Sjálfbærni?

Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, skrifar um umhverfis- og loftlagsmál.

Auglýsing

Skoð­ana­kann­anir sýna að lands­menn verða sífellt áhyggju­fyllri vegna afleið­inga lofts­lags­breyt­inga. Þannig er í flestum ríkjum heims. Ástæðan er m.a sú að alvar­legar afleið­ing­ar, einkum þær sem valda fólki, fyr­ir­tækjum og sveit­ar­fé­lögum fjár­hags­legu tjóni, ýta undir aðgerðir gegn losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda (GHL) og mót­væg­is­að­gerðir gegn afleið­ingum hlýn­un­ar­inn­ar. Við­horf breyt­ast í takt við það. Rík­is­stjórn Íslands svarar kalli tím­ans svo um munar og sveit­ar­fé­lög sömu­leið­is. Um það vitna ýmsar fram­farir í umhverf­is­málum og áætl­an­ir. Hér, eins og ann­ars staðar í heim­in­um, verður að gæta að jafn­vægi nátt­úr­u­nytja og nátt­úru­vernd­ar. Annað án hins er ekki í boði. Árangur okkar er þó enn ekki næg­ur. Við verðum að vanda okkur bet­ur, einkum þegar kemur að beinum fjár­fram­lögum til umhverf­is­mála og inn­leið­ingu hvata til góðra verka. Það á við bæði um minni losun GHL og kolefn­is­bind­ingu í nýjum gróðri og með end­ur­heimt horfinna eða skadd­aðra vist­kerfa. Fleiri en opin­berir aðilar bera hluta ábyrgð­ar; ein­stak­ling­ar, fyr­ir­tæki og félög. 

Orku­stefna í mótun

Unnið er í fyrsta sinn að heild­stæðri orku­stefnu. Það gerir nefnd sér­fræð­inga og full­trúa rík­is­ins. Á því sviði bryddar nú á nýju verk­efni: Vind­orku. Áhuga­samir heima­menn og erlend fyr­ir­tæki leita fyrir sér um stað­setn­ingu vind­orku­garða á lands­byggð­inni og sveit­ar­fé­lög bregð­ast við. Lög­gjöf, stað­ar­vals­grein­ingu, tak­mörk­unum og heild­ar­skipu­lagi þarf að koma fljótt í gott horf.

Auglýsing
Vindorka er nyt­samur orku­kostur en áhersla á hana og fram­kvæmda­hraði verð­ur, eins og á við um alla orku­fram­leiðslu, að hald­ast í hendur við orku­þörf og inn­lenda orku­nýt­ingu. Aðeins einn vind­orku­garður er í Ramma­á­ætl­un; sá sem Lands­virkjun hefur áhuga á nálægt vest­ur­jaðri Hofs­jök­uls. Orku­skipti, frá­hvarf frá notkun jarð­efna­elds­neytis til vist­vænna kosta, er hluti orku­stefn­unn­ar.

Hröð orku­skipti

Orku­skipti í sam­göng­um, fisk­veiðum og fisk­iðn­aði er þegar haf­inn. Telja má upp raf­væð­ingu hafna og hluta skipa- og báta­flot­ans, öku- og vinnu­tækja og flugs (að tölu­verðu marki). Olíu­kynd­ing í fisk­iðn­aði er næstum alveg horf­in. Til alls þessa þarf mikið rafafl. Annar hluti orku­skipta snýst um notkun vist­væns elds­neytis á bruna­vélar í stórum vinnu­tækj­um, stórum bíl­um, sumum flug­vélum og skip­um. Þar má nefna met­an, alkó­hól (met­anól og etanól), líf­dísil og fleira. Vetni er líka mik­il­vægur orku­gjafi í sér­staka gerð raf­bíla. Sem vist­væn­asta raf­orku þarf til að fram­leiða þessi efni. Í mörgum til­vikum er mað­ur­inn að nýta sér orku­strauma (vatns­föll, losun jarð­varma, kalda grunn­vatns­strauma og vind) sem eru hluti nátt­úru­ferla. Þeir ganga sinn gang hvort sem við nýtum þá eða ekki. Nýt­ing getur flýtt ferlunum en ólíkt námi jarð­efna, sem ekki end­ur­nýjast, til orku­fram­leiðslu er nýt­ingin verj­an­leg. Og hún er sjálf­bær ef var­lega er að far­ið.  

Kolefn­is­jöfnun

Við notkun eða fram­leiðslu vist­væns elds­neyt­is, tækja, raf­hlaða eða sól­ar­sella geta orðið til gróð­ur­húsa­loft­teg­und­ir. Þá virkni verður að kolefn­is­jafna. Þetta á t.d. við um fram­leiðslu eða end­ur­nýt­ingu áls og kís­ils. Jöfn­unin fer ýmist fram með því að binda kolefni í jarð­lög­um, sbr. nið­ur­dæl­ingu koltví­sýr­ings á Hell­is­heiði, eða binda efnið í gróðri. Efldar rann­sóknir og meira fé þarf til að styðja við kolefn­is­bind­ingu með upp­græðslu, skóg­rækt og end­ur­heimt vot­lend­is. Við alla slíka bind­ingu hvílir mestur þungi á almenn­ingi, fyr­ir­tækj­um, sam­tökum og sveit­ar­fé­lög­um, með stuðn­ingi rík­is­ins. Sem dæmi má nefna kolefn­is­jöfnun ferða á vegum fyr­ir­tækja, sveit­ar­fé­laga eða rík­is­ins. Þing­frum­varp um ívilnun til lög­að­ila vegna kolefn­is­bind­ingar liggur frammi að mínu frum­kvæði og nær von­andi afgreiðslu sem fyrst.

Mik­il­væg inn­lend elds­neyt­is­fram­leiðsla

Hér á landi eru góð tæki­færi til inn­lendrar elds­neyt­is­fram­leiðslu og nýt­ing­ar. Vist­væn efni, þó dýr­ari séu en olía, henta á bíla, báta og skip, einkum met­an, vetni og alkó­hól. Þau getum við fram­leitt sjálf. Skýrsla, sem ég bað um á Alþingi, er nú unnin í umsjá ráð­herra orku­mála og nýsköp­un­ar, og mun skýra hvað er fýsi­legt. Met­an­fram­leiðslu er unnt að marg­falda með því að nýta útblástur t.d. jarð­varma­orku­vera. Car­bon Recycl­ing getur marg­faldað met­an­ólfram­leiðslu. Vetni, fram­leitt úr vatni með raf­grein­ingu og koltví­sýr­ingi, er að verða mik­il­vægur kostur við fram­leiðslu véla í alls konar tæki, t.d. hjá Hyundai, Toyota og Daim­ler Benz. Orku­nýtni vetnis sem fram­leitt með þessum hætti er fremur lág en það breytir ekki mik­il­vægu notk­un­ar­gild­inu, ef raf­orkan sem notuð er við vetn­is­fram­leiðsl­una telst vist­væn.

Plast­ógnin er ærin

Plast­agnir eru í 70% fýla sem rann­sak­aðir hafa verið hér á landi og finn­ast í kræk­lingi á strand­svæð­um. Nýgerð aðgerð­ar­á­ætlun Umhverf­is­ráðu­neyt­is­ins kynnir 18 leiðir til að bregð­ast við. Mikil áskorun til almenn­ings, fyr­ir­tækja, stofn­ana og félaga felst í að fylgja dug­lega því sem að hverjum og einum snýr. Jurta­ríkið getur séð okkur fyrir miklu efni í hluti sem plast er nú notað til. 

Auglýsing
Gríðarstór verk­efni bíða: Hreinsun plasts úr umhverf­inu og alvöru end­ur­nýt­ing eða meng­un­ar­laus/­lítil eyð­ing þess. Því miður eru örlög plasts frá Íslandi um þessar mund­ir, þ.e. háhita­bruni í útlönd­um, ekki ásætt­an­leg. Blái her­inn er góð fyr­ir­mynd að hreinsun plasts í umhverf­inu og mætti marg­fald­ast að afli. En hreinsun er til lít­ils ef almenn­ingur og fyr­ir­tæki taka sig ekki á og hætta að henda plasti. Umhverfi í þétt­býli ber víða vitni um mikið and­vara­leysi.

Mat­væla­stefnu, takk!

Stefnu­mörkun í mat­væla­fram­leiðslu og inn­flutn­ingi er nátengd áherslu okkar á sjálf­bært sam­fé­lag með land­bún­aði og fisk­veið­um. Miðað við nátt­úru­gæði, sam­fé­lags­þarfir og hag­kvæmni blasir við að við höfum fleiri skyldur við sjálf okkur og umheim­inn en að horfa ein­ungis til mat­ar­verðs og fjár­hags inn­flutn­ings­fyr­ir­tækja, versl­ana eða neyt­enda. Umhverf­is­vernd er líka hag­kvæm. Nálægð fólks við mat­væla­fram­leiðslu- og vinnslu, stuttar flutn­ings­leið­ir, fram­boð með til­liti til árs­tíða, versl­un­ar­hættir í sam­ræmi við neyslu­þarf­ir, minni for­pökkun vöru og trygg holl­usta fæðu úr jurta- og dýra­rík­inu eru lyk­il­at­riði. Við erum rík að vatni, jarð­vegur er frjó­sam­ur, hafið auð­ugt að fæðu og ylrækt mjög gef­andi (í gler­bygg­ingum eða upp­hit­uðum jarð­veg­i). Nýir tímar krefj­ast sjálf­bærrar nálg­unar og mat­væla­ör­yggis en ekki bara frjálsra mat­væla­flutn­inga. Flognu blá­berin frá Suð­ur­-Am­er­íku í plast­föt­unum á Íslandi eru tíma­skekkja.

Þol­mörk í nýjum höf­uða­tvinnu­vegi

Við könn­umst við þol­mörk í nytjum land­bún­aðar og fisk­veiða, sem leiða t.d. til beit­ar­stjórnar á landi og afla­marks úr sjó, auk vand­aðra rann­sókna, eft­ir­lits og stýr­ing­ar. Ferða­þjón­ustan á líka að lúta sjálf­bærni­við­miðum sem leiða af sér þol­mörk nátt­úru/um­hverf­is, sam­fé­laga og hag­kerf­is. Öll þrjú svið sjálf­bærni eru tengd. Þol­mörkin gilda að fengnu vönd­uðu en tíma­háðu mati fyrir staði, land­svæði, sam­fé­lög í sveit eða þétt­býli. Að end­ingu fyrir landið allt. Við getum aðeins rekið sjálf­bæra og gagn­lega ferða­þjón­ustu, án ósætt­an­legra ruðn­ings­á­hrifa á aðra atvinnu­starf­semi, með því að virða þol­mörk. Lítið sam­fé­lag í stóru landi ætlar að halda uppi marg­þættu og gef­andi sam­fé­lagi í sátt við umhverf­ið. Um það ríkir ágæt ein­ing. Nú er til að mynda unnin þol­marka­grein­ing á nýt­ingu tak­mark­aðrar auð­lindar í gæða­mik­illi ferða­þjón­ustu. Hún er um margt frum­gerð og gildir fyrir gjána Silfru á Þing­völl­um.

Nýj­ungar og stór skref

Lofts­lags­ráð, Loft­lags­sjóð­ur, end­ur­skoðuð aðgerð­ar­á­ætlun í lofts­lags­mál­um, end­ur­skoðuð rík­is­fjár­mála­á­ætlun í ljósi aðstæðna í efna­hags­mál­um, jafn­rétt­is-, kjara- og umhverf­is­mál­um, ný lög um land­græðslu og skóg­rækt, end­ur­skoðun laga um mat á umhverf­is­á­hrifum fram­kvæmda og áætl­ana, byggða­á­ætlun og inn­viða­á­ætlun til verndar nátt­úru og menn­ing­arminja o. fl. List­inn gæti verið lengri en þessi verk­efni rík­is­stjórnar og Alþingis eru til marks um hit­ann í deiglu umhverf­is­mála. Við verðum að efla mjög and­ófið gegn hlýnun lofts­lags­ins og efla aðlögun að óhjá­kvæmi­legum breyt­ingum á lífs­skil­yrðum jarð­ar­búa. Yfir­mark­mið þriggja flokka stjórnar Katrínar Jak­obs­dóttur er kolefn­is­hlut­laust Ísland fyrir 2040. Það er risa­skref á næstu tveimur ára­tugum og á að vera þverpóli­tískt þótt menn deili á um leið­ir.

Höf­undur (VG) er vara­for­maður Umhverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Allir þurfa helst að eiga heima einhversstaðar. Og flestir þurfa að taka lán til þess að geta keypt sér heimili.
Ár óverðtryggðu lánanna
Íslendingar eru að sækja meira í óverðtryggð lán en nokkru sinni áður, samhliða vaxtalækkun Seðlabanka Íslands. Hratt lækkandi verðbólga gerir það þó að verkum að verðtryggðu lánin er enn í mörgum tilfellum hagstæðari.
Kjarninn 25. janúar 2020
Matthildur Björnsdóttir
Sköpun versus það sem menn sögðu að væri almættið
Kjarninn 25. janúar 2020
Vilja að ekki verði hvoru tveggja beitt álagi og annarri refsingu vegna sama skattalagabrots
Nefnd um rannsókn og saksókn skattalagabrota leggur til að hætt verði að beita álagi við endurákvörðun skatta þegar mál fer í refsimeðferð.
Kjarninn 25. janúar 2020
Erlendum ríkisborgurum gæti fjölgað um einn Garðabæ út 2023
Útlendingum sem fluttu til Íslands fjölgaði um rúmlega fimm þúsund í fyrra þrátt fyrir efnahagssamdrátt. Þeir hefur fjölgað um 128 prósent frá byrjun árs 2011 og spár gera ráð fyrir að þeim haldi áfram að fjölga á allra næstu árum.
Kjarninn 25. janúar 2020
Kristbjörn Árnason
Hrunadans nútímans
Leslistinn 25. janúar 2020
Kórónaveiran: Heimshorna á milli á innan við 30 dögum
Það var ekkert leyndarmál að á fiskmarkaðinum í Wuhan var hægt að kaupa margt annað en fisk. 41 hefur látist vegna veirusýkingar sem rakin er til markaðarins.
Kjarninn 25. janúar 2020
Stefán Ólafsson
Nýfrjálshyggju Miltons Friedman hafnað í Bandaríkjunum og Davos
Kjarninn 25. janúar 2020
Samdráttur í flugi lagar losunarstöðuna
Losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi dróst verulega mikið saman í fyrra. Það er ein hliðin á miklum efnahagslegum og umhverfislegum áhrifum af minni flugumferð eftir fall WOW Air og kyrrsetninguna á 737 Max vélum Boeing.
Kjarninn 24. janúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar