Að hengja bílstjóra fyrir biskup!

Sverrir Mar Albertsson segir að ákveðin þróun hafi átt sér stað síðan árið 2006 sem hann telur vera „pólitískt rétthugsun“, það er að kalla eftir krónutöluhækkunum og bölva prósentuhækkunum.

Auglýsing

Ef svo heldur áfram sem horfir verður verka­fólk á Íslandi komið allt í einn launa­flokk um 2031 – eða að munur á milli launa­flokka verður það lít­ill að ekki tekur að tala um launa­flokka leng­ur. Þetta þýðir að byrj­andi á vinnu­mark­aði – 18 ára – með enga reynslu verður nán­ast á sömu launum og t.d. hóp­ferða­bíl­stjóri með 5 ára starfs­reynslu eða þaðan af meiri og sem er alvanur er ferðum yfir fjall­vegi og ber ábyrgð á lífi og limum tuga far­þega hverju sinni.

Á með­fylgj­andi mynd má sjá hvernig launa­flokka­þróun Starfs­greina­sam­bands­ins hefur verið síð­ustu 10 ár eða allt frá kjara­samn­ingum 2009. Gráa línan er efsti virki launa­flokkur SGS – efsta þrep eða launa­flokkur og þrep bíl­stjór­ans sem minnst er á að fram­an. App­el­sínugula línan er launa­flokkur við­van­ings­ins – lægsta mögu­lega kaup sem greitt er skv. kjara­samn­ingum SGS. Bláa línan sem kemur að ofan vinstra megin og fellur svo niður er hlut­falls­legur munur á þessum tveimur flokk­um. Ef sú lína er fram­lengd – stefnir í að munur á milli flokk­anna verði orð­inn óveru­legur 2031.

Launaflokkaþróun SGS í 10 ár og spá til 2030 Mynd: Aðsend

Auglýsing

Ljós­bláa línan er síðan laun í fjár­mála­kerf­inu – en við sjáum að 2015 hafa starfs­menn þar náð vopnum sínum í kringum 2015 og hafa tekið kúr­s­inn upp. Græna línan er síðan þróun neyslu­vísi­tölu á sama tíma.

Allt frá upp­hafi kjara­bar­áttu hafa ein­staka starfa­hópar reynt að bæta kjör sín með því að berj­ast fyrir við­ur­kenn­ingu á starfi sínu og eðli þess. Laun umfram lág­marks­laun hafa síðan annað hvort byggst á ein­hverju „rétt­læt­is­við­miði“ eða með því að ein­staka starfa­hópar hafa náð að beita þrýst­ingi með t.d. verk­falls­að­gerð­um.

Rétt­læt­is­við­mið byggir t.d. á menntun eða færni og svo ábyrgð. Þannig þykir eðli­legt að læknar hafi hærri laun en hjúkr­un­ar­fræð­ingar af því menntun þeirra er meiri og sömu­leiðis ábyrgð; að banka­stjóri hafi hærri laun en gjald­keri og þá af sömu ástæð­um.

Á sama hátt hefur launa­flokka­kerfi SGS þró­ast – starfs­reynsla og færni fólk hefur verið metin til launa. Þannig rað­ast þeir sem flokk­ast sem sér­þjálfaðir bygg­inga­starfs­menn hærra en við­van­ingur í bygg­ing­ar­vinnu. Sér­hæft fisk­vinnslu­fólk með tvö fisk­vinnslu­nám­skeið að baki – er raðað hærra en byrj­anda í fisk­vinnslu.

Innan hvers launa­flokks eru síðan starfs­ald­urs­þrep þannig að ára­fjöldi í starfi skilar og launa­hækk­un. Áður en yfir­stand­andi þróun hófst var ákveðið hlut­falls­bil á milli launa­flokka og þrepa – í töfl­unni 2008 voru ca 1,1% á milli bæði flokka og þrepa. Það ár var munur á launum bíl­stjóra í efsta þrepi og nýliða í neðsta flokki og þrepi – 209 kr. á tím­ann eða 20.8%. Í dag er mun­ur­inn 196 krónur eða 10,7%.

Þessi þróun er verk verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar sjálfrar en ekki utan­að­kom­andi and­stæð­inga. Í tíu ár hafa kröfur okkar sífellt verið að öll laun skuli hækka um sömu krónu­tölu því þannig sé rétt­lætið mest. Í þessi sömu tíu ár höfum við beitt þess­ari aðferð skipu­lega á okkar eigið fólk en verið áhrifa­lítil um launa­þróun ann­arra hópa. Þannig fram­fylgjum við harðri jafn­að­ar­stefnu innan raða Alþýðu­sam­bands­ins á meðan aðrir launa­þega­hópar fara sínu fram – með eða án hjálpar kjara­ráðs og kjara­dóms.

Orsök þess­arar kröfu okkar er að reglu­lega birt­ast fréttir um ofur­laun og ofur­launa­hækk­an­ir. Það eru þá banka­stjórar og for­stjór­ar, þing­menn og ráð­herrar og bisk­upar. Almenn­ingur stendur varn­ar­laus og magn­laus af reiði og hefur upp raust sína – allar hækk­anir skulu vera í krón­um. En af því við höfum engin ráð á að stjórna launum bisk­ups (eða allra hinna) þá hengjum við bíl­stjór­ana og sér­hæfða fisk­vinnslu­fólkið og alla aðra hópa sem með sam­stöðu náðu á sínum tíma að lyfta sér upp fyrir strípuð lág­marks­kjör og stefnum hratt að því að koma þeim aftur á lág­marks­kjör.

Það er ekki við nýgerða kjara­samn­inga eina að sakast – þessi þróun hefur verið allar götur síðan 2006. Það hefur verið „póli­tískt rétt­hugs­un“ allar götur síðan að kalla eftir krónu­tölu­hækk­unum og bölva pró­sentu­hækk­un­um. Í öllum við­horfskönn­unum AFLs síð­ustu ár hefur reiði og beiskja hópa á borð við tækja­stjórn­endur og bíl­stjóra farið vax­andi og skyldi eng­ann furða. Við höfum setið frekar varn­ar­laus gagn­vart reiði þeirra þar sem allir samn­ingar hafa bein­línis haft af þeim þann ávinn­ing sem þessar hópar hafa fengið í gegnum tíð­ina.

Höf­undur er fram­­­kvæmda­­­stjóri AFLs starfs­­­greina­­­fé­lags.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar