Stjórnendur segja störf gjörbreytast fyrir 2022

Miklar breytingar eru að verða á störfum innan fyrirtækja. Ítarlega var fjallað um þessi mál í Vísbendingu í haust.

Auglýsing

Fjórða iðn­bylt­ingin er bæði ein helsta áskorun og eitt helsta tæki­færi stjórn­enda fyr­ir­tækja nú á tím­um. Ný tækni gjör­breytir sam­keppn­isum­hverfi og fram­leiðslu­hátt­um. Þetta hefur ekki síst áhrif á mannauð fyr­ir­tækja og getur gjör­breytt þeim störfum og því fólki sem fyr­ir­tæki reiða sig á. Margt hefur verið skrifað um mögu­leg áhrif þessa til lengri tíma – fimm til tíu ára hið skemmsta og allt að fimm­tíu árum eða leng­ur. Fyrir stjórn­endur fyr­ir­tækja er tíma­línan sem mestu máli skiptir þó öllu styttri og horfa þeir við stefnu­mótun frekar á næstu eitt, þrjú eða kannski fimm árin. Sam­kvæmt nið­ur­stöðum nýrrar rann­sóknar á við­horfum stjórn­enda stærstu fyr­ir­tækja heims til þessa fer ekki á milli mála að áhrifa tækni á störf gætir nú þegar í ákvörð­unum og stefnu­mót­un. Þær breyt­ingar sem eiga sér stað eru eitt það brýn­asta sem þessir stjórn­endur glíma við nú um stund­ir. Skila­boð stjórn­enda eru raunar að því hrað­ari sem breyt­ingar verða þeim mun erf­ið­ara og mik­il­væg­ara verði að bregð­ast við þeim á við­eig­andi hátt. Hér á eftir eru til­greindar þrjár áhrifa­mestu breyt­ing­arnar á næstu fjórum árum að mati stjórn­enda.  

Leitað til stjórn­enda

Í hópi þeirra sem leiða umræð­una um áhrif tækni á fram­tíð vinnu er Alþjóð­lega efna­hags­stofn­unin (e. World Economic For­um). Hún hefur reglu­lega birt viða­miklar rann­sóknir og skýrslur um mál­efnið og leit­aði nú síð­ast til stjórn­enda stór­fyr­ir­tækja, sem eru jú lík­leg­astir eru til að hafa hvað besta inn­sýn í þeir breyt­ingar sem hafa orðið eða eru á döf­inni hjá fyr­ir­tækjum sjálf­um. Í rann­sókn sem náði til aðild­ar­fyr­ir­tækja stofn­un­ar­inn­ar, sem eru flest af stærstu fyr­ir­tækjum heims­ins, voru stjórn­endur (for­stjór­ar, fram­kvæmda­stjór­ar, mannauðs­stjórar o.fl) spurðir um sína sýn á störf, færni og mannauð á næstu fjórum árum. Nið­ur­stöð­urnar voru birtar nú í sept­em­ber í rit­inu The Fut­ure of Jobs Report, 2018. Spurt var sér­stak­lega um þætti sem hafa áhrif á ákvarð­anir um fjár­fest­ingar og mannauðs­mál nú og næstu fjögur árin. Nið­ur­stöð­urnar eru því merki­leg vís­bend­ing um stefnu og áform stærstu vinnu­veit­enda heims sem jafnan eru leið­andi og gefa tón­inn fyrir smærri fyr­ir­tæki.

Færni­bilið er stórt og flestir þurfa tölu­verða end­ur­menntun

Stjórn­endur sjá fram á að sú færni sem nauð­syn­leg er til að sinna þeim störfum sem við þekkjum nú muni breyt­ast mikið og það strax á næstu fjórum árum. Áætl­aður stuð­ull um alþjóð­legan „færn­i-­stöð­ug­leika“ (e. Global average skills stability)– hlut­fall nauð­syn­legrar færni innan ákveð­ins starfs sem helst óbreytt – er nú áætl­aður um 58%. Það þýðir 42%  breyt­ingu á færni­kröfum að með­al­tali á næstu fjórum árum. Gjarnan er í þessu sam­hengi talað um hið svo­kall­aða „færni­bil“ (e. skills gap) og er þá átt við mun­inn á þeirri færni sem ein­stak­ling­ur, starfs­stétt eða vinnu­aflið í heild sinni býr yfir í dag, sam­an­borið við þá færni sem þarf til að sinna ákveðnu verk­efni, starfi eða starfs­grein á þann hátt sem þörf er talin á.

Auglýsing

Til að brúa þetta færni­bil hjá núver­andi vinnafli meta vinnu­veit­endur stöð­una þannig að á næstu fjórum árum muni að minnsta kosti 54% starfs­fólks þurfa á tölu­verðri end­ur­menntun eða þjálfun að halda. Þar af er búist við að um 35% þurfi að verja allt að sex mán­uðum í slíka mennt­un, 9% þurfi 6-12 mán­uði og 10% meira en ár.  Sjá má nákvæm svör stjórn­enda á mynd 1.

Endurmenntun og þjálfun.

Þessar breyttu færni­kröfur hafa jafnan með nýja stefnu eða aukna tækni­væð­ingu innan fyr­ir­tækis að gera. Dæmi um færni sem verður sífellt mik­il­væg­ari er grein­ing og skap­andi hugsun auk náms­tækni og færni til að læra og bæta við sig nýrri þekk­ingu og kunn­áttu. Öll færni er snýr að for­ritun og hönnun í tækni vex nú í mik­il­vægi og end­ur­speglar það þær breyt­ingar sem eru að verða á nær öllum mörk­uð­um. Sam­hliða því sjá stjórn­endur líka vax­andi þörf á ýmissi „mann­legri“ færni; sköp­un, frum­leika, frum­kvæði, gagn­rýnni hugs­un, sann­fær­ing­ar­krafti og færni til samn­inga­við­ræðna, svo dæmi séu tek­in. Til­finn­inga­greind, leið­toga­hæfni og mann­leg sam­skipti vaxa jafn­framt áfram í mik­il­vægi, þvert á geira og grein­ar.   

Tölvur taka við fleiri verkum

Á þessu ári sinnti fólk að með­al­tali 71% vinnu­stunda í þeim tólf geirum sem rann­sóknin náði til en vél­ar/­tækni  29%. Eftir fjögur ár búast stjórn­endur við að þetta hlut­fall verði nær 58% fyrir fólk og 42% fyrir vél­ar/­tækni. Að hlutur tækni vaxi er fyr­ir­sjá­an­legt en athygl­is­vert er að vöxt­ur­inn verður í fyrsta skipti umfram helm­ing í vissum verk­efn­um. Það vekur jafn­framt athygli að vöxtur tækni snertir líka á ýmissi mann­legri færni og verk­efn­um, til dæmis sam­skipt­um. Þessa dreif­ingu og fyr­ir­séðar breyt­ingar í ólíkum verk­efnum má sjá nánar á mynd 2.

Hlutfall vinnustunda.

Þetta er tölu­verð breyt­ing á skömmum tíma sem kann að hræða marga. Á móti kemur að stjórn­endur búast við tölu­verðum vexti í ýmsum nýjum verk­efnum og störf­um. Sé litið á starfs­heiti í stað verk­efna sem fel­ast í störfum eru vænt­an­legar breyt­ingar líka skýr­ar. Tækni­breyt­ingar verða til þess að störf hverfa en þær stuðla jafn­framt að því að til verða nýjar vörur og ný þjón­ustu sem aftur leiðir til nýrra starfa og krafna um nýja færni. Þau störf sem telj­ast ný og hafa verið í vexti und­an­farið verða á næstu fjórum árum 27% allra starfa hjá fyr­ir­tækjum í stað 16% (11% vöxt­ur) á meðan störf sem telj­ast á nið­ur­leið fara úr 31% í 21% (10% sam­drátt­ur). Sé þetta vís­bend­ing um þróun víð­ar, sem full ástæða er til að gera ráð fyr­ir, styður það spár um tölu­vert breytta sviðs­mynd á vinnu­mark­aði í náinni fram­tíð.

Það er nokkuð fyr­ir­sjá­an­legt hvaða störfum fjölgar mest; reikn­i-og gagna­fræð­ing­ar, for­rit­arar og störf tengd vefsölu og mark­aðs­setn­ingu á vef/­sam­fé­lags­miðl­um. Allt eru þetta störf sem verða mik­il­væg­ari með vax­andi hlut­verki tölvu og tækni. Störfum sem krefj­ast mikið mann­legrar færni fjölgar líka.  Þetta á við um ákveðin störf í sölu og þjón­ustu auk ýmissa starfa tengdum innviðum fyr­ir­tækja, svo sem í mannauðs­mál­um. Sér­hæfðum störfum tengdum nýrri tækni fjölgar einnig.

Stefna fyr­ir­tækja kallar nú þegar á breyt­ingar

Um helm­ingur fyr­ir­tækja býst við að sjálf­virkni­væð­ing leiði til upp­sagna á næstu fjórum árum en þó líka ráðn­inga á fólki. Tæp­lega 40 pró­sent (38%) fyr­ir­tækja segja lík­legt að þau bæti við starfs­fólki en þá hugs­an­lega í öðrum störfum eða deildum innan fyr­ir­tæk­is­ins en áður. 

Fjórð­ungur fyr­ir­tækja býst við að til verði glæ­nýjar stöður eða störf sem tengj­ast þá nýrri stefnu fyr­ir­tæk­is­ins. Athygli vekur að vinnu­veit­endur segj­ast margir hafa hug á að nýta sér í auknum mæli verk­taka eða hið svo­kall­aða „sveigj­an­lega vinnu­afl“ bæði í hluta­störfum og sem fast­ráðna utan fyr­ir­tæk­is­ins sem geti þá unnið hvaðan sem er og jafn­vel í öðrum lönd­um. Þetta getur breytt sam­keppn­isum­hverfi vinnu­afls tölu­vert og athygl­is­vert væri að meta hvaða áhrif slík þróun hefði í litlu og til­tölu­lega lok­uðu hag­kerfi eins og á Íslandi.

Enn og aftur snýst allt um færni

Tengslin á milli nýrrar tækni, færni og starfa eru flók­in. Ný tækni getur stuðlað að vexti fyr­ir­tækja, atvinnu­sköpun og eft­ir­spurn eftir sér­hæfðri færni en hún getur líka útrýmt heilu starfs­stétt­unum þegar ákveðin verk og verk­efni verða ein­fald­lega ónauð­syn­leg. Færni­bil – bæði hjá starfs­fólki og stjórn­endum fyr­ir­tækja – geta ýmist verið hindrun í aðlögun nýrrar tækni hjá fyr­ir­tækjum eða orðið til þess að flýta þurfi sjálf­virkni­væð­ingu eða inn­leið­ingu á annarri nýrri tækni.

Svör stjórn­enda í rann­sókn Alþjóð­legu heim­við­skipta­stofn­un­ar­innar sýna skýrt áhuga og vilja til að nýta nýja tækni þannig að hún styðji við mannauð fyr­ir­tækja –fólk geti haldið áfram að bæta við sig nýjum og flókn­ari verk­efnum þegar tæknin tekur við hluta af því starfi sem það áður sinnti. Öllu máli skiptir að ein­stak­lingar búi að réttri færni svo þeir geti þrif­ist í vinnu­um­hverfi fram­tíð­ar­innar og séu í aðstöðu til að halda stöðugt áfram að læra og bæta við sig nýrri færni eftir því sem kröf­urnar breyt­ast. Hlut­verk ein­stak­linga er að hafa opinn huga og vera til­búnir að læra – sífellt – það sem eftir lifir starfs­fer­ils­ins. Hið opin­bera þarf að vera til staðar til að grípa inn í og styðja fólk, helst áður en í óefni er kom­ið, og þá helst í því að end­ur­nýta færni og bæta við sig nýrri færni til að mæta nýjum áskor­unum eða kröfum á vinnu­mark­aði. En í þessu öllu reynir þó lík­lega mest á fyr­ir­tækin sjálf.  Þau þurfa að hugsa mark­visst um sitt vinnu­afl eins og það er hverju sinni og áætla hvernig það þurfi að vera eftir þrjú eða fimm ár. Fjár­fest­ing í fólki, í náms­stefnu og í þróun mannauðs er nú þegar efst á lista stærstu fyr­ir­tækja heims yfir það sem mestu máli skiptir til að tryggja gott gengi í rekstri til skemmri og lengri tíma lit­ið. Þetta ættu allir stjórn­endur ekki bara að vera hugsa um heldur vera að vinna í.

Höf­undur er hag­fræð­ingur og MBA frá Harvard háskóla. Greinin birt­ist fyrst í Vís­bend­ingu. Hægt er að ger­ast áskrif­andi hér.Úthluta 250 milljónum til uppbyggingar á rafbílahleðslustöðvum
Orkusjóður hefur auglýst fjárfestingarstyrki til uppbyggingar á hleðslustöðvum fyrir rafbíla en í heildina verður úthlutað 250 milljónum. Styrkirnir eru hluti af aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar vegna orkuskipta í samgöngum á árunum 2019 til 2020.
Kjarninn 18. júní 2019
Guðmundur Andri Thorsson
Um Íra og okkur, Englendinga og Dani
Kjarninn 17. júní 2019
Ólíklegt að Max vélarnar fari í loftið fyrr en í desember
Óvissa ríkir um hvenær 737 Max vélarnar frá Boeing fara í loftið. Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir Icelandair og íslenska ferðaþjónustu.
Kjarninn 17. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Danska menntamálaráðuneytið hefur útbúið leiðavísi vegna ofbeldis í garð kennara
Kjarninn 17. júní 2019
Íslendingar verða varir við samkeppnisvandamál á matvörumarkaði
Íslendingar mest varir við skort á samkeppni í farþegaþjónustu
Íslendingar verða mest varir við samkeppnisvandamál í farþegaþjónustu, fjármálaþjónustu og matvælamarkaði samkvæmt könnun MMR. Þá var hátt verð og lítill marktækur munur á verði nefnd sem helstu vandamál markaðanna.
Kjarninn 17. júní 2019
Forseti Íslands ásamt þeim sem hlutu fálkaorðuna 2019.
Sextán sæmdir fálkaorðunni á Bessastöðum
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sæmdi 16 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2019
Björn Gunnar Ólafsson
Mældu rétt strákur
Kjarninn 17. júní 2019
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands flytur ávarp 17. júní 2019.
Katrín: Það getur allt breyst, líka það sem virðist klappað í stein
Forsætisráðherra fjallaði meðal annars um loftslagsmál í ávarpi sínu á Austurvelli í dag.
Kjarninn 17. júní 2019
Meira úr sama flokkiÁlit