Hvert er markmið verkalýðshreyfingarinnar?

Þorvarður Bergmann Kjartansson skrifar um verkalýðsbaráttuna. Hann segir að eina vopnið sem vinnandi fólk hefur sér til varnar er skipulögð verkalýðshreyfing sem er tilbúin að draga línu og segja „við vinnum ekki fyrir minna en þetta“.

Auglýsing

Sam­fé­lagið skipt­ist gróf­lega í tvo hópa: þá sem halda sér og sínum uppi með vinnu sinni; og þá sem halda sér og sínum uppi með vinnu ann­arra. Kap­ít­al­íska kerfið bygg­ist alfarið á tengsl­unum á milli vinn­andi manns og atvinnu­rek­anda. Vinn­andi maður hefur ekk­ert að selja á mark­aðnum nema vinn­una sína. Atvinnu­rek­and­inn ræður hann til að búa til verð­mæti sem hægt er að selja á mark­aði. Í stað­inn býður hann honum laun.

Starfs­mað­ur­inn kemur í vinn­una fimm sinnum í  viku, notar sína vöðva og heila til að búa til verð­mæti og þegar vinnu­dag­ur­inn er búinn fer hann heim og skilur verð­mætin eftir hjá atvinnu­rek­and­an­um.

Það er mik­il­væg for­senda fyrir því að þetta fyr­ir­komu­lag eigi sér stað. Heildar verð­mæti þess sem vinnu­mað­ur­inn býr til þarf að vera meira en pen­ing­ur­inn sem atvinnu­rek­and­inn borgar honum til baka. Ef vinnu­maður býr til stól sem er 10.000 kr. virði í sölu, þarf atvinnu­rek­and­inn að borga honum minna en 10.000 krón­ur. Ef vinnu­mann­inum er borgað virði vinnu sinnar er eng­inn afgangur fyrir atvinnu­rek­and­ann. Í kap­ít­al­ísku kerfi munt þú aldrei fá borgað virði vinnu­fram­lags­ins sem þú skil­ar.

Auglýsing

Atvinnu­rek­and­inn og vinnu­mað­ur­inn hafa gagn­stæð mark­mið. Atvinnu­rek­and­inn vill fá eins mikil verð­mæti (vinnu) úr vinnu­mann­inum fyrir eins lág laun og hægt er. Á sama tíma vill vinnu­mað­ur­inn fá eins há laun frá atvinnu­rek­and­anum fyrir eins litla vinnu og hægt er. Atvinnu­rek­endur hafa í eðli sínu yfir­hönd­ina á þessu sviði þar ­sam þeir eru fáir en vinn­andi fólk er margt. Ef þú ert ekki til í að taka þeim kjörum sem þér eru boðin er röð af fólki úti sem myndi taka vinn­una í þinn stað.

Eina vopnið sem vinn­andi fólk hefur sér til varnar er skipu­lögð verka­lýðs­hreyf­ing sem er til­búin að draga línu og segja „við vinnum ekki fyrir minna en þetta“. Þetta virkar aðeins með sam­stöðu vinn­andi fólks. Þetta hefur vinn­andi fólk oft þurft að gera og nú þurfum við að gera þetta aft­ur. Ef fólk fær ekki nógu há laun til að halda sér uppi er það atvinnu­rek­and­inn sem hefur ákveðið að þú átt ekki skilið hærri laun en þetta. Og ef þau eru ekki nóg til að lifa af, þá hefur hann ákveðið að þú eigir það ekki skil­ið. Þetta er ofbeldi. Ofbeldi sem hendir fólki út á göt­una. Ofbeldi sem sveltir fólk seinni part hvers ein­asta mán­að­ar.

Á sama tíma og við þurfum að standa fast saman til að berj­ast fyrir okk­ar, þá er einn mik­il­vægur punktur sem við þurfum að muna. Það er að við höfum gert þetta oft áður í áranna rás. Við sem verka­lýður höfum barist fyrir okk­ar, aftur og aft­ur. Síð­an, þegar við lítum und­an, rýrna gæðin og þá er tími til þess að berj­ast fyrir því aft­ur. Þetta er bar­átta eftir bar­áttu í enda­lausu stríði.

Stríð sem endar aldrei verður aldrei unn­ið. Og þá vaknar upp spurn­ingin um hvernig bar­áttan verði unn­in. Hvernig myndi það líta út?

Mér finnst það ein­kenni­legt hvað fáir hugsa um það og finnst eins og verka­lýðs­bar­áttan snú­ist um það að berj­ast að eilífu. Berj­ast í dag til að lifa af og berj­ast svo aftur á morg­un.

Mark­miðið hefur gleymst, en það mark­mið var með­vitað á upp­hafs­dögum verka­lýðs­bar­átt­unn­ar. Upp­runi bar­átt­unnar bygg­ist á tengsl­unum á milli atvinnu­rek­anda og vinn­andi manns. Svo lengi sem þessi tengsl eru til staðar mun bar­áttan halda áfram. Við sigrum með því að rjúfa þessi tengsl, eða rétt­ara sagt: leiða bar­átt­una til lykta. Við þurfum að grafa okkur upp úr því hug­ar­fari að vinn­andi fólk þurfi alltaf að vinna fyrir atvinnu­rek­anda, við þurfum að vinna að breyttu fyr­ir­komu­lagi þar sem atvinnu­rek­and­inn og vinnu­fólkið eru sömu aðil­arn­ir. Þar sem fyr­ir­tæki eru fylli­lega í lýð­ræð­is­legri eig­u ­starfs­mann­anna ­sem þar vinna. Þar sem vinn­andi fólk ákveður í sam­ein­ingu hvað er fram­leitt, hvernig það er fram­leitt og hvað er gert við verð­mæt­in.

Í rit­gerð­inni „What do we r­eally know a­bout wor­ker co-oper­ati­ves?“ eftir hag­fræð­ing­inn Virg­ini­e Pérot­in eru skoðuð starfs­manna-­sam­vinnu­fé­lög í Evr­ópu, Banda­ríkj­unum og Rómönsku-Am­er­íku, sem er stærsta rann­sókn sinnar teg­und­ar,  kemur fram að slík félög eru hag­kvæm­ari í rekstri, bæði út af því að þau þurfa ekki að borga út arð og end­ur­fjár­magna meira aftur í rekst­ur­inn; og vegna þess að starfs­fólkið vinnur betur og „gáfu­leg­ar“. Þetta er í takt við þá hug­mynd, að fólk vinni betur ef það á eitt­hvað í því sem það ger­ir.

Launa­mun­ur­inn er minni á milli yfir­manna og almenns vinn­andi fólks, enda myndi starfs­fólkið aldrei sam­þykkja ofur­laun fyrir fáa.

Þeirri hug­mynd er haldið á lofti, að ríkið geti ekki rekið neina fram­leiðslu af því að það sé eng­inn hvati til staðar þegar fólk á ekki neitt í verð­mæt­unum sem það skap­ar. Af hverju hundsum við þessi rök þegar kemur að kap­ít­al­ískum fyr­ir­tækj­um? Þar græðir hinn almenni starfs­maður ekk­ert á því að fyr­ir­tæk­inu gangi vel.

Í sam­fé­lagi sem montar sig af lýð­ræð­is­legum gild­um, af hverju finnst okkur nóg að hafa póli­tískt lýð­ræði en ekk­ert efna­hags­legt lýð­ræði; þar sem fólk eyðir mestum sínum tíma á einka­rekn­um, kap­ít­al­ískum vinnu­stöð­um, stjórnað af litlum ein­ræð­is­herrum?

Núna eru kosn­ingar til stjórn­ar VR­ og ég er í fram­boði. Of margir skipta sér ekki af þessum kosn­ingum og leyfa því öðrum að taka þessar ákvarð­anir fyrir sig. Ef við viljum sjá end­ann á þess­ari eilífu bar­áttu þá þurfum við að vinna fyrir því. Það er vinna sem ég vill taka að mér í stjórn­ VR.Þor­varður Berg­mann Kjart­ans­son er í fram­boði til stjórnar VR.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þríeykið: Þórólfur, Alma og Víðir.
Takk fyrir ykkur
„Í dag er stór dagur,“ sagði sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar átti hann við enn eitt skrefið í afléttingu takmarkana. Í hugum landsmanna var dagurinn þó ekki síst stór því fundurinn var sá síðasti – í bili að minnsta kosti.
Kjarninn 25. maí 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Um Alaskaarðinn og íslenska arfinn
Kjarninn 25. maí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Mjög áhugavert að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt“
Forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að áhugavert væri að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt en hún var meðal annars spurð út í fram­sal hluta­bréfa­eigna aðaleigenda Samherja til afkomendanna.
Kjarninn 25. maí 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís þakkar þríeykinu fyrir sitt framlag
Heilbrigðisráðherra þakkaði Ölmu, Þórólfi og Víði á síðasta upplýsingafundi almannavarna í dag. Hún minnti einnig á að baráttunni væri enn ekki lokið.
Kjarninn 25. maí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Veiran mögulega að missa þróttinn
Sóttvarnalæknir segir að hugsanlega sé kórónuveiran að missa þróttinn. Þeir sem smitast hafa af COVID-19 undanfarið eru ekki mikið veikir. Aðeins sex smit hafa greinst hér á landi í maí.
Kjarninn 25. maí 2020
Píratar mælast næst stærstir í nýrri skoðanakönnun frá MMR
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 23,5 prósent fylgi í nýrri könnun MMR, en þar í kjölfarið koma Píratar með 14,6 prósent fylgi. Framsóknarflokkurinn væri minnsti flokkurinn sem næði inn þingmanni miðað við þessa könnun og mælist með 6,4 prósent fylgi.
Kjarninn 25. maí 2020
Frá Bræðslunni í fyrra. Næsta Bræðsla verður árið 2021.
„Samfélagsleg skylda“ að aflýsa Bræðslunni
Tónlistarhátíðin Bræðslan fer ekki fram í sumar. Skipuleggjendur hátíðarinnar segja það samfélagslega skyldu sína að aflýsa hátíðinni og vilja koma í veg fyrir alla mögulega smithættu.
Kjarninn 25. maí 2020
Ólafur Arnalds
Gagnsæi og rangsnúnir landbúnaðarstyrkir
Kjarninn 25. maí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar