Vinnustundaverkamaður

Soffía Sigurðardóttir spyr hver sé munurinn á vinnufólki og vinnuvélum?

Auglýsing

Hver er mun­ur­inn á vinnu­afli mann­eskju og vél­ar? Nú þegar kröfur verka­lýðs­hreyf­ingar og fyr­ir­tækja­eig­enda eru að koma fram, sést stór munur á afstöð­unni til vinnu­tíma fólks.

Verka­fólk er að búa sig undir breytta tíma, með auk­inni tækni­væð­ingu í fjöl­mörgum störfum og þeirra breyttu krafna til vinnu­fram­lags fólks sem fram­tíðin muni fela í skauti sér. Lengi hefur verka­fólk átt sér vonir um að aukin tækni muni létta því störfin og skila því betri afkomu. Tæknin á að draga úr ein­hæfum störfum og lík­am­legu erf­iði og einnig stytta þann tíma sem þarf í að vinna verk og þar með að auka frí­tíma fólks. Þessi ávinn­ingur tækni­fram­far­anna fyrir vinn­andi fólk hefur látið standa á sér. Enn skal tek­ist á um hverjir skuli njóta ávinn­ings tækn­inn­ar.

Sam­tök atvinnu­lífs­ins (SA), en svo heita sam­tök fyr­ir­tækja­eig­enda, eru nú búin að leggja fram til­lögur sínar um það á hvern hátt þau vilji koma að stytt­ingu vinnu­tíma fólks. Í til­lögum þeirra kemur fram afar gam­al­dags hugs­un­ar­háttur og lang­kunn­ug­ur. Vinnu­af­köst eru mæld í vinnu­hraða og vinnu­tíma og jafnan er: Því hraðar og lengur sem unnið er, því meiru er afka­stað.

Auglýsing
Það eru bara 100 ár síðan fyrst var lagt til á Alþingi að koma lág­marks hvíld­ar­tíma vinn­andi fólks inn í lög. Vök­u­lögin voru sam­þykkt tveimur árum síð­ar, sem skyld­uðu að veita tog­ara­sjó­mönnum 6 klst. sam­fellda hvíld á sól­ar­hring. Fram að því voru engin hvíld­ar­tíma­á­kvæði í íslenskum lögum og alda­gömul til­trú á lang­tíma vinnu­þrælk­un. Síðan þá hefur íslensk verka­lýðs­hreyf­ing náð fram tals­verðum umbót­um, en hug­ar­heimur vinnu­sem­innar lifir enn. Að „vinna alla vik­una, vit­an­lega sunnu­daga og helst líka alla helgi­daga, vinnan göfgar vissu­lega“ eins og Örn Bjarna­son orti um vísi­tölu­fjöl­skyld­una.

Núver­andi grunn­lög á vinnu­mark­aði eru lögin um 40 stunda vinnu­viku sem tóku gildi í árs­byrjun 1972. Þá var verið að stytta dag­vinnu­tím­ana úr 48 stundum á viku og setja ítar­leg ákvæði um vinnu­tíma að öðru leyti og í kjara­samn­ingum komu nán­ari útlist­anir á vinnu­tím­um, hvíld­ar­tímum og mat­ar- og kaffi­tím­um. Á þessum tíma var ég ung­lingur að stíga mín fyrstu skref á laun­uðum vinnu­mark­aði, en hafði sem bónda­dóttir auð­vitað unnið frá því ég fór að ganga. Við færi­bandið í slát­ur­hús­inu, frysti­hús­inu og verk­smiðj­un­um, var ég tíma­vinnu­vél sem afka­staði stykkjum á tíma­ein­ingu. Seinna vann ég störf sem reyndu meira á rök­hyggju, skipu­lagn­ingu, þekk­ingu og hug­mynd­ir, en undir suð­aði áfram krafan um að mæla vinnu­fram­lag mitt í klukku­stund­um. Og ennþá suðar tíma­mæl­inga­vél SA.

SA leggja til að stytta vinnu­dag fólks með því að fella niður mat­ar- og kaffi­tím­ana. Þetta eru alveg 35 laun­aðar mín á dag (oft­ast skipt í tvennt) og svo þar að auki ólaun­aður mat­ar­tími í hádeg­inu. Þessi ólaun­aði hádeg­is­mat­ar­tími átti við í þá tíð þegar karlar unnu í þorp­unum og konur eld­uðu hádeg­is­mat fyrir karl sinn og börn sem löbbuðu heim í mat. Nú tekur víða lengri tíma að keyra heim í hádeg­is­mat - aðra leið - en sem nemur mat­ar­tím­an­um. SA kallar það að stytta vinnu­tím­ann að fella öll hlé út og láta fólk vinna sama vinnu­tíma í einum spreng.

Auglýsing
Á móti þess­ari „stytt­ingu vinnu­tím­ans“ vilja þeir fá lengra dag­vinnu­tíma­bil, eða frá kl. 6 að morgni til 19 að kvöldi, sem eru 13 klst. Innan þess tíma­bils er hægt að koma á tví­skiptum vökt­um, þar sem unnið er í 6,5 klst. sam­fellt á hvorri vakt og allt á dag­vinnu­taxta. Með þessu þarf verka­fólkið ekki einu sinni að fara á kló­settið á vinnu­tíma, enda þarf fólk sem hvorki fær vott né þurrt ekki að fara eins títt á kló­sett. Svo hafa hag­ræð­ing­ar­sér­fræð­ingar þeirra líka kom­ist að því að það dragi úr afköstum fastandi starfs­manns sem sé kom­inn í spreng eftir 6,5 klst. og því borgi sig ekki að kreista út úr honum eina klukku­stund í við­bót. Aukin heldur þá nær þessi vinnu­tími ekki „fullu starfi“ og þarf því ekki að borga heil mán­að­ar­laun fyrir vinnu­fram­lag­ið. Svona skal sjá við því að bylt­ing­ar­sinn­arnir í verka­lýðs­hreyf­ing­unni ætla að láta hækka taxta mán­að­ar­launa. Lausnin er að ráða fólk í hluta­störf og taka af því kaffi­hlé á vinnu­tíma.

Það verður eitt­hvað skraut­legt þegar verka­lýðs­for­ingjar sem koma nú úr röðum vinn­andi fólks fara að ræða samn­inga við upp­vaxin dek­ur­börn sem þekkja ekki mun­inn á vinnu­fólki og vinnu­vél­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Ekki æskilegt að einblína á fjölgun starfa í ferðaþjónustu í hálaunalandi eins og Íslandi
Prófessor í hagfræði segir að ferðaþjónusta sé grein sem þrífist best í löndum þar sem vinnuafl er ódýrt. Endurreisn ferðaþjónustu í sömu mynd og áður sé því varla æskileg, enda hafi hún að uppistöðu verið mönnum með innfluttu vinnuafli.
Kjarninn 1. júní 2020
Barnabætur og sérstakur barnabótaauki skilaði 15 milljörðum til barnafjölskyldna
Íslenska barnabótakerfið hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera fyrst og fremst nokkurs konar fátækrahjálp við tekjulágar fjölskyldur. Tekjutengdu bæturnar hækkuðu lítillega í fyrra og sérstakur barnabótaauki var greiddur út á föstudag.
Kjarninn 1. júní 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
Kjarninn 1. júní 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju
Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.
Kjarninn 1. júní 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Glæpur og refsing: Skipta kyn og kynþáttur máli?
Kjarninn 1. júní 2020
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar