Vinnustundaverkamaður

Soffía Sigurðardóttir spyr hver sé munurinn á vinnufólki og vinnuvélum?

Auglýsing

Hver er mun­ur­inn á vinnu­afli mann­eskju og vél­ar? Nú þegar kröfur verka­lýðs­hreyf­ingar og fyr­ir­tækja­eig­enda eru að koma fram, sést stór munur á afstöð­unni til vinnu­tíma fólks.

Verka­fólk er að búa sig undir breytta tíma, með auk­inni tækni­væð­ingu í fjöl­mörgum störfum og þeirra breyttu krafna til vinnu­fram­lags fólks sem fram­tíðin muni fela í skauti sér. Lengi hefur verka­fólk átt sér vonir um að aukin tækni muni létta því störfin og skila því betri afkomu. Tæknin á að draga úr ein­hæfum störfum og lík­am­legu erf­iði og einnig stytta þann tíma sem þarf í að vinna verk og þar með að auka frí­tíma fólks. Þessi ávinn­ingur tækni­fram­far­anna fyrir vinn­andi fólk hefur látið standa á sér. Enn skal tek­ist á um hverjir skuli njóta ávinn­ings tækn­inn­ar.

Sam­tök atvinnu­lífs­ins (SA), en svo heita sam­tök fyr­ir­tækja­eig­enda, eru nú búin að leggja fram til­lögur sínar um það á hvern hátt þau vilji koma að stytt­ingu vinnu­tíma fólks. Í til­lögum þeirra kemur fram afar gam­al­dags hugs­un­ar­háttur og lang­kunn­ug­ur. Vinnu­af­köst eru mæld í vinnu­hraða og vinnu­tíma og jafnan er: Því hraðar og lengur sem unnið er, því meiru er afka­stað.

Auglýsing
Það eru bara 100 ár síðan fyrst var lagt til á Alþingi að koma lág­marks hvíld­ar­tíma vinn­andi fólks inn í lög. Vök­u­lögin voru sam­þykkt tveimur árum síð­ar, sem skyld­uðu að veita tog­ara­sjó­mönnum 6 klst. sam­fellda hvíld á sól­ar­hring. Fram að því voru engin hvíld­ar­tíma­á­kvæði í íslenskum lögum og alda­gömul til­trú á lang­tíma vinnu­þrælk­un. Síðan þá hefur íslensk verka­lýðs­hreyf­ing náð fram tals­verðum umbót­um, en hug­ar­heimur vinnu­sem­innar lifir enn. Að „vinna alla vik­una, vit­an­lega sunnu­daga og helst líka alla helgi­daga, vinnan göfgar vissu­lega“ eins og Örn Bjarna­son orti um vísi­tölu­fjöl­skyld­una.

Núver­andi grunn­lög á vinnu­mark­aði eru lögin um 40 stunda vinnu­viku sem tóku gildi í árs­byrjun 1972. Þá var verið að stytta dag­vinnu­tím­ana úr 48 stundum á viku og setja ítar­leg ákvæði um vinnu­tíma að öðru leyti og í kjara­samn­ingum komu nán­ari útlist­anir á vinnu­tím­um, hvíld­ar­tímum og mat­ar- og kaffi­tím­um. Á þessum tíma var ég ung­lingur að stíga mín fyrstu skref á laun­uðum vinnu­mark­aði, en hafði sem bónda­dóttir auð­vitað unnið frá því ég fór að ganga. Við færi­bandið í slát­ur­hús­inu, frysti­hús­inu og verk­smiðj­un­um, var ég tíma­vinnu­vél sem afka­staði stykkjum á tíma­ein­ingu. Seinna vann ég störf sem reyndu meira á rök­hyggju, skipu­lagn­ingu, þekk­ingu og hug­mynd­ir, en undir suð­aði áfram krafan um að mæla vinnu­fram­lag mitt í klukku­stund­um. Og ennþá suðar tíma­mæl­inga­vél SA.

SA leggja til að stytta vinnu­dag fólks með því að fella niður mat­ar- og kaffi­tím­ana. Þetta eru alveg 35 laun­aðar mín á dag (oft­ast skipt í tvennt) og svo þar að auki ólaun­aður mat­ar­tími í hádeg­inu. Þessi ólaun­aði hádeg­is­mat­ar­tími átti við í þá tíð þegar karlar unnu í þorp­unum og konur eld­uðu hádeg­is­mat fyrir karl sinn og börn sem löbbuðu heim í mat. Nú tekur víða lengri tíma að keyra heim í hádeg­is­mat - aðra leið - en sem nemur mat­ar­tím­an­um. SA kallar það að stytta vinnu­tím­ann að fella öll hlé út og láta fólk vinna sama vinnu­tíma í einum spreng.

Auglýsing
Á móti þess­ari „stytt­ingu vinnu­tím­ans“ vilja þeir fá lengra dag­vinnu­tíma­bil, eða frá kl. 6 að morgni til 19 að kvöldi, sem eru 13 klst. Innan þess tíma­bils er hægt að koma á tví­skiptum vökt­um, þar sem unnið er í 6,5 klst. sam­fellt á hvorri vakt og allt á dag­vinnu­taxta. Með þessu þarf verka­fólkið ekki einu sinni að fara á kló­settið á vinnu­tíma, enda þarf fólk sem hvorki fær vott né þurrt ekki að fara eins títt á kló­sett. Svo hafa hag­ræð­ing­ar­sér­fræð­ingar þeirra líka kom­ist að því að það dragi úr afköstum fastandi starfs­manns sem sé kom­inn í spreng eftir 6,5 klst. og því borgi sig ekki að kreista út úr honum eina klukku­stund í við­bót. Aukin heldur þá nær þessi vinnu­tími ekki „fullu starfi“ og þarf því ekki að borga heil mán­að­ar­laun fyrir vinnu­fram­lag­ið. Svona skal sjá við því að bylt­ing­ar­sinn­arnir í verka­lýðs­hreyf­ing­unni ætla að láta hækka taxta mán­að­ar­launa. Lausnin er að ráða fólk í hluta­störf og taka af því kaffi­hlé á vinnu­tíma.

Það verður eitt­hvað skraut­legt þegar verka­lýðs­for­ingjar sem koma nú úr röðum vinn­andi fólks fara að ræða samn­inga við upp­vaxin dek­ur­börn sem þekkja ekki mun­inn á vinnu­fólki og vinnu­vél­um.

Upphafið - Árstíðaljóð
Safnað fyrir fimmtu ljóðarbók Gunnhildar Þórðardóttur.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson
Rúmar 16 milljónir í aðkeypta ráðgjöf og álit vegna þriðja orkupakkans
Kostnaður vegna innlendrar ráðgjafar og álita nemur rúmlega 7,6 milljónum króna og erlends tæpum 8,5 milljónum króna.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Sex ríkisforstjórar með hærri laun en forsætisráðherra
Laun bankastjóra Landsbankans hafa hækkað mest allra ríkisforstjóra, eða um 82 prósent, frá því að bankaráð bankans tók yfir ákvörðun um launakjör hans. Átta ríkisforstjórar eru með hærri laun en flestir ráðherrar.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Vilja steypa Boris Johnson af stóli
Breska stjórnarandstaðan leitar nú að nýjum þingmanni sem gæti orðið forsætisráðherra Bretlands í stað Borisar Johnson. Jeremy Corbyn telur sig vera manninn í verkið, en ekki eru allir innan stjórnarandstöðunnar á sama máli.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Draumur um landakaup
Einhverjir hafa kannski, til öryggis, litið á dagatalið sl. föstudag þegar fréttir bárust af því að Bandaríkjaforseti hefði viðrað þá hugmynd að kaupa Grænland. Þetta var þó ekki aprílgabb og ekki í fyrsta skipti sem þessi hugmynd skýtur upp kollinum.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir
Ok skiptir heiminn máli
Kjarninn 17. ágúst 2019
Peningastefnunefnd í tíu ár
Gylfi Zoega segir að framtíðin muni leiða í ljós hvort áfram takist að ná góðum árangri eins og hafi verið gert með peningastefnu síðustu 10 ára á Íslandi en reynslan síðasta áratuginn sé samt staðfesting þess að það sé hægt ef vilji sé fyrir hendi.
Kjarninn 17. ágúst 2019
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Nýir tímar á Norðurslóðum?
Kjarninn 17. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar