Mætum undirbúin til fjórðu iðnbyltingarinnar

Oddviti Garbæjarlistans kallar eftir því að framtíðinni verði mætt.

Auglýsing

Fjórða iðn­bylt­ingin mun gjör­breyta flestum atvinnu­grein­um. Störf breytast, hverfa og ný verða til. Breytt færni hefur í för með sér breytt skipu­lag atvinnu­lífs, hvorki meira né minna. Ein­hverjar starfs­stéttir taka þó minni breyt­ingum en aðr­ar, en fá nýja tækni inn í starfs­um­hverfi sitt með beinum eða óbeinum hætti. Ein þess­ara stétta eru kenn­ar­ar, en spáð hefur verið að starf þeirra taki hvað minnstum breyt­ing­um.

Í nýút­kominni skýrslu nefndar á vegum for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins, Ísland og fjórða iðn­bylt­ing­in, er farið yfir mögu­lega þýð­ingu fjórðu iðn­bylt­ing­ar­innar á öll störf, m.a. kenn­ara­starf­ið. Þar er fjallað um mik­il­vægi þess að skoða þá þætti þar sem tækni getur bætt starfs­að­stöðu fólks til muna og aukið vel­ferð á vinnu­stað. Slík mark­mið sé nauð­syn­legt að ræða þegar fjallað er um upp­brot á vinnu­mark­aði vegna tækni­breyt­inga. Hin svo­kall­aða sjálf­virkni­væð­ing mun hafa í för með sér ákveðna  hag­ræð­ingu.

Til þess að kenn­ara­starfið stand­ist þá sam­keppni sem verður um vel menntað starfs­fólk í heimi hinna öru tækni­breyt­inga verða vinnu­veit­end­urn­ir, þ.e. sveit­ar­fé­lög­in, að taka þau skref sem hægt er að taka í þágu tækni og auk­innar vel­ferðar á vinnu­stað. Ein­fald­ara aðgengi að alls kyns þjón­ustu er liður í því sem og að raf­rænum kerf­um, sem ætlað er að halda utan um viða­mikið starf kenn­ar­ans. Sveit­ar­fé­lögin verða að huga að sínum mannauði þegar áhrif fjórðu iðn­bylt­ing­ar­innar eru met­in. Lyk­ill að vel­ferð hvers sveit­ar­fé­lags er mannauð­ur­inn og hann skap­ast ekki án góðrar und­ir­stöðu, sem er mennt­un­in.

Auglýsing

Fjár­fest í fram­tíð­inni

Ákvarð­anir sveit­ar­stjórna um fjár­fest­ingu hafa bein áhrif á starfs­um­hverfi. Sveit­ar­stjórnir verða að gera það sem í þeirra valdi stendur til þess að sporna við aft­ur­för í starfs­um­hverfi kenn­ara. Skóla­kerfið má ekki drag­ast aftur úr en það ger­ist og ger­ist mjög hratt ef tæknin skilar sér ekki inn í starf kenn­ar­ans eins og öll önnur störf. Það skiptir mestu að hlúa vel að stör­f­un­um, sem aldrei munu hverfa.

Ég legg fram til­lögu í bæj­ar­stjórn Garða­bæjar um að mæta fram­tíð­inni, bæta vel­ferð og efla starfs­um­hverfi kenn­ara sér­stak­lega með því að und­ir­búa inn­leið­ingu raf­ræns kerf­is. Kerfis sem auð­veldar kenn­ur­um/­skólum að mæta fjöl­breyttum þörfum nem­enda byggt á hæfni þeirra og náms­getu. Með inn­leið­ingu slíks kerfis má ein­falda utan­um­hald gagna, upp­lýs­inga­gjöf til nem­enda og fá um leið góða yfir­sýn yfir náms­fram­vindu.

Við í Garða­bæj­ar­list­anum viljum að bæj­ar­stjórn Garða­bæjar geri það sem í hennar  valdi stendur til þess að styrkja skóla­kerfið okkar og standa fremst meðal þjóða.

Höf­undur er odd­viti Garða­bæj­ar­list­ans.

Samvinna er möguleg - Kjarasamningar sköpuðu farveg fyrir traust
Nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands segir að nú sé tilefni til þess að bregðast við breyttri stöðu, með viðspyrnu sem er eins og teiknuð upp úr kennslubók.
Kjarninn 26. maí 2019
Karolina Fund: Breiðdalsbiti – Matvælaþróun úr afurðum svæðisins
Guðný Harðardóttir er sauðfjárbóndi í húð og hár sem vill koma afurðum sínum og öðrum afurðum úr Breiðdalnum á þann stall sem þær eiga heima á.
Kjarninn 26. maí 2019
Búin að finna kjallara undir botninum á siðferði í íslenskri pólitík
Þingflokksformaður Pírata segir að munurinn á ofteknum akstursgreiðslumálum þingmanna í Noregi og á Ísland sé að þar sem málið rannsakað og pólitísk ábyrgð tekin. Hér sé málið ekki rannsakað og pólitísk ábyrgð sé engin.
Kjarninn 26. maí 2019
Bára Huld Beck
Í frelsi felst ábyrgð – og í orðum einnig
Kjarninn 26. maí 2019
Segir að Björk hafi skorið upp herör á óupplýstan hátt gegn Magma
Rekstrarhagnaður HS Orku jókst um tæpan milljarð króna í fyrra. Ross Beaty mun líkast til yfirgefa félagið fljótlega og í síðasta ávarpi hans í ársskýrslu fer hann yfir hæðir og lægðir.
Kjarninn 26. maí 2019
Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur og Mette Frederiksen leiðtogi jafnaðarmanna.
Óvissa í dönskum stjórnmálum
Þingkosningar verða í Danmörku eftir tíu daga, skoðanakannanir benda til stjórnarskipta. Málefni innflytjenda og flóttafólks hafa mjög sett svip sinn á kosningabaráttuna, kosningar til Evrópuþings fá litla athygli.
Kjarninn 26. maí 2019
Vonast eftir frjálslyndri ríkisstjórn eftir næstu kosningar
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segir að núverandi ríkisstjórn sé síðasta vígi gamla flokkakerfisins. Skýrustu víglínurnar á Alþingi í dag séu á milli frjálslyndis og íhaldssemi.
Kjarninn 25. maí 2019
Metani breytt í koltvíoxíð
Hvatinn fjallar um líkan af nokkurs konar metanbindandi loftræstingu sem vísindahópur við Stanford University hefur gert til þess að koma í veg fyrir að metan fari beint út í andrúmsloftið.
Kjarninn 25. maí 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar