Auglýsing

Full­veldi felur í sér fullt vald ríkis til að stjórna sjálfu sér. Full­valda ríki hefur vald til þess að eiga í misnánum sam­skiptum við erlend ríki og gera bind­andi samn­inga. Ísland er full­valda ríki. Og það gerði samn­ing um Evr­ópska efna­hags­svæðið (EES) sem felur í sér að Ísland skuld­bindur sig til að taka þátt í aðlögun þess innri mark­aðar sem þar þrífst.

Í stað­inn fær Ísland að mestu frjálst og hindr­un­ar­laust aðgengi að um 500 milljón manna mark­aði fyrir allar sínar vör­ur. Í stað­inn höfum við fengið stjórn­sýslu­lög, upp­lýs­inga­lög, mann­rétt­indi, neyt­enda­vernd, neyt­enda­úr­bætur og alveg ótrú­leg við­skipta­tæki­færi. Í stað­inn höfum við fengið hægt en bít­andi upp­brot á íslenska stroku­sam­fé­lag­inu sem var rekið úr rassvas­anum á örfáum körlum með þeirra hags­muni fyrst og fremst að leið­ar­ljósi.

Það þarf efna­hags­legt sjálf­stæði til að vera sann­ar­lega full­valda. Ekk­ert eitt veitir okkur meira slíkt sjálf­stæði en EES-­samn­ing­ur­inn og þau gæði sem hann tryggir okk­ur.

Þriðji orku­pakk­inn

Orka hefur alltaf verið hluti af innri mark­aði Evr­ópu, enda orka mark­aðsvara. Hún er fram­leidd og seld. Hér­lendis er þorri þeirrar orku sem er fram­leidd seld til erlendra stór­fyr­ir­tækja á smán­ar­verði svo þau geti búið til ál úr súráli.

Auglýsing
Vegna þess að orka er hluti af innri mark­aði Evr­ópu, sem við höfum verið hluti af frá byrjun árs 1994 vegna þess að við gerðum samn­ing um það, þá tökum við upp til­skip­anir varð­andi orku­mál. Nánar til­tekið raf­orku­til­skip­anir Evr­ópu­sam­bands­ins. Ísland hefur þegar inn­leitt tvo pakka af slíkum til­skip­un­um, fyrsta og annan orku­pakk­ann. Þeir leiddu meðal ann­ars af sér aðgrein­ingu á vinnslu og dreif­ingu á raf­orku. Á meðal þess sem upp­skipt­ing og mark­aðsvæð­ing raf­orku­mark­aðar hér hefur skilað er hærra verð á þeirri orku sem Lands­virkj­un, fyr­ir­tæki að öllu leyti í eigu rík­is­ins, fram­leiðir og sel­ur.

Þetta hefur gert Lands­virkjun kleift að greiða hratt niður skuldir og nú er fyr­ir­tækið að auka arð­greiðslur sínar í rík­is­sjóð. Þær verða 4,25 millj­arðar króna í ár. For­stjóri Lands­virkj­unar hefur sagt að þær geti farið í 10-20 millj­arða króna innan fárra ára. Hin tvö stóru orku­fyr­ir­tæki lands­ins, sem eru þó dverg­vaxin við hlið Lands­virkj­un­ar, eru Orku­veita Reykja­vík­ur, að langstærsti leyti í eigu Reykja­vík­ur­borg­ar, og HS Orka, sem í nán­ustu fram­tíð verður í eigu félags á vegum íslenskra líf­eyr­is­sjóða og bresks sam­starfs­að­ila sem þau hafa valið sér. Engin sæstrengur tengir Ísland við raf­orku­markað Evr­ópu og því er ómögu­legt að selja þá orku sem er fram­leidd hér, og er að uppi­stöðu í eigu opin­berra aðila eða almenn­ings í gegnum líf­eyr­is­sjóði, út fyrir land­stein­ana. Og ákvörðun um lagn­ingu slíks strengs verður auð­vitað aldrei tekin af öðrum en íslenskum stjórn­völd­um.

Samt er hér blásin upp umræða þar sem látið er sem að Ísland sé að gefa frá sér full­veldi sitt ef það sam­þykki það sem kallað er þriðji orku­pakk­inn. Að í honum felist hætta á því að landið afsali sér auð­lind­um. Allt þetta er rangt. Þvæla sem byggir á engu. Og þegar tals­menn þvælu eru hraktir út í horn með hana fara þeir að tala um að þetta sé allt gert fyrir börnin og barna­börn­in, þrátt fyrir að við blasi að þetta er allt gert fyrir þeirra eigin hégóma­girnd. Til að fóðra þeirra póli­tíska metnað og áhrifa­þrá.

En samt hefur þessum hópi tek­ist að hræða líf­tór­una úr fjölda fólks með áróðri um að inn­leiðsla á til­skipun sem snýst fyrst og síð­ast um aukna neyt­enda­vernd og virk­ari sam­keppni sé ein­hvers­konar full­veld­is­af­sal. Með ríða popúl­ískir stjórn­mála­menn á baki henti­stefnu­hrossum sín­um, til­búnir að beita Brex­it- og Trumpískum aðferðum sem í felst að smætta flókin mál­efni í upp­lognar upp­hróp­an­ir.

Tróju­hestur inn í meg­in­straum­inn

Þriðji orku­pakk­inn er þess vegna svo­kall­aður Tróju­hest­ur. Holur að innan en fullur af her­mönnum sem vilja kom­ast aftur inn fyrir borg­ar­múra meg­in­straumsum­ræðu. Þegar þangað er komið er stefnan sú að halda áfram að beita sömu með­öl­um, hálf­sann­leik, lygum og hræðslu­á­róðri til að sann­færa við­kvæma hópa sem finnst þeir hafa verið skildir eftir af alþjóða­væð­ing­unni og að vondir útlend­ingar séu að fara að hirða af þeim völd­in. Full­veld­ið. Sjálf­stæð­ið.

Auglýsing
Líkt og Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra sagði í sjón­varps­þætt­inum 21 á Hring­braut í jan­úar þá liggur það „al­veg fyrir að það er alveg ljóst að menn eru oft að tala um allt aðra hluti heldur en þriðja orku­­pakk­ann þegar menn eru að ræða þessa hlut­i[...]Þetta er eitt­hvað sem við erum að fá frá Nor­egi, enda eru norskir útsend­­arar sem eru bara hér eins og gráir kettir frá norska Mið­­flokknum sem að hafa það á stefn­u­­skrá sinni að ganga út úr EES.“

Þeir sem þetta stunda telja að mun betra sé að þessi krúnu­djásn þjóð­ar­innar séu í höndum fárra manna sem hafa ofur­trú á sjálfum sér. Það sé tær­ari mynd lýð­ræðis að hand­fylli manna taki ákvarð­anir fyrir ein­angr­aða þjóð en að „djúp­rík­i“, and­lits­laust emb­ætt­is­manna­kerfi eða vondir útlend­ingar stjórni land­inu. Sér­fræði­þekk­ing er slæm, stað­reyndir eru áróður og and­staða er sam­særi.

Við vitum alveg hvert þetta mun leiða okkur á end­an­um. Það eru þegar flokkar á Alþingi sem hafa opnað á það í stefnu­skrám sínum að skoða mögu­leik­ann á því að segja sig frá EES-­samn­ingnum eða Schen­gen-­sam­starf­inu.

Þetta mun enda í útlend­inga­andúð. Og sá endir er raunar löngu haf­in.

Ótt­inn við hið óþekkta

Öll snýst þessi póli­tík enda um að ala á ótta við hið óþekkta, sér­stak­lega útlend­inga. Útlenska fjár­fest­ingu, útlenska land­eig­end­ur, útlenska reglu­gerð­ar­menn og á end­anum bara útlend­inga.

Þeir eru orðnir ansi margir hér­lend­is. Rúm­lega 45 þús­und í byrjun síð­asta mán­aðar og þeim hefur fjölgað um 50 pró­sent frá byrjun árs 2017. Um 113 pró­sent frá byrjun árs 2011. Nú búa fleiri Pól­verjar hérna á Íslandi en íbúar eru í Reykja­nesbæ eða á Akur­eyri.

Þessir for­dæma­lausu fólks­flutn­ingar hingað til lands eru afleið­ing af alþjóða­samn­ingum sem við höfum gert. Ein for­senda EES-­samn­ings­ins er frjáls för fólks sem gerir okkur kleift að elta draumanna í öðrum löndum svæð­is­ins án hind­r­ana ef við teljum að þeir búi þar. Á sama hátt verðum við val­kostur fyrir þá íbúa svæð­is­ins sem leita af betra lífi en þeim býðst heima fyr­ir.  

Á Íslandi hefur verið hag­vöxtur á hverju ári frá 2011. Árið 2016 var hann 7,4 pró­sent. Bara Ind­land upp­lifði meiri hag­vöxt það árið. Þessi vöxtur hefur skilað Íslend­ingum sem heild stór­auknum auði, þótt honum hafi síðan verið mis­skipt milli hópa sam­fé­lags­ins. Kraft­ur­inn á bak við þá þróun eru inn­flytj­endur sem fylla störf sem við eigum ekki fólk til að fylla og drífa þar með áfram hag­vöxt­inn.

Hér þrífst samt orð­ræða í völdum fjöl­miðlum sem virð­ast fyrst og síð­ast hafa tekið sér það hlut­verk að selja hlust­endum og les­endum sínum ranga mynd af gang­verki sam­fé­lags­ins. Þá mynd að þessi hópur liggi eins og mara á sam­fé­lag­inu. Þá hug­mynd að hag­tölur og stað­reyndir skipti ekki máli. Upp­lifun sé hinn eini sann­leik­ur. Við slíka afstöðu er nær ómögu­legt að eiga rök­ræðu.

Tæki­fær­is­sinnar

Inn í þessa orð­ræðu hafa ýmsir stjórn­mála­menn gengið með því að bjóða upp á skýra útlend­inga­andúð en telja sig síðan vera fórn­ar­lömb póli­tískrar rétt­hugs­unar þegar þeirra eigin orð eru heim­færð upp á þá og mátuð fyrir fyr­ir­liggj­andi hug­tök á borð við ras­isma.

Einn slíkur skrif­aði til að mynda grein nokkrum vikum fyrir kosn­ing­arnar 2017 þar sem hann sagði að sviðs­myndir sýndu að hæl­is­leit­endur á Íslandi gætu orðið tug þús­undir á næstu árum og að árlegur kostn­aður vegna þeirra gæti orðið 220 millj­arðar króna.

Annar hélt því fram í aðdrag­anda síð­ustu kosn­inga hæl­is­leit­endum væri mis­munað á kostnað eldri borg­ara. Eldri borg­­arar hefðu ekki ráð á því að leita sér lækn­is­hjálpar á sama tíma og hæl­­is­­leit­endur fái fría tann­lækna­­þjón­­ustu. Sú hélt því líka fram að hæl­is­leit­endur hér­lendis fái fría leigu­bíla­þjón­ust­u,hús­næði og fram­færslu.

Heild­ar­út­gjöld til útlend­inga­mála úr rík­is­sjóði í fyrra, með fram­lagi á fjár­auka­lög­um, var 4,2 millj­arðar króna. Það er lægri krónu­tala en fór í mála­flokk­inn árið 2017 og því fer kostn­að­ur­inn lækk­andi. Þetta er kostn­aður vegna flótta­manna. Þeir eru tvenns kon­ar. Ann­ars vegar þeir sem sækja hér um alþjóð­lega vernd, eða hæli. Slíkir voru 800 í fyrra, en 1.096 árið 2017 og 1.130 árið 2016. Þeim er því að fækka umtals­vert. Og nú erum við farin að borga flótta­mönnum fyrir að draga umsóknir sínar til baka og fara burt.

Auglýsing
Tannlæknaþjónusta hæl­is­leit­enda felst í því að rífa tennur úr fólki eða fá verkja­töflu. Þeir fá enga leigu­bíla­þjón­ustu. Hæl­is­leit­andi fær átta þús­und krónur á viku í fram­færslu­eyri og 2.700 krónur til við­bótar í vasa­pen­ing. Þeir mega bara vinna ef þeir hafa orðið sér úti um bráða­birgða- og dval­ar­leyfi en þá eiga þeir ekki lengur rétt á fram­færslu né hús­næði frá Útlend­inga­stofn­un. Fría hús­næðis er búsetu­úr­ræði á Ásbrú þar sem tveir og tveir eru saman í litlum her­bergj­um.

Hinn flótta­manna­hóp­ur­inn eru kvótaflótta­menn sem Flótta­­­manna­­­stofnun Sam­ein­uðu Þjóð­anna hefur óskað eftir að þjóðir heims taki á móti vegna stríðs­á­stands í heima­landi þeirra. Við höfum tekið við 695 slíkum frá árinu 1956 og ætlum að taka við 75 í ár. Í lok þessa árs höfum við því tekið á móti um tólf á ári frá því að við byrj­uðum að taka á móti þeim. Það er allt og sumt.

Klifað á ein­hverju sem ekki er

Hvað hefur þessi aukni fjöldi útlend­inga – inn­flytj­enda og flótta­manna – skilað okk­ur? Í fyrsta lagi gríð­ar­legum hag­vexti. Í öðru lagi þá fjölg­aði erlendum rík­­is­­borg­­urum sem greiddu skatta á Íslandi um 9.782 milli áranna 2016 og 2017, eða um 27,9 pró­­sent. Á sama tíma fjölg­aði þeim íslensku rík­­is­­borg­­urum sem greiða skatta­ hér­­­lendis um 1.166 tals­ins.

Alls greiddu 44.850 erlendir rík­­is­­borg­­arar skatta á Íslandi á árinu 2017 og voru þeir þá 15,1 pró­­sent allra skatt­greið­enda. Árið áður voru þeir 12,2 pró­­sent þeirra ein­stak­l­inga sem skráðir voru í skatt­grunn­­skrá.

Erlendum rík­­­is­­­borg­­­urum fjölg­aði því rúm­­­lega 60 sinnum hraðar og átta sinnum meira en íslenskum á skrá. Erlendir rík­­­is­­­borg­­­arar voru um 89,3 pró­­­sent fjölg­unar á skrá árið 2017.

Hvaða áhrif hefur þessi mikla fjölgun haft á íslenskt vel­­ferð­­ar­­kerfi? Hafa útlend­ing­­arnir sem hingað flytja lagst eins og mara á það? Ekk­ert bendir til þess.

Kjarn­inn greindi frá því í gær að tölur Hag­stofu Íslands sýni að inn­flytj­endur þiggi mun minna af félags­legum greiðslum en aðrir íbúar lands­ins. Auk þess hefur með­al­tal slíkra greiðslna lækkað á sama tíma og erlendum rík­is­borg­urum hefur fjölgað gríð­ar­lega og með­al­tals­greiðslur til ann­arra íbúa hækk­að.

Auk þess hafa greiðslur sveit­­ar­­fé­laga vegna félags­­­legrar fram­­færslu dreg­ist veru­­lega saman á und­an­­förnum árum, á sama tíma og útlend­ingum hefur fjölg­að. Árið 2015 greiddu þau 3,4 millj­­arða króna í húsa­­leig­u­bæt­­ur, félags­­­lega aðstoð og styrki. Á árinu 2017 var sú upp­­hæð 2,4 millj­­arðar króna.

En glæpa­tíðni? Fylgir aukn­ing hennar ekki þessum útlend­ing­um? Nei svo virð­ist sann­ar­lega ekki vera. Árið 2010 voru 55 hegn­ing­ar­laga­brot framin á hverja eitt þús­und íbúa höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Árið 2017 voru þau 42. Árið 2010 voru 34 auðg­un­ar­brot framin á hverja eitt þús­und íbúa höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Árið 2017 voru þau 22. Árið 2010 var eitt kyn­ferð­is­brot framið á hverja eitt þús­und íbúa höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Árið 2017 voru þau enn eitt á hverja þús­und íbúa.

Í byrjun árs 2018 voru 155 fangar að afplána refs­ingar í íslenskum fang­els­um. Lang­flestir sem sátu þá í íslenskum fang­elsum voru íslenskir rík­­is­­borg­­ar­­ar. Alls voru 20 erlendir rík­­is­­borg­­arar í afplánun á Íslandi 11. jan­úar 2018 auk þess sem 18 slíkir sátu í gæslu­varð­haldi, en fjöldi þeirra var óvenju­lega mikil á þeim tíma­punkti vegna fíkni­efna­inn­flutn­ings­mála sem upp höfðu kom­ið. Á árunum 2008 til 2016 voru erlendir rík­is­borg­arar í gæslu­varð­haldi að með­al­tali þrír til níu.

„Við“ og „þið“

En stað­reyndir skipta ekki máli á þeim tímum sem við lif­um. Upp­hróp­anir og til­finn­ingarök eru það sem trompar allt ann­að. Það að stjórn­mála­menn eru ekki lengur bara að hræra í þessum pottum heldur bein­línis að elda súp­una er mjög var­huga­verð þróun sem þarf að takast á við af alvöru.

Það má ekki verða þannig að póli­tík sem stillir hópum upp á móti hvorum öðrum verði ofan á í íslensku sam­fé­lagi líkt og hún hefur orðið í mörgum löndum í kringum okk­ur. Þar sem verða til skýrar línur milli „okk­ur“ og „þeirra“. „El­ítu“ og „þjóð­ar“. Þar sem öryrkjum og líf­eyr­is­þegum er stillt gegn inn­flytj­endum og flótta­mönn­um. Íslend­ingum gegn útlend­ing­um.

Skila­boðin í Brexit voru „Take back control“. Skila­boðin hjá Trump voru „Make Amer­ica great aga­in“. Báðar her­ferð­irnar gáfu til kynna að „hin­ir“ hafi tekið eitt­hvað frá „þér“. Og að þeir væru að draga úr lífs­gæðum þín­um.

Íslenska útgáfan verður sam­suða af báðu. Og þá reynir á stjórn­mála­menn og fjöl­miðla að standa í fæt­urna gagn­vart lyg­inni og ótt­an­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari