Auglýsing

Umræðan um þriðja orku­pakk­ann heldur áfram. Síð­ustu daga hafa  birst margs­konar vís­bend­ingar um hversu djúpt sú umræða ristir í íslensku sam­fé­lagi. Álykt­unin sem hægt er að draga af þeim vís­bend­ingum er að hún ristir ekki mjög djúpt. Lík­ast til er umræðan mest að eiga sér stað á milli háværra hópa á sitt­hvorum póln­um, þeirra sem eru mjög and­snúnir inn­leið­ingu pakk­ans og þeirra sem leggja sig mjög fram við að koma á fram­færi nyt­semi og skað­leysi hans.

Á heima­síðu hóps­ins „Orkan Okk­ar“ er hægt að skrifa undir áskorun til þing­manna um að hafna þriðja Orku­pakk­an­um. Síð­ast þegar af frétt­ist höfðu um ell­efu þús­und manns skrifað undir þá áskor­un, en hún var sett á lagg­irnar fyrir mán­uði síð­an, 7. apr­íl.  Til sam­an­burðar skrif­uðu um 85 þús­und manns undir áskorun Kára Stef­áns­sonar og fleiri um end­ur­reisn heil­brigð­is­kerf­is­ins, sem afhent var þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra árið 2016. Um 70 þús­und manns skrif­uðu undir í áskorun árið 2013 sem sner­ist um að halda Reykja­vík­­­ur­flug­velli í Vatns­­­mýr­inni og hét Hjartað í Vatns­­­mýr­inni. Rúm­lega 56 þús­und manns skrif­uðu undir áskorun til fyrr­ver­andi for­seta Íslands um að setja Ices­a­ve-­samn­ing númer tvö í þjóð­ar­at­kvæði árið 2010. Um 54 þús­und manns skrif­uðu undir áskorun um að efna til þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um að draga umsókn Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu til baka árið 2014. Tæp­lega 52 þús­und manns skrif­uðu undir áskorun til þáver­andi for­seta að vísa í þjóð­­ar­at­­kvæða­greiðslu þá fyr­ir­liggj­andi mak­ríl­frum­varpi sjá­v­­­ar­út­­­vegs­ráð­herra og hverjum þeim lögum sem þar sem fisk­veið­i­­auð­lindum er ráð­stafað til meira en eins árs á meðan ekki væri skýrt auð­linda­á­­kvæði í stjórn­­­ar­­skrá.

Auglýsing
Þetta er skýrt merki um að almenn­ingur er sann­ar­lega ekki jafn upp­tek­inn af orku­pakka­mál­inu og sumir sem hæst hafa í umræð­unni um það vilja af láta.

Í net­könnun sem Zenter gerði fyrir Frétta­blaðið, og birt var í gær, kom í ljós að langstærsti hópur þeirra sem svör­uðu sögð­ust annað hvort ekki hafa skoðun á mál­inu eða vera hlut­laus gagn­vart því, eða 49,9 pró­sent. Alls sögð­ust 30,5 pró­sent vera and­víg sam­þykkt orku­pakk­ans en 18,5 pró­sent hlynnt henni sem þýðir að þeir sem hafa ekki skoðun á mál­inu eða eru hlynntir inn­leið­ing­unni eru tæp­lega 70 pró­sent allra lands­manna.

Auk þess sýndi þessi könnun að því meira sem fólk kynnti sér þriðja orku­pakk­ann, því lík­legra var það að styðja inn­leið­ingu hans.

Mál sem hefur fengið mikið pláss

Málið hefur verið kyrfi­lega á dag­skrá síð­ast­lið­inn rúman mán­uð, eða frá því að vetr­ar­fundur Mið­flokks­ins, sem leiðir póli­tíska and­stöðu gegn mál­inu, var hald­inn þann 30. mars síð­ast­lið­inn og „Orkan okk­ar“ hóf opin­bera bar­áttu sína gegn inn­leið­ing­unni af fullum krafti. Frá þeim tíma hafa birst vel á fjórða hund­rað efni í íslenskum fjöl­miðlum þar sem hann ber á góma, sam­kvæmt fjöl­miðla­vakt Credit­in­fo. Það er oftar en síð­ustu 15 mán­uð­ina á undan sam­an­lagt. Málið hefur því fengið feiki­legt pláss.

Tveir stjórn­mála­flokk­ar, sem fengu sam­tals 17,8 pró­sent fylgi í síð­ustu þing­kosn­ing­um, eru á móti inn­leið­ingu þriðja orku­pakk­ans. Það eru áður­nefndur Mið­flokkur og Flokkur fólks­ins. Báðir hafa sett málið í sam­hengi varð­stöðu gegn afsali á full­veldi Íslend­inga og yfir­ráðum yfir orku­auð­lind­um.

Mæl­ing á árangur þessa mál­flutn­ings fékkst á síð­ustu dög­um. Í könnun Gallup, sem birt var um helg­ina en fram­kvæmd yfir nán­ast allan apr­íl, sögð­ust 12,4 pró­sent ætla að kjósa þessa tvo flokka, sem er nán­ast sama fylgi og þeir mæld­ust með mán­uði áður. Alls hafa flokk­arnir tveir tapað þriðj­ungi kjör­fylg­is­ins sam­kvæmt Gallup.

Í könnun MMR, sem birt var í gær og fram­kvæmd á nokk­urra daga tíma­bili um síð­ast­liðin mán­aða­mót, mælist sam­eig­in­legt fylgi orku­pakka­and­stöðu­flokk­anna á þingi aðeins meira, eða 14,3 pró­sent. Þeir standa nán­ast í stað milli MMR-kann­ana og mæl­ast þar einnig tölu­vert frá kjör­fylgi.

Orku­pakka­málið er því ekki að draga nýja kjós­endur að þessum flokkum heldur standa þeir pikk­fastir í stað með lægra sam­eig­in­legt fylgi en þeir fengu í síð­ustu kosn­ing­um.

Yfir 80 pró­sent fylgi og yfir 80 pró­sent þing­manna

Alls eru sex flokkar hlynntir inn­leið­ingu þriðja orku­pakk­ans. Það eru stjórn­ar­flokk­arnir þrír: Sjálf­stæð­is­flokk­ur, Vinstri græn og Fram­sókn­ar­flokkur auk þriggja and­stöðu­flokka: Sam­fylk­ing­ar, Pírata og Við­reisn­ar. Sam­an­lagt fylgi við þessa sex flokka mælist 83,2 pró­sent í könnun Gallup en 80,1 pró­sent í könnun MMR.

Mikið hefur borið á ætl­aðri tog­streitu innan allra stjórn­ar­flokk­anna þriggja vegna máls­ins. Eng­inn þing­maður úr röðum þeirra hefur hins vegar opin­ber­lega sagt að hann muni kjósa gegn inn­leið­ing­unni, þótt Ásmundur Frið­riks­son sé sagður hafa til­kynnt ein­hverju sam­flokks­fólki innan Sjálf­stæð­is­flokks að hann muni kjósa gegn henni. Það þýðir að þing­menn sem eru stað­fest á móti eru 11 eða 12 og því lík­legt að rúm­lega 80 pró­sent þing­heims sé á bak við inn­leið­ing­una.

Auglýsing
Þá eru heild­ar­hags­muna­sam­tök fyr­ir­tækja á Íslandi sem skilað hafa umsögnum til Alþingis um málið öll fylgj­andi inn­leið­ingu pakk­ans. Um er að ræða Félag atvinnu­rek­enda, Sam­tök atvinnu­lífs­ins, Sam­tök iðn­að­ar­ins, Sam­tök versl­unar og þjón­ustu og Við­skipta­ráð Íslands. Í morgun birti svo for­ystu­fólk í átta sam­tökum atvinnu­rek­enda grein þar sem þriðji orku­pakk­inn er sagður mik­il­vægur fyrir Ísland. Undir skrifa full­trúar allra ofan­greindra sam­taka auk Sam­taka orku- og veitu­fyr­ir­tækja, Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi og Sam­taka álfyr­ir­tækja.

Alþýðu­sam­band Íslands skil­aði hins vegar grein­ar­gerð það sem það sagði það vera „feigð­ar­flan“ að sam­þykkja orku­pakk­ann. Í umsögn sam­bands­ins kemur einnig fram að það telji raf­­orku vera grunn­­þjón­usta sem ætti ekki að vera háð mark­aðs­­for­­sendum hverju sinni. For­­senda fyrir áfram­hald­andi upp­­­bygg­ingu lífs­­gæða væri að eign­­ar­hald á auð­lindum sé í sam­­fé­lags­­legri eigu og að „við njótum öll arðs af nýt­ingu auðild­anna og getum ráð­stafað okkar orku sjálf til upp­­­bygg­ingar atvinnu hér á land­i.“ And­staða Alþýðu­sam­bands­ins er því aðal­lega við orku­pakka eitt, sem gerði raf­orku að mark­aðs­vöru, og við ákvörðun um skipt­ingu á arði af nýt­ingu auð­linda, sem liggur hjá íslenskum stjórn­mála­mönnum og teng­ist þriðja orku­pakk­anum ekk­ert.

Átök á röngum for­sendum

Þriðji orku­pakk­inn hefur engin nei­kvæð áhrif hér­lendis og með inn­leið­ingu hans er ekk­ert vald yfir auð­lindum fram­selt. Íslenskir stjórn­mála­menn ráða áfram sem áður yfir því hvort að hingað verði lagður sæstrengur og fyr­ir­komu­lag á eign­ar­haldi stærstu orku­fram­leiðslu­fyr­ir­tækja er áfram í þeirra hönd­um. Þróun raf­orku­verðs verður áfram á hendi orku­fyr­ir­tækj­anna sjálfra, sem ríki og sveit­ar­fé­lög eiga að mestu með húð og hári. Eina orku­fyr­ir­tækið sem er í einka­eigu er HS Orka, og það er nú að kom­ast í ráð­andi eigu íslenskra líf­eyr­is­sjóða, sem eru auð­vitað í eigu almenn­ings í land­inu.

Ísland hefur þegar inn­leitt tvo orku­pakka og hefur skil­greint orku sem mark­aðs­vöru frá því að ný raf­orku­lög tóku gildi eftir inn­leið­ingu þess fyrri, árið 2003. Á meðal þess sem mælir með inn­leið­ingu þriðja orku­pakk­ans er áfram­hald­andi þátt­­taka okkar í EES-­­sam­­starf­inu – mik­il­væg­asta við­­skipta­­sam­­starfi Íslands­­­sög­unnar –, aukin neyt­enda­vernd, aukið raf­­orku­ör­yggi fyrir almenn­ing, aukið gagn­sæi á raf­orku­mark­aði og til að tryggja tæki­­færi gjald­eyr­is­­skap­andi tækni- og iðn­­að­­ar­­fyr­ir­tækja á Íslandi til að selja vörur sínar á innri mark­aði Evr­­ópu.

Það sem mælir á móti því er ekk­ert, ef við­ur­kennd er sú stað­reynd að Ísland er ekki tengt evr­ópska raf­orku­mark­aðnum og verður það ekki nema að íslenskir stjórn­mála­menn taki ákvörðun um að leggja sæstreng. Ef menn bera fyrir sig valda­fram­sal sem rök þá ættu sömu rök að gilda fyrir mesta valda­fram­sal sem Ísland hefur sam­þykkt, við gerð EES-­samn­ings­ins sem tók gildi árið 1994. Og umræðan þar af leið­andi að snú­ast um hvort Ísland eigi að vera aðili að honum eða ekki.

Auglýsing
Síðan er fyrir dyrum hinn svo­kall­aði fjórði orku­pakki, þar sem mark­miðið er að upp­fylla þau skil­yrði sem Evr­ópu­sam­band­ið, og Ísland, skuld­bundu sig til að mæta í Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu um loft­lags­mál. Þar verður meg­in­inntakið að auka hlut grænnar orku innan Evr­ópu­sam­bands­ins, að bæta orku­nýt­ingu og draga úr orku­notk­un.

Þar eru mun meiri líkur á því að Ísland þurfi að takast á við raun­veru­leg álita­mál um hvert við viljum fara í þróun á okkar orku­mark­aði. Sá pakki er þó ekki einu sinni afgreiddur innan Evr­ópu­sam­bands­ins, heldur enn í umsagn­ar- og umræðu­ferli þar. Við vitum því ekk­ert hvað hann mun þýða fyrir Ísland fyrr en hann er lagður fyrir sam­eig­in­legu EES-­nefnd­ina. Þá getum við beitt okkar hags­muna­gæslu þar.

Almenn­ingur veit best

Á þessum vett­vangi fyrir nokkrum vikum var skrifað að við eigum að takast á um orku­mál, hvernig eigi að reka opin­ber orku­fyr­ir­tæki, hvort að það eigi að vera á arð­sem­is­drifnum for­sendum til að auka tekjur rík­is­sjóðs og sveit­ar­fé­laga eða hvort að nýta eigi þau í sam­fé­lags­leg verk­efni, eins og að byggja upp atvinnu á kald­ari svæðum lands­ins eða nið­ur­greiða raf­orku­verð til heim­ila og fyr­ir­tækja.

Við eigum að klára að upp­færa úr sér gengna stjórn­ar­skrá sem gagn­ast okkur ekki í nútím­an­um, með því að setja skýr ákvæði um hvernig valda­fram­sali við gerð alþjóða­samn­inga er háttað og með skýru ákvæðu um þjóð­ar­eign á auð­lindum lands­ins. Helst ætti að upp­færa hana nær alla svo hún sé sann­gjörn og rétt­lát, en það er önnur og breið­ari umræða.

Áfram á að takast á um hvaða svæði eiga að vera ósnortin og hvaða svæði eigi að virkja. Það er eðli­legt að rætt sé um mikil upp­kaup erlendra og inn­lendra fjár­festa á landi þar sem aug­ljós­lega er verið að horfa til smá­virkjana­gerðar til að fram­leiða raf­orku í ágóða­skyni.

Hættum að ríf­ast um strá­menn og reynum að eiga vit­ræna umræðu um það sem raun­veru­lega máli skipt­ir. Þá gæti jafn­vel enn komið eitt­hvað gott út úr þess­ari leik­sýn­ingu um þriðja orku­pakk­ann.

Almenn­ingur sér í gegnum upp­hróp­anir og stað­leysur í þessu máli. Mæl­ing­ar, sem raktar voru hér að ofan, sýna það.

Það er gott að vita að svo sé.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari