Ætla stjórnvöld að svíkja loforð sitt um skattalækkanir?

Stefán Ólafsson segir fjármálaráðherra hafa slegið ryki í augu fólks í kynningu á skattatillögum og blandað við þær áhrifum fyrirhugaðrar breytingar á heimild til samsköttunar hjóna.

Auglýsing

Í upp­hafi sam­ráðs við aðila vinnu­mark­að­ar­ins, sem stjórn­völd blésu til vegna yfir­stand­andi kjara­samn­inga, var mark­mið þeirra í skatta­málum skil­greint svona:

„Hafin verður end­ur­skoðun á tekju­skatts­kerf­inu með áherslu á lækkun skatt­byrði og mögu­legar breyt­ingar á fyr­ir­komu­lagi per­sónu­af­sláttar og sam­spili við bóta­kerfið sem ætlað er að styðja við tekju­lægri hópa (lág­tekjur og lægri milli­tekjur)”.

Í fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar um opin­ber fjár­mál fyrir árin 2019-2023 kemur fram að „heild­ar­end­ur­skoðun á tekju­skatts­kerf­inu sam­hliða end­ur­skoðun bóta­kerfa verði gerð með það að leið­ar­ljósi að auka sér­stak­lega ráð­stöf­un­ar­tekjur lág­tekju­hópa og þeirra sem eru með lægri milli­tekjur”.

Auglýsing

Þetta virð­ist allt saman skýrt og klárt.

Þetta er það sem verka­lýðs­hreyf­ingin hélt að væri mark­miðið með skatta­breyt­ing­unni.

Ekki var rætt um það á sam­ráðs­fund­unum að ofur­launa­hópar sem hafa fengið ofur­launa­hækk­anir á síð­ustu árum fengju líka skatta­lækk­an­ir.

Nei!

Ekk­ert var sagt um það – enda hefðu full­trúar launa­fólks þá vænt­an­lega gengið á dyr snemma í þessu sam­ráðs­ferli.

Það eru einmitt þessar ofur­launa­hækk­anir for­stjóra, banka­stjóra, ann­arra stjórn­enda, ráð­herra og þing­manna sem meðal ann­ars hafa valdið mik­illi ólgu á vinnu­mark­aði.

Til­lög­urnar eru ekki sér­stak­lega fyrir lægri tekju­hópa

En þegar fjár­mála­ráð­herra kynnti áform stjórn­valda um skatta­lækk­anir fyrir rúmri viku kom í ljós að allir fá sömu skatta­lækk­un­ina, um 6.750 krónur á mán­uði – háir jafnt sem lágir!

Hver er þörfin á því? Hver er skyn­semin í því?

Skúr­inga­konan sem ekki nær endum saman fær jafn mikið og for­stjórar stór­fyr­ir­tækja, banka­stjórar og ráð­herr­ar.

Til­laga stjórn­valda var vissu­lega langt undir vænt­ingum verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar.

En kynn­ing fjár­mála­ráð­herra á til­lög­unum var einnig mjög vill­andi (sjá t.d. glæru nr. 5 í kynn­ingu hans), svo fæstir átt­uðu sig á því að skatta­lækk­unin gengur í sömu krónu­tölu upp allan tekju­stig­ann.

Útfærsl­una á þessu má sjá á með­fylgj­andi mynd, sem sýnir sam­an­burð á skatta­til­lögu stjórn­valda og til­lögu verka­lýðs­fé­lag­anna (þ.e. ódýr­ustu til­lög­unni í skýrsl­unni Sann­gjörn dreif­ing skatt­byrðar.Samanburður á skattatillögum.

Súl­urnar sýna breyt­ingu á stað­greiðslu tekju­skatts, í krónum á mán­uði. Þegar súl­urnar fara niður fyrir 0-lín­una þá lækkar stað­greiðslan, en hækkar þegar þær fara yfir 0-lín­una.

Til­laga verka­lýðs­fé­lag­anna er um lækkun skatta fyrir alla sem eru með mán­að­ar­tekjur allt að 900 þús­und kr. – mest um 20 þús­und kr. lækkun á mán­uði. Um 90% fram­telj­enda fá umtals­verða skatta­lækkun sam­kvæmt þess­ari til­lögu – þeir tekju­lægstu fá mest.

Þeir sem eru með tekjur frá 900 til 1.300 þús. fá litla breyt­ingu á skatt­byrði sinni en skatta­hækk­anir koma á þá sem eru með yfir 1.300 þús­und króna mán­að­ar­tekj­ur.

Til­laga fjár­mála­ráð­herra er hins vegar sú sama fyrir alla – 6.750 þús., nema hvað þeir sem eru með tekjur frá 200 til 300 þús­und kr. á mán­uði fá minna en aðrir (t.d. margir líf­eyr­is­þeg­ar).

Þetta er sem sagt ekki til­laga um „auka sér­stak­lega ráð­stöf­un­ar­tekjur lág­tekju­hópa og þeirra sem eru með lægri milli­tekjur”. Alls ekki.

Fjár­mála­ráð­herra sló ryki í augu fólks í kynn­ingu sinni og bland­aði við þetta áhrifum fyr­ir­hug­aðrar breyt­ingar á heim­ild til sam­skött­unar hjóna. Það er hins vegar ein­skiptis aðgerð. Þegar hún er gengin yfir fá þeir sem sam­sköttun missa lægri skatt­byrði sem nemur 6.750 kr. á mán­uði, þ.e. lægri en þeir hefðu ella feng­ið.

Hjón sem bæði eru með tekjur yfir um 900 þús­und krónum fá þessa skatta­lækkun fjár­mála­ráð­herra til fulls – hvort um sig.

Fjár­mála­ráð­herra sóar svig­rúm­inu á ofur­launa­fólk

Fjár­mála­ráð­herra segir ekki svig­rúm til meiri skatta­lækk­unar en sem nemur 14,7 millj­örðum (svig­rúmið er að vísu miklu meira, sbr. hér).

Með því að sólunda hluta þessa svig­rúms á hátekju­fólk, sem hvorki þarf á þess­ari skatta­lækkun að halda né mun yfir höfuð taka eftir henni í buddu sinni, þá færir ráð­herr­ann lág­tekju- og milli­tekju­fólki minni kjara­bót en þetta svig­rúm ella leyf­ir.

Þessi fram­gangs­máti felur í sér aug­ljós svik á lof­orð­inu sem gefið var í sam­ráðs­ferl­inum sem staðið hefur í meira en ár í ráð­herra­bú­staðn­um.

Hvers lags fram­koma er þetta eig­in­lega?

Stjórn­völd geta auð­veld­lega gert mun betur

Ef stjórn­völd standa við lof­orðin sem þau gáfu og láta skatta­lækk­un­ina ein­ungis koma til þeirra sem eru með tekjur að 900 þús­und krónum á mán­uði þá geta þau fært lág­tekju- og milli­tekju­fólki mun meiri kjara­bót en þau hafa nú boð­ið.

Þetta gætu þau einnig gert án þess að hækka tekju­skatt­inn hjá þeim sem eru fyrir ofan 900 þús­und króna tekju­mark­ið.

Hitt er auð­vitað annað mál, að stjórn­völd gætu gert enn betur við lægri og milli tekju­hópana ef þau hækka skatt­inn á hæstu tekj­urnar hóf­lega.

Ef þau ganga enn lengra og hækka fjár­magnstekju­skatt­inn nær því sem tíðkast á hinum Norð­ur­lönd­unum og ráð­ast í þær umbætur sem við Ind­riði H. Þor­láks­son fyrr­ver­andi rík­is­skatt­stjóri leggjum til í skýrsl­unni Sann­gjörn dreif­ing skatt­byrðar,  þá geta þau almennt gert mun betur við allan þorra launa­fólks og líf­eyr­is­þega – og lagað inn­við­ina að auki.

Eins og staðan er í dag þá stefnir hins vegar í að stjórn­völd muni svíkja þau lof­orð sem þau gáfu aðilum vinnu­mark­að­ar­ins, um að láta lág­tekju- og lægra milli­tekju­fólk fyrst og fremst njóta breyt­inga á tekju­skatts­kerf­inu.

Er ofur­launa­þjóðin svo illa haldin að hún þurfi á 6.750 króna skatta­lækkun að halda – eftir að hafa fengið launa­hækk­anir sem telja í hund­ruðum þús­unda og jafn­vel millj­ónum króna á mán­uði? Hækk­anir sem stjórn­völd hafa sam­þykkt.

Sjá menn virki­lega ekki að það fé sem til taks er ætti að fara ein­göngu til þeirra hópa sem lofað var að yrðu í for­gangi?

Höf­undur er pró­fessor við HÍ og sér­fræð­ingur hjá Efl­ingu – stétt­ar­fé­lagi í hálfu starfi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar