Auglýsing

Það voru raðir á öllum sjúkra­hús­um. Fólk safn­að­ist saman þar. Það var hrætt.

Fáir voru á ferli, aðrir en fjöl­mennt lið varð­sveita Was­hington rík­is. Það gekk skipu­lega eftir göt­unum með hvítar grímur fyrir munni og nefi.

Dr. J. S. McBride, yfir­maður heil­brigð­is­þjón­ustu í Was­hington ríki, var eins og hers­höfð­ingi í þessum aðstæð­um, ásamt Dr. J. R. Gil­lendal, yfir­manni heil­brigð­is­mála í Seattle borg. Stór­tæk­ustu aðgerðum í sögu Was­hington rík­is, til að hindra útbreiðslu spánsku veik­inn­ar, inflú­ensunn­ar, var hrint í fram­kvæmd.

Auglýsing

Ríkið bjó að því að vera með land­fræði­legar varn­ir. Fjall­garð­ar, skóg­ar, sjór og vötn, umlykja Seatt­le-­borg­ar­svæð­ið.

Með sam­göngu­mann­virkj­unum í rík­inu var hægt að búa til útbreiðslu­varn­ir, sem skiptu sköpum í bar­átt­unni við inflú­ens­una.

Trúin á vís­indin

Lokun almenningsrýma.Það sem var áhrifa­mest var sú stefna McBride að hefja und­ir­bún­ing snemma, van­meta ekki smit­hætt­una og útbreiðslu­hrað­ann. Mörg borg­ar­svæði Banda­ríkj­anna höfðu farið afar illa út úr veik­inni, sem drap um 800 þús­und íbúa Banda­ríkj­anna.

McBride lagði sér­staka áherslu á að í röð­unum á sjúkra­hús­unum væri smit­hætta lág­mörk­uð. Því inflú­ensan barst hratt milli fólks og þá alveg sér­stak­lega þar sem margt fólk kom saman í dag­legu amstri.

Á lest­ar­stöð­um, mið­torg­um, skól­um, versl­un­um, vinnu­stöð­um, almenn­ings­rým­um. Til að koma í veg fyrir algjöra lömun hag­kerf­is­ins, þá var reynt að end­ur­skipu­leggja vinnu­staði til að koma í veg fyrir smit. 

Það tókst ekki nægi­lega vel, að mati McBride, og í skýrslu sinni til yfir­valda í Seatt­le, í lok árs 1918, sagði hann að þrátt fyrir að Seattle hafi farið mun betur út úr inflú­ensu­far­aldr­inum en flest önnur borg­ar­svæði Banda­ríkj­anna, þá væri kæru­leysi yfir­valda alvar­legt mál, og í því fælust kaldar kveðjur til fjöl­skyldna fórn­ar­lambanna. McBride hafði deilt við yfir­völd, þar sem þau töldu ekki vera hægt að ganga jafn langt og hann vildi, í aðgerðum til að hefta smit.

Það sem McBride trúði á öðrum frem­ur, í und­ir­bún­ingn­um, voru bólu­setn­ingar og vís­indin að baki þeim. Hann lagði traust sitt á vís­indin og reyndi eftir oft veikum mætti að skýra hvað þyrfti til þess að hefta útbreiðslu. Það eitt að skýra og sann­færa ráða­menn um hvað væri best að gera, var hindrun oft og tíð­um.

Dauð­inn

Í heild­ina lét­ust 1.440 íbúar Seattle frá sept­em­ber 1918 og fram í febr­úar 1919. Hrika­legt áfall fyrir fjöl­skyld­ur, vítt og breitt. Hlut­falls­lega voru dauðs­föllin mun færri en víð­ast hvar í borgum Banda­ríkj­anna og var hlut­fallið um þrefalt hærra í Pitts­burgh, svo dæmi sé tek­ið.

Í heim­inum öllum er talið að um 25 til 40 millj­ónir manna hafi lát­ist úr inflú­ensu­far­aldr­inum og á Ind­landi einu dóu 12,5 millj­ónir manna, sam­kvæmt nýj­ustu rann­sókn­um.

Hin alþjóða­lega þekk­ing­ar­hug­mynd

Í  Reykja­vík lét­ust 500 manns á sex vik­um, frá því að fyrstu smitin bár­ust til lands­ins með skip­verjum á Botníu og Willemoes sem komu að bryggju 19. októ­ber 1918. Þessi hrika­lega átak­an­lega kafli í sögu þjóð­ar­innar er enn til rann­sókn­ar, og var meðal ann­ars farið ítar­lega yfir útbreiðslu veik­innar í fróð­legri grein í Lækna­blað­inu sem birt­ist í októ­ber 2008.

Hvers vegna er þessi saga frá Seattle - sem skrá­sett er meðal ann­ars í frá­bærri bóka­röð Clarence Washington ríki, liggur að landamærunum við Kanada, í norðvestri.B. Bag­ley, um sögu Seattle - rifjuð upp núna, á 100 ára full­veld­is­af­mæli Íslands?

Það er til að minna á það, að fram­farir í vís­indum og heim­speki hafa fært okkur örugg­ari heim, og að ástríðu­fullt starf vís­inda­manna og rann­sak­enda um allan heim hefur skapað okkur örugg­ari heim.

Kjarn­inn í því starfi er sú sýn, að þekk­ing og fjár­fest­ing, flæði milli fólks og sam­fé­laga, þvert á landa­mæri. Ef nýtt púsl verður til langt í burtu þá kemur sú þekk­ing til bjargar ann­ars stað­ar.

Ísland á þess­ari hugsun að þakka vel­megun sína í dag, sem land­fræði­lega ein­angruð eyja á milli Amer­íku og Evr­ópu. Virð­ingin fyrir vís­indum og fram­fara­skrefum sem byggja á þeim, er það sem færir okkur einu skrefi fram­ar, alveg eins og McBride trúði á forð­u­m. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari