim­færum upp á þjóð­ina alla í for­tíð og nútíð. Það er líka mýta en hún hentar frið­ar­sinnum ágæt­lega. Röng er hún engu að síð­ur.

Sagan er miklu, miklu flókn­ari en margir gera sér grein fyr­ir. Sleggju­dómar og póli­tískar mýtur um for­tíð­ina eru yfir­leitt alltaf rang­ar. Spurn­ingin er bara hvort við kærum okkur nokkuð um að vita hið rétta. Er kannski bara þægi­legra og jafn­vel gagn­legra að trúa heppi­legum vit­leysum? Nú þegar Ísland hefur verið sjálf­stætt ríki í 100 ár er til­efni til að staldra við og hug­leiða hvernig við búum til sögu okk­ar, hvernig við kjósum að trúa því sem hentar okkur best. Um þetta og fleira er fjallað í bók minni: Hnign­un, hvaða hnign­un? sem kemur út hjá Sögu­fé­lagi á næstu dög­um.



Höf­undur er sjálf­stætt starf­andi sagn­fræð­ingur og höf­undur bók­ar­innar Hnign­un, hvaða hnign­un? sem Sögu­fé­lag gefur út. [Að stofni til er þetta erindið „Sagan sem til­bún­ing­ur“ sem var flutt á fyr­ir­lestramara­þoni Reykja­vík­ur­Aka­dem­í­unnar á menn­ing­arnótt 18. ágúst 2018]

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar