Að hengja bílstjóra fyrir biskup!

Sverrir Mar Albertsson segir að ákveðin þróun hafi átt sér stað síðan árið 2006 sem hann telur vera „pólitískt rétthugsun“, það er að kalla eftir krónutöluhækkunum og bölva prósentuhækkunum.

Auglýsing

Ef svo heldur áfram sem horfir verður verka­fólk á Íslandi komið allt í einn launa­flokk um 2031 – eða að munur á milli launa­flokka verður það lít­ill að ekki tekur að tala um launa­flokka leng­ur. Þetta þýðir að byrj­andi á vinnu­mark­aði – 18 ára – með enga reynslu verður nán­ast á sömu launum og t.d. hóp­ferða­bíl­stjóri með 5 ára starfs­reynslu eða þaðan af meiri og sem er alvanur er ferðum yfir fjall­vegi og ber ábyrgð á lífi og limum tuga far­þega hverju sinni.

Á með­fylgj­andi mynd má sjá hvernig launa­flokka­þróun Starfs­greina­sam­bands­ins hefur verið síð­ustu 10 ár eða allt frá kjara­samn­ingum 2009. Gráa línan er efsti virki launa­flokkur SGS – efsta þrep eða launa­flokkur og þrep bíl­stjór­ans sem minnst er á að fram­an. App­el­sínugula línan er launa­flokkur við­van­ings­ins – lægsta mögu­lega kaup sem greitt er skv. kjara­samn­ingum SGS. Bláa línan sem kemur að ofan vinstra megin og fellur svo niður er hlut­falls­legur munur á þessum tveimur flokk­um. Ef sú lína er fram­lengd – stefnir í að munur á milli flokk­anna verði orð­inn óveru­legur 2031.

Launaflokkaþróun SGS í 10 ár og spá til 2030 Mynd: Aðsend

Auglýsing

Ljós­bláa línan er síðan laun í fjár­mála­kerf­inu – en við sjáum að 2015 hafa starfs­menn þar náð vopnum sínum í kringum 2015 og hafa tekið kúr­s­inn upp. Græna línan er síðan þróun neyslu­vísi­tölu á sama tíma.

Allt frá upp­hafi kjara­bar­áttu hafa ein­staka starfa­hópar reynt að bæta kjör sín með því að berj­ast fyrir við­ur­kenn­ingu á starfi sínu og eðli þess. Laun umfram lág­marks­laun hafa síðan annað hvort byggst á ein­hverju „rétt­læt­is­við­miði“ eða með því að ein­staka starfa­hópar hafa náð að beita þrýst­ingi með t.d. verk­falls­að­gerð­um.

Rétt­læt­is­við­mið byggir t.d. á menntun eða færni og svo ábyrgð. Þannig þykir eðli­legt að læknar hafi hærri laun en hjúkr­un­ar­fræð­ingar af því menntun þeirra er meiri og sömu­leiðis ábyrgð; að banka­stjóri hafi hærri laun en gjald­keri og þá af sömu ástæð­um.

Á sama hátt hefur launa­flokka­kerfi SGS þró­ast – starfs­reynsla og færni fólk hefur verið metin til launa. Þannig rað­ast þeir sem flokk­ast sem sér­þjálfaðir bygg­inga­starfs­menn hærra en við­van­ingur í bygg­ing­ar­vinnu. Sér­hæft fisk­vinnslu­fólk með tvö fisk­vinnslu­nám­skeið að baki – er raðað hærra en byrj­anda í fisk­vinnslu.

Innan hvers launa­flokks eru síðan starfs­ald­urs­þrep þannig að ára­fjöldi í starfi skilar og launa­hækk­un. Áður en yfir­stand­andi þróun hófst var ákveðið hlut­falls­bil á milli launa­flokka og þrepa – í töfl­unni 2008 voru ca 1,1% á milli bæði flokka og þrepa. Það ár var munur á launum bíl­stjóra í efsta þrepi og nýliða í neðsta flokki og þrepi – 209 kr. á tím­ann eða 20.8%. Í dag er mun­ur­inn 196 krónur eða 10,7%.

Þessi þróun er verk verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar sjálfrar en ekki utan­að­kom­andi and­stæð­inga. Í tíu ár hafa kröfur okkar sífellt verið að öll laun skuli hækka um sömu krónu­tölu því þannig sé rétt­lætið mest. Í þessi sömu tíu ár höfum við beitt þess­ari aðferð skipu­lega á okkar eigið fólk en verið áhrifa­lítil um launa­þróun ann­arra hópa. Þannig fram­fylgjum við harðri jafn­að­ar­stefnu innan raða Alþýðu­sam­bands­ins á meðan aðrir launa­þega­hópar fara sínu fram – með eða án hjálpar kjara­ráðs og kjara­dóms.

Orsök þess­arar kröfu okkar er að reglu­lega birt­ast fréttir um ofur­laun og ofur­launa­hækk­an­ir. Það eru þá banka­stjórar og for­stjór­ar, þing­menn og ráð­herrar og bisk­upar. Almenn­ingur stendur varn­ar­laus og magn­laus af reiði og hefur upp raust sína – allar hækk­anir skulu vera í krón­um. En af því við höfum engin ráð á að stjórna launum bisk­ups (eða allra hinna) þá hengjum við bíl­stjór­ana og sér­hæfða fisk­vinnslu­fólkið og alla aðra hópa sem með sam­stöðu náðu á sínum tíma að lyfta sér upp fyrir strípuð lág­marks­kjör og stefnum hratt að því að koma þeim aftur á lág­marks­kjör.

Það er ekki við nýgerða kjara­samn­inga eina að sakast – þessi þróun hefur verið allar götur síðan 2006. Það hefur verið „póli­tískt rétt­hugs­un“ allar götur síðan að kalla eftir krónu­tölu­hækk­unum og bölva pró­sentu­hækk­un­um. Í öllum við­horfskönn­unum AFLs síð­ustu ár hefur reiði og beiskja hópa á borð við tækja­stjórn­endur og bíl­stjóra farið vax­andi og skyldi eng­ann furða. Við höfum setið frekar varn­ar­laus gagn­vart reiði þeirra þar sem allir samn­ingar hafa bein­línis haft af þeim þann ávinn­ing sem þessar hópar hafa fengið í gegnum tíð­ina.

Höf­undur er fram­­­kvæmda­­­stjóri AFLs starfs­­­greina­­­fé­lags.

Skora á Almenna innheimtu ehf. að hætta innheimtu á ólöglegum lánum
Fyrir liggur að vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum, en þrátt fyrir það eru lántakendur enn krafðir um endurgreiðslu á ólöglegum vöxtum af innheimtufyrirtækinu Almenn innheimta ehf..
Kjarninn 19. júlí 2019
Birna Lárusdóttir
Viljum við fara aftur á byrjunarreit?
Kjarninn 19. júlí 2019
Húsavík á kortið í alþjóðlegu strandhreinsunarátaki
Húsavík heimsækja árlega yfir 100 þúsund ferðamenn í þeim tilgangi að skoða hvali. Ferðaþjónustufyrirtæki á svæðinu sameinuðust í átaki í að hreins strandlengjuna, og vel tókst til.
Kjarninn 19. júlí 2019
Sjálfstæðisflokkur ekki mælst minni frá hruni – Miðjan í andstöðunni nú stærri en stjórnin
Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur ekki mælst lægra frá hruni, samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst lægra á kjörtímabilinu og frjálslynda miðjublokkin er nú stærri en ríkisstjórnin.
Kjarninn 19. júlí 2019
Fylgi Miðflokks hærra en Vinstri grænna
Fylgi Miðflokksins eykst verulega á milli mánaða og mælist nú 14,4 prósent. Fylgi flokksins mælist nú hærra en bæði Vinstri grænna og Samfylkingarinnar.
Kjarninn 19. júlí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple Pay og Enski Boltinn í boði fyrir alla
Kjarninn 19. júlí 2019
Þota ALC flogin til Evrópu
Bandaríska flugleigufélagið ALC hefur átt í deilum við Isavia um þotuna. Isavia vildi kyrrsetja vélina til að tryggja greiðslur upp í tveggja milljarða króna skuldir WOW air.
Kjarninn 19. júlí 2019
Friðrik Sophusson, stjórnarformaður Íslandsbanka og Brynjólfur Bjarnason, stjórnarformaður Arion banka.
Segir sameiningu Arion banka og Íslandsbanka geta borgað sig
Brynjólfur Bjarnason og Friðrik Sophusson, stjórnarformenn Íslandsbanka og Arion banka, telja að skoða ætti sameiningu bankanna ef slíkt myndi skila auknu hagræði og betri rekstri.
Kjarninn 19. júlí 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar