Sjálfbærni og skemmtigarður

Guðni Karl Harðarson fjallar um hugmynd sem hann er búinn að ganga með í maganum í mörg ár.

Auglýsing

Veittu þér tæki­færi til að heim­sækja stað sem sam­einar ýmsa ferða­þjón­ustu. Taktu þátt í gleð­inni inni í sjálf­bærni, ýmissi skemmtun og þjón­ustu. Ein­hvern veg­inn svona gæti aug­lýs­ing frá nýstár­legu blönd­uðu sjálf­bærni­þorpi og skemmti­garði hljóð­að. Þar sem mjög fjöl­þætt starf­semi gæti ver­ið.

Ég er búinn að ganga með svona hug­mynd í mag­anum í mörg ár og smám saman þróað hana áfram. Ég hef verið að kynna þessa hug­mynd hingað og þang­að. Meira að segja heim­sótt tvo arki­tekta og sýnt þeim. Þó þeim hafi líkað hug­myndin þá hafa þeir bent mér á hversu dýrt það væri að setja hana í gang og byggja hana upp. Þó þeir hafi ekki alveg 100% skilið út á hvað hún geng­ur. Nokkuð sem ég eig­in­lega vissi þó ég hefði verið að koma hug­mynd­inni inn. Bara að láta gera umhverf­is­mat kostar víst meira en 1 millj­ón. Hugsið ykkur að þið sem hvort sem er íslenskir eða erlendir ferða­menn getið komið inn til að skoða og njóta. Eða bara að sækj­ast í afþr­ey­ingu. Getið komið inn í skemmti­legt umhverfi og notið þar ýmissar þjón­ustu.

Að ganga inn í garð þar sem væri sala íslensks hand­verks og sala mat­væla sem væri hvort sem er eigin ræktun græn­metis á staðn­um, sem og sala kjöt­vara beint frá býli.

Auglýsing

Að geta farið inn á kaffi­hús og veit­inga­stað.

Að eiga þess kost að fara með hund­inn í sér­stakan leik­garð með laug, renni­braut og sér­stakt leik­svæði.

Að fara í mini-­golf og aðra fjöl­skyldu­leiki.

Að ganga innan um blóm, tré og fugla, setj­ast niður í fram­andi garði í miðju svæð­is­ins og njóta afslöpp­un­ar. Að heim­sækja stórt hús með sýn­ing­ar­sölum og með stóru sviði utandyra þar sem meira að segja hljóm­sveitir koma fram.

Að leigja sér sum­ar­hús, fyrir til dæmis ætt­ar­mót og inni­falið væri aðgangur að sölum stóra húss­ins þar sem hægt væri að setja upp veislur og skemmti­at­riði.

Að eiga þess kost að leigja sér hest og fara í stutta reið­túra.

Að eiga þess kost að leigja smá svæði á vægu verði þar sem hægt væri að rækta eigið græn­meti og jafn­vel selja það á mark­aðn­um.

Að kom­ast inn í umhverfi þar sem hægt væri að koma inn með til­lögur að úrbótum í því þorpi og á því svæði sem við­kom­andi á heima.

Til að byggja upp svona garð væri best að gera það sem ódýr­ast eins og til dæmis byggja húsin úr bjálka og þar til gerðu timbri. Reikna mætti að það kost­aði ca. 250 millj­ónir að byggja upp svæðið og koma því í starf­semi. Hugsa mætti sér að nokkrir fjár­festar kæmu þar að. Einnig að öryrkjar og aldr­aðir væru sér­stak­lega boðnir vel­komn­ir. Annað hvort til að selja eigin list og hand­verk, eða fara í vinnu hjá aðilum sem eru með starf­semi á svæð­inu, í 4 til 7 tíma á dag allt eftir getu. Það er hægt að sjá fyrir sér að umfang gesta og ferða­manna gæti auk­ist um 30% á svæð­inu. En þá yrði að setja svona starf­semi niður á mið­svæði. Þar sem bílar geta komið að úr öllum átt­um. Þeir sem hafa áhuga að skoða nánar um málið geta sótt sér sér­stakt PDF-skjal hér.

Ágæta fólk, ég færi ykkur skjalið ÞÓRS­GARÐUR til að vega og meta.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn boðar aðför að fjölbreyttri frjálsri fjölmiðlun
Kjarninn 8. júlí 2020
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
Pólitíkin og eiginhagsmunirnir á bak við stríðið gegn offitu – II. hluti
Kjarninn 8. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Kærunefnd jafnréttismála verði einnig stefnt en ekki bara kæranda einum
Forsætisráðherra hefur lagt fram drög að breytingum á stjórnsýslu jafnréttismála, sem fela meðal annars í sér að kærendum í jafnréttismálum verði ekki lengur stefnt einum fyrir dóm, uni gagnaðili ekki niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 7. júlí 2020
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu.
Forseti Brasilíu greinist með COVID-19 en segist ekkert óttast
Jair Bolsonaro forseti Brasilíu greindi frá því í dag að hann hefði greinst með COVID-19, en hann hefur fundið fyrir slappleika frá því á sunnudag. Forsetinn hefur kallað veiruna aumt kvef, en 65.000 Brasilíumenn liggja í valnum eftir að hafa smitast.
Kjarninn 7. júlí 2020
Mikið var um að vera á COVID-19 göngudeild Landspítala í mars og apríl.
Færri alvarlega veikir – en er veiran að mildast?
Nokkrar ástæður geta verið fyrir því að alvarlegum kórónuveirutilfellum hefur fækkað verulega. Í nýju svari á Vísindavefnum er farið yfir nokkra möguleika sem kunna að útskýra hvers vegna veiran virðist vera að veikjast.
Kjarninn 7. júlí 2020
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller á upplýsingafundi dagsins.
Þórólfur þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir samstarfið
Sóttvarnalæknir segir að Íslensk erfðagreining hafi „nokkuð óvænt“ lýst því yfir í gær að hún muni hætta að skima á landamærum í næstu viku. Leitað verður annarra leiða til að halda landamæraskimun áfram.
Kjarninn 7. júlí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Skrifist á Sjálfstæðisflokkinn og „hamfarakapítalismann þeirra“
Þingmaður Pírata segir að sama hvert litið er hafi Sjálfstæðisflokkurinn undanfarna áratugi notað valdastöðu sína til að moka verkefnum yfir á einkageirann en að ábyrgðin sé samt áfram hjá ríkinu. Þar vísar hann meðal annars til ástandsins í skimunum.
Kjarninn 7. júlí 2020
Lárus Sigurður Lárusson er fyrsti stjórnarformaður nýs Menntasjóðs námsmanna.
Lilja skipar Lárus sem stjórnarformann Menntasjóðs námsmanna
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Lárus Sigurð Lárusson lögmann sem stjórnarformann nýs Menntasjóðs námsmanna. Hann leiddi lista Framsóknar í Reykjavík norður til síðustu alþingiskosninga.
Kjarninn 7. júlí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar