Velkomin til Íslands – eða ekki!

Borghildur Sölvey Sturludóttir telur að gaman væri ef ríkið gæti tæklað ákvarðanir sínar í takt við það sem nútíma skipulagsmál snúast um, ef t.d. húsnæðismál og lagabreytingar tækju mið af nýtingu lands, aðgengi og upplifun í augnhæð fólks.

Auglýsing

Við byrjum í Dan­mörku en nýjir borg­arar í Árósum eru ævin­lega boðnir vel­komnir á borg­ara­skrif­stofu borg­ar­innar – Dokk1. Hér skráir þig þú inn er þú flyt­ur, en hér er jafn­framt boðið uppá fjöl­breytta þjón­ustu – hér er hægt að sækja um leik­skóla­pláss, vega­bréf og breyta lög­heim­ili. Afgreiðslu­tím­inn er líka breyti­legur – þannig að það er hægt að sækja þjón­ustu utan vinnu og skóla­tíma. Margt af þessu er sann­ar­lega hægt að gera raf­rænt – en við flutn­ing til borg­ar­innar gerir þú grein fyrir þér hér. Hér er líka stærsta bóka­safn borg­ar­innar (hæ mennta­mála­ráð­herra og átak í lestri!), nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki geta leigt aðstöðu, Borg­ar­línan keyrir hér undir og með­fram höfn­inni. Og rús­ínan í pylsu­end­anum – hér er stórt málm­rör (lista­verk) sem kveður mik­inn og kraft­mikið hljóm í hvert skiptir sem að nýr borg­ari fæð­ist á fæð­ing­ar­deild Árósar – vel­komin til Árós­ar, all­ir!

Það er hægt að skrifa líka þykkan doðr­ant um þetta hús – þó svo að það hefði verið hægt að útfæra það á marga vegu þá er styrkur þess stað­setn­ingin í mið­borg­inni. Hér endar áin sem er kenni­mark borg­ar­inn­ar, kant­ur­inn og höfnin faðma húsið og svo fær það að vera á sínum tíma, líkt og Dóm­kirkjan hér stein­snar frá – er frá sínum tíma. Í Árósum búa aðeins fleiri en á öllu Íslandi og því er skal­inn auð­veldur fyrir okkur eyja­búa sem hingað kom­um.

Og skiptir þetta ein­hverju máli – skiptir ein­hverju máli hvernig borg og umhverfi tekur á móti okk­ur?

Auglýsing

Já – það skiptir öllu máli ætla ég að full­yrða. Allar ákvarð­anir sem að ríki og sveita­fé­lög taka í formi aðgeng­is, upp­lýs­inga og lög­bund­innar skildu – skiptir öllu máli í okkar dag­lega lífi. Við­horf, augn­sam­band, traust – að vera vel­kom­in!

Og hvernig skipu­leggur svo „rík­ið“ á Íslandi, hvernig stað­setur ríkið þjón­ustu sína og hugsar um aðgeng­ið?

Tökum nýj­ustu laga­breyt­ingu (nr.80/2018 ný lög um lög­heim­ili) en þar seg­ir: Við til­kynn­ingu flutn­ings til Íslands skal sá sem flytur koma í afgreiðslu Þjóð­skrár Íslands eða á skrif­stofu við­kom­andi lög­reglu­emb­ætt­is, sanna á sér deili og skrá lög­heim­ili sitt. Skal fram­vísa gildum per­sónu­skil­ríkjum við skrán­ingu.

Þegar að sýslu­menn á Höf­uð­borg­ar­svæð­inu voru sam­ein­aðir þá var lík­lega verið að leita að hag­kvæmu hús­næði, góðri leigu, nægum bíla­stæðum og mögu­lega miðju út frá land­fræði­legri stað­setn­ingu. Hús­næði í Kópa­vogi varð fyrir val­inu en ég hvet ykkur til að prófa að kom­ast þangað í strætó með 3 börn og end­ur­nýja vega­bréf án þess að missa meira en hálfan vinnu­dag úr skóla og vinnu.

Og hvaða skila­boð er verið að senda almenn­ingi, nýjum og grónum borg­urum lands­ins ef að við ætlum að láta lög­reglu­emb­ættið sjá um þessa skrán­ingu – með fullri virð­ingu fyrir lög­regl­unni þá hefði ég haldið að þetta ætti frekar heima á bæj­ar­skrif­stofum sveita­fé­laga.

En mikið væri nú samt gaman ef að „rík­ið“ gæti tæklað ákvarð­anir sínar í takt við það sem að nútíma skipu­lags­mál snú­ast um, ef að t.d. hús­næð­is­mál og laga­breyt­ingar taki mið af nýt­ingu lands, aðgengi og upp­lifun í augn­hæð fólks en ekki í gegnum bíl­rúð­ur. Það hefur sjaldan verið eins nauð­syn­legt og nú að skoða hvar og hvernig við mæt­umst sem mann­eskj­ur. Hvernig við hitt­umst og þar skiptir við­mót og fyrstu kynni miklu máli. Gerum ekki bara eitt­hvað – gerum vel og betur fyrir fólk en ekki stofn­anir og gömul kerfi.

630 milljónum úthlutað í geðheilbrigðisþjónustu
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti í gær hvernig 630 milljónum króna af fjárlögum ársins verður ráðstafað til að efla geðheilbrigðisþjónustu á landsvísu. Fyrsta stigs þjónusta heilsugæslunnar verður efld með aukinni aðkomu sálfræðinga.
Kjarninn 22. febrúar 2019
Öryggisventillinn
Frumvarp um þjóðarsjóð, sem ávaxtar ávinning íslenska ríkisins af orkuauðlindum, er komið fram og í meðferð á þingi. Málið er umdeilt, og ekki einhugur um það hjá stjórnarflokkunum.
Kjarninn 22. febrúar 2019
Teatime búið að setja Hyperspeed í loftið
Íslenska leikjafyrirtækið Teatime, sem stofnað var af frumkvöðlinum Þorsteini Friðrikssyni, hefur sett nýjan leik í loftið hefur vakið mikla athygli í fjölmiðlum í Bandaríkjunum.
Kjarninn 22. febrúar 2019
Samningnefnd Eflingar samþykkir að kjósa um vinnustöðvun
Atkvæðagreiðslunni skal lokið eigi síðar en kl.22:00, fimmtudaginn 28. febrúar næstkomandi.
Kjarninn 21. febrúar 2019
Segir tal um blaðamenn sem „óvini fólksins“ hættulegt
Útgefandi New York Times segir í bréfi sem birt hefur verið á vef stórblaðsins að hann hafi ítrekað bent Bandaríkjaforseta á að hætta að tala niður frjálsa fjölmiðla og blaðamenn.
Kjarninn 21. febrúar 2019
Aðgerðaáætlun sögð miða að verkföllum í ferðaþjónustu
Í fréttum RÚV kom fram að verkalýðshreyfingin sé að búa sig undir verkföll.
Kjarninn 21. febrúar 2019
Þröstur Ólafsson
Ég er einn af þeim
Kjarninn 21. febrúar 2019
Það verður nóg að gera á skrifstofu ríkissáttasemjara á næstunni.
Starfsgreinasambandið vísar kjaradeilu til ríkissáttasemjara
Ekki verður komist lengri að sinni í viðræðum Starfsgreinasambands Íslands við atvinnurekendur og því hefur kjaradeilu þeirra verið vísað til ríkissáttasemjara.
Kjarninn 21. febrúar 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar