Verkföll styðja við félagsleg undirboð

Jóhannes Þór Skúlason segir að afleiðingar verkfalla fyrir félagsmenn verkalýðsfélaganna séu óhjákvæmilega þær að störf flytjist til fyrirtækja sem stunda félagsleg undirboð og fyrirtæki sem greiða skv. kjarasamningum þurfi að draga saman seglin.

Auglýsing

Á und­an­förnum dögum hefur mikil umræða staðið um hvaða áhrif verk­föll muni hafa á ferða­þjón­ustu. Af þeirri umræðu verður ekki séð að for­svars­menn Efl­ingar og VR hafi af því nokkrar áhyggj­ur, sem er und­ar­legt í ljósi þess að öruggt er að afleið­ing­arnar munu hitta fyrir þeirra eigin félags­menn eins og alla aðra í sam­fé­lag­inu. Ýmis dæmi er hægt að nefna um það hvernig það ger­ist, en hér skal sjónum sér­stak­lega beint að einni teg­und afleið­inga verk­falls­að­gerð­anna sem vinna bein­línis og aug­ljós­lega gegn mark­miðum verka­lýðs­bar­átt­unn­ar.

Tjónið er þegar hafið

Skýrt hefur komið fram að um leið og aðgerðir voru boð­aðar fóru áhrif að koma fram. Fjöl­margir erlendir ferða­skipu­leggj­endur velta nú fyrir sér hvernig þessar aðgerðir muni hafa áhrif á þeirra við­skipti á Íslandi og hvernig þeir eigi að bregð­ast við þeim. Sömu sögu er að segja af ein­stökum ferða­mönnum sem nú eru að ákveða hvert þeir ætla að fara í frí­inu sínu í ár, einmitt þegar bók­un­ar­tíma­bilið fyrir sum­arið stendur sem hæst í mars og apr­íl.

Frá sjón­ar­hóli þess­ara aðila, fólks og fyr­ir­tækja, snýst spurn­ingin um hversu mikil vand­ræði og fjár­hagstjóni verk­föllin muni skapa og hvernig sé mögu­lega hægt að kom­ast hjá því. Aug­ljós leið er að hætta við að bóka ferð til Íslands eða fara með ferða­manna­hópana til ann­arra landa í stað­inn.

Auglýsing

Önnur leið er að færa við­skiptin til aðila sem verða ekki fyrir áhrifum af verk­föll­un­um. Og þar kemur skugga­hag­kerfið til sög­unn­ar. Aðilar sem vinna í ferða­þjón­ustu á Íslandi utan rammans, án þess að greiða rétt laun, án þess standa skil á sköttum og skyldum til rík­is­ins, til dæmis fyr­ir­tæki sem stunda rekstur hóp­ferða­bíla hér á landi yfir sum­ar­ið. Þetta stendur yfir nú þeg­ar. Tjónið er þegar haf­ið.

Afleið­ing­arnar snerta líka félags­menn Efl­ingar og VR

Hinar aug­ljósu afleið­ingar eru þær að rekstur fyr­ir­tækja sem stunda félags­leg und­ir­boð styrk­ist og rekstur fyr­ir­tækja sem greiða starfs­fólki sínu laun sam­kvæmt kjara­samn­ingum versn­ar. Tekju­mögu­leikar þess að leigja út óskráðar íbúðir á Air­bnb (sem hafa farið dvín­andi) batna skyndi­lega og það kemur í veg fyrir að slíkir aðilar gef­ist upp á hark­inu og skili íbúð­unum út á almenna leigu­mark­að­inn.

Afleið­ingar þessa fyrir félags­menn verka­lýðs­fé­lag­anna eru óhjá­kvæmi­lega þær að störf flytj­ast til erlendra fyr­ir­tækja sem stunda skipu­leg félags­leg und­ir­boð og fyr­ir­tæki sem greiða skv. kjara­samn­ingum neyð­ast til að draga saman segl­in. Störf munu tap­ast vegna þess að fyr­ir­tæki sem fara að lögum og kjara­samn­ingum geta ekki keppt við svindlar­ana. Auknir mögu­leikar til útleigu heimagist­ingar munu halda áfram þrýst­ingi á leigu­markað og hús­næð­is­verð. Og til við­bótar töpum við svo öll, allt sam­fé­lag­ið, á því að svindl­ar­arnir svíkja allt undan skatti. Skugga­böldrum svarta hag­kerf­is­ins er nefni­lega alveg sama um barna­bæt­ur, atvinnu­leys­is­trygg­ingar og félags­lega aðstoð.

Til að ítreka: Þetta er nú þegar byrjað að ger­ast þótt verk­föll séu ekki haf­in. Umræðan ein er nægi­legur hvati.

Á sama tíma eru stjórn­völd, atvinnu­lífið og ASÍ að vinna saman að því að koma í veg fyrir félags­leg und­ir­boð, kenni­tölu­flakk, vinna að til­lögum til aðgerða á hús­næð­is­mark­aði og svo fram­veg­is. Verk­föll vinna beint gegn þessum sam­eig­in­legu hags­mun­um, bæði með því að ýta undir skakkan sam­keppn­is­grund­völl fyr­ir­tækj­anna og með því að skapa hvata til launa­þjófn­aðar og félags­legra und­ir­boða og auka þrýst­ing á hús­næð­is­mark­að.

Óþægi­legar stað­reyndir eru samt sem áður stað­reyndir

Ein­hverjum mun kannski finn­ast ein­falt að útmála þetta sem hræðslu­á­róður atvinnu­rek­enda. En stað­reyndin er sú að þetta er þegar að ger­ast. Spyrjið bara fyr­ir­tæk­in. Spyrjið bara heimagist­ing­ar­að­ila sem sáu sum­arið skyndi­lega bókast upp eftir að verk­föll voru boð­uð. Sann­leik­ur­inn hverfur ekki þó reynt sé að sópa honum undir teppið með frös­um.

Hér er því spurn­ing sem Sól­veig Anna og Ragnar Þór þurfa að svara:

Hversu mikið tjón þeirra eigin félags­manna er ásætt­an­legur fórn­ar­kostn­aður vegna yfir­færslu á tekjum og störfum til fyr­ir­tækja og einka­að­ila sem starfa utan laga og kjara­samn­inga, stunda félags­leg und­ir­boð og svíkj­ast um að greiða skatta til sam­fé­lags­ins?

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferða­þjón­ust­unn­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og stærsti eigandi Brims.
Guðmundur í Brimi keypti þrjú þúsund bækur til að gefa í grunn- og leikskóla landsins
Útgáfufélag sem er meðal annars í eigu viðskiptaritstjóra Morgunblaðsins og eiginkonu hans gefur út bækur sem Brim hefur ákveðið að færa öllum leik- og grunnskólum á Íslandi.
Kjarninn 9. desember 2021
Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands.
Skuldir fyrirtækja hafa dregist umtalsvert saman en skuldir heimila aukist skarpt
Rúmur þriðjungur skulda íslenskra fyrirtækja er í öðrum gjaldmiðli en íslenskum krónum. Styrking hennar gerði það að verkum að skuldir þeirra drógust verulega saman á síðastliðnu ári.
Kjarninn 9. desember 2021
Hildur Björnsdóttir vill verða borgarstjóri – Ætlar að velta Eyþóri Arnalds úr oddvitasæti
Það stefnir i oddvitaslag hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hildur Björnsdóttir ætlar að skora Eyþór Arnalds á hólm.
Kjarninn 8. desember 2021
Um þriðjungi allra matvæla sem framleidd eru í heiminum er hent.
Minni matarsóun en markmiðum ekki náð
Matarsóun Norðmanna dróst saman um 10 prósent á árunum 2015 til 2020. Í því fellst vissulega árangur en hann er engu að síður langt frá þeim markmiðum sem sett hafa verið. Umhverfisstofnun Noregs segir enn skorta yfirsýn í málaflokknum.
Kjarninn 8. desember 2021
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata.
Þingmaður fékk netfang upp á 53 stafbil
Nýr þingmaður Pírata biðlar til forseta Alþingis að beita sér fyrir því að þingið „þurfi ekki að beygja sig undir óþarfa duttlunga stjórnsýslunnar“.
Kjarninn 8. desember 2021
Árni Stefán Árnason
Blóðmeraníðið – fjandsamleg yfirhylming MAST og fordæming FEIF – Hluti II
Kjarninn 8. desember 2021
Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu.
Fyrrverandi eiginkona Ragnar Sigurðssonar segir landsliðsnefndarmann ljúga
Magnús Gylfason, fyrrverandi landsliðsnefndarmaður hjá KSÍ, sagði við úttektarnefnd að hann hefði hitt Ragnar Sigurðsson og þáverandi eiginkonu hans á kaffihúsi daginn eftir að hann var talinn hafa beitt hana ofbeldi. Konan segir þetta ekki rétt.
Kjarninn 8. desember 2021
Róbert segist meðal annars ætla að fara aftur í fjallaleiðsögn.
Róbert hættir sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar – „Frelsinu feginn“
Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar mun hætta störfum um áramótin. Hann segist vera þakklátur fyrir dýrmæta reynslu með frábærum vinnufélögum en líka frelsinu feginn.
Kjarninn 8. desember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar