Karlar og tilfinningar

Sálfræðingur skrifar um tilfinningar karlmanna og hvernig þeir tala um þær - eða tala ekki um þær.

Auglýsing

Umræðan um stöðu karl­manna í nútíma­sam­fé­lagi hefur auk­ist und­an­far­ið. Sú umræða er þó á við­kvæmu stigi og virð­ist oft afvega­leið­ast inn í deilur um ein­staka álits­gjafa og póli­tík eins og oft vill verða. 

Þá er mik­il­vægt að skoða aðal­at­rið­in. Erlendar rann­sóknir benda ein­dregið í þá átt að karlar sæki síður til sál­fræð­inga og geð­lækna vegna til­finn­inga­vanda eða geð­rask­ana en kon­ur. Þeir virð­ast einnig treg­ari til að sækja til læknis almennt. Þetta virð­ist þó ekki ein­ungis vera bundið við heim­sóknir karla til sér­fræð­inga heldur eru þeir einnig tals­vert ólík­legri til að ræða til­finn­inga­vanda sinn við vini og vanda­menn en kon­ur. 

Þeim sem líður verst eru síst lík­legir til að sækja sér hjálp sem kemur því miður fram því í að karlar eru 3-4 sinnum lík­legri til að falla fyrir eigin hendi en kon­ur. Karlar leita sér ein­fald­lega síður hjálp­ar. Ég hef starfað sem sál­fræð­ingur á stofu og í fjar­við­tölum í að nálg­ast ára­tug. Á þeim tíma hef ég hitt rúm­lega þús­und skjól­stæð­inga og mundi ég áætla að um 35% þeirra væru karl­ar, sem sam­ræm­ist öðrum tölum sem ég hef lesið erlendis frá. Aukið jafn­vægi í þessu væri allra hag­ur. 

Auglýsing

Karl­menn lifa í nýjum og breyttum heimi

Sam­fé­lags­legar breyt­ingar hafa verið ótrú­legar á síð­ustu ára­tugum og ekki sér fyrir end­ann á þeim. Hlut­verk kynj­anna hafa breyst sam­hliða. Allt er á hreyf­ingu. Það sem var í gær er lík­lega orðið úrelt á morg­un. Allar breyt­ing­ar, hversu jákvæðar sem þær kunna síðar að reyn­ast valda óvissu hjá fólki. Óvissu fylgir óör­yggi. Þessar áskor­anir í breyttum heimi kalla því á ný við­brögð af okkar hálfu. Þar held ég að til­finn­inga­þroski og skiln­ingur á eigin hegðun og ann­arra muni skipta lyk­il­máli. 

Hlut­verk karla hafa áður snúið að verk­efnum sem byggja á lík­ams­styrk eins og veiðum eða vörnum fyrir utan­að­kom­andi hættu á meðan konur hafa frekar sinnt verk­efnum þar sem sam­skipti og umönnun eru í fyr­ir­rúmi. Það er því eðli­legt að konur eigi að öllu jöfnu auð­veld­ara með að tjá til­finn­ingar sínar og eiga í sam­skiptum í dag. Það er hætt við að þeir sem eiga erf­iðar með sam­skipti í nútíma­sam­fé­lagi muni drag­ast aftur úr sam­hliða þessum breyt­ingum og þar eru karlar við­kvæm­ari en kon­ur. 

Karlar og konur hafa sömu til­finn­ingar og hafa sömu get­una til að finna þær innra með sér. Karlar tala hins vegar síður um það við aðra hvað bær­ist þeim í brjósti. Þetta kann­ast ég við úr eigin starfi þar sem karlar eru oft mun knapp­ari í lýs­ingum á líðan sinni en konur auk þess sem þeir eru mun lík­legri til að koma í við­töl af áeggjan konu sinnar en öfugt. Nú gæti ein­hver sagt að karlar geti sjálfum sér um kennt. Þeir séu bara svo bældir og þeir þurfi bara að taka sig á til að læra að tala eins og menn til að geta tekið þátt í umræð­unni. En munum þá hversu risa­vax­inn líf­fræði­leg og félags­leg öfl eru að verki og ekki létt verk að reyna að hnika þeim til. Ef að karlar finna sér ekki sína eigin rödd í þessu ferli og læra á sínum eigin for­sendum að tala sínu máli er hætt við að margir verði ósáttir og fyllist ótta og van­líð­an. Sem hefur slæmar afleið­ingar fyrir alla.

Getur þú hjálpað mér?

Það er því gríð­ar­lega mik­il­vægt að karlar og drengir nái öfl­ug­ari tökum á þessu flókna tján­ing­ar­formi – að tjá til­finn­ingar sín­ar. Til þess að geta það þurfum við að æfa okk­ur. Af krafti og ein­lægni. Þá er nauð­syn­legt að tala við fólk í kring um sig eða leita til fag­manna. Við þurfum að átta okkur á að þetta er oft sárs­auka­fullt ferli því við erum að brjóta upp gömul hegð­un­ar­mynst­ur. Hin nýja birt­ing­ar­mynd karl­mennsk­unnar er að geta tjáð sig opið og óhikað í eigin per­sónu og það er ólík­legt að rétti vet­vang­ur­inn til þess séu sam­fé­lags­miðlar til að byrja með. Við þurfum að gera það með öðrum for­merkjum en hingað til. 

Ef að maður hefur áður beitt bola­brögðum og stjórn gagn­vart umhverf­inu þarf hann að finna sárs­auk­ann sinn og segja frá hon­um: 

Stundum verð ég svo hrika­lega hræddur án þess að vita hvað er að og þá verð ég reiður í stað­inn

Ef að maður hefur van­ist að gefa eftir og sýna und­ir­gefni þarf hann að fara að setja mörk og tjá sig af festu um hvað það er sem hann vill: 

Mér líður ekki vel þegar þú talar svona við mig og vil að þú hættir því.

Maður sem hefur ávallt verið sjálf­stæður og fjar­lægur vegna þess að hann treystir ekki mundi mögu­lega þurfa að horfast í augu við:

Ég hef alltaf ótt­ast að vera hafnað og hef því valið að vera einn

Sumir sem breyta engu af ótta við mis­tök þótt þeir eigi sér drauma um breytt líf gætu sag­t: 

Mig hefur lengi dreymt um þetta en ekki treyst mér að sækj­ast eftir því. Getur þú hjálpað mér?

Þetta er óvissu­för og til­finn­ingar okkar virð­ast oft fjar­læg­ari en sjálfur him­in­geim­ur­inn. Við erum varir um okkur og stígum var­lega til jarð­ar. Stundum verðum við klaufa­legir eða skellum aftur í lás ef að okkur finnst til­raunum okkar ekki nógu vel tek­ið. Munum þó að öll slík vinna er óend­an­lega spenn­andi og gef­andi og aldrei að vita hvert hún leiðir okk­ur. 

Þessi vilji til breyt­inga er á ábyrgð hvers og eins en því opn­ara sem sam­fé­lag­ið, konur og karl­ar, eru fyrir slíkri vinnu því betur mun þetta ganga. Það er nauð­syn­legt að allir fái tæki­færi til að tala og tjá sig um það sem liggur þeim á hjarta. Við öðl­umst ekki styrk án við­náms og þroskumst ekki í ein­rúmi.

Höf­undur er sál­fræð­ing­ur.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kórónaveiran breiðist út – Viðbúnaður aukinn í Bandaríkjunum
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur lýst því yfir, að nauðsynlegt sé að auka viðbúnað til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Magnús Halldórsson
Ekki gleyma listinni í stjórnmálabröltinu
Kjarninn 21. febrúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra setti tvo dómara við Landsrétt í dag.
Sandra og Ása settar dómarar við Landsrétt
Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að setja tvö af þeim þremur umsækjendum sem metnir voru hæfastir til að gegna embætti dómara við Landsrétt í embætti við réttinn. Niðurstaða dómnefndar tók breytingum frá því að hún lá fyrir í drögum og þar til hún var birt.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 30. þáttur: Minning um helkrossa
Kjarninn 21. febrúar 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Allt um nýju Samsung símana
Kjarninn 21. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Greiða atkvæði um samúðarverkfall
Verkföll Eflingarfélaga hjá einkareknum skólum og nágrannasveitarfélögum Reykjavíkurborgar verða sett í atkvæðagreiðslu eftir helgi.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stöðu hverra þarf raunverulega að „leiðrétta“?
Kjarninn 21. febrúar 2020
Frosti hættur hjá ORF Líftækni
Forstjóri ORF Líftækni hefur sagt upp störfum hjá fyrirtækinu, en mun sinna starfinu áfram þar til eftirmaður verður ráðinn. Vinna við að finna þann aðila er þegar hafin.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar