Dauður kjörinn fulltrúi, upprisa ungs fólks og breytt staða

Auglýsing

Þó stærsta frétt mið­kjör­tíma­bils­kosn­ing­anna í Banda­ríkj­unum sé sú að Demókratar hafi unnið meiri­hluta í full­trúa­deild­inni þá sýnir útkoman að Repúblikanar eru með sterka stöðu víða og hafa ágæta mögu­leika til að tryggja áfram­hald­andi valda­tíð Don­alds Trumps í kosn­ing­unum 2020.

Af hverju er það og hvað þýðir útkoman í kosn­ing­un­um?

Valda­jafn­vægið er breytt

Með því að ná meiri­hluta í full­trúa­deild­inni geta Demókratar stöðvað umdeild­ustu stefnu­mál Trumps. Þetta hefur verið hægt frá því Trump tók við völdum í byrjun árs í fyrra, þar sem Repúblikanar hafa verið með meiri­hluta í full­trúa­deild­inni (435 sæti) og öld­unga­deild­inni (100 sæt­i). Til þess að ná laga­breyt­ingum í gegn þarf sam­þykki beggja deilda. Framundan er því mikil ref­skák í banda­rískum stjórn­málum þar sem búast má við því að Demókratar nýti óspart rétt­inn til að stöðva mál. Samn­inga­við­ræður milli flokk­anna verða líka erf­iðar í ljósi algjörs van­trausts á milli flokk­anna í þing­inu. Búast má við því að Demókratar nýti sér stjórn­skipu­legt vald meiri­hlut­ans í full­trúa­deild­inni og láti kalla eftir skatta­gögnum Trumps og eftir atvikum öðrum gögnum sem geta svipt hul­unni af fjár­málum hans.

Auglýsing

Repúblikanar með sterka stöðu

Þrátt fyrir sigur Demókrata í full­trúa­deild­inni þá geta Repúblikanar að mörgu leyti vel við unað. Óhætt er að segja að mikil harka hafa verið í stjórn­mál­unum frá því Trump tók við, enda hefur hann sett á odd­inn algjör­lega for­dæma­lausan mál­flutn­ing, þar sem hann skeytir engu um hvað er satt og rétt og kallar fjöl­miðl­ana sem spyrja spurn­inga „óvini fólks­ins“. Þetta hef­ur, þrátt fyrir allt, ekki leitt til fylg­is­hruns hjá hon­um, raunar öðru nær. Mið­kjör­tíma­bils­kosn­ing­arnar voru mik­ill próf­steinn á þetta, þar sem Repúblikanar voru með kast­ljósið á Trump og stefnu hans alla kosn­inga­bar­átt­una. Það var mik­il­vægt fyrir flokk for­set­ans að vinna í Flór­ída, Texas og Ohio, en að vísu von­brigði fyrir Repúblik­ana að tapa í Nevada. 

Rík­is­stjór­arnir marka kjör­dæma­lín­urnar

Rík­is­stjóra­kosn­ing­arnar komu nokkuð vel út fyrir Demókrata en það er afar mik­il­vægt að vinna rík­is­stjóra­stöð­urnar í Texas og Flór­ída, fyrir kosn­ing­arnar 2020. Eins og hið póli­tíska lands­lag hefur þró­ast í Banda­ríkj­unum und­an­farin ár þá er afar mjótt á munum milli flokk­anna, og getur kjör­dæma­skipan innan ríkj­anna ráðið miklu um úrslitin á lands­vísu. Búast má við því að Repúblikanar nýti sér þetta til hins ítrasta, og Demókratar líka þar sem þeir eru við völd. 

Elítan á Vest­ur­strönd­inni

Eitt sem fólk verður að fara venja sig á: Dallas, Hou­ston, Austin og El Paso eru ekki lengur neitt Repúblikana­svæði, eins og þau voru á árum áður. Öðru nær. Demókratar eru þarna með vígi, eins og reyndin er reyndar á flestum stærstu borg­ar­svæðum Banda­ríkj­anna. Í þessum kosn­ingum kom líka enn betur í ljós en áður að 50 millj­óna svæði Vest­ur­strandar Banda­ríkj­anna, í Kali­forn­íu, Oregon og Was­hington, er hálf­gerður innsti kjarni Demókrata. Sterk staða þar, inn í fyr­ir­tækja­el­ítu Banda­ríkj­anna. Það virð­ist blasa við að sá sem ætlar að verða for­seta­efni Demókrata 2020 þarf blessun elít­unnar af þessu svæði.

Gjá milli borga og dreif­býlis

Við­horfs­gjáin milli borg­ar­svæða og dreif­býlis sést glögg­lega í kosn­ing­un­um. Demókratar eru með sterka stöðu í borg­um, og styrktu veru­lega stöðu sína í úthverf­unum sömu­leið­is, og fengu fleiri atkvæði þar en Repúblikan­ar, ólíkt því sem var uppi á ten­ingnum í kosn­ingum 2016. En þegar komið er lengra út fyrir borg­ar­svæðin þá eru Repúblikanar með sterk­ari stöðu og einkum Trump sjálf­ur. Þar virð­ist fólkið sjá Trump sem sinn mann, hvað sem líður harka­legum deilum og mis­gáfu­legum eða réttum yfir­lýs­ingum hans. Jafn­vel nei­kvæð áhrif tolla­stríðs, til dæmis fyrir bændur í mið­ríkj­un­um, bíta lítið á fylgi for­set­ans. Flestir álits­gjafar eru þó á því, að það sem helst vinni með Trump og Repúblikönum nú séu sterkar hag­töl­ur, þegar á heild­ina er horft. Atvinnu­leysi mælist nú 3,7 pró­sent og hag­vöxtur hefur verið við­var­andi milli 2 og 4 pró­sent milli árs­fjórð­unga. Trump minn­ist á þetta óspart á fjöl­mennum fundum sín­um. „Efna­hag­ur­inn hefur aldrei staðið bet­ur,“ segir hann.

Var ein­hver blá alda?

Sást ein­hver „blá alda“ Demókrata (Blue wave) í þessum kosn­ing­um? Já og nei, segja flestir grein­endur hér. Í fyrsta lagi voru vænt­ingar margra Demókrata þær að flokk­ur­inn gæti unnið bæði full­trúa­deild­ina og öld­unga­deild­ina. En það varð fyrir þó nokkru ljóst, að slíkt væri ekki í kort­un­um. Það sem helst má segja að sé blá alda er mikil end­ur­nýjun í röðum for­ystu­fólks Demókrata. Þannig komu konur vel út úr kosn­ing­unum og eru þær nú fleiri en 20 pró­sent af heild­ar­fjölda full­trúa­deild­ar­inn­ar. Yngsta þing­kon­an, hin 29 ára gamla Alex­andria Ocasi­o-Cor­tez frá New York, vakti mikla athygli og þykir lík­leg til frek­ari afreka innan flokks­ins. Þarna sést glitta í nýja „bláa öld­u“; ungt fólk með ólíkan bak­grunn kemst til met­orða og vill láta til sín taka. Demókratar leita að leið­toga og hann gæti komið úr þessum nýja öfl­uga hópi ungs fólks þegar kemur að kosn­ing­unum 2020.Dauður kjör­inn full­trúi

Eitt óvæntasta afrek þess­ara kosn­inga verður að telj­ast sigur Dennis Hof í 36. kjör­dæmi í Nevada. Hann hafði betur gegn Demókrat­anum Lesiu Roma­nov, með 68 pró­sent atkvæða. Hof hafði mik­inn stuðn­ing Repúblikana, einkum trú­ræk­inna, hvítra karla, og það dugði til sig­urs. Sig­ur­inn er helst merki­legur fyrir þær sakir að Hof dó 16. októ­ber síð­ast­lið­inn eftir tveggja daga afmælispartý. Hann var 72 ára þegar hann lést en var þekktur í sínu nær­sam­fé­lagi fyrir partýlíf­erni og að reka vafa­sama nekt­ar­staði. Hann er einnig höf­undur bók­ar­innar The Art of The Pimp. Hof er sem sagt kjör­inn full­trúi núna þrátt fyrir dauð­ann. Fram­haldið á hans póli­tíska ferli er óráðið nú þegar hann er rétt að hefj­ast. Eins og oft er sagt: Allt getur gerst í stjórn­mál­um.Segir eftirlit Fiskistofu veikburða og ómarkvisst
Ríkisendurskoðun telur að Fiskistofu sé ómögulegt að sinna öllu því eftirliti sem henni ber að sinna, meðal annars vegna skorts á úrræðum og viðurlögum. Jafnframt vísar Ríkisendurskoðun því á bug að brottkast sé óverulegt á Íslandi.
Kjarninn 18. janúar 2019
Logi vill ríkisstjórn með Viðreisn, Pírötum og Vinstri grænum
Formaður Samfylkingarinnar segir að mögulega séu flokkur hans og Vinstri græn eðlisólíkir flokkar í ljósi þeirra áherslna sem núverandi ríkisstjórn, undir forsæti Vinstri grænna, hefur í forgrunni. Þetta kemur fram í viðtali við hann í Mannlífi í dag.
Kjarninn 18. janúar 2019
Reynt að bjarga íslensku fjölmiðlalandslagi frá algjörri einsleitni
Drög að frumvarpi um hvernig íslenska ríkið ætlar að styðja við einkarekna fjölmiðla liggja fyrir og verða kynnt í ríkisstjórn von bráðar.
Kjarninn 18. janúar 2019
Gleymið tollastríðinu - Kína er nú þegar í vandræðum
Pistlahöfundur Bloomberg, Michael Schuman, segir Kína á kafi í skuldavanda sem ekki sé hægt að leysa svo auðveldlega.
Kjarninn 17. janúar 2019
Hreiðar Már: Von mín að deilurnar leysist farsællega
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings, segir ásakanir sem koma fram á hendum honum í bréfi frá Kevin Stanford og Karen Millen ekki vera réttar.
Kjarninn 17. janúar 2019
Gylfi hvetur til varkárni við sölu banka
Gylfi Zoega hagfræðiprófessor skrifar um fyrirhugaða sölu á bönkunum og bankarekstur almennt, í ítarlegri grein í Vísbendingu.
Kjarninn 17. janúar 2019
Myndin er af höfundi greinarinnar sofandi. Myndin er ekki nýleg.
Vinnuálag í framhaldsskólum
Kjarninn 17. janúar 2019
Embætti forstjóra Barnaverndarstofu laust til umsóknar
Félagsmálaráðuneytið auglýsir starf forstjóra barnaverndarstofu laust til umsóknar. Bragi Guðbrandsson lét af starfi forstjóra í febrúar í fyrra eftir að hafa tekið sæti í Barna­rétt­ar­nefnd Sam­einuðu þjóðanna fyr­ir hönd Íslands.
Kjarninn 17. janúar 2019
Meira úr sama flokkiLeiðari