Skipan Ólafs Barkar Þorvaldssonar í Hæstarétt

Svanur Kristjánsson, prófessor emeritus, fjallar um fullveldi Sjálfstæðisflokksins gegn sjálfstæði dómstóla.

Auglýsing

Mikil ringul­reið og ráð­leysi ríkir í dóms­kerf­inu eftir að Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu kvað upp þann dóm að dóms­mála­ráð­herra hafi ekki farið að lögum heldur beitti geð­þótta­valdi við skipan dóm­ara í Lands­rétt og þar með grafið undan undan réttar­ör­yggi í land­inu. Grund­vall­ar­mann­rétt­indi verða ein­ungis tryggð með sjálf­stæðum dóm­stól­um, segir í dóms­orð­um, og skipan dóms­mála­ráð­herra á dóm­urum í Lands­rétt telst ógnun við rétt­ar­ríkið og lýð­ræðið í land­inu.

En hvað varð til þess að dóms­mála­ráð­herra stóð þannig að verki? Helsta skýr­ingin blasir við: Sig­ríður Á. And­er­sen fet­aði í fót­spor fyrri dóms­mála­ráð­herra úr röðum Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Þeir taka full­veldi Flokks­ins fram yfir sjálf­stæða dóm­stóla.

Auglýsing
Forystumenn Sjálf­stæð­is­flokks­ins sætta sig ein­fald­lega ekki við að dóm­stólar kveði upp dóma sem ganga gegn for­ræði flokks­ins. Þess vegna skipa þeir miður hæfa dóm­ara sem þeir telja vera sér sam­mála um tak­markað vald dóm­stóla til að veita Alþingi og rík­is­stjórn aðhald. Einn slíkra dóm­ara var Ólafur Börkur Þor­valds­son sem Björn Bjarna­son skip­aði hæstar­rétt­ar­dóm­ara árið 2003.

Hæsti­réttur tak­markar full­veldi Sjálf­stæð­is­flokks­ins

19. des­em­ber árið 2000 var tíma­móta­dagur á Íslandi. Með tveim dómum Hæsta­réttar var sem lýð­veld­inu væri dregið inn í nýjan veru­leika þar sem æðsti dóm­stóll lands­ins við­ur­kenndi til­kall til mann­rétt­inda á grund­velli íslensku stjórn­ar­skrár­inn­ar, mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu og alþjóð­legra skuld­bind­inga lands­ins. Ann­ars vegar var Sig­urður G. Guð­jóns­son sýkn­aður af meið­yrða­kröfu Kjart­ans Gunn­ars­sonar fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins með til­vísun til ákvæða um tján­ing­ar­frelsi sem grund­vall­ar­mann­rétt­indi. Kjartan væri opin­ber per­sóna og þyrfti sem slík að þola harða gagn­rýni á sín störf sem for­maður banka­ráðs stærsta bank­ans, Lands­banka Íslands. Hinn dóm­ur­inn snerti mann­rétt­indi öryrkja.

Í stuttu máli hafði Trygg­ing­ar­stofnun rík­is­ins um ára­bil skert tekju­trygg­ingu örorku­líf­eyr­is­þega í hjú­skap með því að telja helm­ing sam­an­lagðra tekna beggja hjóna til til tekna líf­eyr­is­þeg­ans í því til­viki er maki hans er ekki líf­eyr­is­þegi. Öryrkja­banda­lagið höfð­aði mál til að fá þessum skerð­ingum hnekkt. Ragnar Aðal­steins­son var lög­maður banda­lags­ins og vís­aði m.a. til upp­hafs­máls­greinar 76. gr. stjórn­ar­skrár lýð­veld­is­ins:

„Öll­um, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúk­leika, örorku, elli, atvinnu­leys­is, örbirgðar og sam­bæri­legra atvika.”

Auglýsing
Ragnar vís­aði einnig til þess að í stjórn­ar­skrá væri ákvæði um að allir skuli vera jafnir fyrir lögum og njóta mann­rétt­inda. Íslenskum dóm­stólum bæri að túlka lög og stjórn­ar­skrá lands­ins í sam­ræmi við alþjóð­lega samn­inga sem ríkið hefur stað­fest.

Öryrkja­banda­lagið tap­aði mál­inu í Hér­aðs­dómi Reykja­víkur þegar meiri­hluti dóm­ar­anna (Hjörtur O. Aðal­steins­son og Egg­ert Ósk­ars­son) sýkn­aði Trygg­ing­ar­stofnun rík­is­ins. Auður Þor­bergs­dóttir skil­aði sér­at­kvæði í Hér­aðs­dómi Reykja­víkur og ályktaði að við­ur­kenna bæri að skerð­ingin væri óheim­il:

„Það að flytja lög­bund­inn rétt öryrkja skv. 76. gr. yfir á maka öryrkja og gera öryrkja algjör­lega háða maka sínum fjár­hags­lega gengur gegn yfir­lýs­ingum um rétt fatl­aðra og er brot á ákvæði stjórn­ar­skrár um jafn­rétti og stjórn­ar­skrár­vernd­aðan rétt til aðstoðar vegna örorku, enda telst það, að geta gengið í hjú­skap að vissum skil­yrðum full­nægð­um, hluti almennra mann­rétt­inda og eðli­legs lífs.”

Í dómi Hæsta­réttar komst meiri­hlut­inn (Guð­rún Erlends­dótt­ir, Har­aldur Henryss­son, Hrafn Braga­son) að sömu nið­ur­stöðu og Auður Þor­bergs­dóttir áður: Skerð­ing Trygg­ing­ar­stofn­unar bryti gegn mann­rétt­indum örorku­þega í hjú­skap. Minni­hluti Hæsta­réttar (Garðar Gísla­son og Pétur Kr. Haf­stein) var hins vegar sam­mála meiri­hluta Hér­aðs­dóms.

Djúp­stæður ágrein­ingur um aðhalds­hlut­verk dóm­stóla

Ekki skal hér tekin efni­leg afstaða til þessa ágrein­ings um mann­rétt­indi öryrkja í hjúp­skap heldur ein­ungis bent á tvennt:

  1. Bæði í Hér­aðs­dómi Reykja­víkur og í Hæsta­rétti birt­ist djúp­stæður ágrein­ingur dóm­ara um vald dóm­stóla gagn­vart lög­gjaf­ar­vald­inu. Auður Þor­bergs­dóttir og meiri­hluti Hæsta­réttar töldu að almenn mann­rétt­indi tak­mörk­uðu veru­lega svig­rúm Alþingis til laga­setn­ingar en meiri­hluti Hér­aðs­dóms og minni­hluti Hæsta­réttar vildi veita Alþingi mjög víð­tækar heim­ildir til að ákvarða umfang félags­legar aðstoð­ar.
  2. Í dómi Hæsta­réttar um líf­eyr­is­rétt­indi öryrkja birt­ist sama mynstur og áður í dómi rétt­ar­ins í meið­yrða­máli Kjart­ans Gunn­ars­sonar gegn Sig­urði G. Guð­jóns­syni: Hæstar­rétt­ar­dóm­arar skip­aðir af Sjálf­stæð­is­flokkknum dæmdu meiri­hluta á Alþingi og rík­is­stjórn fremur í hag en aðrir dóm­ar­ar.

Á yfir­borð­inu virt­ist ágrein­ingur dóm­ara snú­ast um mat á ummælum um valds­mann eða upp­hæð bóta til örorku­þega í hjú­skap. Þegar nánar er skoðað birt­ist hins vegar mis­mun­andi rétt­ar­heim­speki dóm­ar­ar: hér opin­ber­að­ist ólík sýn á mann­rétt­indi og úrskurð­ar­vald dóm­stóla. Hæsta­rétt­ar­dóm­arar skip­aðir af Sjálf­stæð­is­flokknum höfðu þrengri túlkun á mann­rétt­indum og víð­ari skil­grein­ingu á laga­setn­inga­valdi Alþingis en aðrir hæsta­rétt­ar­dóm­ar­ar.

Sjálf­stæð­is­flokkur vill þókn­an­legan meiri­hluta í Hæsta­rétt

Margir tóku dómi Hæs­t­réttar fagn­andi og töldu hann marka tíma­mót í átt að sjálf­stæð­ari dóm­stól­um. Þannig sagði til dæmis Sig­urður Lín­dal pró­fessor í lögum að það væri alls ekki óæski­legt að lög­gjöf þró­að­ist í vixl­verkan lög­gjaf­ar­valds og dóms­valds. Dóm­ur­inn væri í sam­ræmi við þróun sem hafði átt sér stað í evr­ópskum rétti á seinni árum. (Morg­un­blað­ið, 22 des­em­ber 2000).

For­ysta Sjálf­stæð­is­flokks­ins brást hins vegar hart við dómi Hæsta­réttar í öryrkja­mál­inu. For­sæt­is­ráð­herra úr Sjálf­stæð­is­flokki, Davíð Odds­son, kvað meiri­hluta dóms­ins ekki styðj­ast við nein laga­leg rök heldur eigin póli­tískar hug­mynd­ir. (Morg­un­blað­ið, 21. des­em­ber 2000). For­seti Alþing­is, Hall­dór Blön­dal sam­flokks­maður for­sæt­is­ráð­herra, taldi ótrú­verð­ugt að minni­hluti allra dóm­ara í Hæsta­rétti skuli ákveða „að ryðja lögum úr veg­i”. Slíkt græfi undan trausti á dóm­stól­um. Full­skip­aður dómur níu dóm­ara Hæsta­réttar hefði að að öllum lík­indum kom­ist að annarri nið­ur­stöðu. (Dag­ur, 22. des­em­ber 2000). Björn Bjarna­son, mennta­mála­ráð­herra Sjálf­stæð­is­flokki, var sam­mála flokks­bræðrum sín­um:

„Það vekur athygli, hve orða­lag í for­sendum meiri­hluta dóms­ins er óljóst miðað við mik­il­vægi máls­ins. Er þó nauð­syn­legt að kveða sér­stak­lega skýrt að orði, þegar Hæsti­réttur fer inn á vald­svið Alþingis eins og ótví­rætt er gert með þessum dómi. Þá virð­ist ein­sýnt, að Hæsti­réttur eigi að móta sér þá starfs­reglu eða sett verði í lög, að sjö dóm­endur fjalli um mál, sem byggja á því að Alþingi eða rík­is­stjórn hafi brotið stjórn­ar­skrána með ákvörð­unum sín­um. Myndi það tryggja réttar­ör­yggi í land­inu og draga úr ágrein­ingi um máls­með­ferð Hæsta­réttar sjálfs í við­kvæmum mál­u­m”.  (https://www. bjorn.is, 24. des­em­ber 2000).

Björn Bjarna­son skipar Ólaf Börk Þor­valds­son Hæsta­rétt­ar­dóm­ara

Björn Bjarna­son varð dóms­mála­ráð­herra vorið 2003. Um sum­arið var til­kynnt að Har­aldur Henrys­son léti af störfum hæsta­rétt­ar­dóm­ara vegna ald­urs en Jón Helga­son dóms­mála­ráð­herra úr Fram­sókn­ar­flokki skip­aði hann í rétt­inn árið 1986. Har­aldur var í meiri­hluta dóms­ins bæði í sýknu­dómnum yfir Sig­urði G. Guð­jóns­syni og í öryrkja­mál­inu. Nýjum dóms­mála­ráð­herra Sjálf­stæð­is­flokks­ins var því eflaust lítil eft­ir­sjá í téðjum hæsta­rétt­ar­dóm­ara. En full­veldi flokks­ins væri hætta búin ef annar „óþæg­ur” dóm­ari kæmi í stað Har­ald­ar. For­ræði Sjálf­stæð­is­flokks­ins varð að tryggja með öllum ráð­um.

Lögum sam­kvæmt var staða nýs dóm­ara við Hæsta­rétt aug­lýst í Lög­birt­inga­blað­inu og sér­stak­lega tekið fram „að hafa skyldi í heiðri jafn­rétti kynj­anna við stöðu­veit­ing­ar” en ein­ungis tvær konur - Guð­rún Erlends­dóttir og Ingi­björg Bene­dikts­dóttir - voru þá hæsta­rétt­ar­dóm­ar­ar. Umsækj­endur um emb­ættið voru átta þar af tvær kon­ur: Hjör­dís Hákon­ar­dóttir hér­aðs­dóm­ari og Sig­rún Guð­munds­dóttir hæsta­rétt­ar­lög­mað­ur.

Leitað var leitað umsögn Hæsta­réttar um hæfni umsækj­enda eins og skylt var sam­kvæmt dóm­stóla­lög­um. Hæsti­réttur taldi alla umsækj­endur hæfa en mælti með skipan ann­ars hvors Eiríks Tóm­as­sonar pró­fess­ors við Háskóla Íslands eða Ragn­ars H. Halls fyrrum borg­ar­fó­geta og lög­manns. Í mati Hæsta­réttar var sér­stak­lega vísað til rann­sókn­ar- og kennslu­starfa Eiríks en þekk­ingar Ragn­ars sem borg­ar­fó­geta og lög­manns.

Björn Bjarna­son hafði nið­ur­stöðu Hæsta­réttar að engu heldur skip­aði Ólaf Börk Þor­valds­son í emb­ætt­ið.  Vís­aði ráð­herra sér­stak­lega til hér­aðs­dóm­ara­starfa hans í tíu ár og meist­ara­prófs í Evr­ópu­rétti. Skipan Ólafs Barkar varð til­efni mik­illar gagn­rýni enda vand­séð hvers vegna hann þótti bera af öðrum umsækj­end­um. Ólafur Börkur var hins vegar náfrændi Dav­íðs Odds­sonar for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Auglýsing
Þrír umsækj­end­ur, Eiríkur Tóm­as­son, Jakob Möller og Ragnar H. Hall, kvört­uðu til umboðs­manns Alþingis vegna ákvörð­unar dóms­mála­ráð­herra. Umboðs­maður Alþingis skil­aði ítar­legu áliti og gagn­rýndi harð­lega skipan Ólafs Bark­ar. Máls­með­ferð dóms­mála­ráð­herra við und­ir­bún­ing að skipun dóm­ar­ans væri ekki í sam­ræmi við lög um dóm­stóla og rann­sókn dóms­mála­ráð­herra við mat á umsækj­endum ekki í sam­ræmi við ákvæði stjórn­sýslu­laga. Í aug­lýs­ingu um emb­ættið var til dæmis ekki óskað eftir þekk­ingu á Evr­ópu­rétti og því stæð­ist ekki lög að dóms­mála­ráð­herra til­greindi sér­stak­lega þekk­ingu Ólafs Barkar á því sviði við skipan hans. Nið­ur­staða umboðs­manns var ótví­ræð: „Vegna þess­ara ann­marka var ekki af hálfu dóms­mála­ráð­herra lagður full­nægj­andi grunnur að skipan Ólafs Barkar Þor­valds­sonar í emb­ætti hæsta­rétt­ar­dóm­ara.”

Hjör­dís Hákon­ar­dóttir hér­aðs­dóm­ari óskaði eftir því að kæru­nefnd jafn­rétt­is­mála kann­aði og tæki afstöðu til þess hvort dóms­mála­ráð­herra hefði með skip­an­inni brotið gegn ákvæði laga um jafnan rétt karla og kvenna. Kæru­nefndin komst að þeirri nið­ur­stöðu að dóms­mála­ráð­herra hefði brotið gegn jafn­rétt­islög­um. Hjör­dís væri ótví­rætt hæf­ari en Ólafur Börkur á grund­velli hinna lög­bundna skil­yrða um emb­ætt­is­gengi hæsta­rétt­ar­dóm­ara. Form­lega við­ur­kenndi dóms­mála­ráð­herra ekki lög­brot sitt en í reynd við­ur­kenndi ráð­herr­ann sök með því að veita Hjör­dísi Hákon­ar­dóttur skaða­bætur í formi árs­leyfis frá störfum sem hér­aðs­dóm­ari á fullum laun­um.

Vel­heppnuð aðför Sjálf­stæð­is­flokks að sjálf­stæði Hæsta­réttar

Í venju­legu ríki réttar og lýð­ræðis hefði slík aðför dóms­mála­ráð­herra að sjálf­stæði dóm­stóls orðið honum að falli. En ekki á Íslandi. Á Alþingi kom ekki fram til­laga um van­traust á dóms­mála­ráð­herra. Ráð­herrar Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks voru sáttir og til­laga dóms­mála­ráð­herra um skipan Ólafs Barkar verið sam­þykkt á rík­is­stjórn­ar­fundi.

Þegar upp var staðið skipti vel rök­stutt álit umboðs­manns Alþingis og skýr nið­ur­staða kæru­nefndar jafn­rétt­is­mála engu máli. Skipun Ólafs Barkar stóð óhögguð og valda­hlut­föllin í Hæsta­rétti breytt­ust Sjálf­stæð­is­flokknum í hag. Í sæti málsvara sjálf­stæð­ari dóm­stóls Har­aldar Henrys­son­ar, sett­ist Ólafur Börkur Þor­valds­son  sem for­ysta Sjálf­stæð­is­flokks­ins batt vonir við að yrði full­veld­is­kröfu flokks­ins ekki til trafala.

Þessar „far­sælu” mála­lyktir urðu síðan for­ystu Sjálf­stæð­is­flokks­ins hvatn­ing til að halda áfram á sömu braut næst þegar skipa ætti dóm­ara við Hæsta­rétt. Það tæki­færi gafst strax að ári liðnu - og það var sann­ar­lega ekki látið ónot­að. Þá var einn helsti trún­að­ar­maður for­sæt­is­ráð­herra og flokks­ins, Jón Steinar Gunn­laugs­son, tekin fram yfir hæf­ari umsækj­endur um stöðu dóm­ara við Hæsta­rétt. Frá því verður sagt í næstu grein minni í Kjarn­an­um.

Samvinna er möguleg - Kjarasamningar sköpuðu farveg fyrir traust
Nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands segir að nú sé tilefni til þess að bregðast við breyttri stöðu, með viðspyrnu sem er eins og teiknuð upp úr kennslubók.
Kjarninn 26. maí 2019
Karolina Fund: Breiðdalsbiti – Matvælaþróun úr afurðum svæðisins
Guðný Harðardóttir er sauðfjárbóndi í húð og hár sem vill koma afurðum sínum og öðrum afurðum úr Breiðdalnum á þann stall sem þær eiga heima á.
Kjarninn 26. maí 2019
Búin að finna kjallara undir botninum á siðferði í íslenskri pólitík
Þingflokksformaður Pírata segir að munurinn á ofteknum akstursgreiðslumálum þingmanna í Noregi og á Ísland sé að þar sem málið rannsakað og pólitísk ábyrgð tekin. Hér sé málið ekki rannsakað og pólitísk ábyrgð sé engin.
Kjarninn 26. maí 2019
Bára Huld Beck
Í frelsi felst ábyrgð – og í orðum einnig
Kjarninn 26. maí 2019
Segir að Björk hafi skorið upp herör á óupplýstan hátt gegn Magma
Rekstrarhagnaður HS Orku jókst um tæpan milljarð króna í fyrra. Ross Beaty mun líkast til yfirgefa félagið fljótlega og í síðasta ávarpi hans í ársskýrslu fer hann yfir hæðir og lægðir.
Kjarninn 26. maí 2019
Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur og Mette Frederiksen leiðtogi jafnaðarmanna.
Óvissa í dönskum stjórnmálum
Þingkosningar verða í Danmörku eftir tíu daga, skoðanakannanir benda til stjórnarskipta. Málefni innflytjenda og flóttafólks hafa mjög sett svip sinn á kosningabaráttuna, kosningar til Evrópuþings fá litla athygli.
Kjarninn 26. maí 2019
Vonast eftir frjálslyndri ríkisstjórn eftir næstu kosningar
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segir að núverandi ríkisstjórn sé síðasta vígi gamla flokkakerfisins. Skýrustu víglínurnar á Alþingi í dag séu á milli frjálslyndis og íhaldssemi.
Kjarninn 25. maí 2019
Metani breytt í koltvíoxíð
Hvatinn fjallar um líkan af nokkurs konar metanbindandi loftræstingu sem vísindahópur við Stanford University hefur gert til þess að koma í veg fyrir að metan fari beint út í andrúmsloftið.
Kjarninn 25. maí 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar