Fullvalda og frísk í vinnunni

Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður BHM segir það samfélagslegt verkefni að bæta stöðu kvenna á vinnumarkaði en aðgerðir sem stuðla að félagslegum stöðugleika og bæta kjör fjölskyldna í landinu hafi jafnframt þau áhrif að styrkja stöðu kvenna.

Auglýsing

„Til hvers er full­veldi ef fólki líður illa?“ spurði Guðni Th. Jóhann­es­son for­seti Íslands í ræðu við setn­ingu Alþingis í haust. Þar hitti hann, eins og oft áður, naglann á höf­uð­ið. Þungi hefur færst í umræð­una um líðan og heilsu vinn­andi fólks á árinu. Stétt­ar­fé­lög greina víða mik­inn und­ir­liggj­andi vanda á vinnu­mark­aði og atvinnu­rek­endur fara heldur ekki var­hluta af hon­um. Öll spyrjum við okk­ur: Hvað veld­ur? Fólk á besta aldri er að missa heils­una vegna álags í vinnu og einka­lífi. Ef það kemst í þrot tekur langan tíma að ná aftur fullri heilsu. Fyrir utan áfallið sem það er fyrir ein­stak­ling­inn að missa heils­una vegna álags – að lenda í kulnun – þá fylgir því tekju­tap og tap fyrir sam­fé­lagið allt. Það er því til mik­ils að vinna að koma í veg fyrir að svona fari.

70% þeirra sem leita til VIRK starfsend­ur­hæf­ing­ar­sjóðs eru konur og á und­an­förnum árum hefur háskóla­mennt­uðum konum sem leita aðstoðar sjóðs­ins fjölgað veru­lega. Þessi stað­reynd segir okkur sögu af vinnu­mark­aði þar sem álag á konum er óhóf­legt. Margar þeirra upp­lifa mikla streitu og eiga á hættu að lenda í kuln­un. En þessar stað­reyndir segja okkur ekki síður sögu af stöðu kvenna í sam­fé­lag­inu. Við verðum því að spyrja okkur hvað valdi og kryfja ástæð­urnar til mergjar t.d. með rann­sóknum á vinnu­mark­aði.

Þola konur ekki álag?

Um leið og spurn­ingin er orðuð blasir við hversu frá­leit hún er. Dr. Ingi­björg H. Jóns­dóttir pró­fessor við Háskól­ann í Gauta­borg og for­stöðu­maður Institu­tet för stress­med­icin er leið­andi í umræð­unni um streitu og kulnun á vinnu­mark­aði. Hún seg­ir: „Brýnt er að beina umræð­unni um streitu­valda á vinnu­stað, aðstæðum stjórn­enda og kynja­mun­inn í réttan far­veg. Að við gerum okkur grein fyrir raun­veru­legum orsökum þess að konur eru í meiri­hluta hvað varðar veik­inda­fjar­veru, oft lang­tíma vegna streitu­kenndra ein­kenna. Ef við höldum áfram að leita skýr­ingar í líf­eðl­is­fræði kvenna eða að konur skuli ekki þola streitu­á­lag eins vel og karl­menn, komum við ekki til með að leysa streitu­vanda­málin á vinnu­stöð­u­m.“

Auglýsing

Ástæð­unnar er oftar en ekki að leita í vinnu­um­hverfi kvenna. Rann­sóknir sýna að vinnu­skil­yrði eru oftar verri á vinnu­stöðum þar sem konur eru í meiri hluta. Og hvar eru þær í meiri hluta? Í heil­brigð­is- og mennta­kerf­inu í eril­sömum störfum þar sem unnið er með fjölda fólks og skjól­stæð­inga alla daga vik­unn­ar. Ingi­björg bendir okkur á að í Sví­þjóð sé umræðan að bein­ast frá ein­stak­lingum og að þeim þáttum sem lúta að vinnu­skil­yrðum og skil­grein­ingu starfa. Skýrar kröfur og við­ráð­an­legt álag eru lík­legri til að stuðla að heil­brigði starfs­manna en óljósar kröfur og stöðugt ofur­á­lag. Hvað varðar ofur­á­lagið verður mér hugsað til stórra heil­brigð­is­stofn­ana sem haldið er úti með lág­marks­mönnun nær allt árið. Og þegar kemur að óljósum eða ef til vill óraun­hæfum kröfum verður mér hugsað til grunn­skóla­kenn­ara og kröf­unnar um að þeir sinni upp­eldi barna í meiri mæli en eðli­legt getur talist.

Langvar­andi álag í vel­ferð­ar­kerf­inu

Ég ætla að leyfa mér að varpa fram til­gátu um ástæður þess að fleiri konur en karlar missa heils­una á Íslandi og þurfa á starfsend­ur­hæf­ingu að halda réttum ára­tug eftir hrun. Margar þess­ara kvenna starfa við kennslu, vel­ferð­ar- og heil­brigð­is­þjón­ustu. Þær starfa hjá hinu opin­bera; ríki og sveit­ar­fé­lög­um. Þær voru ekki í hópi þeirra sem misstu vinn­una strax í kjöl­far efna­hags­hruns­ins en í byrjun krepp­unnar misstu margir vinnu á almenna mark­aðn­um, t.d. í bygg­ing­ar­iðn­aði og þjón­ustu­störf­um. Það gerð­ist ekki í sama mæli hjá hinu opin­bera. Þar tók hins vegar við kjara­rýrnun í margs konar formi sam­hliða ráðn­ing­ar­fryst­ingu sem leiddi til und­ir­mönn­unar og meira álags á mörgum vinnu­stöðum en eðli­legt getur talist. Auð­vitað er myndin flókn­ari en við erum að tala um heilan ára­tug við aðstæður sem kannski væri hægt að bjóða fólki upp á í skamman tíma.

Ein­stak­lingnum ekki um að kenna

Þessi reynsla ætti að kenna okkur að hætta að leita orsaka fyrir streitu­sjúk­dómum og kulnun – eða nýgengi örorku svo að annað títt­nefnt dæmi sé nefnt – ein­ungis hjá ein­stak­ling­unum en horfa frekar á stóru mynd­ina; vinnu­um­hverf­ið, sam­skipti og aðstæður á vinnu­stað, óraun­hæfar kröf­ur, óljósar starfs­lýs­ingar o.þ.h. Að ógleymdum þeim aðstæðum sem sam­fé­lagið býr konum og barna­fjöl­skyldum almennt.

Ábyrgð atvinnu­rek­enda og stétt­ar­fé­laga er viss­lega mikil en hún er ekki minni sú er hvílir á herðum stjórn­valda. Það er sam­fé­lags­legt verk­efni að bæta stöðu kvenna á vinnu­mark­aði en aðgerðir sem stuðla að félags­legum stöð­ug­leika og bæta kjör fjöl­skyldna í land­inu hafa jafn­framt þau áhrif að styrkja stöðu kvenna á vinnu­mark­aði.

Höf­undur er for­maður BHM.

Vill ekki að það verði spekileki frá landinu
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, vill fá upplýsingar um hver menntun þeirra Íslendinga sem flytja frá landinu sé til að meta það hvort að þar sé um að ræða fólk sem samfélagið hefur fjárfest í menntun hjá.
Kjarninn 24. mars 2019
WOW vill selja lánadrottnum hluti í félaginu
WOW air hefur hafið samningaviðræður við skuldabréfaeigendur sína um að breyta skuldum í hlutafé.
Kjarninn 24. mars 2019
Icelandair slítur viðræðum við WOW air
Samningaviðræðum milli flugfélaganna er formlega slitið.
Kjarninn 24. mars 2019
Viðræðum lokið hjá WOW air og Icelandair - Fundað með stjórnvöldum
Tilkynningar er að vænta um niðurstöðu í viðræðum milli WOW air og Icelandair um mögulega sameiningu félaganna.
Kjarninn 24. mars 2019
Karolina Fund: Hlynur Ben gefur út II Úlfar
Tónlistarmaðurinn Hlynur Ben er nú í óða önn að klára sína þriðju breiðskífu og vonast hann til að geta gefið hana út á afmælisdaginn sinn, þann 30. ágúst næstkomandi.
Kjarninn 24. mars 2019
Fimm vopn sem fyrst litu dagsins ljós í fyrri heimsstyrjöld
Fyrri heimstyrjöldin færði okkur miklar hörmungar. Ný vopn litu dagsins ljós, sem höfðu mikil áhrif á stríðið.
Kjarninn 24. mars 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra
Telur mikla sátt ríkja innan Sjálfstæðisflokksins um Þriðja orkupakkann
Utanríkisráðherra kallar rannsóknarvinnu síðustu mánaða um hugsanlegar hættur orkupakkans sigur fyrir efasemdarmenn innan Sjálfstæðisflokksins, en telur nú góða sátt ríkja um innleiðingu hans.
Kjarninn 24. mars 2019
Silvio Berlusconi, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu.
Farsinn sem breyttist í harmleik
Skrautlegar sögur af „bunga bunga“ kynlífsveislum Silvio Berlusconi fyrrum forsætisráðherra Ítalíu falla í skuggann af ásökunum um vændi við ólögráða stúlku og dómsmáli þar sem eitt lykilvitnið lést á grunsamlegan hátt.
Kjarninn 24. mars 2019
Meira úr sama flokkiÁlit