Lífskjarasamningarnir: Rykið sest

Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor á eftirlaunum við Háskóla Íslands, skrifar um nýgerða kjarasamninga og ávinning af þeim.

Auglýsing

For­sagan

Fyrir nokkrum vikum náð­ust kjara­samn­ingar fyrir meg­in­hluta félags­manna í verka­lýðs­fé­lögum lands­ins. Ferlið sem leiddi til þeirrar ánægju­legu nið­ur­stöðu var að ýmsu leyti athygl­is­vert og lær­dóms­ríkt fyrir alla sem að því stóðu. Hér er gerð til­raun til að lýsa því og aðdrag­anda þess nánar og draga af því lær­dóma handa þeim sem vilja skilja það bet­ur.

Kjara­bar­átta verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar setti mik­inn svip á þjóð­lífið á árunum 1950-1990. Verk­föll voru all­tíð og leiddu oft til veru­legra launa­hækk­ana í pró­sentum en þeim var síðan mætt með hækk­uðu verð­lagi á inn­lendri vöru og þjón­ustu. Útflutn­ings­at­vinnu­vegir köll­uðu þá á lækkað gengi krón­unnar og hún var lækkuð hand­virkt sem kallað er, það er með sér­stökum ákvörð­unum rík­is­stjórnar eða seðla­banka. Geng­is­lækk­unin leiddi til minni kaup­máttar launa­tekna þegar upp var stað­ið, jafn­vel í svipað horf og hann hafði verið áður en samn­ingar voru gerð­ir. Vísi­tölu­trygg­ing launa bætt­ist við þessa mynd og flækti hana enn frek­ar.

Þessi gangur mála hvað eftir annað sætti að sjálf­sögðu gagn­rýni flestra aðila og það leiddi að lokum til svo­kall­aðrar þjóð­ar­sáttar á árunum kringum 1990, en hún fólst í stuttu máli í því að menn féllust á að halda krónu­tölu­hækk­unum launa í hófi gegn því að þeim yrði ekki jafn­harðan velt út í verð­lag­ið.

Auglýsing
Með þessu er þó ekki öll sagan sögð um kjara­bar­áttu þessa tíma­bils því að verka­lýðs­hreyf­ingin náði þá fram ýmsum atriðum sem birt­ust í margs konar kjara­bótum og auknum rétt­indum utan launa­umslags­ins. Má þar nefna stytt­ingu vinnu­vik­unnar (úr 48 stundum í 44 og síðan í 40 stund­ir), veru­lega leng­ingu orlofs, styrkt­ar­sjóði, sjúkra­sjóði og veik­inda­rétt­indi, atvinnu­leys­is­trygg­ing­ar, hækk­andi almanna­trygg­ingar og líf­eyr­is­sjóði. Þessar kjara­bætur eru flestar verð­tryggð­ar; þær hald­ast sjálf­krafa í hendur við launa­hækk­anir og skerð­ast því yfir­leitt ekki af verð­bólgu. Launa­fólk í land­inu nýtur því góðs af flestum þessum atriðum enn þann dag í dag, 30-70 árum eftir að þau komust á.

Með þjóð­ar­sátt­inni ger­breytt­ist ferli kjara­mála í land­inu eins og alþjóð veit. Í fyrstu virt­ist sem allt léki í lyndi og flestir voru ánægðir með hina nýju til­hög­un. En smám saman komu fram alvar­legar veilur í henni, einkum vegna svo­kall­aðrar nýfrjáls­hyggju sem varð til þess að rík­is­valdið lædd­ist smám saman undan þeim skuld­bind­ingum sem þjóð­ar­sáttin fól í sér gagn­vart því. Þannig þyngd­ust skattar á lág­tekju­fólk smám saman veru­lega og bætur almanna­trygg­inga lækk­uðu vegna skerð­inga af völdum líf­eyr­is­kerf­is­ins, svo að dæmi séu tek­in. Lít­ill vafi leikur á því að þessi lævísi og þessi skamm­sýni rík­is­valds­ins átti veru­legan þátt í að skapa þá óánægju og ólgu sem birt­ist í aðdrag­anda lífs­kjara­samn­ing­anna á síð­ustu tveim árum. Þannig rætt­ist hið forn­kveðna, að sök bítur sek­an.

Ný kyn­slóð hefur látið til sín taka í verka­lýðs­hreyf­ing­unni á síð­ustu árum, og á síð­asta ári urðu athygl­is­verð skoð­ana­skipti milli nýja hóps­ins og hinnar eldri for­ystu Alþýðu­sam­bands­ins. Unga fólkið taldi að bar­áttu­að­ferðir þjóð­ar­sátt­ar­innar hefðu gengið sér til húð­ar, meðal ann­ars vegna þess sem hér var sagt um síg­andi flótta rík­is­valds­ins frá skuld­bind­ingum sínum og um versn­andi kjör lág­tekju­fólks af þeim sök­um. Nú þyrfti að snúa aftur til fyrri aðferða með harð­ari bar­áttu og verk­föllum ef svo vildi verkast. Eldri for­ystan svar­aði með töfl­um, tölum og línu­ritum sem áttu að hennar mati að sýna hvernig þjóð­ar­sáttin hefði skilað meiri kaup­mátt­ar­aukn­ingu en verk­falla­leiðin hafði gert á ára­tug­unum '50-'90. En þá gleymd­ist að sjálf­sögðu hin mikla kjara­bót rétt­ind­anna sem náð­ist á því tíma­bili og áður var lýst.

Og svo mikið er víst að sá mikli byr sem hin nýja verka­lýðs­for­ysta hefur fengið í seglin er glöggt merki um að ný sjón­ar­mið hennar hafa hitt í mark, bæði í félög­unum sjálfum og eins meðal almenn­ings í land­inu. Nýfrjáls­hyggja og ójöfn­uður höfðu gengið úr hófi fram og nú vildu margir snúa við á þeirri braut og beita til þess til­tækum vopn­um.

Vand­aður und­ir­bún­ingur hefur skilað sér

For­vitni­legt er að skoða hvernig hin nýja verka­lýðs­for­ysta und­ir­bjó samn­inga­verk­efnið af sinni hálfu. Mikil og ígrunduð áhersla var frá byrjun lögð á að bæta kjör þeirra lægst­laun­uðu, meðal ann­ars með því að krefj­ast launa­hækk­ana um fasta krónu­tölu í stað pró­sentu­hækk­ana sem hafa ann­ars tíðkast eins lengi og elstu menn muna. Fast­heldni manna á þann sið kom glöggt fram í því að Sam­tök atvinnu­lífs­ins kusu að horfa alger­lega fram­hjá þessu atriði þegar þau birtu mynd sína af kröfum Efl­ingar og Starfs­greina­sam­bands­ins. Þannig settu þau fram stór­lega ýkta mynd af kröfum verka­lýðs­fé­lag­anna á vef­síðu sinni og hún kom síðan fram í öðrum fjöl­miðlum og í við­brögðum fjár­mála­ráð­herra. Þó að á þetta væri bent á opin­berum vett­vangi virð­ist ekki hafa verið beðist afsök­unar á þessum ómál­efna­legu vinnu­brögð­um. Varla er vafi á því að þetta hefur ekki orðið til að flýta samn­ingum

[ad­spot[Þá er vert að nefna að Efl­ing fékk sér­fróða og þraut­reynda menn, Ind­riða Þor­láks­son fyrr­ver­andi rík­is­skatt­stjóra og Stefán Ólafs­son pró­fess­or, til að gera vand­aða skýrslu um þróun skatta­mála, og síðan voru hug­myndir félag­anna í þeim málum byggðar á henni. Fjár­mála­ráðu­neytið lét þessa skýrslu hins vegar sem vind um eyru þjóta þegar það lagði fram fyrstu til­lögur sínar í skatta­mál­um. Þær sýndu skiln­ings­leysi á kröf­unni um bætt kjör lág­launa­fólks enda fengu þær dræmar við­tökur víð­ast hvar í sam­fé­lag­inu og ollu mörum von­brigð­um. Rík­is­stjórnin sem heild virð­ist hafa séð að sér síð­ar, þegar brandur verk­fall­anna var kom­inn á loft, og stór­bætti hún þá hug­myndir sínar í skatta­málum með því að færa áhersl­una í rík­ari mæli á lág­launa­hópa.

Vand­aður und­ir­bún­ingur eins og hér er lýst hefur ekki verið dag­legt brauð við gerð kjara­samn­inga hér á landi. Það yrði því gleði­efni ef allir aðilar samn­inga tækju upp þau vinnu­brögð að fá til liðs við sig sér­fróða menn sem mundu hjálpa þeim að skilja og meta þær hug­myndir og kröfur sem uppi eru öllum megin borðs­ins og breyta þannig marklitlu þófi í mark­visst sam­starf um hið sam­eig­in­lega mark­mið, að ná samn­ing­um.

Ávinn­ing­arnir

Miðað við fyrri sögu kjara­mála og kjara­samn­inga eru helstu ávinn­ingar lífs­kjara­samn­ing­anna þess­ir:

  • Veru­leg og þörf bót á launa­kjörum hjá lág­launa­fólki.
  • Rót­tæk breyt­ing á skatta­málum og barna­bótum þeirra lægst laun­uðu og leið­rétt­ing á skekkju sem hefur færst í vöxt smám saman að und­an­förnu.
  • Stór­aukin fram­lög hins opin­bera til hús­næð­is­mála á félags­legum grunni, þar sem við höfum hingað verið eft­ir­bátar flestra nágranna­þjóða.
  • For­dæmi sett um það að unnt er að semja um krónu­tölu­hækk­an­ir.

Því miður nær þetta sam­komu­lag, eðli máls­ins sam­kvæmt, ekki til allra lág­tekju­hópa en við höldum í von­ina um að íslensk stjórn­völd beri gæfu til að því eftir með því að bæta kjör aldr­aðra og öryrkja með auknum fjár­veit­ingum og minni skerð­ingum í almanna­trygg­inga­kerf­inu, sem eru orðnar allt of mikl­ar. Til þess mætti til að mynda nota nýjan hátekju­skatt og hækkun á fjár­magnstekju­skatti, til sam­ræmis við nágranna­lönd.

Höf­undur er pró­fessor á eft­ir­launum við Háskóla Íslands

Tengl­ar:

Um samn­ing­inn hjá Efl­ingu.

Stefán Ólafs­son um samn­ing­inn.

Um lýs­ingu SA á kröfum Efl­ingar og SGS, eftir ÞV. 

Um skatta­málin og mús­ina sem læð­ist, eftir ÞV. 



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar