Stjórnendur segja störf gjörbreytast fyrir 2022

Miklar breytingar eru að verða á störfum innan fyrirtækja. Ítarlega var fjallað um þessi mál í Vísbendingu í haust.

Auglýsing

Fjórða iðn­bylt­ingin er bæði ein helsta áskorun og eitt helsta tæki­færi stjórn­enda fyr­ir­tækja nú á tím­um. Ný tækni gjör­breytir sam­keppn­isum­hverfi og fram­leiðslu­hátt­um. Þetta hefur ekki síst áhrif á mannauð fyr­ir­tækja og getur gjör­breytt þeim störfum og því fólki sem fyr­ir­tæki reiða sig á. Margt hefur verið skrifað um mögu­leg áhrif þessa til lengri tíma – fimm til tíu ára hið skemmsta og allt að fimm­tíu árum eða leng­ur. Fyrir stjórn­endur fyr­ir­tækja er tíma­línan sem mestu máli skiptir þó öllu styttri og horfa þeir við stefnu­mótun frekar á næstu eitt, þrjú eða kannski fimm árin. Sam­kvæmt nið­ur­stöðum nýrrar rann­sóknar á við­horfum stjórn­enda stærstu fyr­ir­tækja heims til þessa fer ekki á milli mála að áhrifa tækni á störf gætir nú þegar í ákvörð­unum og stefnu­mót­un. Þær breyt­ingar sem eiga sér stað eru eitt það brýn­asta sem þessir stjórn­endur glíma við nú um stund­ir. Skila­boð stjórn­enda eru raunar að því hrað­ari sem breyt­ingar verða þeim mun erf­ið­ara og mik­il­væg­ara verði að bregð­ast við þeim á við­eig­andi hátt. Hér á eftir eru til­greindar þrjár áhrifa­mestu breyt­ing­arnar á næstu fjórum árum að mati stjórn­enda.  

Leitað til stjórn­enda

Í hópi þeirra sem leiða umræð­una um áhrif tækni á fram­tíð vinnu er Alþjóð­lega efna­hags­stofn­unin (e. World Economic For­um). Hún hefur reglu­lega birt viða­miklar rann­sóknir og skýrslur um mál­efnið og leit­aði nú síð­ast til stjórn­enda stór­fyr­ir­tækja, sem eru jú lík­leg­astir eru til að hafa hvað besta inn­sýn í þeir breyt­ingar sem hafa orðið eða eru á döf­inni hjá fyr­ir­tækjum sjálf­um. Í rann­sókn sem náði til aðild­ar­fyr­ir­tækja stofn­un­ar­inn­ar, sem eru flest af stærstu fyr­ir­tækjum heims­ins, voru stjórn­endur (for­stjór­ar, fram­kvæmda­stjór­ar, mannauðs­stjórar o.fl) spurðir um sína sýn á störf, færni og mannauð á næstu fjórum árum. Nið­ur­stöð­urnar voru birtar nú í sept­em­ber í rit­inu The Fut­ure of Jobs Report, 2018. Spurt var sér­stak­lega um þætti sem hafa áhrif á ákvarð­anir um fjár­fest­ingar og mannauðs­mál nú og næstu fjögur árin. Nið­ur­stöð­urnar eru því merki­leg vís­bend­ing um stefnu og áform stærstu vinnu­veit­enda heims sem jafnan eru leið­andi og gefa tón­inn fyrir smærri fyr­ir­tæki.

Færni­bilið er stórt og flestir þurfa tölu­verða end­ur­menntun

Stjórn­endur sjá fram á að sú færni sem nauð­syn­leg er til að sinna þeim störfum sem við þekkjum nú muni breyt­ast mikið og það strax á næstu fjórum árum. Áætl­aður stuð­ull um alþjóð­legan „færn­i-­stöð­ug­leika“ (e. Global average skills stability)– hlut­fall nauð­syn­legrar færni innan ákveð­ins starfs sem helst óbreytt – er nú áætl­aður um 58%. Það þýðir 42%  breyt­ingu á færni­kröfum að með­al­tali á næstu fjórum árum. Gjarnan er í þessu sam­hengi talað um hið svo­kall­aða „færni­bil“ (e. skills gap) og er þá átt við mun­inn á þeirri færni sem ein­stak­ling­ur, starfs­stétt eða vinnu­aflið í heild sinni býr yfir í dag, sam­an­borið við þá færni sem þarf til að sinna ákveðnu verk­efni, starfi eða starfs­grein á þann hátt sem þörf er talin á.

Auglýsing

Til að brúa þetta færni­bil hjá núver­andi vinnafli meta vinnu­veit­endur stöð­una þannig að á næstu fjórum árum muni að minnsta kosti 54% starfs­fólks þurfa á tölu­verðri end­ur­menntun eða þjálfun að halda. Þar af er búist við að um 35% þurfi að verja allt að sex mán­uðum í slíka mennt­un, 9% þurfi 6-12 mán­uði og 10% meira en ár.  Sjá má nákvæm svör stjórn­enda á mynd 1.

Endurmenntun og þjálfun.

Þessar breyttu færni­kröfur hafa jafnan með nýja stefnu eða aukna tækni­væð­ingu innan fyr­ir­tækis að gera. Dæmi um færni sem verður sífellt mik­il­væg­ari er grein­ing og skap­andi hugsun auk náms­tækni og færni til að læra og bæta við sig nýrri þekk­ingu og kunn­áttu. Öll færni er snýr að for­ritun og hönnun í tækni vex nú í mik­il­vægi og end­ur­speglar það þær breyt­ingar sem eru að verða á nær öllum mörk­uð­um. Sam­hliða því sjá stjórn­endur líka vax­andi þörf á ýmissi „mann­legri“ færni; sköp­un, frum­leika, frum­kvæði, gagn­rýnni hugs­un, sann­fær­ing­ar­krafti og færni til samn­inga­við­ræðna, svo dæmi séu tek­in. Til­finn­inga­greind, leið­toga­hæfni og mann­leg sam­skipti vaxa jafn­framt áfram í mik­il­vægi, þvert á geira og grein­ar.   

Tölvur taka við fleiri verkum

Á þessu ári sinnti fólk að með­al­tali 71% vinnu­stunda í þeim tólf geirum sem rann­sóknin náði til en vél­ar/­tækni  29%. Eftir fjögur ár búast stjórn­endur við að þetta hlut­fall verði nær 58% fyrir fólk og 42% fyrir vél­ar/­tækni. Að hlutur tækni vaxi er fyr­ir­sjá­an­legt en athygl­is­vert er að vöxt­ur­inn verður í fyrsta skipti umfram helm­ing í vissum verk­efn­um. Það vekur jafn­framt athygli að vöxtur tækni snertir líka á ýmissi mann­legri færni og verk­efn­um, til dæmis sam­skipt­um. Þessa dreif­ingu og fyr­ir­séðar breyt­ingar í ólíkum verk­efnum má sjá nánar á mynd 2.

Hlutfall vinnustunda.

Þetta er tölu­verð breyt­ing á skömmum tíma sem kann að hræða marga. Á móti kemur að stjórn­endur búast við tölu­verðum vexti í ýmsum nýjum verk­efnum og störf­um. Sé litið á starfs­heiti í stað verk­efna sem fel­ast í störfum eru vænt­an­legar breyt­ingar líka skýr­ar. Tækni­breyt­ingar verða til þess að störf hverfa en þær stuðla jafn­framt að því að til verða nýjar vörur og ný þjón­ustu sem aftur leiðir til nýrra starfa og krafna um nýja færni. Þau störf sem telj­ast ný og hafa verið í vexti und­an­farið verða á næstu fjórum árum 27% allra starfa hjá fyr­ir­tækjum í stað 16% (11% vöxt­ur) á meðan störf sem telj­ast á nið­ur­leið fara úr 31% í 21% (10% sam­drátt­ur). Sé þetta vís­bend­ing um þróun víð­ar, sem full ástæða er til að gera ráð fyr­ir, styður það spár um tölu­vert breytta sviðs­mynd á vinnu­mark­aði í náinni fram­tíð.

Það er nokkuð fyr­ir­sjá­an­legt hvaða störfum fjölgar mest; reikn­i-og gagna­fræð­ing­ar, for­rit­arar og störf tengd vefsölu og mark­aðs­setn­ingu á vef/­sam­fé­lags­miðl­um. Allt eru þetta störf sem verða mik­il­væg­ari með vax­andi hlut­verki tölvu og tækni. Störfum sem krefj­ast mikið mann­legrar færni fjölgar líka.  Þetta á við um ákveðin störf í sölu og þjón­ustu auk ýmissa starfa tengdum innviðum fyr­ir­tækja, svo sem í mannauðs­mál­um. Sér­hæfðum störfum tengdum nýrri tækni fjölgar einnig.

Stefna fyr­ir­tækja kallar nú þegar á breyt­ingar

Um helm­ingur fyr­ir­tækja býst við að sjálf­virkni­væð­ing leiði til upp­sagna á næstu fjórum árum en þó líka ráðn­inga á fólki. Tæp­lega 40 pró­sent (38%) fyr­ir­tækja segja lík­legt að þau bæti við starfs­fólki en þá hugs­an­lega í öðrum störfum eða deildum innan fyr­ir­tæk­is­ins en áður. 

Fjórð­ungur fyr­ir­tækja býst við að til verði glæ­nýjar stöður eða störf sem tengj­ast þá nýrri stefnu fyr­ir­tæk­is­ins. Athygli vekur að vinnu­veit­endur segj­ast margir hafa hug á að nýta sér í auknum mæli verk­taka eða hið svo­kall­aða „sveigj­an­lega vinnu­afl“ bæði í hluta­störfum og sem fast­ráðna utan fyr­ir­tæk­is­ins sem geti þá unnið hvaðan sem er og jafn­vel í öðrum lönd­um. Þetta getur breytt sam­keppn­isum­hverfi vinnu­afls tölu­vert og athygl­is­vert væri að meta hvaða áhrif slík þróun hefði í litlu og til­tölu­lega lok­uðu hag­kerfi eins og á Íslandi.

Enn og aftur snýst allt um færni

Tengslin á milli nýrrar tækni, færni og starfa eru flók­in. Ný tækni getur stuðlað að vexti fyr­ir­tækja, atvinnu­sköpun og eft­ir­spurn eftir sér­hæfðri færni en hún getur líka útrýmt heilu starfs­stétt­unum þegar ákveðin verk og verk­efni verða ein­fald­lega ónauð­syn­leg. Færni­bil – bæði hjá starfs­fólki og stjórn­endum fyr­ir­tækja – geta ýmist verið hindrun í aðlögun nýrrar tækni hjá fyr­ir­tækjum eða orðið til þess að flýta þurfi sjálf­virkni­væð­ingu eða inn­leið­ingu á annarri nýrri tækni.

Svör stjórn­enda í rann­sókn Alþjóð­legu heim­við­skipta­stofn­un­ar­innar sýna skýrt áhuga og vilja til að nýta nýja tækni þannig að hún styðji við mannauð fyr­ir­tækja –fólk geti haldið áfram að bæta við sig nýjum og flókn­ari verk­efnum þegar tæknin tekur við hluta af því starfi sem það áður sinnti. Öllu máli skiptir að ein­stak­lingar búi að réttri færni svo þeir geti þrif­ist í vinnu­um­hverfi fram­tíð­ar­innar og séu í aðstöðu til að halda stöðugt áfram að læra og bæta við sig nýrri færni eftir því sem kröf­urnar breyt­ast. Hlut­verk ein­stak­linga er að hafa opinn huga og vera til­búnir að læra – sífellt – það sem eftir lifir starfs­fer­ils­ins. Hið opin­bera þarf að vera til staðar til að grípa inn í og styðja fólk, helst áður en í óefni er kom­ið, og þá helst í því að end­ur­nýta færni og bæta við sig nýrri færni til að mæta nýjum áskor­unum eða kröfum á vinnu­mark­aði. En í þessu öllu reynir þó lík­lega mest á fyr­ir­tækin sjálf.  Þau þurfa að hugsa mark­visst um sitt vinnu­afl eins og það er hverju sinni og áætla hvernig það þurfi að vera eftir þrjú eða fimm ár. Fjár­fest­ing í fólki, í náms­stefnu og í þróun mannauðs er nú þegar efst á lista stærstu fyr­ir­tækja heims yfir það sem mestu máli skiptir til að tryggja gott gengi í rekstri til skemmri og lengri tíma lit­ið. Þetta ættu allir stjórn­endur ekki bara að vera hugsa um heldur vera að vinna í.

Höf­undur er hag­fræð­ingur og MBA frá Harvard háskóla. Greinin birt­ist fyrst í Vís­bend­ingu. Hægt er að ger­ast áskrif­andi hér.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 30 prósent í faraldrinum
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði að meðaltali um 30 prósent á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá fækkaði samskiptum við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um 25 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Kjarninn 13. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Charles Michel, formaður leiðtogaráðs ESB, á blaðamannafundi síðasta föstudag.
Erfiðar viðræður um björgunarpakka ESB framundan
Aðildarríki Evrópusambandsins munu reyna að sammælast um björgunarpakka vegna efnahagslegra afleiðinga COVID-19 faraldursins næsta föstudag. Búist er við erfiðum viðræðum þar sem mikill ágreiningur ríkir milli landa um stærð og eðli útgjaldanna.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meira úr sama flokkiÁlit