Auglýsing

Fyrir rúmu ári síð­an, nánar til­tekið 28. októ­ber 2017, fóru fram Alþing­is­kosn­ing­ar. Það má segja að sig­ur­veg­arar þeirra kosn­inga hafi verið karl­ar. Sér­stak­lega mið­aldra karl­ar. Þegar kosið var í lok októ­ber 2016, ein­ungis einu ári áður, náðu 30 konur kjöri til Alþingis og hlut­fall kvenna á meðal þing­manna varð 47,6 pró­sent. Það hafði aldrei verið hærra.

Í októ­ber 2017 fækk­aði kon­unum á þingi um sex, og voru allt í einu orðnar 24 á móti 39 körl­um. Hlut­fall kvenna fór niður í 38 pró­sent og hafði ekki verið lægra eftir hrun. Hjá Sjálf­stæð­is­flokkn­um, stærsta flokki lands­ins, er kynja­hlut­fallið nú til að mynda þannig að 12 þing­menn eru karlar en fjórir eru kon­ur. Bæði Mið­flokk­ur­inn og Flokkur fólks­ins eru að uppi­stöðu karla­flokk­ar. Þannig eru níu af ell­efu þing­mönnum flokk­anna tveggja karl­ar. Þá eru fjórir af sex þing­mönnum Pírata karlar og fjórir af sjö þing­mönnum Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Tveir þing­flokkar inni­halda fleiri konur en karla, ann­ars vegar Fram­sókn þar sem kon­urnar eru fimm af átta þing­mönnum og hins vegar Vinstri græn þar sem sex af ell­efu eru kon­ur.

Eitt skref aft­urá­bak en tvö fram á við

Það mátti með réttu líta á síð­ustu kosn­ingar sem stórt skref aftur á bak í bar­átt­unni fyrir jafn­rétti kynj­anna. Sér­stak­lega í ljósi þess að rík­is­stjórn Bjarna Bene­dikts­sonar hafði sprungið eftir mót­mæli fólks á net­inu vegna þögg­unar á kyn­ferð­is­of­beldi, aðal­lega gegn kon­um, sem fóru fram undir myllu­merk­inu #höf­um­hátt og því að þá var hin svo­kall­aða #metoo bylt­ing í hámæli.

Það hefur hins vegar ýmis­legt gerst síðan þá sem gefur til kynna að stundum þurfi að taka eitt skref aft­urá­bak til að geta tekið tvö skref fram á við.

Auglýsing
Frá því að Ísland öðl­að­ist full­veldi fyrir 100 árum síðan hafa 25 karlar verið for­sæt­is­ráð­herr­ar. Í lok nóv­em­ber varð Katrín Jak­obs­dóttir ein­ungis önnur konan til að verða for­sæt­is­ráð­herra í Íslands­sög­unni. Sú fyrsta var Jóhanna Sig­urð­ar­dóttir sem sett­ist í þann stól árið 2009.

Síðan þá hefur átt sér stað ákveðin kúvend­ing á stöðu kvenna víðs­vegar í sam­fé­lag­inu. Á hinu póli­tíska sviði er staðan til að mynda þannig að í síð­ustu borg­ar­stjórn­ar­kosn­ingum voru átta flokkar kjörnir í borg­ar­stjórn. Odd­vitar sex þeirra eru kon­ur. Alls voru 15 þeirra 23 borg­ar­full­trúa sem kjörnir voru í maí kon­ur. Ein­ungis Sjálf­stæð­is­flokkur og Sam­fylk­ing voru leidd af körl­um. Það má því með sanni segja að konur verði ráð­andi í Reykja­vík næstu árin.

Á Alþingi er staðan þannig að konur eru for­menn Við­reisn­ar, Flokks fólks­ins og Vinstri grænna. Auk þess er Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir sem stendur for­maður þing­flokks Pírata sem kjósa sér ekki for­mann heldur vinna í flötum valdastrúktúr.

Konur næstar í röð­inni í sögu­legu valda­flokk­unum

Því til við­bótar var Þor­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir kosin vara­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins á lands­fundi hans í mars og aug­ljóst að sitj­andi for­maður lítur til hennar sem arf­taka þegar hann loks hættir í stjórn­mál­um. Þar mun hún vit­an­lega mæta harðri and­stöðu og sam­keppni íhaldsam­ari afla og nið­ur­staða þeirrar rimmu mun ráða miklu um hvernig flokkur Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn verður í fram­tíð­inni. Tekur hann skref aftur í átt að frjál­syndi og alþjóða­hyggju eða fer hann nær aft­ur­halds­semi, kreddum og ein­angr­un­ar­stefnu.

Þótt Bjarni Bene­dikts­son seg­ist enn ekki vera far­inn að hugsa um að hætta þá verður að horfa á þær stað­reyndir að hann hefur leitt flokk­inn í tíu ár í byrjun næsta árs, að sá ára­tugur hefur verið þétt­set­inn átökum og erf­iðum málum sem tengj­ast honum beint og að nið­ur­staða þeirra þing­kosn­inga sem hann hefur leitt flokk­inn í gegnum eru fjórar af fimm verstu nið­ur­stöðum Sjálf­stæð­is­flokks­ins frá upp­hafi. Þá hafa síð­ustu þrjár rík­is­stjórnin sem flokk­ur­inn hefur átt aðild að ekki náð að sitja út heilt kjör­tíma­bil.

Í dag er Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn að mæl­ast með undir 20 pró­sent fylgi, sem hefur ein­ungis gerst þrisvar áður í sögu mæl­inga. Á sama tíma er Þór­dís Kol­brún að sýna festu og leið­tog­ar­hæfi­leika þar sem hún er skilin eftir úti á ber­angri af öðrum for­ystu­mönnum rík­is­stjórn­ar­innar við að verja og útskýra þriðja orku­pakk­ann.

Auglýsing
Framsóknarflokkurinn er enn í þeim fasa að jafna sig eftir gríð­ar­leg átök og klofn­ing, sem líkt og svo margt annað snér­ust bara um per­sónu Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar. Flokk­ur­inn fékk sína verstu útreið í sög­unni í síð­ustu kosn­ingum og virð­ist ganga afar illa að rífa sig upp úr því fari, ef marka má skoð­ana­kann­an­ir. Fylgi Fram­sóknar mælist nú um 8,8 pró­sent og þó að það hafi vissu­lega mælst lægra áður þá hlýtur staða flokks­ins, og afhroðið sem hann beið í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum í maí þar sem hann hlaut ein­ungis 3,2 pró­sent atkvæða og náði ekki manni inn, að vera mikið áhyggju­efni.

Það er því illa falið leynd­ar­mál að margir innan flokks­ins horfa til Lilju Alfreðs­dótt­ur, vara­for­manns­ins sem tókst að ná inn á þing í fyrra þrátt fyrir að vera í fram­boði í Reykja­vík, sem fram­tíð­ar­leið­toga flokks­ins.

Ný ásýnd á vinnu­mark­aði

Í verka­lýðs­for­yst­unni hefur staða kvenna líka sann­ar­lega gjör­breyst. Og nýir kaflar skrif­að­ir.

Þar var fyrir á fleti Þór­unn Svein­bjarn­ar­dóttir sem for­maður BHM. Í ár bætt­ist fyrst við Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, sem var kjörin for­maður Efl­ing­ar, næst stærsta stétt­ar­fé­lags lands­ins, fyrst kvenna. Á síð­ustu vikum var áfram­hald­andi kvenn­for­ysta BSRB tryggð með for­manns­kjöri Sonju Ýrar Þor­bergs­dóttur og loks var Drífa Snæ­dal svo kjörin for­seti Alþýðu­sam­bands Íslands, stærstu fjölda­hreyf­ingar launa­manna í land­inu. Hún var að sjálf­sögðu fyrsta konan til að vera kjörin í það emb­ætti í 102 ára sögu sam­bands­ins. Þá eru ótaldar fjöl­margar aðrar konur sem stýra sterkum stétt­ar­fé­lögum og hafa gert í lengri tíma.

Atvinnu­rek­enda­megin í bar­átt­unni hefur staðan líka skán­að. Þannig er for­maður Sam­taka iðn­að­ar­ins konan Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Konan Mar­grét Sand­ers er for­maður Sam­taka versl­unar og þjón­ustu. Og konan Bjarn­heiður Halls­dóttir er for­maður Sam­taka ferða­þjón­ust­unn­ar. Það þýðir að nú er helm­ingur stjórn­ar­for­manna aðild­ar­fé­laga Sam­taka atvinnu­lífs­ins kon­ur. Þau þrjú félög sem það á ekki við eru hags­muna­gæslu­sam­tök sjáv­ar­út­vegs, orku­sölu og fjár­mála­fyr­ir­tækja.

Þá er auð­vitað ótalið að Rann­veig Sig­urð­ar­dóttir var í júní skipuð aðstoð­ar­seðla­banka­stjóri. Það er í fyrsta sinn sem kona er skipuð í æðstu stjórn Seðla­banka Íslands. Á næsta ári mun Már Guð­munds­son svo láta af störfum sem seðla­banka­stjóri. Þá mun Katrín Jak­obs­dóttir án efa fá tæki­færi til að brjóta blað í sög­unni og skipa konu yfir bank­ann.

Síð­asta víg­ið, pen­inga­vígið

Þótt ótrú­lega stór skref hafi verið stigin þá er það enn, því miður enn þannig að karlar stýra að nær öllu leyti pen­ingum á Íslandi. Í árlegum úttektum Kjarn­ans, sem fram­kvæmdar hafa verið snemma árs frá árinu 2014, hefur hlut­fall karla á meðal æðstu stjórn­enda við­skipta­banka, spari­sjóða, líf­eyr­is­sjóða, skráðra félaga, óskráðra trygg­inga­fé­laga, lána­fyr­ir­tækja, verð­bréfa­fyr­ir­tækja og -miðl­ana, fram­taks­sjóða, orku­fyr­ir­tækja, greiðslu­stofn­ana, Kaup­hallar og lána­sjóða að jafn­aði verið yfir 90 pró­sent.

Auglýsing
Ofangreindur hópur stýrir þús­undum millj­arða króna og hefur því gríð­ar­leg völd í sam­fé­lag­inu.

Staðan er nán­ast hlægi­leg innan skráðra félaga, þar sem engin kona er for­stjóri. Sama er uppi á ten­ingnum í verð­bréfa­fyr­ir­tækj­um. Konur er sjald­séð­ari þar en draug­ar.

Lög um kynja­kvóta í stjórnum fyr­ir­tækja tóku að fullu gildi hér á landi í sept­­­em­ber 2013 og sam­­­kvæmt þeim ber fyr­ir­tækjum með 50 eða fleiri starfs­­­menn að tryggja að hlut­­­fall hvors kyns í stjórn sé ekki undir 40 pró­­­sent­­­um. Árið eftir það náði hlut­­­fall kvenna í stjórnum fyr­ir­tækja af þess­­­ari stærð hámarki, fór upp í 33,2 pró­­­sent, en hefur síðan farið lækk­­­andi aft­­­ur. Í árs­lok 2017 var hlut­fallið til að mynda 32,6 pró­sent. Í ljósi þessa liggur fyrir að hið opin­bera ætti að beita sekt­ar­á­kvæðum á þau fyr­ir­tæki sem upp­fylla ekki skil­yrð­in. Auk þess ættu líf­eyr­is­sjóðir lands­ins, sem eru langstærstu eig­endur atvinnu­lífs­ins, að beita mætti sínum þannig að fjár­fest­ingar þeirra séu skil­yrtar því að jafn­ræði sé milli kynja í stjórn­enda- og stjórn­ar­stöðum í þeim fyr­ir­tækjum sem sjóð­irnir kaupa í.

Margt hefur áorkast á skömmum tíma. Lík­ast til meira en flestir gera sér grein fyr­ir. Konur eru hins vegar enn 49 pró­sent lands­manna. Valda­jafn­vægið í sam­fé­lag­inu er enn í óra­fjar­lægð frá því að end­ur­spegla þá stöðu.

Enn og aftur er mik­il­vægt að benda á að karlar eru ekki hæfi­­leik­a­­rík­­­ari en kon­­ur. Ekk­ert skýrir aukin völd þeirra yfir sam­fé­lags­þró­un­inni annað en sögu­leg for­rétt­indi.

Þau for­rétt­indi er hægt að afnema með vilj­anum einum sam­an.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari