Vinnustundaverkamaður

Soffía Sigurðardóttir spyr hver sé munurinn á vinnufólki og vinnuvélum?

Auglýsing

Hver er mun­ur­inn á vinnu­afli mann­eskju og vél­ar? Nú þegar kröfur verka­lýðs­hreyf­ingar og fyr­ir­tækja­eig­enda eru að koma fram, sést stór munur á afstöð­unni til vinnu­tíma fólks.

Verka­fólk er að búa sig undir breytta tíma, með auk­inni tækni­væð­ingu í fjöl­mörgum störfum og þeirra breyttu krafna til vinnu­fram­lags fólks sem fram­tíðin muni fela í skauti sér. Lengi hefur verka­fólk átt sér vonir um að aukin tækni muni létta því störfin og skila því betri afkomu. Tæknin á að draga úr ein­hæfum störfum og lík­am­legu erf­iði og einnig stytta þann tíma sem þarf í að vinna verk og þar með að auka frí­tíma fólks. Þessi ávinn­ingur tækni­fram­far­anna fyrir vinn­andi fólk hefur látið standa á sér. Enn skal tek­ist á um hverjir skuli njóta ávinn­ings tækn­inn­ar.

Sam­tök atvinnu­lífs­ins (SA), en svo heita sam­tök fyr­ir­tækja­eig­enda, eru nú búin að leggja fram til­lögur sínar um það á hvern hátt þau vilji koma að stytt­ingu vinnu­tíma fólks. Í til­lögum þeirra kemur fram afar gam­al­dags hugs­un­ar­háttur og lang­kunn­ug­ur. Vinnu­af­köst eru mæld í vinnu­hraða og vinnu­tíma og jafnan er: Því hraðar og lengur sem unnið er, því meiru er afka­stað.

Auglýsing
Það eru bara 100 ár síðan fyrst var lagt til á Alþingi að koma lág­marks hvíld­ar­tíma vinn­andi fólks inn í lög. Vök­u­lögin voru sam­þykkt tveimur árum síð­ar, sem skyld­uðu að veita tog­ara­sjó­mönnum 6 klst. sam­fellda hvíld á sól­ar­hring. Fram að því voru engin hvíld­ar­tíma­á­kvæði í íslenskum lögum og alda­gömul til­trú á lang­tíma vinnu­þrælk­un. Síðan þá hefur íslensk verka­lýðs­hreyf­ing náð fram tals­verðum umbót­um, en hug­ar­heimur vinnu­sem­innar lifir enn. Að „vinna alla vik­una, vit­an­lega sunnu­daga og helst líka alla helgi­daga, vinnan göfgar vissu­lega“ eins og Örn Bjarna­son orti um vísi­tölu­fjöl­skyld­una.

Núver­andi grunn­lög á vinnu­mark­aði eru lögin um 40 stunda vinnu­viku sem tóku gildi í árs­byrjun 1972. Þá var verið að stytta dag­vinnu­tím­ana úr 48 stundum á viku og setja ítar­leg ákvæði um vinnu­tíma að öðru leyti og í kjara­samn­ingum komu nán­ari útlist­anir á vinnu­tím­um, hvíld­ar­tímum og mat­ar- og kaffi­tím­um. Á þessum tíma var ég ung­lingur að stíga mín fyrstu skref á laun­uðum vinnu­mark­aði, en hafði sem bónda­dóttir auð­vitað unnið frá því ég fór að ganga. Við færi­bandið í slát­ur­hús­inu, frysti­hús­inu og verk­smiðj­un­um, var ég tíma­vinnu­vél sem afka­staði stykkjum á tíma­ein­ingu. Seinna vann ég störf sem reyndu meira á rök­hyggju, skipu­lagn­ingu, þekk­ingu og hug­mynd­ir, en undir suð­aði áfram krafan um að mæla vinnu­fram­lag mitt í klukku­stund­um. Og ennþá suðar tíma­mæl­inga­vél SA.

SA leggja til að stytta vinnu­dag fólks með því að fella niður mat­ar- og kaffi­tím­ana. Þetta eru alveg 35 laun­aðar mín á dag (oft­ast skipt í tvennt) og svo þar að auki ólaun­aður mat­ar­tími í hádeg­inu. Þessi ólaun­aði hádeg­is­mat­ar­tími átti við í þá tíð þegar karlar unnu í þorp­unum og konur eld­uðu hádeg­is­mat fyrir karl sinn og börn sem löbbuðu heim í mat. Nú tekur víða lengri tíma að keyra heim í hádeg­is­mat - aðra leið - en sem nemur mat­ar­tím­an­um. SA kallar það að stytta vinnu­tím­ann að fella öll hlé út og láta fólk vinna sama vinnu­tíma í einum spreng.

Auglýsing
Á móti þess­ari „stytt­ingu vinnu­tím­ans“ vilja þeir fá lengra dag­vinnu­tíma­bil, eða frá kl. 6 að morgni til 19 að kvöldi, sem eru 13 klst. Innan þess tíma­bils er hægt að koma á tví­skiptum vökt­um, þar sem unnið er í 6,5 klst. sam­fellt á hvorri vakt og allt á dag­vinnu­taxta. Með þessu þarf verka­fólkið ekki einu sinni að fara á kló­settið á vinnu­tíma, enda þarf fólk sem hvorki fær vott né þurrt ekki að fara eins títt á kló­sett. Svo hafa hag­ræð­ing­ar­sér­fræð­ingar þeirra líka kom­ist að því að það dragi úr afköstum fastandi starfs­manns sem sé kom­inn í spreng eftir 6,5 klst. og því borgi sig ekki að kreista út úr honum eina klukku­stund í við­bót. Aukin heldur þá nær þessi vinnu­tími ekki „fullu starfi“ og þarf því ekki að borga heil mán­að­ar­laun fyrir vinnu­fram­lag­ið. Svona skal sjá við því að bylt­ing­ar­sinn­arnir í verka­lýðs­hreyf­ing­unni ætla að láta hækka taxta mán­að­ar­launa. Lausnin er að ráða fólk í hluta­störf og taka af því kaffi­hlé á vinnu­tíma.

Það verður eitt­hvað skraut­legt þegar verka­lýðs­for­ingjar sem koma nú úr röðum vinn­andi fólks fara að ræða samn­inga við upp­vaxin dek­ur­börn sem þekkja ekki mun­inn á vinnu­fólki og vinnu­vél­um.

Úthluta 250 milljónum til uppbyggingar á rafbílahleðslustöðvum
Orkusjóður hefur auglýst fjárfestingarstyrki til uppbyggingar á hleðslustöðvum fyrir rafbíla en í heildina verður úthlutað 250 milljónum. Styrkirnir eru hluti af aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar vegna orkuskipta í samgöngum á árunum 2019 til 2020.
Kjarninn 18. júní 2019
Guðmundur Andri Thorsson
Um Íra og okkur, Englendinga og Dani
Kjarninn 17. júní 2019
Ólíklegt að Max vélarnar fari í loftið fyrr en í desember
Óvissa ríkir um hvenær 737 Max vélarnar frá Boeing fara í loftið. Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir Icelandair og íslenska ferðaþjónustu.
Kjarninn 17. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Danska menntamálaráðuneytið hefur útbúið leiðavísi vegna ofbeldis í garð kennara
Kjarninn 17. júní 2019
Íslendingar verða varir við samkeppnisvandamál á matvörumarkaði
Íslendingar mest varir við skort á samkeppni í farþegaþjónustu
Íslendingar verða mest varir við samkeppnisvandamál í farþegaþjónustu, fjármálaþjónustu og matvælamarkaði samkvæmt könnun MMR. Þá var hátt verð og lítill marktækur munur á verði nefnd sem helstu vandamál markaðanna.
Kjarninn 17. júní 2019
Forseti Íslands ásamt þeim sem hlutu fálkaorðuna 2019.
Sextán sæmdir fálkaorðunni á Bessastöðum
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sæmdi 16 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2019
Björn Gunnar Ólafsson
Mældu rétt strákur
Kjarninn 17. júní 2019
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands flytur ávarp 17. júní 2019.
Katrín: Það getur allt breyst, líka það sem virðist klappað í stein
Forsætisráðherra fjallaði meðal annars um loftslagsmál í ávarpi sínu á Austurvelli í dag.
Kjarninn 17. júní 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar