Trúverðugleiki stofnana

Smári McCarthy, þingmaður Pírata, spyr hversu margar vinnustundir á Alþingi hafi farið til spillis undanfarin ár vegna fúsks og flumbrugangs, yfirhylmingar spillingarmála, ófaglegri framkvæmd ríkisvalds og öðrum árásum á undirstöður íslensks samfélags.

Auglýsing

Þegar skoð­aður er munur á ríkum og fátækum sam­fé­lögum er ekki að gæta sterkrar fylgni milli vel­gengnis og aug­ljós­ari þátta eins og stærð­ar, íbúa­fjölda, nátt­úru­auð­lind­ir, teng­ingar við umheim­inn eða aðgengi að mörk­uð­um. Allir þessir þættir hafa vissu­lega ein­hver áhrif, en sá þáttur sem virð­ist ráða mestu í reynd er trú­verð­ug­leiki stofn­anna­kerf­is­ins. Þetta hefur komið fram í ýmsum rann­sókn­um, meðal ann­ars úttekt World Economic For­um.

Trú­verð­ug­leiki stofn­anna skýrist af mörgum þátt­um: traust almenn­ings til stofn­anna, skil­virkni vinnu þeirra, umfang spill­ing­ar, og svo fram­veg­is. Menn­ing stofn­anna skiptir því máli. Ef ríkt er í menn­ing­unni að mis­tök eru ekki leið­rétt, mis­gjörðir sóp­aðar undir tepp­ið, póli­tísk ábyrgð hundsuð og frænd­hygli víð­fem, þá má allt eins gera ráð fyrir því að traust almenn­ings rýrni, skil­virknin minn­ki, spill­ingin aukist, og geta stofn­un­ar­innar til að sinna sínu hlut­verki sé almennt minni en ákjós­an­legt væri.

Það er þetta umfram annað sem gerir Dan­mörk að rík­ara landi en Ítal­ía. Ítalía er stærra, fjöl­menn­ara, með betri land­fræði­lega stað­setn­ingu, umtals­vert meiri auð­lind­ir, og jafn mikið mark­aðs­að­gengi, en ólíkt Dan­mörku eru umfangs­mikil vanda­mál í Ítölsku stofn­anna­kerfi sem bitnar á íbúum lands­ins á ótal veg­u. Frá hruni hafa ýmsar stofn­anir á Íslandi glímt við trú­verð­ug­leika­vanda­mál. Alþingi, rík­is­stjórn­ir, Seðla­bank­inn, banka­kerf­ið, dóms­stólar og ýmsar aðrar stofn­anir hafa þurft að ganga í gegnum hreins­un­ar­eld. Sumar þeirra hafa gert það, og í þeim til­fellum hefur traust aukist, skil­virkni lag­ast og friður kom­ist á.

Auglýsing

En sumar stofn­anir hafa harð­neitað að taka sig á. Hvort sem það er vegna hags­muna­gæslu, for­rétt­inda­blindu, mis­skiln­ings á sínu hlut­verki eða óbilandi trúar á eigið ágæti hafa sumar stofn­anir gert sig heima­komna í ákveðnum for­arpyttum og láta sem það sé full­komn­lega eðli­legt.

Það er helst Alþingi sem hefur átt erfitt með að end­ur­nýja trú­verð­ug­leika sinn. Þótt margar heið­ar­legar til­raunir hafi verið gerðar og almennt hafi flest miðað í rétta átt, þá eru upp­á­komurnar sem grafa undan trausti almenn­ings og fram­kalla drama­köst og kergju inn­an­húss enn svo tíðar og svo umfangs­miklar að þrjú skref eru stigin aft­urá­bak fyrir hver tvö sem stigin eru áfram.

Sumir ein­stak­lingar (og flokk­ar) á Alþingi virð­ast ekki hafa það í sér að leggja eigin hags­muni til hliðar í þágu heild­ar­inn­ar. Við þurfum að þola Klaust­urs­menn, núver­andi met­hafa í stofn­anna­legri trú­verð­ug­leika­rýr­ingu með frjálsri aðferð. Við þurfum að þola fjár­mála­ráð­herra sem hefur orðið upp­vísa að því að stinga óþæginegum skýrslum undir stól rétt fyrir kosn­ingar og hefur tengst eignum í skatta­skjól­um. Við þurfum að þola ýmis­legt fleira í þessum dúr. En núna er það dóms­mála­ráð­herrann, sem hefur dregið heila aðra stofnun með sér í svað­ið.

Það þarf ekki að rekja máls­at­vik nánar - dómur Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu gerir það ágæt­lega. Orðum það bara þannig að þegar póli­tísk frekja og sér­hags­muna­gæsla ráð­herra verður til þess að maður sem ákærður er fyrir öku­rétt­inda­lausan akstur undir áhrifum vímu­efna nær að leggja Íslenska ríkið á grund­velli þess að honum hafi verið neitað um sann­gjörn rétt­ar­höld vegna ólög­mætrar skip­unar dóm­ara, þá er fokið í flest skjól.

Gjarnan heyr­ist, aðal­lega frá Sjálf­stæð­is­mönn­um, að þeir sem gagn­rýna hvernig vald­inu er (mis­)beitt eða bera spill­ing­una á torg séu þeir sem skaða trú­verð­ug­leika kerf­is­ins. Enda er löng hefð meðal íhalds­manna að skjóta sendi­boð­ann. En þetta er lát­bragðs­leikur sem við höfum ekki efni á, sem sam­fé­lag, leng­ur.

Hversu margar vinnu­stundir á Alþingi hafa farið til spillis und­an­farin ár vegna fúsks og flumbru­gangs, yfir­hylm­ingar spill­ing­ar­mála, ófag­legri fram­kvæmd rík­is­valds og öðrum árásum á und­ir­stöður sam­fé­lags­ins okk­ar? Hversu mikið betra hefði verið að sá tími yrði nýttur í að byggja upp hag­kerfið okk­ar, styrkja inn­viði, efla vel­ferð og hlúa að umhverf­in­u? ­Traust almenn­ings til Alþingis er vand­ræða­lega lít­ið, en það er í einu og öllu skilj­an­legt að fólk sé pínu var­færið gagn­vart lög­gjaf­ar­vald­inu eins og því hefur verið beitt und­an­farin ár. Eina leiðin til að end­ur­heimta traust er að vinna sér það inn. En Í dag eru engar ein­fald­ari leiðir til að auka traust til Alþingis en að það fólk sem hefur unnið stofn­un­inni mestan skaða víkji burt.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar