Sjálfbærni?

Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, skrifar um umhverfis- og loftlagsmál.

Auglýsing

Skoð­ana­kann­anir sýna að lands­menn verða sífellt áhyggju­fyllri vegna afleið­inga lofts­lags­breyt­inga. Þannig er í flestum ríkjum heims. Ástæðan er m.a sú að alvar­legar afleið­ing­ar, einkum þær sem valda fólki, fyr­ir­tækjum og sveit­ar­fé­lögum fjár­hags­legu tjóni, ýta undir aðgerðir gegn losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda (GHL) og mót­væg­is­að­gerðir gegn afleið­ingum hlýn­un­ar­inn­ar. Við­horf breyt­ast í takt við það. Rík­is­stjórn Íslands svarar kalli tím­ans svo um munar og sveit­ar­fé­lög sömu­leið­is. Um það vitna ýmsar fram­farir í umhverf­is­málum og áætl­an­ir. Hér, eins og ann­ars staðar í heim­in­um, verður að gæta að jafn­vægi nátt­úr­u­nytja og nátt­úru­vernd­ar. Annað án hins er ekki í boði. Árangur okkar er þó enn ekki næg­ur. Við verðum að vanda okkur bet­ur, einkum þegar kemur að beinum fjár­fram­lögum til umhverf­is­mála og inn­leið­ingu hvata til góðra verka. Það á við bæði um minni losun GHL og kolefn­is­bind­ingu í nýjum gróðri og með end­ur­heimt horfinna eða skadd­aðra vist­kerfa. Fleiri en opin­berir aðilar bera hluta ábyrgð­ar; ein­stak­ling­ar, fyr­ir­tæki og félög. 

Orku­stefna í mótun

Unnið er í fyrsta sinn að heild­stæðri orku­stefnu. Það gerir nefnd sér­fræð­inga og full­trúa rík­is­ins. Á því sviði bryddar nú á nýju verk­efni: Vind­orku. Áhuga­samir heima­menn og erlend fyr­ir­tæki leita fyrir sér um stað­setn­ingu vind­orku­garða á lands­byggð­inni og sveit­ar­fé­lög bregð­ast við. Lög­gjöf, stað­ar­vals­grein­ingu, tak­mörk­unum og heild­ar­skipu­lagi þarf að koma fljótt í gott horf.

Auglýsing
Vindorka er nyt­samur orku­kostur en áhersla á hana og fram­kvæmda­hraði verð­ur, eins og á við um alla orku­fram­leiðslu, að hald­ast í hendur við orku­þörf og inn­lenda orku­nýt­ingu. Aðeins einn vind­orku­garður er í Ramma­á­ætl­un; sá sem Lands­virkjun hefur áhuga á nálægt vest­ur­jaðri Hofs­jök­uls. Orku­skipti, frá­hvarf frá notkun jarð­efna­elds­neytis til vist­vænna kosta, er hluti orku­stefn­unn­ar.

Hröð orku­skipti

Orku­skipti í sam­göng­um, fisk­veiðum og fisk­iðn­aði er þegar haf­inn. Telja má upp raf­væð­ingu hafna og hluta skipa- og báta­flot­ans, öku- og vinnu­tækja og flugs (að tölu­verðu marki). Olíu­kynd­ing í fisk­iðn­aði er næstum alveg horf­in. Til alls þessa þarf mikið rafafl. Annar hluti orku­skipta snýst um notkun vist­væns elds­neytis á bruna­vélar í stórum vinnu­tækj­um, stórum bíl­um, sumum flug­vélum og skip­um. Þar má nefna met­an, alkó­hól (met­anól og etanól), líf­dísil og fleira. Vetni er líka mik­il­vægur orku­gjafi í sér­staka gerð raf­bíla. Sem vist­væn­asta raf­orku þarf til að fram­leiða þessi efni. Í mörgum til­vikum er mað­ur­inn að nýta sér orku­strauma (vatns­föll, losun jarð­varma, kalda grunn­vatns­strauma og vind) sem eru hluti nátt­úru­ferla. Þeir ganga sinn gang hvort sem við nýtum þá eða ekki. Nýt­ing getur flýtt ferlunum en ólíkt námi jarð­efna, sem ekki end­ur­nýjast, til orku­fram­leiðslu er nýt­ingin verj­an­leg. Og hún er sjálf­bær ef var­lega er að far­ið.  

Kolefn­is­jöfnun

Við notkun eða fram­leiðslu vist­væns elds­neyt­is, tækja, raf­hlaða eða sól­ar­sella geta orðið til gróð­ur­húsa­loft­teg­und­ir. Þá virkni verður að kolefn­is­jafna. Þetta á t.d. við um fram­leiðslu eða end­ur­nýt­ingu áls og kís­ils. Jöfn­unin fer ýmist fram með því að binda kolefni í jarð­lög­um, sbr. nið­ur­dæl­ingu koltví­sýr­ings á Hell­is­heiði, eða binda efnið í gróðri. Efldar rann­sóknir og meira fé þarf til að styðja við kolefn­is­bind­ingu með upp­græðslu, skóg­rækt og end­ur­heimt vot­lend­is. Við alla slíka bind­ingu hvílir mestur þungi á almenn­ingi, fyr­ir­tækj­um, sam­tökum og sveit­ar­fé­lög­um, með stuðn­ingi rík­is­ins. Sem dæmi má nefna kolefn­is­jöfnun ferða á vegum fyr­ir­tækja, sveit­ar­fé­laga eða rík­is­ins. Þing­frum­varp um ívilnun til lög­að­ila vegna kolefn­is­bind­ingar liggur frammi að mínu frum­kvæði og nær von­andi afgreiðslu sem fyrst.

Mik­il­væg inn­lend elds­neyt­is­fram­leiðsla

Hér á landi eru góð tæki­færi til inn­lendrar elds­neyt­is­fram­leiðslu og nýt­ing­ar. Vist­væn efni, þó dýr­ari séu en olía, henta á bíla, báta og skip, einkum met­an, vetni og alkó­hól. Þau getum við fram­leitt sjálf. Skýrsla, sem ég bað um á Alþingi, er nú unnin í umsjá ráð­herra orku­mála og nýsköp­un­ar, og mun skýra hvað er fýsi­legt. Met­an­fram­leiðslu er unnt að marg­falda með því að nýta útblástur t.d. jarð­varma­orku­vera. Car­bon Recycl­ing getur marg­faldað met­an­ólfram­leiðslu. Vetni, fram­leitt úr vatni með raf­grein­ingu og koltví­sýr­ingi, er að verða mik­il­vægur kostur við fram­leiðslu véla í alls konar tæki, t.d. hjá Hyundai, Toyota og Daim­ler Benz. Orku­nýtni vetnis sem fram­leitt með þessum hætti er fremur lág en það breytir ekki mik­il­vægu notk­un­ar­gild­inu, ef raf­orkan sem notuð er við vetn­is­fram­leiðsl­una telst vist­væn.

Plast­ógnin er ærin

Plast­agnir eru í 70% fýla sem rann­sak­aðir hafa verið hér á landi og finn­ast í kræk­lingi á strand­svæð­um. Nýgerð aðgerð­ar­á­ætlun Umhverf­is­ráðu­neyt­is­ins kynnir 18 leiðir til að bregð­ast við. Mikil áskorun til almenn­ings, fyr­ir­tækja, stofn­ana og félaga felst í að fylgja dug­lega því sem að hverjum og einum snýr. Jurta­ríkið getur séð okkur fyrir miklu efni í hluti sem plast er nú notað til. 

Auglýsing
Gríðarstór verk­efni bíða: Hreinsun plasts úr umhverf­inu og alvöru end­ur­nýt­ing eða meng­un­ar­laus/­lítil eyð­ing þess. Því miður eru örlög plasts frá Íslandi um þessar mund­ir, þ.e. háhita­bruni í útlönd­um, ekki ásætt­an­leg. Blái her­inn er góð fyr­ir­mynd að hreinsun plasts í umhverf­inu og mætti marg­fald­ast að afli. En hreinsun er til lít­ils ef almenn­ingur og fyr­ir­tæki taka sig ekki á og hætta að henda plasti. Umhverfi í þétt­býli ber víða vitni um mikið and­vara­leysi.

Mat­væla­stefnu, takk!

Stefnu­mörkun í mat­væla­fram­leiðslu og inn­flutn­ingi er nátengd áherslu okkar á sjálf­bært sam­fé­lag með land­bún­aði og fisk­veið­um. Miðað við nátt­úru­gæði, sam­fé­lags­þarfir og hag­kvæmni blasir við að við höfum fleiri skyldur við sjálf okkur og umheim­inn en að horfa ein­ungis til mat­ar­verðs og fjár­hags inn­flutn­ings­fyr­ir­tækja, versl­ana eða neyt­enda. Umhverf­is­vernd er líka hag­kvæm. Nálægð fólks við mat­væla­fram­leiðslu- og vinnslu, stuttar flutn­ings­leið­ir, fram­boð með til­liti til árs­tíða, versl­un­ar­hættir í sam­ræmi við neyslu­þarf­ir, minni for­pökkun vöru og trygg holl­usta fæðu úr jurta- og dýra­rík­inu eru lyk­il­at­riði. Við erum rík að vatni, jarð­vegur er frjó­sam­ur, hafið auð­ugt að fæðu og ylrækt mjög gef­andi (í gler­bygg­ingum eða upp­hit­uðum jarð­veg­i). Nýir tímar krefj­ast sjálf­bærrar nálg­unar og mat­væla­ör­yggis en ekki bara frjálsra mat­væla­flutn­inga. Flognu blá­berin frá Suð­ur­-Am­er­íku í plast­föt­unum á Íslandi eru tíma­skekkja.

Þol­mörk í nýjum höf­uða­tvinnu­vegi

Við könn­umst við þol­mörk í nytjum land­bún­aðar og fisk­veiða, sem leiða t.d. til beit­ar­stjórnar á landi og afla­marks úr sjó, auk vand­aðra rann­sókna, eft­ir­lits og stýr­ing­ar. Ferða­þjón­ustan á líka að lúta sjálf­bærni­við­miðum sem leiða af sér þol­mörk nátt­úru/um­hverf­is, sam­fé­laga og hag­kerf­is. Öll þrjú svið sjálf­bærni eru tengd. Þol­mörkin gilda að fengnu vönd­uðu en tíma­háðu mati fyrir staði, land­svæði, sam­fé­lög í sveit eða þétt­býli. Að end­ingu fyrir landið allt. Við getum aðeins rekið sjálf­bæra og gagn­lega ferða­þjón­ustu, án ósætt­an­legra ruðn­ings­á­hrifa á aðra atvinnu­starf­semi, með því að virða þol­mörk. Lítið sam­fé­lag í stóru landi ætlar að halda uppi marg­þættu og gef­andi sam­fé­lagi í sátt við umhverf­ið. Um það ríkir ágæt ein­ing. Nú er til að mynda unnin þol­marka­grein­ing á nýt­ingu tak­mark­aðrar auð­lindar í gæða­mik­illi ferða­þjón­ustu. Hún er um margt frum­gerð og gildir fyrir gjána Silfru á Þing­völl­um.

Nýj­ungar og stór skref

Lofts­lags­ráð, Loft­lags­sjóð­ur, end­ur­skoðuð aðgerð­ar­á­ætlun í lofts­lags­mál­um, end­ur­skoðuð rík­is­fjár­mála­á­ætlun í ljósi aðstæðna í efna­hags­mál­um, jafn­rétt­is-, kjara- og umhverf­is­mál­um, ný lög um land­græðslu og skóg­rækt, end­ur­skoðun laga um mat á umhverf­is­á­hrifum fram­kvæmda og áætl­ana, byggða­á­ætlun og inn­viða­á­ætlun til verndar nátt­úru og menn­ing­arminja o. fl. List­inn gæti verið lengri en þessi verk­efni rík­is­stjórnar og Alþingis eru til marks um hit­ann í deiglu umhverf­is­mála. Við verðum að efla mjög and­ófið gegn hlýnun lofts­lags­ins og efla aðlögun að óhjá­kvæmi­legum breyt­ingum á lífs­skil­yrðum jarð­ar­búa. Yfir­mark­mið þriggja flokka stjórnar Katrínar Jak­obs­dóttur er kolefn­is­hlut­laust Ísland fyrir 2040. Það er risa­skref á næstu tveimur ára­tugum og á að vera þverpóli­tískt þótt menn deili á um leið­ir.

Höf­undur (VG) er vara­for­maður Umhverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar.

Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Sigurður Hlöðversson
Makríll á leið í kvóta – Eftir höfðinu dansa limirnir
Kjarninn 15. júní 2019
Margrét Tryggvadóttir
Hver skapaði skrímslið?
Leslistinn 15. júní 2019
Tíðavörur loks viðurkenndar sem nauðsyn
Alþingi samþykkti á dögunum að lækka virðisaukaskatt á tíðavörum úr efra skattþrepi í neðra. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að konur hafa á síðustu árum vakið athygli á því að það skjóti skökku við að skattleggja ekki tíðavörur sem nauðsynjavörur.
Kjarninn 15. júní 2019
Órói í stjórnmálum haggar varla fylgi stjórnmálablokka
Meirihluti stjórnarandstöðunnar mælist nú með meira fylgi en stjórnarflokkarnir þrír, frjálslyndu miðjuflokkarnir hafa sýnt mikinn stöðugleika í könnunum um langt skeið og fylgi Miðflokksins haggast varla þrátt fyrir mikla fyrirferð.
Kjarninn 15. júní 2019
Wikileaks: Blaðamennska í almannaþágu eða glæpur?
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, á í hættu á að vera framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ár í fangelsi verði hann fundinn sekur.
Kjarninn 15. júní 2019
Segir forystu Sjálfstæðisflokksins vera sama um vilja flokksmanna
Stríð Davíðs Oddssonar og Morgunblaðsins sem hann stýrir við Sjálfstæðisflokkinn heldur áfram á síðum blaðsins í dag. Þar gagnrýnir hann forystu flokksins harkalega og bætir í gagnrýni sína vegna þriðja orkupakkans.
Kjarninn 15. júní 2019
Nýliðunarbrestur veldur Hafró áhyggjum
Hlýnun sjávar í íslenskri lögsögu er einn áhrifaþátturinn sem Hafró fylgist grannt með.
Kjarninn 14. júní 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar