Þurfa tekjur alltaf að duga fyrir gjöldum?

Sjálfbærni viðskiptamódela er ekki alltaf aðalatriðið. Eða hvað?

Auglýsing

Í rekstr­ar­hag­fræði er kennt að tekjur verði að duga fyrir gjöldum þegar horft er til lengri tíma, tíma­bundin frá­vik geta komið upp, tekjur duga þá aðeins fyrir breyti­legum kostn­aði að mestu eða fullu en ekki föstum kostn­aði (nema þá að hluta). Slíkt ástand getur þó ekki varað lengi, fyr­ir­tækið gengur þá á eigið fé sitt sem að lokum klár­ast og verður ógjald­fært. 

Umræðan um rekstr­ar­grund­völl inn­lendra flug­fé­laga og afkomu þeirra á síð­ustu miss­erum hefur að stórum hluta snú­ist um hvort þessi grund­vall­ar­setn­ing rekstr­ar­hag­fræð­innar sé til staðar en afkoma þeirra á síð­ustu miss­erum bendir ótví­rætt til að svo hafi ekki ver­ið. Mikið tap hefur verið á rekstri þeirra sem kallar á breyt­ingar á rekstr­ar­lík­ani svo snúa megi tapi í hagn­að.

En er það endi­lega svo?

Auglýsing

Í mínum huga er ekki hægt að horfa á þetta sam­hengi með þröngum augum rekstr­ar­hag­fræð­innar – eðli­lega væri best ef svo væri en það er bara ekki í boði. Hér er nefni­lega svo miklu meira í húfi. Og til að gera langa sögu stutta getur verið skyn­sam­legt (jafn­vel nauð­syn­legt) að hér á þess­ari ein­angr­uðu eyju séu flug­fé­lög eða flug­fé­lag sem flytur erlenda ferða­menn til lands­ins og tapar á því pen­ing­um. Slíkt ástand getur komið upp ef til dæmis núver­andi far­miða­verð er of hátt til að ná full­ri/­góðri nýt­ingu á þá fasta­fjár­muni sem atvinnu­greinin hefur yfir að ráða (Kefla­vík­ur­flug­velli, flug­flota, hót­elum etc.). Undir slíkum kring­um­stæðum getur verið ásætt­an­legt að einn þáttur í fram­leiðslu­ferl­inu (flutn­ingur ferða­manns­ins til lands­ins) sé rekið með (smá­vægi­legu) tapi ef og aðeins ef tapið af flug­ferð þessa ferða­manns til lands­ins er vegið upp með öðrum hætti. Það væri sam­fé­lags­lega hag­kvæm­ast.

Fyrir aðeins nokkrum árum var hlut­deild inn­lendra flug­fé­laga á Kefla­vík­ur­flug­velli hátt í 100%, ein­staka erlent flug­fé­lag hélt uppi áætl­ana­flugi til lands­ins og þá helst á háanna­tíma. Á allra síð­ustu árum hefur þetta breyst og nokkur erlend flug­fé­lög halda núna uppi áætl­ana­flugi til lands­ins allan árs­ins hring. Hlut­deild inn­lendu flug­fé­lag­anna hefur á sama tíma dreg­ist saman þrátt fyrir að fjöldi far­þega hefur auk­ist mikið og er það góðs viti, ennþá er þó hlut­deild þeirra 60-70% af heild­ar­um­svifum á Kefla­vík­ur­flug­velli en mun núna drag­ast veru­lega saman vegna frá­falls WOW.

Ekki er óraun­hæft að ætla að þau erlendu flug­fé­lög sem hingað fljúga geri þá kröfu að tekjur dugi fyrir breyti­legum kostn­aði og jafn­vel öllum kostn­aði (þar með talið ávöxtun á eigið fé). Sem hlut­fall af veltu eða fram­legð er Kefla­vík­ur­flug­völlur hins vegar ekki veiga­mik­ill þáttur fyrir þau erlendu flug­fé­lög sem hingað fljúga – frá því að vera langt undir 1% og í allra mesta lagi fáein pró­sent. Kefla­vík­ur­flug­völlur er hins vegar mið­stöð fyrir inn­lendu flug­fé­lögin – hann er kjarn­inn í þeirra starf­semi hvernig sem á málið er lit­ið. Ábend­ing ýmissa aðila um að við fall WOW opn­ist mögu­leiki fyrir önnur flug­fé­lög að fylla það skarð sem mynd­ast á því aðeins rétt á sér ef arð­semi flug­ferð­ar­innar – einnar og sér – er nægi­leg til að standa undir öllum kostn­aði. Þetta er ein­fald­lega bara ekki kjarni máls­ins eins og ég hef rakið hér að ofan. Kjarni máls­ins er að koma ferða­mann­inum til lands­ins og þá tekur við hin raun­veru­legi tekju­gef­andi fer­ill sem inn­lent efna­hags­líf hefur notið góðs af á síð­ustu árum – afkoma flug­fé­lag­anna er ekki aðal­at­riðið í þessu sam­hengi.

Fyrir ein­hæft hag­kerfi eins og það íslenska með sára­fáar tekju­gef­andi gjald­eyr­is­stoðir – hvað þá ein­hverjar sem eiga sér góða vaxta­mögu­leika – á og má velta því upp hvort það geti verið skyn­sam­legt að tapa fáeinum doll­urum á að flytja erlendan ferða­mann til lands­ins vegna þeirra afleiddu áhrifa sem koma hans veldur á aðra inn­lenda starf­semi (sér í lagi inn­streymi þess erlenda gjald­eyris sem dvöl hans hér á landi krefst í formi uppi­halds og sem styrkir alla verð­myndun á íslensku krón­unni eins og hefur verið á síð­ustu miss­erum).

En hvar finn­ast fjár­festar sem eru til­búnir að verð­leggja sína þjón­ustu með þessum hætti og horfa því einkum til almanna­hags­muna? Ríkið hefur í gegnum tíð­ina komið að ýmsum atvinnu­greinum án þess að arð­semi hafi leikið þar fyrstu fiðlu. Hér má nefna upp­bygg­ingu virkj­ana á sínum tíma og sem skil­aði lengi vel engri eða lít­illi arð­semi á fjár­magn og styrkja­kerfið í land­bún­aði er af mörgum talið bein (og óþörf) nið­ur­greiðsla til þeirrar atvinnu­grein­ar. Finna má fleiri dæmi en þessi tvö. Má ekki skil­greina aðkomu rík­is­ins að þessum atvinnu­greinum sem þátt­töku í áhættu­rekstri?

Á síð­ustu árum hefur byggst upp ný atvinnu­grein sem á mjög stóran þátt í þeim jákvæða við­snún­ingi sem efna­hags­lífið hefur gengið í gegnum – ríkið hefur notið góðs af þessu í formi beinna og óbeinna skatt­tekna og í fyrsta skipti í langan tíma hefur Seðla­bank­inn náð að byggja upp mynd­ar­legan og óskuld­settan gjald­eyr­is­vara­forða. 

Eini inn­lendi aðil­inn sem ber skylda til að koma að þessu verk­efni er hið opin­bera - þetta snýst nefni­lega um almanna­hags­muni. Þessa umræðu hefur mikið til vantað og síð­ast fyrir fáeinum dögum orð­aði fjár­mála­ráð­herra það eitt­hvað á þá leið„að ríkið setur ekki áhættu­fjár­magn í einka­rekst­ur“. Það er gömul saga og ný að þessi setn­ing dæmir sig sjálf.

Nú heyrir WOW sög­unni til og því áríð­andi að rík­is­valdið skoði með hvaða hætti það eigi að koma að flug­rekstri – beint eins og finnska, sænska og danska ríkið eða óbeint til dæmis með að skil­greina Ísavía sem óhagn­að­ar­drifið opin­bert hluta­fé­lag. Þá má örugg­lega finna aðrar leiðir sem koma til greina.

Afskipta­leysi stjórn­valda í þessu máli hefur núna kostað þús­undir manna vinn­una og ég sem hélt að þeirra verk­efni væri einkum að halda utan um þessa litlu þjóð af umhyggju og ábyrgð.

Höf­undur er hag­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar