Kröfur verkalýðshreyfingarinnar um launahækkanir

Stefán Ólafsson svarar þeim sem telja kröfur verkalýðshreyfingarinnar óraunhæfar og jafnvel líkt þeim við „sturlun“.

Auglýsing

For­senda kröfu­gerðar Starfs­greina­sam­bands­ins (SGS) er sú, að launa­fólk geti fram­fleytt sér á dag­vinnu­laun­um. Mark­miðið er að lág­marks­laun dugi fyrir fram­færslu­kostn­aði ein­stak­lings sam­kvæmt fram­færslu­við­miðum stjórn­valda (að við­bættum lág­marks hús­næð­is­kostn­að­i).

Þessu mark­miði má ná með skatta­lækk­un, hækkun bóta og hækkun launa, í mis­mun­andi sam­setn­ing­um. Þetta er í raun krafa um við­un­andi ráð­stöf­un­ar­tekj­ur, í því landi sem hefur hæstan fram­færslu­kostnað í Evr­ópu (sjá hér).

Starfs­greina­sam­bandið setur fram kröfu um að lág­marks­laun verði 425.000 krónur í lok samn­ings­tím­ans (3 ár). Hið sama gerir VR. Ef hækk­unin dreif­ist jafnt á þrjú ár þá er þetta hækkun um 42.000 krónur á ári. Ef hækk­unin verður flöt upp launa­stig­ann, sú sama í krónu­tölu fyrir alla, þá yrði pró­sentu­hækkun launa fallandi – og þar með kostn­aður fyr­ir­tækja af launa­hækk­un­inni.

Auglýsing
Á mynd­inni hér að neðan er sýnd pró­sentu­hækkun á ári eftir stig­hækk­andi grunn­laun­um, sem flöt hækkun um 42.000 kr. skil­ar, á verð­lagi árs­ins 2018.

Lág­marks­laun myndu hækka um 14% á ári en allra hæstu laun myndu hækka um 1%. Með­al­launa­hækkun reglu­legra launa (skv. skil­grein­ingu Hag­stofu Íslands) yrði 6,5% á ári og mið­laun myndu hækka um 7,7%. Helm­ingur launa­fólks er með lægri laun en mið­laun og helm­ingur er með hærri laun.

Ekki er tekið til­lit til hugs­an­legra breyt­inga á vinnu­tíma, skatta- og bóta­kerf­um, eða öðrum starfstengdum skil­yrð­um.

Sumir hafa talað um þessar kröfur sem óraun­hæfar og jafn­vel líkt þeim við „st­urlun“!

Þeim hinum sömu er bent á að svona fyr­ir­komu­lag launa­hækk­ana gefur mögu­leika á að halda hækkun heildar launa­kostn­aðar innan hóf­legra marka – eins og sjá má á mynd­inni.

-----------------------

Höf­undur er pró­fessor við HÍ og starfar í hluta­starfi sem sér­fræð­ingur hjá Efl­ingu stétt­ar­fé­lagi.Stöðnun á fasteignamarkaðnum
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,2 prósent milli maí og júní. Verð á fjölbýli hækkaði um 0,3 prósent og verð á sérbýli lækkaði um 0,5 prósent.
Kjarninn 23. júlí 2019
Gestur Pétursson
Nýr framkvæmdastjóri hjá Veitum
Stjórn Veitna hefur ráðið Gest Pétursson forstjóra Elkem Ísland sem framkvæmdastjóra fyrirtækisins.
Kjarninn 23. júlí 2019
Indversk geimflaug á leið til tunglsins
Hið fjögurra tonna geimfar hefur upp á alla nýjustu tækni að bjóða, til að mynda lendingarbúnað, könnunarfar fyrir tunglið, auk rannsóknartækis sem mun fara um sporbraut tunglsins.
Kjarninn 22. júlí 2019
Þingmennirnir sex á Klaustur bar
Siðanefnd Alþingis hefur sent álit sitt um Klausturmálið til forsætisnefndar
Siðanefnd Alþingis hefur klárað álit sitt um Klausturmálið svokallaða og sent forsætisnefnd. Þeir sex þingmenn sem náðust á upptöku hafa fengið álitið til umfjöllunar og hafa frest fram í lok þessarar viku til að skila andsvörum.
Kjarninn 22. júlí 2019
Halldór Auðar Svansson
„Hinn svokallaði flati strúktúr verður að byggjast á einhvers konar strúktúr“
Fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata segir að tilgangur með strúktúr innan flokks eigi meðal annars að vera sá að gefa fólki lágmarksvinnufrið. Annars vinni þeir frekustu hverju sinni og frekju sé mætt með enn meiri frekju þar til allt sýður upp úr.
Kjarninn 22. júlí 2019
Andri Snær Magnason
Minnast fyrsta jökulsins sem hvarf vegna loftslagsbreytinga
Andri Snær Magnason, ásamt hópi vísindamanna, mun afhjúpa minningarskjöld um Okjökul í ágúst. Skjöldurinn er hugsaður sem áminning og ákall um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum en Okjökull var afskráður sem jökull árið 2014.
Kjarninn 22. júlí 2019
Hægrisinnaðir franskir þingmenn vilja sniðganga Gretu Thunberg
Heimsókn Gretu Thunberg í franska þingið hefur vakið deilur á meðal þingmanna þar í landi. Hægrisinnaðir þingmenn vilja að ávarp hennar verði sniðgengið.
Kjarninn 22. júlí 2019
Tæpar fjórar milljónir söfnuðust í Málfrelsissjóðinn
Forsvarskonur Málfrelsissjóðsins segjast vera í skýjunum með árangurinn en söfnuninni lauk í gær.
Kjarninn 22. júlí 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar