Vald og upprisa

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fjallar um stéttabaráttu láglaunakvenna en hún segir baráttuna óumflýjanlega og að henni beri að fagna.

Auglýsing

Fyrir helgi var sagt frá því í Kjarn­anum að karlar færu með ákvörð­un­ar­rétt í meira og minna öllu því sem við­kemur fjár­magn­inu á Íslandi. Þrátt fyrir að Ísland tróni efst á listum um jafn­rétti á milli kynja er stað­reyndin sú að karlar ráða því sem næst algjör­lega yfir efna­hags­mál­um. En auð­vitað er það svo að regl­urnar sem gilda í heimi kap­ít­alista eru aðeins þær sem þeir sjálfir ákveða að lifa eft­ir; þær taka ekki mið af öðru en því sem eig­endum fjár­magns­ins finnst skipta máli hverju sinni og ef að það skiptir þá engu að konur séu ekki í þeirra hópi þá ein­fald­lega er það svo­leið­is. Eins og öll með heila hljóta að vera búin að horfast í augu við er kap­ít­al­ism­inn ekki rétt­látt eða skyn­samt fyr­ir­bæri, hann er meira að segja svo órétt­látur og óskyn­samur að honum er sama þótt að umhverf­is-kata­st­rófa á heims­mæli­kvarða fylgi í kjöl­far hans; hvers­vegna ætti hann að vera eitt­hvað nið­ur­dreginn þótt að konur kom­ist ekki að stjórn­borði mask­ín­unn­ar, svo lengi sem mask­ínan stoppar ekki.

Ég er ekki eins og kap­ít­al­isminn; ég er reyni að hafa sann­girni að leið­ar­ljósi í lífi mínu. Mér stendur engu að síður á sama um það hvort konur kom­ast að stjórn­ar­taumum arð­ráns­ins eða ekki. Ég hef nefni­lega enga trú á því að það muni breyta neinu, grimmdin og skeyt­ing­ar­leysið eru byggð inní kerf­ið, kerfið er vanda­mál­ið; arð­rán er arðrán, sama hver sér um að útfæra og fram­fylgja því.

Að þessu sögðu.

Til­ætl­un­ar­semi ríkra og valda­mik­illa karla á Íslandi er yfir­gengi­leg og sér­stak­lega er til­ætl­un­ar­semin og hrok­inn sem mætir kven-vinnu­afl­inu með ólík­ind­um. Íslenskir karlar sem til­heyra efna­hags­legum for­rétt­inda­hópum eru vanir að fá að ráða því sem þeir vilja. Og þeir hafa ákveðið að eitt af því sem þurfi til að tryggja að þeir geti haldið áfram að eiga Ísland sé að lág­launa­konur verði áfram ósýni­legar og valda­laus­ar. Í þeirra huga er lág­launa­konan hvort sem er bara eins og hvert annað tól og allt í lagi að nota hana til þess að láta eigin drauma um völd og pen­inga ræt­ast. Það að hún kvarti, jafn­vel hástöfum og segi frá því að hún hafi það slæmt, að hún hafi ekki nóg á milli hand­anna, að hún vinni of mikið fyrir of lít­ið, að hún sé þreytt, að hún sé að missa heils­una, að hún sé á hrak­hól­um, skiptir engu máli, gróð­inn skiptir öllu máli. Ófor­skömmuð með­ferðin á lág­launa­konum er kerf­isbundið, afleið­ing ban­eitr­aðrar blöndu kap­ít­al­isma og kvenna­kúg­un­ar.

Auglýsing

Und­ir­sett staða kvenna inn á heim­ilum í mann­kyns­sögu­legu sam­hengi er ástæðan fyrir því að kvenna­störf eru verð­lögð svona glæp­sam­lega lágt; konur voru fæddar til að þrífa og gæta barna, þetta gerðu þær ókeypis og því sjá íslenskir kap­ít­alistar enga sér­staka ástæðu til að borga nema smá­ræði fyrir þessi störf þegar að þau eru unnin utan heim­il­is­ins. Í þeirra heimi, þar sem þú sannar karl­mennsku þína með því sýna að þú hefur reikni­vél í stað hjarta, þar sem þú sannar karl­mennsku þína með því að sýna að erf­ið­leikar í lífi ann­ars fólks hreyfa ekki við þér, er það vænt­an­lega prinsipp­mál að halda lág­launa­konum áfram neðst í stig­veld­inu.

Vand­inn sem verka og lág­launa­konur standa frammi fyrir er mik­ill og stór og hann er sam­an­settur af mörgum alvar­legum vanda­mál­um. Inní honum býr meðal ann­ars sam­ræmd lág­launa­stefna atvinnu­lífs­ins og hins opin­bera, við­bjóðs­leg efna­hags­leg kvenna­kúgun sem hefur sem grund­vall­ar­at­riði að vinnu­afl kvenna af lægri stéttum hald­ist ávallt mjög ódýrt, svo ódýrt að upp­hæðin sem fyrir það fæst dugir ekki til að tryggja afkomu. Segja má að þessi stað­reynd sé skrifuð inní ein­hverja þjóð­ar­sátt, hún er kerf­is­bund­inn nálgun á líf lág­launa­kvenna, kerf­is­bundin grimmd, kerf­is­bundin van­virð­ing. Inní vand­anum býr einnig ástandið á hús­næð­is­mark­aði, þar sem lág­launa­konur sem ekki eru svo heppnar að deila heim­il­is­út­gjöldum með ann­ari full­orð­inni mann­eskju eiga ekki séns á að eign­ast sitt eigið hús­næði og þurfa þess­vegna að sjá af stórum hluta ráð­stöf­un­ar­tekna sinna í vasa eigna­stétt­ar­inn­ar, sem fríar sig sam­fé­lags­legri ábyrgð með því að græðg­i­svæða allt hús­næði og ýtir með því undir aukna stétt­skipt­ingu og mis­skipt­ingu.

Það hefur eng­inn staðið með lág­launa­konum á kerf­is­bund­inn hátt, þrátt fyrir að þær verði fyrir kerf­is­bund­inni kúg­un. Það hefur eng­inn tekið að sér að benda sam­fé­lag­inu kerf­is­bundið á virkni kerf­is­ins og hvernig það nær­ist á lík­ama okkar og sál, hvernig það tekur ekki til­lit til til­veru­réttar okk­ar, hvernig það starfar eftir hug­myndum um að kvenna­störf séu minna virði en önnur störf, hvernig það sýnir aðfluttum lág­laun­konum algjört kald­lyndi og hvernig það er heims­meist­ari í hræsni; slær sér á brjóst og þyk­ist vera kven­vænt á sama tíma og það hefur sem for­gangs­at­riði að kreista eins mikið af vinnu útúr lág­launa­konum fyrir eins lít­inn pen­ing og hægt er.

Lág­launa­konur þekkja kerfið afskap­lega vel. Það hefur mótað okk­ur. Við vitum mjög vel að það styðst ein­göngu við hag­nýt­ing­ar­sjón­ar­mið gagn­vart okkur og við vitum vel hver stétta­staða okkar er. Við vitum það af afskap­lega ein­faldri ástæðu: Fyrsta hvers mán­aðar er okkur send áminn­ing um hana í formi launa­seð­ils, þegar okkur er afhentur smá­skammtur af pen­ingum fyrir heilan mánuð af vinnu og okkur sagt, þegar við berum okkur illa og bendum á hið aug­ljósa, að skammt­ur­inn dugi ekki til eins né neins, að kaupa dömu­bindin og Íbú­fen-ið fyrir „upp­¬safn¬aða raun¬á¬vöxtun ráð¬­stöf¬un¬­ar¬­tekna”. Reynsla okkar af kerf­inu er ástæðan fyrir því að við ætlum að rísa upp. Upp­risa okkar er ein­fald­lega afleið­ing órétt­læt­is­ins sem við höfum verið beitt­ar, fram­koman við okk­ur, áhuga­leysið, skiln­ings­leysið, afskipta­leysið hefur leitt okkur það fyrir sjónir að bar­átta er eina leið­in. Efna­hags­leg kúgun leiðir af sér bar­áttu fyrir efna­hags­legu frelsi.

Ég til­heyri stétt lág­launa­kvenna og mér finnst fárán­legt að yfir­stétt karla ætlist ein­fald­lega til þess að ég við­ur­kenni að líf lág­launa­kon­unnar sé aug­ljós­lega minna virði en líf þeirra, að tími lág­laun­kon­unnar sé frá nátt­úr­unnar hendi millj­ón, nei, millj­arð-sinnum minna virði en tími ríka karls­ins, að ég bugti mig og beygi fyrir lög­málum kerfis sem tekur ekk­ert til­lit til mín eða þarfa minna. Ég er lág­launa­kona og mér finnst fárán­legt að yfir­stétt karla haldi að ég muni nokkru sinni við­ur­kenna að líf lág­launa­kon­unnar sé svo lít­ils virði að það megi ekki einu sinni berj­ast fyrir því að grund­vall­ar­hug­myndir lýð­ræð­is­sam­fé­lags­ins um frelsi og rétt­læti eigi líka við um hana.

Ég er lág­launa­kona og ég mun aldrei hætta að trúa á draum­inn um að lág­launa­konan fái loks­ins notið rétt­lætis og sann­girni í íslensku sam­fé­lagi. Ég er lág­launa­kon­u-­femínisti og ég segi eins og Ang­ela Dav­is: Ég ætla ekki lengur að sætta mig við það sem ég get ekki breytt. Ég ætla að breyta því sem ég get ekki sætt mig við. Ég er lág­launa­kon­u-­femínisti og ég ein­fald­lega krefst þess að fámenn yfir­stétt karla kom­ist ekki lengur upp með að taka allar ákvarð­anir sem snúa að efna­hags­legri til­veru minni og þeirra kvenna sem hafa verið dæmdar til að bera fárán­legar byrðar í nafni sam­ræmdrar lág­launa­stefnu. Ég ein­fald­lega krefst þess að sú sam­fé­lags­lega grimmd­ar-­gildra, sem gerir það að verkum að það er sama hvert lág­launa­konan snýr sér, hún fær lítið borgað hér og lítið borgað þar, verði tekin sam­stundis úr sam­bandi.

Það er kúgun fólgin í því að dæma aðra mann­eskju til þess að fá ekki nóg til að fram­fleyta sér, það er kúgun fólgin í því að bil­ast af frekju þegar mann­eskjan kvartar undan stöðu sinni og það er kvenna­kúgun fólgin í því að ætla að kremja bar­áttu lág­launa­kvenna fyrir rétt­læti. Það er löngu tíma­bært að íslenskir karlar sem til­heyra efna­hags­legri og póli­tískri valda­stétt hætti að ein­blína á eigin lang­anir og þarfir og fari, í fyrsta skipti, að hugsa um þarfir og lang­anir ann­arra. Þeir eiga að byrja á þörfum og löng­unum lág­launa­kvenna og með því sýna sátta­vilja, sýna fram á get­una til að hugsa um hlut­ina öðru­vísi en ein­göngu út frá eigin sjón­ar­mið­um, get­una til að sýna til­lits­semi, get­una til að hlusta, skilja og þroskast.

Við lág­launa­konur erum í stétta­bar­áttu. Bar­áttan okkar snýst um betri laun og öruggt hús­næði á eðli­legu verði. Hún snýst um mögu­leik­ana á að vera eitt­hvað meira en ódýrt vinnu­afl, um brauð og rós­ir. Hún snýst um lýð­ræði, frelsi og rétt­læti. Hún er óum­flýj­an­leg og henni ber að fagna. Hún er kvenna­bar­átta og því ber að fagna.

Að lok­um.

Ég umorða loka­orð Bar­böru Ehren­reich í bók sinni um líf lág­launa­fólks, Nickel and Dimed örlítið og geri að mín­um:

Dag einn munu þær þreyt­ast á því að upp­skera svo lítið og krefj­ast þess að fá það greitt sem þær eiga skil­ið. Þessum degi mun fylgja mikil reiði, honum fylgja verk­föll og upp­nám. En ver­öldin ferst ekki og við verðum á end­anum öll betur sett.

Sjá­umst 8. mars.

Höf­undur er for­maður Efl­ingar

Pottersen
Pottersen
Pottersen 16. þáttur: Harry fer í bað
Kjarninn 24. maí 2019
Skattakóngar eða -drottningar verða ekki opinberaðar af skattinum
Ríkisskattstjóri mun ekki senda út upplýsingar til fjölmiðla um þá 40 einstaklinga sem greiða hæstu skattana, líkt og hann hefur gert árum saman. Ástæðan er ákvörðun Persónuverndar í máli gegn Tekjur.is.
Kjarninn 24. maí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Huawei missir Android og ARM leyfi, nýjar Macbook Pro tölvur komnar á markað og Game of Thrones Galaxy Fold á leiðinni
Kjarninn 24. maí 2019
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Þakkar Miðflokksmönnum staðfestu varðandi þriðja orkupakkann
Formaður VR skorar á ríkisstjórnina að fresta málinu um þriðja orkupakkann fram á haust og biður um að þjóðin fái andrými til að kynna sér málið betur.
Kjarninn 24. maí 2019
Ýmsar jurtamjólk­urtegundir eru fá­an­leg­arhér á landi.
Sala á jurtamjólk aukist um tæplega 400 prósent
Bæði eftirspurn og úrval jurtamjólkur hafa aukist til muna hér á landi á síðustu árum. Sala á jurtamjólka hefur aukist um 386 prósent hjá matvöruverslunum Krónunnar á síðustu þremur árum.
Kjarninn 24. maí 2019
Theresa May tilkynnti þessa ákvörðun sína í morgun.
Theresa May segir af sér
Theresa May mun láta af embætti forsætisráðherra Bretlands og hætta sem leiðtogi Íhaldsflokksins 7. júní næstkomandi.
Kjarninn 24. maí 2019
Fíknivandinn breiðir úr sér
Lítið hefur gengið að vinna gegn útbreiðslu fíkniefna. Það er óhætt að segja að það sé ekki íslenskt vandamál, því stríðið gegn fíkniefnum virðist með öllu óvinnandi. Á Íslandi hefur fjöldi ungs fólks fallið frá úr of stórum skammti á skömmum tíma.
Kjarninn 24. maí 2019
Skýrsla um neyðarlánið frestað í þriðja sinn á örfáum vikum
Skýrsla um afdrif neyðarláns Seðlabanka Íslands til Kaupþings, og hvernig unnið var úr veðinu sem tekið var vegna lánsins, hefur enn og aftur verið frestað. Lánið kostaði íslenska skattgreiðendur 35 milljarða en skýrslan hefur verið í vinnslu frá 2015.
Kjarninn 24. maí 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar