Kjararáð og hófsemdir

Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og 2. varaforseti Alþýðusambands Íslands, segir ljóst að þeir aðilar sem haldi sjónarmiðum um hófsemd hvað mest á lofti í kjaraviðræðum ætli ekki að láta þau sjónarmið gilda um sín laun.

Auglýsing

Söng­ur­inn um að gæta verði hófs í launa­hækk­unum er sér­stak­lega athygl­is­verður um þessar mundir og ó­trú­verð­ug­ur. Það er öllum ljóst að þeir aðilar sem halda þessum sjón­ar­miðum mest á lofti ætla ekki að láta þau gilda um sig sjálfa. Rík­is­stjórnin ætlar ekki að láta hóf­semda­kröf­ur ná til sín og sinna launa. Hún er und­an­skilin og það eru líka þing­menn, ráðu­neyt­is­stjórar og allir helstu emb­ætt­is­menn sem fara með stjórn lands­ins.

Tund­ur­skeyt­ið 

Stjórn­völd í land­inu hafa haft ríf­lega tvö ár til þess að leið­rétta ótrú­legan úrskurð Kjara­ráðs um laun opin­berra emb­ætt­is­manna, ráð­herra og þing­manna. Sá úrskurður færði þessum aðilum tugi pró­senta í aft­ur­virkar launa­hækk­an­ir. Úrskurð­ur­inn hvell­sprengdi laun­ara­mmann. Hann var eins og tund­ur­skeyti inn í allt umhverfi kjara­við­ræðna á Íslandi. Ekki var mikið spáð í að gæta hófs.

Inn­an­tómt tal

Stað­reyndin er sú, að á meðan úrskurður Kjara­ráðs er lát­inn gilda eru stjórn­völd í engri stöðu til þess að mæla gegn ríf­legum og rétt­látum kjara­bótum til handa öðrum laun­þeg­um. Sjón­ar­mið um stöð­ug­leika eru algjör­lega inn­an­tóm. Það var ekki nóg að leggja Kjara­ráð nið­ur, eins og nú hefur verið gert með lög­um. Eftir stendur úrskurð­ur­inn, óhagg­að­ur. Alþing­is­menn og rík­is­stjórn féllu á próf­inu. Þeim reynd­ist ómögu­legt að sleppa hönd­unum af silfr­inu. Hækk­an­irnar standa ekki bara óhagg­aðar heldur voru þær bein­línis hoggnar í stein. Laun þing­manna verða hér eftir vísi­tölu­tryggð. Úrskurð­ur­inn er þannig festur í sessi. Ekki tomma er gefin eft­ir.

Auglýsing

Skil­yrð­is­laus krafa

Hvernig eigum við, aðilar vinnu­mark­að­ar­ins, að nálg­ast kjara­málin fyrst að ­stjórn­völd haga sér svona? Það hlýtur að vera skil­yrð­is­laus krafa okk­ar, fyrst úrskurð­inn skal standa, að stjórn­völd láti nú þegar af öllu tali sínu um hóf­semd í kjara­við­ræðum og að launa­hækk­anir ógni stöð­ug­leika. Ef ­stöð­ug­leika var ekki ógnað með úrskurði Kjara­ráðs hví skyldi honum þá ógnað með sam­bæri­legum launa­hækk­unum öðrum til handa?

Krist­ján Þórður Snæ­bjarn­ar­son er for­maður Raf­iðn­að­ar­sam­bands Íslands og 2. vara­for­seti Alþýðu­sam­bands Íslands.

Rakel Guðmundsdóttir
Sumt þarf að banna
Leslistinn 15. janúar 2019
Brexit-samningi May hafnað í breska þinginu
Næstu skref í Brexit-málinu eru óljós. Vantrausttillaga er líkleg.
Kjarninn 15. janúar 2019
Norski bankinn DNB hefur verið álitinn besti kosturinn
DNB bankinn norski, þar sem norska ríkið er stærsti eigandi, hefur þó nokkra stóra viðskiptavini hér á landi. Ef Íslandsbanki verður seldur þykir hann spennandi kostur sem kaupandi.
Kjarninn 15. janúar 2019
ÚR kærir ákvörðun Fiskistofu til ráðuneytis
Útgerðarfélag Reykjavíkur segir að allt verði gert til að hnekkja ákvörðun Fiskistofu.
Kjarninn 15. janúar 2019
Sara Dögg Svanhildardóttir
Birtir til í Garðabæ
Kjarninn 15. janúar 2019
Gylfi Arnbjörnsson, fyrrverandi forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson sækir um stöðu ráðuneytisstjóra
Fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands sækir um stöðu ráðuneytisstjóra í heilbrigðisráðuneytinu.
Kjarninn 15. janúar 2019
Mögu­leg­ar laga- og reglu­breyt­ing­ar ræddar á fundi for­sæt­is­nefnd­ar
Samkvæmt forseta Alþingis voru mögu­leg­ar laga- og reglu­breyt­ing­ar ræddar á fundi for­sæt­is­nefnd­ar í gær til þess að Klausturmálið kom­ist í far­veg. Sú umræða verður tek­in áfram á fundi þing­flokks­formanna í dag.
Kjarninn 15. janúar 2019
Karl Gauti Hjaltason, Inga Sæland og Ólafur Ísleifsson
Ríkisendurskoðandi tjáir sig ekki um fundinn við Ólaf og Karl Gauta
Ríkisendurskoðandi er trúnaðarmaður Alþingismanna og getur því ekki gefið upp hvort Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi átt fund með embættinu á síðasta ári um fjármálastjórnun Ingu Sæland.
Kjarninn 15. janúar 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar