Þurfa tekjur alltaf að duga fyrir gjöldum?

Sjálfbærni viðskiptamódela er ekki alltaf aðalatriðið. Eða hvað?

Auglýsing

Í rekstr­ar­hag­fræði er kennt að tekjur verði að duga fyrir gjöldum þegar horft er til lengri tíma, tíma­bundin frá­vik geta komið upp, tekjur duga þá aðeins fyrir breyti­legum kostn­aði að mestu eða fullu en ekki föstum kostn­aði (nema þá að hluta). Slíkt ástand getur þó ekki varað lengi, fyr­ir­tækið gengur þá á eigið fé sitt sem að lokum klár­ast og verður ógjald­fært. 

Umræðan um rekstr­ar­grund­völl inn­lendra flug­fé­laga og afkomu þeirra á síð­ustu miss­erum hefur að stórum hluta snú­ist um hvort þessi grund­vall­ar­setn­ing rekstr­ar­hag­fræð­innar sé til staðar en afkoma þeirra á síð­ustu miss­erum bendir ótví­rætt til að svo hafi ekki ver­ið. Mikið tap hefur verið á rekstri þeirra sem kallar á breyt­ingar á rekstr­ar­lík­ani svo snúa megi tapi í hagn­að.

En er það endi­lega svo?

Auglýsing

Í mínum huga er ekki hægt að horfa á þetta sam­hengi með þröngum augum rekstr­ar­hag­fræð­innar – eðli­lega væri best ef svo væri en það er bara ekki í boði. Hér er nefni­lega svo miklu meira í húfi. Og til að gera langa sögu stutta getur verið skyn­sam­legt (jafn­vel nauð­syn­legt) að hér á þess­ari ein­angr­uðu eyju séu flug­fé­lög eða flug­fé­lag sem flytur erlenda ferða­menn til lands­ins og tapar á því pen­ing­um. Slíkt ástand getur komið upp ef til dæmis núver­andi far­miða­verð er of hátt til að ná full­ri/­góðri nýt­ingu á þá fasta­fjár­muni sem atvinnu­greinin hefur yfir að ráða (Kefla­vík­ur­flug­velli, flug­flota, hót­elum etc.). Undir slíkum kring­um­stæðum getur verið ásætt­an­legt að einn þáttur í fram­leiðslu­ferl­inu (flutn­ingur ferða­manns­ins til lands­ins) sé rekið með (smá­vægi­legu) tapi ef og aðeins ef tapið af flug­ferð þessa ferða­manns til lands­ins er vegið upp með öðrum hætti. Það væri sam­fé­lags­lega hag­kvæm­ast.

Fyrir aðeins nokkrum árum var hlut­deild inn­lendra flug­fé­laga á Kefla­vík­ur­flug­velli hátt í 100%, ein­staka erlent flug­fé­lag hélt uppi áætl­ana­flugi til lands­ins og þá helst á háanna­tíma. Á allra síð­ustu árum hefur þetta breyst og nokkur erlend flug­fé­lög halda núna uppi áætl­ana­flugi til lands­ins allan árs­ins hring. Hlut­deild inn­lendu flug­fé­lag­anna hefur á sama tíma dreg­ist saman þrátt fyrir að fjöldi far­þega hefur auk­ist mikið og er það góðs viti, ennþá er þó hlut­deild þeirra 60-70% af heild­ar­um­svifum á Kefla­vík­ur­flug­velli en mun núna drag­ast veru­lega saman vegna frá­falls WOW.

Ekki er óraun­hæft að ætla að þau erlendu flug­fé­lög sem hingað fljúga geri þá kröfu að tekjur dugi fyrir breyti­legum kostn­aði og jafn­vel öllum kostn­aði (þar með talið ávöxtun á eigið fé). Sem hlut­fall af veltu eða fram­legð er Kefla­vík­ur­flug­völlur hins vegar ekki veiga­mik­ill þáttur fyrir þau erlendu flug­fé­lög sem hingað fljúga – frá því að vera langt undir 1% og í allra mesta lagi fáein pró­sent. Kefla­vík­ur­flug­völlur er hins vegar mið­stöð fyrir inn­lendu flug­fé­lögin – hann er kjarn­inn í þeirra starf­semi hvernig sem á málið er lit­ið. Ábend­ing ýmissa aðila um að við fall WOW opn­ist mögu­leiki fyrir önnur flug­fé­lög að fylla það skarð sem mynd­ast á því aðeins rétt á sér ef arð­semi flug­ferð­ar­innar – einnar og sér – er nægi­leg til að standa undir öllum kostn­aði. Þetta er ein­fald­lega bara ekki kjarni máls­ins eins og ég hef rakið hér að ofan. Kjarni máls­ins er að koma ferða­mann­inum til lands­ins og þá tekur við hin raun­veru­legi tekju­gef­andi fer­ill sem inn­lent efna­hags­líf hefur notið góðs af á síð­ustu árum – afkoma flug­fé­lag­anna er ekki aðal­at­riðið í þessu sam­hengi.

Fyrir ein­hæft hag­kerfi eins og það íslenska með sára­fáar tekju­gef­andi gjald­eyr­is­stoðir – hvað þá ein­hverjar sem eiga sér góða vaxta­mögu­leika – á og má velta því upp hvort það geti verið skyn­sam­legt að tapa fáeinum doll­urum á að flytja erlendan ferða­mann til lands­ins vegna þeirra afleiddu áhrifa sem koma hans veldur á aðra inn­lenda starf­semi (sér í lagi inn­streymi þess erlenda gjald­eyris sem dvöl hans hér á landi krefst í formi uppi­halds og sem styrkir alla verð­myndun á íslensku krón­unni eins og hefur verið á síð­ustu miss­erum).

En hvar finn­ast fjár­festar sem eru til­búnir að verð­leggja sína þjón­ustu með þessum hætti og horfa því einkum til almanna­hags­muna? Ríkið hefur í gegnum tíð­ina komið að ýmsum atvinnu­greinum án þess að arð­semi hafi leikið þar fyrstu fiðlu. Hér má nefna upp­bygg­ingu virkj­ana á sínum tíma og sem skil­aði lengi vel engri eða lít­illi arð­semi á fjár­magn og styrkja­kerfið í land­bún­aði er af mörgum talið bein (og óþörf) nið­ur­greiðsla til þeirrar atvinnu­grein­ar. Finna má fleiri dæmi en þessi tvö. Má ekki skil­greina aðkomu rík­is­ins að þessum atvinnu­greinum sem þátt­töku í áhættu­rekstri?

Á síð­ustu árum hefur byggst upp ný atvinnu­grein sem á mjög stóran þátt í þeim jákvæða við­snún­ingi sem efna­hags­lífið hefur gengið í gegnum – ríkið hefur notið góðs af þessu í formi beinna og óbeinna skatt­tekna og í fyrsta skipti í langan tíma hefur Seðla­bank­inn náð að byggja upp mynd­ar­legan og óskuld­settan gjald­eyr­is­vara­forða. 

Eini inn­lendi aðil­inn sem ber skylda til að koma að þessu verk­efni er hið opin­bera - þetta snýst nefni­lega um almanna­hags­muni. Þessa umræðu hefur mikið til vantað og síð­ast fyrir fáeinum dögum orð­aði fjár­mála­ráð­herra það eitt­hvað á þá leið„að ríkið setur ekki áhættu­fjár­magn í einka­rekst­ur“. Það er gömul saga og ný að þessi setn­ing dæmir sig sjálf.

Nú heyrir WOW sög­unni til og því áríð­andi að rík­is­valdið skoði með hvaða hætti það eigi að koma að flug­rekstri – beint eins og finnska, sænska og danska ríkið eða óbeint til dæmis með að skil­greina Ísavía sem óhagn­að­ar­drifið opin­bert hluta­fé­lag. Þá má örugg­lega finna aðrar leiðir sem koma til greina.

Afskipta­leysi stjórn­valda í þessu máli hefur núna kostað þús­undir manna vinn­una og ég sem hélt að þeirra verk­efni væri einkum að halda utan um þessa litlu þjóð af umhyggju og ábyrgð.

Höf­undur er hag­fræð­ing­ur.

Krónan sögð í „veikara lagi“
Gengi krónunnar hefur veikst nokkuð að undanförnu, enda áföll komið fram í efnahagslífinu. Engu að síður eru undirstöðurnar sterkar.
Kjarninn 26. júní 2019
Borgir að verða uppiskroppa með vatn
Vatnskortur er til staðar í öllum heimsálfum og gætu 700 milljónir manna þurft að flytja heimili sín árið 2030 vegna skortsins ef ekkert verður að gert.
Kjarninn 26. júní 2019
Póstsendingar frá Kína hafa aukist um 202 prósent frá 2014
Inn- og útflutningur á vörum frá Kína hefur stóraukist frá því fríverslunarsamningur Íslands og Kína tók gildi árið 2014. Aliexpress markaði vatnaskil í netverslun Íslendinga.
Kjarninn 26. júní 2019
Dómsmálaráðuneytið athugar misræmi í tölum um nauðungarsölur
Misvísandi tölur hafa borist í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurnum á Alþingi.
Kjarninn 26. júní 2019
Stuðningsfólk Miðflokks hefur minnstar áhyggjur af hlýnun jarðar
Tæplega 70 prósent Íslendinga hafa áhyggjur af hlýnun jarðar. Áhyggjurnar eru mismunandi miklar eftir kyni, aldri, búsetu og stjórnmálaskoðunum.
Kjarninn 26. júní 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Skoðanakönnun gerð um viðhorf Íslendinga til endurskoðunar á stjórnarskrá
Viðhorf Íslendinga til endurskoðun stjórnarskrár verður kannað af Félagsvísindastofnun. Tilgangurinn er m.a. að „draga fram sameiginleg grunngildi íslensku þjóðarinnar“ og kanna viðhorf til tillagna sem komið hafa fram að breytingum á stjórnarskrá.
Kjarninn 26. júní 2019
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Fáránleikinn og samtryggingin kemur til bjargar fyrir elítuna“
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að það að vera dæmdur fyrir að segja satt geti ekki verið góð málsmeðferð og vísar hann til þess að sannleiksgildi ummæla Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur hafi ekki verið sannreynt við málsmeðferð forsætisnefndar.
Kjarninn 26. júní 2019
Helmingur leigjenda telur sig búa við húsnæðisöryggi
Einungis 51 prósent leigjenda telja sig búa við húsnæðisöryggi samanborið við 94 prósent húsnæðiseigenda. Helstu ástæður þess eru að fólk hefur ekki efni á leigu, leiguverð er of hátt og tímabundnir leigusamningar.
Kjarninn 26. júní 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar