Alþingi á árinu 2018

„Það voru vonbrigði að sjá aftur hægristefnuna í skatta- og bótamálum í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára, nánast þá sömu og fylgt hefur verið síðastliðin fimm ár.“

Auglýsing

Árið 2018 var um margt sér­stakt á Alþingi Íslend­inga. Framan af ári var lítið annað gert en að skipa í þverpóli­tíska starfs­hópa um hin ýmsu mál, oft­ast þau  sem rík­is­stjórnin getur ekki komið sér saman um, s.s. um mið­há­lend­is­þjóð­garð, orku­stefnu, við­brögð við plast­mengun og um breyt­ingar á stjórn­ar­skránni svo dæmi séu tek­in. Fá prinsipp var að finna hjá rík­is­stjórn­inni, hvort sem litið var til kjara­deilu ljós­mæðra, skip­unar dóm­ara, utan­rík­is­stefnu, vel­ferð­ar­mála eða hval­veiða. Kjörað­stæður voru þó á árinu  til að breyta sam­fé­lag­inu í þágu jafn­aðar og rétt­lætis en þær voru ekki nýttar svo neinu nemi.

Póli­tíska stefnu vant­aði í málin sem þingið fjall­aði um í nefndum og í þing­sal alveg þar til að fjár­mála­á­ætl­unin var lögð fram í apríl og stefnan í rík­is­fjár­málum birt til næstu fimm ára.

Þar var svo sann­ar­lega póli­tík að finna.

Auglýsing

Fjár­mála­stefna for­tíðar

Það voru von­brigði að sjá aftur hægri­stefn­una í skatta- og bóta­málum í fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar til næstu fimm ára, nán­ast þá sömu og fylgt hefur verið síð­ast­liðin fimm ár. Fjár­mála­á­ætl­unin sem meiri­hlut­inn sam­þykkti síð­ast­liðið vor sýnir svart á hvítu að ekki á að efna lof­orðin um stór­á­tak í inn­viða­upp­bygg­ingu. Með fjár­mála­stefnu í járnum er ekki mögu­legt að auka útgjöld eins og þarf nema að afla tekna. Það sér hver mað­ur. Besta leiðin er að gera það í gegnum rétt­látt skatt­kerfi en það stendur ekki til sam­kvæmt áætlun rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Rík­is­stjórnin vill að fram­tíð­ar­skatt­kerfið verði ein­fald­ara, skil­virkara og gegn­særra en nú. Ráð­herr­arnir vísa í hug­myndir Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins frá 2015 og sam­starfs­vett­vangs um aukna hag­sæld frá 2016. Báðar hug­mynd­irnar ganga út á bóta­kerfi sem sér­stakan fátækra­styrk og að hús­næð­is­stuðn­ingur í formi vaxta­bóta heyri sög­unni til. Ein­stak­lingar fái mis­mun­andi háan per­sónu­af­slátt eftir tekjum og vinnu­fram­lagi en skatt­pró­sentan verði aðeins ein. Jafn­að­ar­menn líta svo á að skatt­kerfið hafi tvö­falt hlut­verk - sé til tekju­öfl­unar en líka til tekju­jöfn­un­ar. Þessar hug­myndir stjórn­ar­flokk­anna ganga ekki út frá þeirri sýn. Nær­tækara væri fyrir rík­is­stjórn­ina að líta til hinna Norð­ur­land­anna í þessum efnum frekar en að leita í smiðju til Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins, ef  skatt­kerfið á að stuðla að auk­inni vel­ferð fyrir alla. 

Haust­þingið hófst með kynn­ingu á fjár­laga­frum­varp­inu sem samið var eftir útlínum fjár­mála­á­ætl­un­ar­inn­ar. Fjár­lög voru síðan sam­þykkt í byrjun des­em­ber. Sam­fylk­ingin lagði fram raun­hæfar og vel rök­studdar til­lögur um betri heil­brigð­is­þjón­ustu um allt land, aukið fjár­magn til skóla, lög­reglu, vega­gerðar og til ungra barna­fjöl­skyldna ásamt sann­gjarni leið­rétt­ingu á kjörum öryrkja og aldr­aðra. Þetta átti að fjár­magna  með því að hætta við áform rík­is­stjórn­ar­innar um lækkun veiði­gjalda, hækka fjár­magnstekju­skatt­inn og setja á auð­legð­ar­skatt á umtals­verðar eignir umfram íbúð­ar­hús­næði, auk þess sem við stungum upp á sér­stökum syk­ur­skatti. Og til að auka afgang á rík­is­sjóði yrði því frestað að afnema banka­skatt­inn og arður nýttur af bönk­un­um. Allar til­lögur Sam­fylk­ing­ar­innar voru felld­ar, líkt og allar aðrar til­lögur frá stjórn­ar­and­stöð­unni. Ekki ein ein­asta var sam­þykkt en slíka póli­tíska einsýni sýndum við þing­menn Sam­fylk­ing­ar­innar ekki og sam­þykktum þær breyt­ing­ar­til­lögur stjórn­ar­innar sem við töldum til bóta.

Vandi mann­kyns

Við í Sam­fylk­ing­unni styðjum frek­ari aðgerðir rík­is­stjórn­ar­innar í lofts­lags­málum  þó að við sættum okkur ekki við of lítið fé til heil­brigð­is­stofn­anna, metn­að­ar­leysi í mennta­málum eða úrræða­leysi í hús­næð­is­mál­um. Stærsta sam­eig­in­lega verk­efni mann­kyns nú um stundir er að finna leiðir til að draga úr hlýnun jarðar og súrnun sjáv­ar. Það er sann­ar­lega ástæða til að hafa áhyggjur af stöð­unni hér á landi og vera til­búin að gera enn bet­ur. Ef við stöndum ekki við alþjóð­legar skuld­bind­ingar okk­ar, eins og útlit er nú fyr­ir, verður íslenska ríkið að kaupa lofts­lags­heim­ildir á alþjóða­mark­aði. Það mun valda okkur umtals­verðu fjár­hags­legu tjóni en ekki síður ímynd­ar­tjóni.

Við höfum stært okkur af jákvæðri ímynd sem felst í orku­skiptum við hús­hitun og end­ur­nýj­an­legum orku­gjöfum í okkar hreina, fal­lega Íslandi. Sú ímynd er á hröðu und­an­haldi. Súrnun sjáv­ar, hlýnun hafs­ins, hækk­andi yfir­borð sjáv­ar, plast­mengun í haf­inu og rányrkja eru allt ógnir sem vinna þarf gegn með kröft­ugum og skýrum hætti og þar ættum við að vera í far­ar­broddi.

Aðgerðir stjórn­valda verða að vera þannig að þær virki til að draga úr bens­ín- og dísil­notkun hér á landi og við aðkallandi orku­skipti í sam­göng­um. Aðkoma rík­is­ins að upp­bygg­ingu borg­ar­línu og efl­ingu almenn­ings­sam­ganga um allt land er nauð­syn­leg. Aðgerðir sem rík­is­stjórnin kynnti á árinu eru skref í rétta átt en við þurfum að gera betur og Sam­fylk­ingin verður með rík­is­stjórn­inni í liði ef þau bretta upp ermar í þessum efn­um.

Póli­tískir afleikir

Póli­tíski afleikur vor­þings­ins var frum­varpið um veiði­leyfagjöld, með millj­arða lækkun á stór­út­gerð­ina í land­inu sem átti að þröngva í gegnum þingið rétt fyrir sum­ar­hlé. Stjórn­ar­and­staðan kom í veg fyrir að af því yrði. En rík­is­stjórnin lét ekki deigan síga í hags­muna­gæslu fyrir útgerð­ina og fékk sam­þykkta lækkun á haust­þing­inu. Rík­is­stjórnin var ekki eins snögg að hlaupa undir bagga með þeim sem minnst hafa handa á milli. Þetta er slá­andi stað­reynd því að sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki lands­ins hafa hagn­ast um 300 millj­arða kr. á síð­ustu átta árum. Fyr­ir­tækin hafa greitt eig­endum sínum tugi millj­arða í arð á sama tíma og veiði­gjöld hafa lækkað mik­ið. Rík­is­stjórnin réttir þeim nú 4 millj­arða til við­bótar og bróð­ur­part­ur­inn af því fer til stór­út­gerð­ar­innar sem sann­an­lega líður engan skort. Það gera hins vegar öryrkjar og aldr­aðir sem þurfa að reiða sig ein­göngu á greiðslur Trygg­inga­stofn­un­ar.

Póli­tíski afleikur haust­þings­ins var að ætla að þröngva sam­göngu­á­ætlun í gegn rétt fyrir jól með hug­myndum um veg­tolla til að fjár­magna hluta henn­ar. Stjórn­ar­and­staðan mót­mælti eðli­lega slíkum vinnu­brögðum enda veg­tolla­hug­myndin óút­færð og órædd í gras­rót flokk­anna. Flestir flokk­anna, líka Vg og Fram­sókn, töl­uðu ákveðið gegn veg­tollum fyrir kosn­ing­ar. Mál­inu var frestað fram yfir ára­mótin og þá mun koma í ljós hvort rík­is­stjórnin  tali einum rómi um póli­tíska prinsippið „þeir borga sem nota“ um þjón­ustu hins opin­bera við almenn­ing eða um hvernig gjald­taka eftir orku­skipti í sam­göngum eigi að verða.

Póli­tískir skandalar árs­ins

Skandall vor­þings­ins voru við­brögð stjórn­ar­liða þegar að dómur hæsta­réttar um emb­ætt­is­færslur dóms­mála­ráð­herra við skipan í Lands­rétt kom fram. Þing­menn Vinstri grænna höfðu gagn­rýnt dóms­mála­ráð­herr­ann harð­lega áður en þau sett­ust í rík­is­stjórn með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Í því ljósi var hróp­andi skjald­borgin sem Vinstri græn­ir, Sjálf­stæð­is­menn og Fram­sókn slógu um ráð­herr­ann. Rík­is­stjórnin var undir og hefði fallið með dóms­mála­ráð­herr­anum og því fuku prinsipp­in.

Stóri skandall árs­ins var lög­bannið sem sett var á Stund­ina fyrir kosn­ingar 2017 og varði í 375 daga eða þar til að Stundin ákvað sjálf að rjúfa þögn­ina í lok októ­ber. Lands­réttur komst að þeirri afger­andi nið­ur­stöðu að lög­bannið væri ólög­legt og upp­lýs­ing­arnar um við­skipti fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins og tengdra aðila sem tengd­ust Glitni í aðdrag­anda banka­hruns­ins hefðu átt erindi við kjós­endur fyrir kosn­ing­ar.

Lög­bannið er skandall en líka hitt, að upp­lýs­ing­arnar hafi engin áhrif haft á stöðu fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra.

Van­virð­ing og brestir

Klaust­urs­málið er hræði­legt, hvernig sem á það er lit­ið. Þarna voru þing­menn og fyrr­ver­andi ráð­herrar sam­an­komnir á bar, þar sem þeir þamba bjór og ræða hástöfum á niðr­andi og klám­feng­inn hátt um aðra þing­menn, einkum þing­konur en spörk­uðu í sam­kyn­hneigða og fatl­aða í leið­inn. Málsvörnin er svo sú að svona tali allir þing­menn, við séum öll á þessu sama stigi og þeir sýndu. Helsti söku­dólg­ur­inn í mál­inu á svo að vera konan sem afhjúpaði ósómann. Málið angar af mann­fyr­ir­litn­ingu, spilltri póli­tík og sið­ferð­is­bresti. Virð­ing Alþingis hefur beðið hnekki og ekki eru enn öll kurl komin til grafar um þau  áhrif sem upp­tök­urnar munu hafa.

Eitt er víst að ef ekki ríkir virð­ing á milli fólks sem starfar saman innan þing­húss­ins þá er hennar ekki að vænta utan þess.

Málið sýnir einnig hve stutt við erum komin eftir #metoo bylt­ing­una og hve mik­il­vægt það er að stjórn­mála­flokkar setji sér siða­reglur og skýra ferla í slíkum málum með nið­ur­stöðu og úrbót­um. Það höfum við í Sam­fylk­ing­unni gert. Því miður hefur reynt á þá ferla líkt og fjallað hefur verið um í fjöl­miðlum und­an­far­ið. Það mál er þung­bært fyrir þá sem það helst varðar en er einnig erfitt fyrir þing­flokk­inn og stuðn­ings­menn, þó að ferlið sem slíkt hafi sannað gildi sitt.

Megi árið 2019 vera gott með betri stjórn­mála­menn­ingu, rík­is­stjórn sem leggur áherslu á vel­ferð fyrir alla og beittri stjórn­ar­and­stöðu sem veitir nauð­syn­legt aðhald.

Megi árið 2019 vera ykkur öllum far­sælt.

Gleði­leg jól!

Höf­undur er þing­flokks­for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.Vill ekki að það verði spekileki frá landinu
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, vill fá upplýsingar um hver menntun þeirra Íslendinga sem flytja frá landinu sé til að meta það hvort að þar sé um að ræða fólk sem samfélagið hefur fjárfest í menntun hjá.
Kjarninn 24. mars 2019
WOW vill selja lánadrottnum hluti í félaginu
WOW air hefur hafið samningaviðræður við skuldabréfaeigendur sína um að breyta skuldum í hlutafé.
Kjarninn 24. mars 2019
Icelandair slítur viðræðum við WOW air
Samningaviðræðum milli flugfélaganna er formlega slitið.
Kjarninn 24. mars 2019
Viðræðum lokið hjá WOW air og Icelandair - Fundað með stjórnvöldum
Tilkynningar er að vænta um niðurstöðu í viðræðum milli WOW air og Icelandair um mögulega sameiningu félaganna.
Kjarninn 24. mars 2019
Karolina Fund: Hlynur Ben gefur út II Úlfar
Tónlistarmaðurinn Hlynur Ben er nú í óða önn að klára sína þriðju breiðskífu og vonast hann til að geta gefið hana út á afmælisdaginn sinn, þann 30. ágúst næstkomandi.
Kjarninn 24. mars 2019
Fimm vopn sem fyrst litu dagsins ljós í fyrri heimsstyrjöld
Fyrri heimstyrjöldin færði okkur miklar hörmungar. Ný vopn litu dagsins ljós, sem höfðu mikil áhrif á stríðið.
Kjarninn 24. mars 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra
Telur mikla sátt ríkja innan Sjálfstæðisflokksins um Þriðja orkupakkann
Utanríkisráðherra kallar rannsóknarvinnu síðustu mánaða um hugsanlegar hættur orkupakkans sigur fyrir efasemdarmenn innan Sjálfstæðisflokksins, en telur nú góða sátt ríkja um innleiðingu hans.
Kjarninn 24. mars 2019
Silvio Berlusconi, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu.
Farsinn sem breyttist í harmleik
Skrautlegar sögur af „bunga bunga“ kynlífsveislum Silvio Berlusconi fyrrum forsætisráðherra Ítalíu falla í skuggann af ásökunum um vændi við ólögráða stúlku og dómsmáli þar sem eitt lykilvitnið lést á grunsamlegan hátt.
Kjarninn 24. mars 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar