Fullveldi Sjálfstæðisflokksins eða sjálfstæðir dómstólar?

Svanur Kristjánsson telur að enn einu sinni hafi forystumaður í Sjálfstæðisflokknum verið að verja fullveldi Flokksins og ráðast á sjálfstæði dómstóla. Þá sögu þurfi að segja.

Auglýsing

Mikil ringul­reið og ráð­leysi virð­ist ríkja í dóms­kerf­inu eftir að Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu kvað upp sinn dóm: Dóms­mála­ráð­herra fór ekki að lögum heldur beitti geð­þótta­valdi við skipan dóm­ara í Lands­rétt og gróf þar með gróf­lega undan réttar­ör­yggi í land­inu. Grund­vall­ar­mann­rétt­indi verða ein­ungis tryggð með sjálf­stæðum dóm­stólum segir í dóms­orð­um, og skipan dóms­mála­ráð­herra á dóm­urum í Lands­rétt telst ógnun við rétt­ar­ríkið og lýð­ræðið í land­inu.

En hvað varð til þess að Sig­ríður Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra stóð þannig að verki? Helsta skýr­ingin blasir við: Dóms­mála­ráð­herra fórn­aði sjálf­stæði dóms­stóla á alt­ari varnar fyrir full­veldi Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Fjórum meðal hæf­ustu umsækj­enda var vikið til hlið­ar. Einn þeirra var Ást­ráður Har­alds­son sem bæði Alþýðu­banda­lagið og VG höfðu til­nefnt til trún­að­ar­starfa. Eiríkur Jóns­son hafði sömu­leiðis unnið sér það til óhelgi að vera í fram­boði fyrir Sam­fylk­ing­una. Hin fjögur útvöldu – en síður hæf dóm­ara­efni að mati dóms­nefndar – voru hins vegar tengd Sjálf­stæð­is­flokknum og/eða ráð­herr­anum per­sónu­lega.

Enn einu sinni var for­ystu­maður í Sjálf­stæð­is­flokknum að verja full­veldi Flokks­ins og ráð­ast á sjálf­stæði dóm­stóla. Þá sögu þarf að segja. Best á byrja á upp­haf­inu.

Auglýsing

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn: Ríki í rík­inu

Árið 1995 sátu í rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokkur og Fram­sókn­ar­flokkur undir for­ystu Dav­íðs Odds­son­ar, for­manns þess fyrr­nefnda. Flokk­ur­inn gerði til­kall til full­veldis innan landa­mæri íslenska rík­is­ins, að vera ríki í rík­inu. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafði til dæmis tekið sér vald til skatt­lagn­ingar á fyr­ir­tækin í land­inu. Skatt­heimtu­menn á vegum fjár­mála­ráðs flokks­ins heim­sóttu eig­endur fyr­ir­tækja og til­kynntu þeim hversu mikið hvert fyr­ir­tæki skyldi greiða árlega í flokks­sjóð­inn. Í stað­inn nutu fyr­ir­tækin vel­vildar og fyr­ir­greiðslu – ekki síst hjá bönkum og opin­berum sjóð­um. Nú gengu tveir félagar úr fjár­mála­ráði flokks­ins, Sig­urður Gísli Pálma­son og Páll Kr. Páls­son, á fund Sig­urðar G. Guð­jóns­son­ar, stjórn­ar­for­manns Íslenska útvarps­fé­lags­ins, og sögðu honum að félagið ætti að borga fimm millj­ónir á ári til flokks­ins. Upp­hæðin væri reiknuð út frá stærð og veltu og veltu fyr­ir­tæk­is­ins. Sig­urður neit­aði að borga.

Ógn við full­veldi Sjálf­stæð­is­flokk­ins

Stóran skugga hafði áður borið á full­veld­is­lang­anir Sjálf­stæð­is­flokk­ins þegar and­stæð­ingar flokks­ins buðu fram sam­eig­in­legan lista í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ingum 1994, Reykja­vík­ur­list­ann, og höfðu sig­ur. Nær óslitnum valda­tíma Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík var lok­ið. Sjálf­stæð­islokk­ur­inn gat ekki lengur stundað sín hefð­bundnu fyr­ir­greiðslu­stjórn­mál þar sem flokks­for­ystan í Reykja­vík úthlut­aði opin­berum gögnum og gæðum en hlaut í stað­inn stuðn­ing og atkvæði í kosn­ing­um. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn var ekki lengur full­valda við stjórn Reykja­vík­ur.

Á lands­vísu var hinu þægi­lega sam­lífi fyr­ir­tækja og flokks nú líka ógn­að. Jón Ólafs­son hét sá skugga­baldur og gleði­spill­ir. Hann hafði átt í miklum átökum við öfl hand­gengin Sjálf­stæð­is­flokkn­um, meðal ann­ars um yfir­ráð í einka­banka, Fjár­fest­inga­banka atvinnu­lífs­ins. Jón var aðal­eig­andi Bylgj­unnar fyrstu einka­út­varps­stöðv­ar­innar sem fór í loftið 1986. Vorið 1994 eign­uð­ust Jón og við­skipta­fé­lagar hans meiri­hluta Stöð 2 – en meira en helm­ingur heim­ila í land­inu voru þar áskrif­end­ur.

Nú þurfti að að berja í brest­ina í valda­kerfi Sjálf­stæð­is­flokks­ins eins og hægt er. Til þess er flokks­for­ystan í góðri aðstöðu – ekki síst hægri hönd Dav­íðs Odds­son­ar, Kjartan Gunn­ars­son fram­kvæmda­stjóri flokks­ins. Kjartan var jafn­framt for­maður banka­ráðs langstærsta bank­ans, Lands­banka Íslands, sem var alfarið í eigu rík­is­ins. Kjartan var einnig for­maður útvarps­rétt­ar­nefndar og hafði sem slíkur yfir­um­sjón með starf­semi allra einka­rek­inna fjöl­miðla. ­Ís­lenska útvarps­fé­lagið hf. Leit­aði eftir við­skiptum við Lands­bank­ann en bank­inn neit­aði án þess að nefna form­lega ein­hverja ástæðu. Spari­sjóð­irnir tóku síðan Stöð 2 í við­skipti og Chase Man­hattan banki í New York veitir fyr­ir­tæk­inu stórt lán. Ekki tókst að kom Jóni Ólafs­syni á kné. Málið var hins vegar ekki gert opin­bert og látið kyrrt liggja um hríð.

Fram­kvæmda­stjóri Sjálf­stæð­is­flokks­ins höfðar meið­yrða­mál

Sam­tvinnun við­skipa­lífs, banka og flokks var ógn­að. Ósigur var vissu­lega slæmur en þol­an­legur ef hann gerð­ist að tjalda­baki og yrði ekki nefndur á opin­berum vett­vangi. Allt þetta breytt­ist með grein stjórn­ar­for­manns Stöðvar 2, Sig­urðar G. Guð­jóns­sonar (Dag­ur, 31. ágúst 1999). Kjartan Gunn­ars­son stefndi Sig­urði fyrir meið­yrði í sinn garð vegna tveggja full­yrð­inga Sig­urð­ar:

  1. Engar skýr­ingar hafi feng­ist á neitun Lands­bank­ans á við­skiptum við Íslenska útvarps­fé­lagið hf. en „þó var okkur sagt sem stóðum í við­ræðum við bank­ann að Kjartan Gunn­ars­son legð­ist gegn því að Lands­banki Íslands ætti í við­skiptum við félag sem Jón Ólafs­son ætti aðild að.“
  2. Spari­sjóð­irnir hafi tekið Stöð 2 í við­skipti. „Þar var ákvörðun um við­skipti við Íslenska útvarps­fé­lagið hf. tekin á grund­velli hags­muna spari­sjóð­anna, en ekki á þeim for­sendum hvað væri Sjálf­stæð­is­flokknum fyrir bestu og for­kólfum flokks­ins þén­an­leg­t.“

Kjartan Gunn­ars­son gerði kröfu um að þessi ummæli yrðu dæmd dauð og ómerk; Sig­urði gert að greiða 600.000 krónur í miska­bætur og 350.000 krónir til opin­berrar birt­ingar for­sendna og dóms í þremur dag­blöð­um. Að auki greiði Sig­urður allan máls­kostnað Kjart­ans.

Sig­urður byggir sýknu­kröfu sína á að blaða­greinin væri hvöss ádrepa á þær leik­reglur sem hann teldi vera við lýði í við­skiptum hér á landi og tján­inga­frelsi í ræðu og riti væru verndað með lög­um. Enn­fremur að ein­stak­lingar eins og Kjartan Gunn­ars­son, sem væru í for­svari fyrir stjórn­mála­flokka eða mik­il­vægar þjóð­fé­lags­stofn­anir verði að sæta því að verða fyrir hvass­ari gagn­rýni í störf sín eða stöðu en ein­stak­lingar sem ekki létu til sín taka á opin­berum vett­vangi.

Kjartan Gunn­ars­son tapar dóms­máli

Fyrri dómar íslenskra dóm­stóla í meið­yrða­málum gáfu Kjart­ani Gunn­ars­syni fulla ástæðu til bjart­sýni um nið­ur­stöðu mála­rekst­urs­ins. Sekt­ar­dómur yfir Sig­urði myndi þagga niður í þeim sem reyndu að afhjúpa starfs­að­ferðir Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sem fengi vinnu­frið til að reka áfram sitt eigið full­valda ríki.

Kjart­ani varð ekki að ósk sinni. Her­vör Þor­valds­dóttir hér­aðs­dóm­ari sýkn­aði Sig­urð af öllum kröfum Kjart­ans.

Í dóms­orði var tekið undir þau sjón­ar­mið að tak­mark­anir á tján­inga­frelsi „verði að eiga sér örugga stoð í stjórn­skip­un­ar­lögum og alþjóð­legum skuld­bind­ingum um mann­rétt­indi, sem Íslend­ingar hafa geng­ist und­ir, svo sem mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu, lög nr. 62/1994, og alþjóða­samn­ingur Sam­ein­uðu þjóð­anna um borg­ar­ar­leg og stjórn­má­leg rétt­indi frá 1966, sem Ísland hefur full­gilt. … Að framan er frá því greint að áfrýj­andi er fram­kvæmda­stjóri Sjálf­stæð­is­flokk­ins og því valda­maður í stjórn­má­lífi þjóð­ar­inn­ar. Hann hefur einnig setið í banka­ráði Lands­banka Íslands og verið for­maður útvarps­rétt­ar­nefnd­ar, til­nefndur af Sjálf­stæð­is­flokknum og kos­inn af Alþingi. Störf hans á þeim vett­vangi eiga að vera óháð starfi hans sem fram­kvæmda­stjóra flokks­ins. Þegar litið er til áber­andi stöðu hans innan flokks­ins þykir hann verða að una því að um þessi tengsl sé fjallað á opin­berum vett­vangi. Ber að fara var­lega í að hefta slíka umræðu í lýð­ræð­is­legu þjóð­fé­lagi með refsi­verðum við­ur­lög­um.“

Kjartan áfrýj­aði dómnum til Hæsta­réttar sem kvað upp sinn dóm 19. des­em­ber 2000. Þar var dómur Hér­aðs­dóms stað­fest­ur. Kjartan G. Gunn­ars­son vís­aði dómnum til Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu þar sem hann taldi brotið á mann­rétt­indum sínum því dóm­stólar á Íslandi hefðu ekki veitt honum við­un­andi vernd fyrir æru­meið­andi ummæl­um, sem fælu í sér, ef sönn væru, ásak­anir um ólög­mætt athæfi.

Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu taldi að Kjartan hefði ekki sýnt fram á brotið hefði verið gegn mann­rétt­indum hans og vís­aði mál­inu frá. Dómur Hæsta­réttar stóð því óhagg­að­ur.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn í sókn gegn sjálf­stæði dóm­stóla

Hér urðu vatna­skil. Varð­staða dóm­stóla um tján­inga­frelsið er bein ógnun við leynd­ar­hjúp­inn um starfs­hætti Sjálf­stæð­is­flokk­ins. Full­veldi flokks­ins þrífst best bak við luktar dyr þar sem upp­ljóstr­unum er refs­að. Hér ákveða dóm­arar að ganga gegn hags­munum flokks­ins í nafni mann­rétt­inda og tján­inga­frels­is.

For­ysta Sjálf­stæð­is­flokk­ins sáu samt eina von­ar­glætu í Hæsta­rétt­ar­dómn­um. Tveir dóm­arar af þrem­ur, þeir Har­aldur Henrys­son og Hrafn Braga­son, voru að sönnu afdrátt­ar­lausir í meiri­hluta­á­lit­inu um sýknun Sig­urða, en Garðar Gísla­son vildi ómerkja umæli Sig­urðar og verða við kröfu Kjart­ans um að Sig­urður greiddi kostn­aði við birt­ingu dóms­ins sem og máls­kostnað Kjart­ans fyrir Hæsta­rétti. Hér má nefna að dóms­mála­ráð­herra úr Sjálf­stæð­is­flokki, Þor­steinn Páls­son, hafði skipað Garðar sem Hæsta­rétt­ar­dóm­ara en dóms­mála­ráð­herra frá Alþýðu­flokkn­um, Jón Sig­urðs­son, þá Har­ald og Hrafn.

For­ysta Sjálf­stæð­is­flokks­ins lagði nú á ráðin um að vernda full­veldi flokks­ins gegn sjálf­stæði dóm­stóla. Lands­fundur Sjálf­stæð­is­flokk­ins sam­þykkti til dæmis að lögum yrði breytt og minnst sjö Hæsta­rétta­dóm­arar dæmdu öll mál en ekki ekki þrír eða fimm eins og venja var nema í allra mik­il­væg­ustu mál­um. Þannig yrðu vænt­an­lega meiri líkur á að meiri­hluti til­kvaddra dóm­ara kæmi úr röðum dóm­ara sem ráð­herrar flokks­ins hefðu skip­að. Skjót­virk­ari leið til að auka líkur á „hag­stæð­um” dómum var hins vegar ein­fald­lega sú að dóms­mála­ráð­herra Sjálf­stæð­is­flokk­ins skipi sér þókn­an­lega dóm­ara – hvort sem metnir séu hæf­asti eður ei.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn blés til sóknar gegn rétt­ar­kerfi lands­ins. Ósigur fram­kvæmda­stjóra flokks­ins fyrir dóm­stólum gaf til þess næga ástæðu, að mati margra ráða­manna innan flokks­ins. Fram að þessu hafði ríkt sátt um skipan dóm­ara í Hæsta­rétt og skip­aður sá umsækj­andi sem hæf­astur var tal­inn. Dóms­mála­ráð­herrar Sjálf­stæð­is­flokks­ins rufu nú þá sátt með skipan tveggja miður hæfra umsækj­enda í æðsta dóm­stól lands­ins: Fyrst Ólaf Börk Þor­valds­son árið 2003 og síðan Jón Steinar Gunn­laugs­son árið 2004. Dóms­mála­ráð­herra Sjálf­stæð­is­flokk­ins skip­aði síðan Þor­stein Dav­íðs­son hér­aðs­dóm­ara árið 2007 en þrír umsækj­endur voru metnir hæf­ari en hann til dóm­ara­starfs­ins.

Þessar þrjár emb­ætta­veit­ingar eru við­fangs­efni næstu greina minna.

Höf­undur er ­pró­­fessor emeritus í stjórn­­­mála­fræði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar