Auglýsing

Fyrir rúmu ári síð­an, nánar til­tekið 28. októ­ber 2017, fóru fram Alþing­is­kosn­ing­ar. Það má segja að sig­ur­veg­arar þeirra kosn­inga hafi verið karl­ar. Sér­stak­lega mið­aldra karl­ar. Þegar kosið var í lok októ­ber 2016, ein­ungis einu ári áður, náðu 30 konur kjöri til Alþingis og hlut­fall kvenna á meðal þing­manna varð 47,6 pró­sent. Það hafði aldrei verið hærra.

Í októ­ber 2017 fækk­aði kon­unum á þingi um sex, og voru allt í einu orðnar 24 á móti 39 körl­um. Hlut­fall kvenna fór niður í 38 pró­sent og hafði ekki verið lægra eftir hrun. Hjá Sjálf­stæð­is­flokkn­um, stærsta flokki lands­ins, er kynja­hlut­fallið nú til að mynda þannig að 12 þing­menn eru karlar en fjórir eru kon­ur. Bæði Mið­flokk­ur­inn og Flokkur fólks­ins eru að uppi­stöðu karla­flokk­ar. Þannig eru níu af ell­efu þing­mönnum flokk­anna tveggja karl­ar. Þá eru fjórir af sex þing­mönnum Pírata karlar og fjórir af sjö þing­mönnum Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Tveir þing­flokkar inni­halda fleiri konur en karla, ann­ars vegar Fram­sókn þar sem kon­urnar eru fimm af átta þing­mönnum og hins vegar Vinstri græn þar sem sex af ell­efu eru kon­ur.

Eitt skref aft­urá­bak en tvö fram á við

Það mátti með réttu líta á síð­ustu kosn­ingar sem stórt skref aftur á bak í bar­átt­unni fyrir jafn­rétti kynj­anna. Sér­stak­lega í ljósi þess að rík­is­stjórn Bjarna Bene­dikts­sonar hafði sprungið eftir mót­mæli fólks á net­inu vegna þögg­unar á kyn­ferð­is­of­beldi, aðal­lega gegn kon­um, sem fóru fram undir myllu­merk­inu #höf­um­hátt og því að þá var hin svo­kall­aða #metoo bylt­ing í hámæli.

Það hefur hins vegar ýmis­legt gerst síðan þá sem gefur til kynna að stundum þurfi að taka eitt skref aft­urá­bak til að geta tekið tvö skref fram á við.

Auglýsing
Frá því að Ísland öðl­að­ist full­veldi fyrir 100 árum síðan hafa 25 karlar verið for­sæt­is­ráð­herr­ar. Í lok nóv­em­ber varð Katrín Jak­obs­dóttir ein­ungis önnur konan til að verða for­sæt­is­ráð­herra í Íslands­sög­unni. Sú fyrsta var Jóhanna Sig­urð­ar­dóttir sem sett­ist í þann stól árið 2009.

Síðan þá hefur átt sér stað ákveðin kúvend­ing á stöðu kvenna víðs­vegar í sam­fé­lag­inu. Á hinu póli­tíska sviði er staðan til að mynda þannig að í síð­ustu borg­ar­stjórn­ar­kosn­ingum voru átta flokkar kjörnir í borg­ar­stjórn. Odd­vitar sex þeirra eru kon­ur. Alls voru 15 þeirra 23 borg­ar­full­trúa sem kjörnir voru í maí kon­ur. Ein­ungis Sjálf­stæð­is­flokkur og Sam­fylk­ing voru leidd af körl­um. Það má því með sanni segja að konur verði ráð­andi í Reykja­vík næstu árin.

Á Alþingi er staðan þannig að konur eru for­menn Við­reisn­ar, Flokks fólks­ins og Vinstri grænna. Auk þess er Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir sem stendur for­maður þing­flokks Pírata sem kjósa sér ekki for­mann heldur vinna í flötum valdastrúktúr.

Konur næstar í röð­inni í sögu­legu valda­flokk­unum

Því til við­bótar var Þor­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir kosin vara­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins á lands­fundi hans í mars og aug­ljóst að sitj­andi for­maður lítur til hennar sem arf­taka þegar hann loks hættir í stjórn­mál­um. Þar mun hún vit­an­lega mæta harðri and­stöðu og sam­keppni íhaldsam­ari afla og nið­ur­staða þeirrar rimmu mun ráða miklu um hvernig flokkur Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn verður í fram­tíð­inni. Tekur hann skref aftur í átt að frjál­syndi og alþjóða­hyggju eða fer hann nær aft­ur­halds­semi, kreddum og ein­angr­un­ar­stefnu.

Þótt Bjarni Bene­dikts­son seg­ist enn ekki vera far­inn að hugsa um að hætta þá verður að horfa á þær stað­reyndir að hann hefur leitt flokk­inn í tíu ár í byrjun næsta árs, að sá ára­tugur hefur verið þétt­set­inn átökum og erf­iðum málum sem tengj­ast honum beint og að nið­ur­staða þeirra þing­kosn­inga sem hann hefur leitt flokk­inn í gegnum eru fjórar af fimm verstu nið­ur­stöðum Sjálf­stæð­is­flokks­ins frá upp­hafi. Þá hafa síð­ustu þrjár rík­is­stjórnin sem flokk­ur­inn hefur átt aðild að ekki náð að sitja út heilt kjör­tíma­bil.

Í dag er Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn að mæl­ast með undir 20 pró­sent fylgi, sem hefur ein­ungis gerst þrisvar áður í sögu mæl­inga. Á sama tíma er Þór­dís Kol­brún að sýna festu og leið­tog­ar­hæfi­leika þar sem hún er skilin eftir úti á ber­angri af öðrum for­ystu­mönnum rík­is­stjórn­ar­innar við að verja og útskýra þriðja orku­pakk­ann.

Auglýsing
Framsóknarflokkurinn er enn í þeim fasa að jafna sig eftir gríð­ar­leg átök og klofn­ing, sem líkt og svo margt annað snér­ust bara um per­sónu Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar. Flokk­ur­inn fékk sína verstu útreið í sög­unni í síð­ustu kosn­ingum og virð­ist ganga afar illa að rífa sig upp úr því fari, ef marka má skoð­ana­kann­an­ir. Fylgi Fram­sóknar mælist nú um 8,8 pró­sent og þó að það hafi vissu­lega mælst lægra áður þá hlýtur staða flokks­ins, og afhroðið sem hann beið í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum í maí þar sem hann hlaut ein­ungis 3,2 pró­sent atkvæða og náði ekki manni inn, að vera mikið áhyggju­efni.

Það er því illa falið leynd­ar­mál að margir innan flokks­ins horfa til Lilju Alfreðs­dótt­ur, vara­for­manns­ins sem tókst að ná inn á þing í fyrra þrátt fyrir að vera í fram­boði í Reykja­vík, sem fram­tíð­ar­leið­toga flokks­ins.

Ný ásýnd á vinnu­mark­aði

Í verka­lýðs­for­yst­unni hefur staða kvenna líka sann­ar­lega gjör­breyst. Og nýir kaflar skrif­að­ir.

Þar var fyrir á fleti Þór­unn Svein­bjarn­ar­dóttir sem for­maður BHM. Í ár bætt­ist fyrst við Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, sem var kjörin for­maður Efl­ing­ar, næst stærsta stétt­ar­fé­lags lands­ins, fyrst kvenna. Á síð­ustu vikum var áfram­hald­andi kvenn­for­ysta BSRB tryggð með for­manns­kjöri Sonju Ýrar Þor­bergs­dóttur og loks var Drífa Snæ­dal svo kjörin for­seti Alþýðu­sam­bands Íslands, stærstu fjölda­hreyf­ingar launa­manna í land­inu. Hún var að sjálf­sögðu fyrsta konan til að vera kjörin í það emb­ætti í 102 ára sögu sam­bands­ins. Þá eru ótaldar fjöl­margar aðrar konur sem stýra sterkum stétt­ar­fé­lögum og hafa gert í lengri tíma.

Atvinnu­rek­enda­megin í bar­átt­unni hefur staðan líka skán­að. Þannig er for­maður Sam­taka iðn­að­ar­ins konan Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Konan Mar­grét Sand­ers er for­maður Sam­taka versl­unar og þjón­ustu. Og konan Bjarn­heiður Halls­dóttir er for­maður Sam­taka ferða­þjón­ust­unn­ar. Það þýðir að nú er helm­ingur stjórn­ar­for­manna aðild­ar­fé­laga Sam­taka atvinnu­lífs­ins kon­ur. Þau þrjú félög sem það á ekki við eru hags­muna­gæslu­sam­tök sjáv­ar­út­vegs, orku­sölu og fjár­mála­fyr­ir­tækja.

Þá er auð­vitað ótalið að Rann­veig Sig­urð­ar­dóttir var í júní skipuð aðstoð­ar­seðla­banka­stjóri. Það er í fyrsta sinn sem kona er skipuð í æðstu stjórn Seðla­banka Íslands. Á næsta ári mun Már Guð­munds­son svo láta af störfum sem seðla­banka­stjóri. Þá mun Katrín Jak­obs­dóttir án efa fá tæki­færi til að brjóta blað í sög­unni og skipa konu yfir bank­ann.

Síð­asta víg­ið, pen­inga­vígið

Þótt ótrú­lega stór skref hafi verið stigin þá er það enn, því miður enn þannig að karlar stýra að nær öllu leyti pen­ingum á Íslandi. Í árlegum úttektum Kjarn­ans, sem fram­kvæmdar hafa verið snemma árs frá árinu 2014, hefur hlut­fall karla á meðal æðstu stjórn­enda við­skipta­banka, spari­sjóða, líf­eyr­is­sjóða, skráðra félaga, óskráðra trygg­inga­fé­laga, lána­fyr­ir­tækja, verð­bréfa­fyr­ir­tækja og -miðl­ana, fram­taks­sjóða, orku­fyr­ir­tækja, greiðslu­stofn­ana, Kaup­hallar og lána­sjóða að jafn­aði verið yfir 90 pró­sent.

Auglýsing
Ofangreindur hópur stýrir þús­undum millj­arða króna og hefur því gríð­ar­leg völd í sam­fé­lag­inu.

Staðan er nán­ast hlægi­leg innan skráðra félaga, þar sem engin kona er for­stjóri. Sama er uppi á ten­ingnum í verð­bréfa­fyr­ir­tækj­um. Konur er sjald­séð­ari þar en draug­ar.

Lög um kynja­kvóta í stjórnum fyr­ir­tækja tóku að fullu gildi hér á landi í sept­­­em­ber 2013 og sam­­­kvæmt þeim ber fyr­ir­tækjum með 50 eða fleiri starfs­­­menn að tryggja að hlut­­­fall hvors kyns í stjórn sé ekki undir 40 pró­­­sent­­­um. Árið eftir það náði hlut­­­fall kvenna í stjórnum fyr­ir­tækja af þess­­­ari stærð hámarki, fór upp í 33,2 pró­­­sent, en hefur síðan farið lækk­­­andi aft­­­ur. Í árs­lok 2017 var hlut­fallið til að mynda 32,6 pró­sent. Í ljósi þessa liggur fyrir að hið opin­bera ætti að beita sekt­ar­á­kvæðum á þau fyr­ir­tæki sem upp­fylla ekki skil­yrð­in. Auk þess ættu líf­eyr­is­sjóðir lands­ins, sem eru langstærstu eig­endur atvinnu­lífs­ins, að beita mætti sínum þannig að fjár­fest­ingar þeirra séu skil­yrtar því að jafn­ræði sé milli kynja í stjórn­enda- og stjórn­ar­stöðum í þeim fyr­ir­tækjum sem sjóð­irnir kaupa í.

Margt hefur áorkast á skömmum tíma. Lík­ast til meira en flestir gera sér grein fyr­ir. Konur eru hins vegar enn 49 pró­sent lands­manna. Valda­jafn­vægið í sam­fé­lag­inu er enn í óra­fjar­lægð frá því að end­ur­spegla þá stöðu.

Enn og aftur er mik­il­vægt að benda á að karlar eru ekki hæfi­­leik­a­­rík­­­ari en kon­­ur. Ekk­ert skýrir aukin völd þeirra yfir sam­fé­lags­þró­un­inni annað en sögu­leg for­rétt­indi.

Þau for­rétt­indi er hægt að afnema með vilj­anum einum sam­an.

Benedikt: Jodie Foster er baráttukona
Stórleikkonan Jodie Foster ætlar sér að endurgera kvikmyndina Konan fer í stríð, sem Benedikt Erlingsson leikstýrði.
Kjarninn 10. desember 2018
Horft til þess að nýta skráðan markað til að selja hluti í ríkisbönkunum
Í Hvítbók stjórnvalda um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið kemur fram að vantraust á fjármálakerfinu sé enn „djúpstætt“. Langan tíma muni taka að ná upp trausti á því á nýjan leik.
Kjarninn 10. desember 2018
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.
Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið lítur dagsins ljós
Gott regluverk og öflugt eftirlit, hagkvæmni í bankarekstri og traust eignarhald fjármálafyrirtækja eru þær þrjár meginstoðir sem framtíðarsýn íslensks fjármálakerfis þarf að mótast af.
Kjarninn 10. desember 2018
Sara Dögg Svanhildardóttir
Dýrt húsnæði og há gjöld ýta undir einsleitni
Kjarninn 10. desember 2018
Þögul mótmæli við síðustu þingsetningu
Meirihluti Íslendinga telur það mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá
Meirihluti landsmanna segir það mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili, samkvæmt nýrri könnun MMR. Konur reyndust líklegri til að segja endurnýjun stjórnarskrár mikilvæga.
Kjarninn 10. desember 2018
Sigþrúður Guðmundsdóttir, Ásmundur Einar Daðason og Ellen Calmon
Efla fræðslu um þjónustu og lagaleg úrræði í þágu kvenna af erlendum uppruna
Konur af erlendum uppruna eru margar hverjar í bagalegri stöðu til að komast úr erfiðum heimilisaðstæðum. Þær kunna margar hverjar ekki tungumálið, þekkja ekki réttindi sín og eru upp á kvalara sína komnar.
Kjarninn 10. desember 2018
Nichole Leigh Mosty
Eitt mikilvægasta skjal tuttugustu aldarinnar og undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum
Leslistinn 10. desember 2018
Uber á leiðinni á hlutabréfamarkað
Bandaríska skutlfyrirtækið Uber stefnir á að skrá félagið á hlutabréfamarkað á næsta ári. Talið er að Uber gæti reynst allt að 120 milljarða dala virði í frumútboðinu. Lyft, helsti samkeppnisaðili Uber, stefnir einnig á skráningu á hlutabréfamarkað.
Kjarninn 10. desember 2018
Meira úr sama flokkiLeiðari