Vinnustundaverkamaður

Soffía Sigurðardóttir spyr hver sé munurinn á vinnufólki og vinnuvélum?

Auglýsing

Hver er mun­ur­inn á vinnu­afli mann­eskju og vél­ar? Nú þegar kröfur verka­lýðs­hreyf­ingar og fyr­ir­tækja­eig­enda eru að koma fram, sést stór munur á afstöð­unni til vinnu­tíma fólks.

Verka­fólk er að búa sig undir breytta tíma, með auk­inni tækni­væð­ingu í fjöl­mörgum störfum og þeirra breyttu krafna til vinnu­fram­lags fólks sem fram­tíðin muni fela í skauti sér. Lengi hefur verka­fólk átt sér vonir um að aukin tækni muni létta því störfin og skila því betri afkomu. Tæknin á að draga úr ein­hæfum störfum og lík­am­legu erf­iði og einnig stytta þann tíma sem þarf í að vinna verk og þar með að auka frí­tíma fólks. Þessi ávinn­ingur tækni­fram­far­anna fyrir vinn­andi fólk hefur látið standa á sér. Enn skal tek­ist á um hverjir skuli njóta ávinn­ings tækn­inn­ar.

Sam­tök atvinnu­lífs­ins (SA), en svo heita sam­tök fyr­ir­tækja­eig­enda, eru nú búin að leggja fram til­lögur sínar um það á hvern hátt þau vilji koma að stytt­ingu vinnu­tíma fólks. Í til­lögum þeirra kemur fram afar gam­al­dags hugs­un­ar­háttur og lang­kunn­ug­ur. Vinnu­af­köst eru mæld í vinnu­hraða og vinnu­tíma og jafnan er: Því hraðar og lengur sem unnið er, því meiru er afka­stað.

Auglýsing
Það eru bara 100 ár síðan fyrst var lagt til á Alþingi að koma lág­marks hvíld­ar­tíma vinn­andi fólks inn í lög. Vök­u­lögin voru sam­þykkt tveimur árum síð­ar, sem skyld­uðu að veita tog­ara­sjó­mönnum 6 klst. sam­fellda hvíld á sól­ar­hring. Fram að því voru engin hvíld­ar­tíma­á­kvæði í íslenskum lögum og alda­gömul til­trú á lang­tíma vinnu­þrælk­un. Síðan þá hefur íslensk verka­lýðs­hreyf­ing náð fram tals­verðum umbót­um, en hug­ar­heimur vinnu­sem­innar lifir enn. Að „vinna alla vik­una, vit­an­lega sunnu­daga og helst líka alla helgi­daga, vinnan göfgar vissu­lega“ eins og Örn Bjarna­son orti um vísi­tölu­fjöl­skyld­una.

Núver­andi grunn­lög á vinnu­mark­aði eru lögin um 40 stunda vinnu­viku sem tóku gildi í árs­byrjun 1972. Þá var verið að stytta dag­vinnu­tím­ana úr 48 stundum á viku og setja ítar­leg ákvæði um vinnu­tíma að öðru leyti og í kjara­samn­ingum komu nán­ari útlist­anir á vinnu­tím­um, hvíld­ar­tímum og mat­ar- og kaffi­tím­um. Á þessum tíma var ég ung­lingur að stíga mín fyrstu skref á laun­uðum vinnu­mark­aði, en hafði sem bónda­dóttir auð­vitað unnið frá því ég fór að ganga. Við færi­bandið í slát­ur­hús­inu, frysti­hús­inu og verk­smiðj­un­um, var ég tíma­vinnu­vél sem afka­staði stykkjum á tíma­ein­ingu. Seinna vann ég störf sem reyndu meira á rök­hyggju, skipu­lagn­ingu, þekk­ingu og hug­mynd­ir, en undir suð­aði áfram krafan um að mæla vinnu­fram­lag mitt í klukku­stund­um. Og ennþá suðar tíma­mæl­inga­vél SA.

SA leggja til að stytta vinnu­dag fólks með því að fella niður mat­ar- og kaffi­tím­ana. Þetta eru alveg 35 laun­aðar mín á dag (oft­ast skipt í tvennt) og svo þar að auki ólaun­aður mat­ar­tími í hádeg­inu. Þessi ólaun­aði hádeg­is­mat­ar­tími átti við í þá tíð þegar karlar unnu í þorp­unum og konur eld­uðu hádeg­is­mat fyrir karl sinn og börn sem löbbuðu heim í mat. Nú tekur víða lengri tíma að keyra heim í hádeg­is­mat - aðra leið - en sem nemur mat­ar­tím­an­um. SA kallar það að stytta vinnu­tím­ann að fella öll hlé út og láta fólk vinna sama vinnu­tíma í einum spreng.

Auglýsing
Á móti þess­ari „stytt­ingu vinnu­tím­ans“ vilja þeir fá lengra dag­vinnu­tíma­bil, eða frá kl. 6 að morgni til 19 að kvöldi, sem eru 13 klst. Innan þess tíma­bils er hægt að koma á tví­skiptum vökt­um, þar sem unnið er í 6,5 klst. sam­fellt á hvorri vakt og allt á dag­vinnu­taxta. Með þessu þarf verka­fólkið ekki einu sinni að fara á kló­settið á vinnu­tíma, enda þarf fólk sem hvorki fær vott né þurrt ekki að fara eins títt á kló­sett. Svo hafa hag­ræð­ing­ar­sér­fræð­ingar þeirra líka kom­ist að því að það dragi úr afköstum fastandi starfs­manns sem sé kom­inn í spreng eftir 6,5 klst. og því borgi sig ekki að kreista út úr honum eina klukku­stund í við­bót. Aukin heldur þá nær þessi vinnu­tími ekki „fullu starfi“ og þarf því ekki að borga heil mán­að­ar­laun fyrir vinnu­fram­lag­ið. Svona skal sjá við því að bylt­ing­ar­sinn­arnir í verka­lýðs­hreyf­ing­unni ætla að láta hækka taxta mán­að­ar­launa. Lausnin er að ráða fólk í hluta­störf og taka af því kaffi­hlé á vinnu­tíma.

Það verður eitt­hvað skraut­legt þegar verka­lýðs­for­ingjar sem koma nú úr röðum vinn­andi fólks fara að ræða samn­inga við upp­vaxin dek­ur­börn sem þekkja ekki mun­inn á vinnu­fólki og vinnu­vél­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar