Kjararáð og hófsemdir

Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og 2. varaforseti Alþýðusambands Íslands, segir ljóst að þeir aðilar sem haldi sjónarmiðum um hófsemd hvað mest á lofti í kjaraviðræðum ætli ekki að láta þau sjónarmið gilda um sín laun.

Auglýsing

Söng­ur­inn um að gæta verði hófs í launa­hækk­unum er sér­stak­lega athygl­is­verður um þessar mundir og ó­trú­verð­ug­ur. Það er öllum ljóst að þeir aðilar sem halda þessum sjón­ar­miðum mest á lofti ætla ekki að láta þau gilda um sig sjálfa. Rík­is­stjórnin ætlar ekki að láta hóf­semda­kröf­ur ná til sín og sinna launa. Hún er und­an­skilin og það eru líka þing­menn, ráðu­neyt­is­stjórar og allir helstu emb­ætt­is­menn sem fara með stjórn lands­ins.

Tund­ur­skeyt­ið 

Stjórn­völd í land­inu hafa haft ríf­lega tvö ár til þess að leið­rétta ótrú­legan úrskurð Kjara­ráðs um laun opin­berra emb­ætt­is­manna, ráð­herra og þing­manna. Sá úrskurður færði þessum aðilum tugi pró­senta í aft­ur­virkar launa­hækk­an­ir. Úrskurð­ur­inn hvell­sprengdi laun­ara­mmann. Hann var eins og tund­ur­skeyti inn í allt umhverfi kjara­við­ræðna á Íslandi. Ekki var mikið spáð í að gæta hófs.

Inn­an­tómt tal

Stað­reyndin er sú, að á meðan úrskurður Kjara­ráðs er lát­inn gilda eru stjórn­völd í engri stöðu til þess að mæla gegn ríf­legum og rétt­látum kjara­bótum til handa öðrum laun­þeg­um. Sjón­ar­mið um stöð­ug­leika eru algjör­lega inn­an­tóm. Það var ekki nóg að leggja Kjara­ráð nið­ur, eins og nú hefur verið gert með lög­um. Eftir stendur úrskurð­ur­inn, óhagg­að­ur. Alþing­is­menn og rík­is­stjórn féllu á próf­inu. Þeim reynd­ist ómögu­legt að sleppa hönd­unum af silfr­inu. Hækk­an­irnar standa ekki bara óhagg­aðar heldur voru þær bein­línis hoggnar í stein. Laun þing­manna verða hér eftir vísi­tölu­tryggð. Úrskurð­ur­inn er þannig festur í sessi. Ekki tomma er gefin eft­ir.

Auglýsing

Skil­yrð­is­laus krafa

Hvernig eigum við, aðilar vinnu­mark­að­ar­ins, að nálg­ast kjara­málin fyrst að ­stjórn­völd haga sér svona? Það hlýtur að vera skil­yrð­is­laus krafa okk­ar, fyrst úrskurð­inn skal standa, að stjórn­völd láti nú þegar af öllu tali sínu um hóf­semd í kjara­við­ræðum og að launa­hækk­anir ógni stöð­ug­leika. Ef ­stöð­ug­leika var ekki ógnað með úrskurði Kjara­ráðs hví skyldi honum þá ógnað með sam­bæri­legum launa­hækk­unum öðrum til handa?

Krist­ján Þórður Snæ­bjarn­ar­son er for­maður Raf­iðn­að­ar­sam­bands Íslands og 2. vara­for­seti Alþýðu­sam­bands Íslands.

Fjórir umsækjendur um starf seðlabankastjóra metnir mjög vel hæfir
Forsætisráðherra mun að lokum skipa seðlabankastjóra.
Kjarninn 16. júní 2019
Karolina Fund: Flammeus - „The Yellow“
Akureyringur safnar fyrir plötu.
Kjarninn 16. júní 2019
Listi yfir fyrirtæki án jafnlaunavottunar birtur í lok árs
Einungis 2,8 prósent fyrirtækja með 25-89 starfsmenn hafa hlotið jafnlaunavottun enn sem komið er.
Kjarninn 16. júní 2019
Samskiptaforritum  hefur fjölgað hratt á síðustu árum.
SMS skilaboðum fjölgaði í fyrsta sinn í mörg ár
Þrátt fyrir stóraukna samkeppni frá öðrum stafrænum samskiptaforritum þá fjölgaði SMS skilaboðasendinum sem send voru innan íslenska farsímakerfisins í fyrra. Það var í fyrsta sinn frá 2012 sem slíkt gerist.
Kjarninn 16. júní 2019
Sjálfstæði Grænlands mun verða
Hin 22 ára Aki-Matilda Høegh-Dam er grænlenskur sjálfstæðissinni og komst inn á danskt þing í nýafstöðnum kosningum.
Kjarninn 16. júní 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Viðtal við Söndru Sif Jónsdóttur
Kjarninn 16. júní 2019
Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar