Dauður kjörinn fulltrúi, upprisa ungs fólks og breytt staða

Auglýsing

Þó stærsta frétt mið­kjör­tíma­bils­kosn­ing­anna í Banda­ríkj­unum sé sú að Demókratar hafi unnið meiri­hluta í full­trúa­deild­inni þá sýnir útkoman að Repúblikanar eru með sterka stöðu víða og hafa ágæta mögu­leika til að tryggja áfram­hald­andi valda­tíð Don­alds Trumps í kosn­ing­unum 2020.

Af hverju er það og hvað þýðir útkoman í kosn­ing­un­um?

Valda­jafn­vægið er breytt

Með því að ná meiri­hluta í full­trúa­deild­inni geta Demókratar stöðvað umdeild­ustu stefnu­mál Trumps. Þetta hefur verið hægt frá því Trump tók við völdum í byrjun árs í fyrra, þar sem Repúblikanar hafa verið með meiri­hluta í full­trúa­deild­inni (435 sæti) og öld­unga­deild­inni (100 sæt­i). Til þess að ná laga­breyt­ingum í gegn þarf sam­þykki beggja deilda. Framundan er því mikil ref­skák í banda­rískum stjórn­málum þar sem búast má við því að Demókratar nýti óspart rétt­inn til að stöðva mál. Samn­inga­við­ræður milli flokk­anna verða líka erf­iðar í ljósi algjörs van­trausts á milli flokk­anna í þing­inu. Búast má við því að Demókratar nýti sér stjórn­skipu­legt vald meiri­hlut­ans í full­trúa­deild­inni og láti kalla eftir skatta­gögnum Trumps og eftir atvikum öðrum gögnum sem geta svipt hul­unni af fjár­málum hans.

Auglýsing

Repúblikanar með sterka stöðu

Þrátt fyrir sigur Demókrata í full­trúa­deild­inni þá geta Repúblikanar að mörgu leyti vel við unað. Óhætt er að segja að mikil harka hafa verið í stjórn­mál­unum frá því Trump tók við, enda hefur hann sett á odd­inn algjör­lega for­dæma­lausan mál­flutn­ing, þar sem hann skeytir engu um hvað er satt og rétt og kallar fjöl­miðl­ana sem spyrja spurn­inga „óvini fólks­ins“. Þetta hef­ur, þrátt fyrir allt, ekki leitt til fylg­is­hruns hjá hon­um, raunar öðru nær. Mið­kjör­tíma­bils­kosn­ing­arnar voru mik­ill próf­steinn á þetta, þar sem Repúblikanar voru með kast­ljósið á Trump og stefnu hans alla kosn­inga­bar­átt­una. Það var mik­il­vægt fyrir flokk for­set­ans að vinna í Flór­ída, Texas og Ohio, en að vísu von­brigði fyrir Repúblik­ana að tapa í Nevada. 

Rík­is­stjór­arnir marka kjör­dæma­lín­urnar

Rík­is­stjóra­kosn­ing­arnar komu nokkuð vel út fyrir Demókrata en það er afar mik­il­vægt að vinna rík­is­stjóra­stöð­urnar í Texas og Flór­ída, fyrir kosn­ing­arnar 2020. Eins og hið póli­tíska lands­lag hefur þró­ast í Banda­ríkj­unum und­an­farin ár þá er afar mjótt á munum milli flokk­anna, og getur kjör­dæma­skipan innan ríkj­anna ráðið miklu um úrslitin á lands­vísu. Búast má við því að Repúblikanar nýti sér þetta til hins ítrasta, og Demókratar líka þar sem þeir eru við völd. 

Elítan á Vest­ur­strönd­inni

Eitt sem fólk verður að fara venja sig á: Dallas, Hou­ston, Austin og El Paso eru ekki lengur neitt Repúblikana­svæði, eins og þau voru á árum áður. Öðru nær. Demókratar eru þarna með vígi, eins og reyndin er reyndar á flestum stærstu borg­ar­svæðum Banda­ríkj­anna. Í þessum kosn­ingum kom líka enn betur í ljós en áður að 50 millj­óna svæði Vest­ur­strandar Banda­ríkj­anna, í Kali­forn­íu, Oregon og Was­hington, er hálf­gerður innsti kjarni Demókrata. Sterk staða þar, inn í fyr­ir­tækja­el­ítu Banda­ríkj­anna. Það virð­ist blasa við að sá sem ætlar að verða for­seta­efni Demókrata 2020 þarf blessun elít­unnar af þessu svæði.

Gjá milli borga og dreif­býlis

Við­horfs­gjáin milli borg­ar­svæða og dreif­býlis sést glögg­lega í kosn­ing­un­um. Demókratar eru með sterka stöðu í borg­um, og styrktu veru­lega stöðu sína í úthverf­unum sömu­leið­is, og fengu fleiri atkvæði þar en Repúblikan­ar, ólíkt því sem var uppi á ten­ingnum í kosn­ingum 2016. En þegar komið er lengra út fyrir borg­ar­svæðin þá eru Repúblikanar með sterk­ari stöðu og einkum Trump sjálf­ur. Þar virð­ist fólkið sjá Trump sem sinn mann, hvað sem líður harka­legum deilum og mis­gáfu­legum eða réttum yfir­lýs­ingum hans. Jafn­vel nei­kvæð áhrif tolla­stríðs, til dæmis fyrir bændur í mið­ríkj­un­um, bíta lítið á fylgi for­set­ans. Flestir álits­gjafar eru þó á því, að það sem helst vinni með Trump og Repúblikönum nú séu sterkar hag­töl­ur, þegar á heild­ina er horft. Atvinnu­leysi mælist nú 3,7 pró­sent og hag­vöxtur hefur verið við­var­andi milli 2 og 4 pró­sent milli árs­fjórð­unga. Trump minn­ist á þetta óspart á fjöl­mennum fundum sín­um. „Efna­hag­ur­inn hefur aldrei staðið bet­ur,“ segir hann.

Var ein­hver blá alda?

Sást ein­hver „blá alda“ Demókrata (Blue wave) í þessum kosn­ing­um? Já og nei, segja flestir grein­endur hér. Í fyrsta lagi voru vænt­ingar margra Demókrata þær að flokk­ur­inn gæti unnið bæði full­trúa­deild­ina og öld­unga­deild­ina. En það varð fyrir þó nokkru ljóst, að slíkt væri ekki í kort­un­um. Það sem helst má segja að sé blá alda er mikil end­ur­nýjun í röðum for­ystu­fólks Demókrata. Þannig komu konur vel út úr kosn­ing­unum og eru þær nú fleiri en 20 pró­sent af heild­ar­fjölda full­trúa­deild­ar­inn­ar. Yngsta þing­kon­an, hin 29 ára gamla Alex­andria Ocasi­o-Cor­tez frá New York, vakti mikla athygli og þykir lík­leg til frek­ari afreka innan flokks­ins. Þarna sést glitta í nýja „bláa öld­u“; ungt fólk með ólíkan bak­grunn kemst til met­orða og vill láta til sín taka. Demókratar leita að leið­toga og hann gæti komið úr þessum nýja öfl­uga hópi ungs fólks þegar kemur að kosn­ing­unum 2020.Dauður kjör­inn full­trúi

Eitt óvæntasta afrek þess­ara kosn­inga verður að telj­ast sigur Dennis Hof í 36. kjör­dæmi í Nevada. Hann hafði betur gegn Demókrat­anum Lesiu Roma­nov, með 68 pró­sent atkvæða. Hof hafði mik­inn stuðn­ing Repúblikana, einkum trú­ræk­inna, hvítra karla, og það dugði til sig­urs. Sig­ur­inn er helst merki­legur fyrir þær sakir að Hof dó 16. októ­ber síð­ast­lið­inn eftir tveggja daga afmælispartý. Hann var 72 ára þegar hann lést en var þekktur í sínu nær­sam­fé­lagi fyrir partýlíf­erni og að reka vafa­sama nekt­ar­staði. Hann er einnig höf­undur bók­ar­innar The Art of The Pimp. Hof er sem sagt kjör­inn full­trúi núna þrátt fyrir dauð­ann. Fram­haldið á hans póli­tíska ferli er óráðið nú þegar hann er rétt að hefj­ast. Eins og oft er sagt: Allt getur gerst í stjórn­mál­um.Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Inga Sæland
„Ætlar utanríkisráðherra að láta þetta viðgangast?“
Formaður Flokks fólksins setur spurningarmerki við það að stjórnarformaður Íslandsstofu taki við embætti formanns Samherja.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Bjarni Benediktsson og Logi Einarsson.
Ekki sammála um að Ísland sé spillingarbæli
Fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Samfylkingarinnar deildu ekki sömu sýn á Ísland á Alþingi í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiLeiðari