Skipan Ólafs Barkar Þorvaldssonar í Hæstarétt

Svanur Kristjánsson, prófessor emeritus, fjallar um fullveldi Sjálfstæðisflokksins gegn sjálfstæði dómstóla.

Auglýsing

Mikil ringul­reið og ráð­leysi ríkir í dóms­kerf­inu eftir að Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu kvað upp þann dóm að dóms­mála­ráð­herra hafi ekki farið að lögum heldur beitti geð­þótta­valdi við skipan dóm­ara í Lands­rétt og þar með grafið undan undan réttar­ör­yggi í land­inu. Grund­vall­ar­mann­rétt­indi verða ein­ungis tryggð með sjálf­stæðum dóm­stól­um, segir í dóms­orð­um, og skipan dóms­mála­ráð­herra á dóm­urum í Lands­rétt telst ógnun við rétt­ar­ríkið og lýð­ræðið í land­inu.

En hvað varð til þess að dóms­mála­ráð­herra stóð þannig að verki? Helsta skýr­ingin blasir við: Sig­ríður Á. And­er­sen fet­aði í fót­spor fyrri dóms­mála­ráð­herra úr röðum Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Þeir taka full­veldi Flokks­ins fram yfir sjálf­stæða dóm­stóla.

Auglýsing
Forystumenn Sjálf­stæð­is­flokks­ins sætta sig ein­fald­lega ekki við að dóm­stólar kveði upp dóma sem ganga gegn for­ræði flokks­ins. Þess vegna skipa þeir miður hæfa dóm­ara sem þeir telja vera sér sam­mála um tak­markað vald dóm­stóla til að veita Alþingi og rík­is­stjórn aðhald. Einn slíkra dóm­ara var Ólafur Börkur Þor­valds­son sem Björn Bjarna­son skip­aði hæstar­rétt­ar­dóm­ara árið 2003.

Hæsti­réttur tak­markar full­veldi Sjálf­stæð­is­flokks­ins

19. des­em­ber árið 2000 var tíma­móta­dagur á Íslandi. Með tveim dómum Hæsta­réttar var sem lýð­veld­inu væri dregið inn í nýjan veru­leika þar sem æðsti dóm­stóll lands­ins við­ur­kenndi til­kall til mann­rétt­inda á grund­velli íslensku stjórn­ar­skrár­inn­ar, mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu og alþjóð­legra skuld­bind­inga lands­ins. Ann­ars vegar var Sig­urður G. Guð­jóns­son sýkn­aður af meið­yrða­kröfu Kjart­ans Gunn­ars­sonar fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins með til­vísun til ákvæða um tján­ing­ar­frelsi sem grund­vall­ar­mann­rétt­indi. Kjartan væri opin­ber per­sóna og þyrfti sem slík að þola harða gagn­rýni á sín störf sem for­maður banka­ráðs stærsta bank­ans, Lands­banka Íslands. Hinn dóm­ur­inn snerti mann­rétt­indi öryrkja.

Í stuttu máli hafði Trygg­ing­ar­stofnun rík­is­ins um ára­bil skert tekju­trygg­ingu örorku­líf­eyr­is­þega í hjú­skap með því að telja helm­ing sam­an­lagðra tekna beggja hjóna til til tekna líf­eyr­is­þeg­ans í því til­viki er maki hans er ekki líf­eyr­is­þegi. Öryrkja­banda­lagið höfð­aði mál til að fá þessum skerð­ingum hnekkt. Ragnar Aðal­steins­son var lög­maður banda­lags­ins og vís­aði m.a. til upp­hafs­máls­greinar 76. gr. stjórn­ar­skrár lýð­veld­is­ins:

„Öll­um, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúk­leika, örorku, elli, atvinnu­leys­is, örbirgðar og sam­bæri­legra atvika.”

Auglýsing
Ragnar vís­aði einnig til þess að í stjórn­ar­skrá væri ákvæði um að allir skuli vera jafnir fyrir lögum og njóta mann­rétt­inda. Íslenskum dóm­stólum bæri að túlka lög og stjórn­ar­skrá lands­ins í sam­ræmi við alþjóð­lega samn­inga sem ríkið hefur stað­fest.

Öryrkja­banda­lagið tap­aði mál­inu í Hér­aðs­dómi Reykja­víkur þegar meiri­hluti dóm­ar­anna (Hjörtur O. Aðal­steins­son og Egg­ert Ósk­ars­son) sýkn­aði Trygg­ing­ar­stofnun rík­is­ins. Auður Þor­bergs­dóttir skil­aði sér­at­kvæði í Hér­aðs­dómi Reykja­víkur og ályktaði að við­ur­kenna bæri að skerð­ingin væri óheim­il:

„Það að flytja lög­bund­inn rétt öryrkja skv. 76. gr. yfir á maka öryrkja og gera öryrkja algjör­lega háða maka sínum fjár­hags­lega gengur gegn yfir­lýs­ingum um rétt fatl­aðra og er brot á ákvæði stjórn­ar­skrár um jafn­rétti og stjórn­ar­skrár­vernd­aðan rétt til aðstoðar vegna örorku, enda telst það, að geta gengið í hjú­skap að vissum skil­yrðum full­nægð­um, hluti almennra mann­rétt­inda og eðli­legs lífs.”

Í dómi Hæsta­réttar komst meiri­hlut­inn (Guð­rún Erlends­dótt­ir, Har­aldur Henryss­son, Hrafn Braga­son) að sömu nið­ur­stöðu og Auður Þor­bergs­dóttir áður: Skerð­ing Trygg­ing­ar­stofn­unar bryti gegn mann­rétt­indum örorku­þega í hjú­skap. Minni­hluti Hæsta­réttar (Garðar Gísla­son og Pétur Kr. Haf­stein) var hins vegar sam­mála meiri­hluta Hér­aðs­dóms.

Djúp­stæður ágrein­ingur um aðhalds­hlut­verk dóm­stóla

Ekki skal hér tekin efni­leg afstaða til þessa ágrein­ings um mann­rétt­indi öryrkja í hjúp­skap heldur ein­ungis bent á tvennt:

  1. Bæði í Hér­aðs­dómi Reykja­víkur og í Hæsta­rétti birt­ist djúp­stæður ágrein­ingur dóm­ara um vald dóm­stóla gagn­vart lög­gjaf­ar­vald­inu. Auður Þor­bergs­dóttir og meiri­hluti Hæsta­réttar töldu að almenn mann­rétt­indi tak­mörk­uðu veru­lega svig­rúm Alþingis til laga­setn­ingar en meiri­hluti Hér­aðs­dóms og minni­hluti Hæsta­réttar vildi veita Alþingi mjög víð­tækar heim­ildir til að ákvarða umfang félags­legar aðstoð­ar.
  2. Í dómi Hæsta­réttar um líf­eyr­is­rétt­indi öryrkja birt­ist sama mynstur og áður í dómi rétt­ar­ins í meið­yrða­máli Kjart­ans Gunn­ars­sonar gegn Sig­urði G. Guð­jóns­syni: Hæstar­rétt­ar­dóm­arar skip­aðir af Sjálf­stæð­is­flokkknum dæmdu meiri­hluta á Alþingi og rík­is­stjórn fremur í hag en aðrir dóm­ar­ar.

Á yfir­borð­inu virt­ist ágrein­ingur dóm­ara snú­ast um mat á ummælum um valds­mann eða upp­hæð bóta til örorku­þega í hjú­skap. Þegar nánar er skoðað birt­ist hins vegar mis­mun­andi rétt­ar­heim­speki dóm­ar­ar: hér opin­ber­að­ist ólík sýn á mann­rétt­indi og úrskurð­ar­vald dóm­stóla. Hæsta­rétt­ar­dóm­arar skip­aðir af Sjálf­stæð­is­flokknum höfðu þrengri túlkun á mann­rétt­indum og víð­ari skil­grein­ingu á laga­setn­inga­valdi Alþingis en aðrir hæsta­rétt­ar­dóm­ar­ar.

Sjálf­stæð­is­flokkur vill þókn­an­legan meiri­hluta í Hæsta­rétt

Margir tóku dómi Hæs­t­réttar fagn­andi og töldu hann marka tíma­mót í átt að sjálf­stæð­ari dóm­stól­um. Þannig sagði til dæmis Sig­urður Lín­dal pró­fessor í lögum að það væri alls ekki óæski­legt að lög­gjöf þró­að­ist í vixl­verkan lög­gjaf­ar­valds og dóms­valds. Dóm­ur­inn væri í sam­ræmi við þróun sem hafði átt sér stað í evr­ópskum rétti á seinni árum. (Morg­un­blað­ið, 22 des­em­ber 2000).

For­ysta Sjálf­stæð­is­flokks­ins brást hins vegar hart við dómi Hæsta­réttar í öryrkja­mál­inu. For­sæt­is­ráð­herra úr Sjálf­stæð­is­flokki, Davíð Odds­son, kvað meiri­hluta dóms­ins ekki styðj­ast við nein laga­leg rök heldur eigin póli­tískar hug­mynd­ir. (Morg­un­blað­ið, 21. des­em­ber 2000). For­seti Alþing­is, Hall­dór Blön­dal sam­flokks­maður for­sæt­is­ráð­herra, taldi ótrú­verð­ugt að minni­hluti allra dóm­ara í Hæsta­rétti skuli ákveða „að ryðja lögum úr veg­i”. Slíkt græfi undan trausti á dóm­stól­um. Full­skip­aður dómur níu dóm­ara Hæsta­réttar hefði að að öllum lík­indum kom­ist að annarri nið­ur­stöðu. (Dag­ur, 22. des­em­ber 2000). Björn Bjarna­son, mennta­mála­ráð­herra Sjálf­stæð­is­flokki, var sam­mála flokks­bræðrum sín­um:

„Það vekur athygli, hve orða­lag í for­sendum meiri­hluta dóms­ins er óljóst miðað við mik­il­vægi máls­ins. Er þó nauð­syn­legt að kveða sér­stak­lega skýrt að orði, þegar Hæsti­réttur fer inn á vald­svið Alþingis eins og ótví­rætt er gert með þessum dómi. Þá virð­ist ein­sýnt, að Hæsti­réttur eigi að móta sér þá starfs­reglu eða sett verði í lög, að sjö dóm­endur fjalli um mál, sem byggja á því að Alþingi eða rík­is­stjórn hafi brotið stjórn­ar­skrána með ákvörð­unum sín­um. Myndi það tryggja réttar­ör­yggi í land­inu og draga úr ágrein­ingi um máls­með­ferð Hæsta­réttar sjálfs í við­kvæmum mál­u­m”.  (https://www. bjorn.is, 24. des­em­ber 2000).

Björn Bjarna­son skipar Ólaf Börk Þor­valds­son Hæsta­rétt­ar­dóm­ara

Björn Bjarna­son varð dóms­mála­ráð­herra vorið 2003. Um sum­arið var til­kynnt að Har­aldur Henrys­son léti af störfum hæsta­rétt­ar­dóm­ara vegna ald­urs en Jón Helga­son dóms­mála­ráð­herra úr Fram­sókn­ar­flokki skip­aði hann í rétt­inn árið 1986. Har­aldur var í meiri­hluta dóms­ins bæði í sýknu­dómnum yfir Sig­urði G. Guð­jóns­syni og í öryrkja­mál­inu. Nýjum dóms­mála­ráð­herra Sjálf­stæð­is­flokks­ins var því eflaust lítil eft­ir­sjá í téðjum hæsta­rétt­ar­dóm­ara. En full­veldi flokks­ins væri hætta búin ef annar „óþæg­ur” dóm­ari kæmi í stað Har­ald­ar. For­ræði Sjálf­stæð­is­flokks­ins varð að tryggja með öllum ráð­um.

Lögum sam­kvæmt var staða nýs dóm­ara við Hæsta­rétt aug­lýst í Lög­birt­inga­blað­inu og sér­stak­lega tekið fram „að hafa skyldi í heiðri jafn­rétti kynj­anna við stöðu­veit­ing­ar” en ein­ungis tvær konur - Guð­rún Erlends­dóttir og Ingi­björg Bene­dikts­dóttir - voru þá hæsta­rétt­ar­dóm­ar­ar. Umsækj­endur um emb­ættið voru átta þar af tvær kon­ur: Hjör­dís Hákon­ar­dóttir hér­aðs­dóm­ari og Sig­rún Guð­munds­dóttir hæsta­rétt­ar­lög­mað­ur.

Leitað var leitað umsögn Hæsta­réttar um hæfni umsækj­enda eins og skylt var sam­kvæmt dóm­stóla­lög­um. Hæsti­réttur taldi alla umsækj­endur hæfa en mælti með skipan ann­ars hvors Eiríks Tóm­as­sonar pró­fess­ors við Háskóla Íslands eða Ragn­ars H. Halls fyrrum borg­ar­fó­geta og lög­manns. Í mati Hæsta­réttar var sér­stak­lega vísað til rann­sókn­ar- og kennslu­starfa Eiríks en þekk­ingar Ragn­ars sem borg­ar­fó­geta og lög­manns.

Björn Bjarna­son hafði nið­ur­stöðu Hæsta­réttar að engu heldur skip­aði Ólaf Börk Þor­valds­son í emb­ætt­ið.  Vís­aði ráð­herra sér­stak­lega til hér­aðs­dóm­ara­starfa hans í tíu ár og meist­ara­prófs í Evr­ópu­rétti. Skipan Ólafs Barkar varð til­efni mik­illar gagn­rýni enda vand­séð hvers vegna hann þótti bera af öðrum umsækj­end­um. Ólafur Börkur var hins vegar náfrændi Dav­íðs Odds­sonar for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Auglýsing
Þrír umsækj­end­ur, Eiríkur Tóm­as­son, Jakob Möller og Ragnar H. Hall, kvört­uðu til umboðs­manns Alþingis vegna ákvörð­unar dóms­mála­ráð­herra. Umboðs­maður Alþingis skil­aði ítar­legu áliti og gagn­rýndi harð­lega skipan Ólafs Bark­ar. Máls­með­ferð dóms­mála­ráð­herra við und­ir­bún­ing að skipun dóm­ar­ans væri ekki í sam­ræmi við lög um dóm­stóla og rann­sókn dóms­mála­ráð­herra við mat á umsækj­endum ekki í sam­ræmi við ákvæði stjórn­sýslu­laga. Í aug­lýs­ingu um emb­ættið var til dæmis ekki óskað eftir þekk­ingu á Evr­ópu­rétti og því stæð­ist ekki lög að dóms­mála­ráð­herra til­greindi sér­stak­lega þekk­ingu Ólafs Barkar á því sviði við skipan hans. Nið­ur­staða umboðs­manns var ótví­ræð: „Vegna þess­ara ann­marka var ekki af hálfu dóms­mála­ráð­herra lagður full­nægj­andi grunnur að skipan Ólafs Barkar Þor­valds­sonar í emb­ætti hæsta­rétt­ar­dóm­ara.”

Hjör­dís Hákon­ar­dóttir hér­aðs­dóm­ari óskaði eftir því að kæru­nefnd jafn­rétt­is­mála kann­aði og tæki afstöðu til þess hvort dóms­mála­ráð­herra hefði með skip­an­inni brotið gegn ákvæði laga um jafnan rétt karla og kvenna. Kæru­nefndin komst að þeirri nið­ur­stöðu að dóms­mála­ráð­herra hefði brotið gegn jafn­rétt­islög­um. Hjör­dís væri ótví­rætt hæf­ari en Ólafur Börkur á grund­velli hinna lög­bundna skil­yrða um emb­ætt­is­gengi hæsta­rétt­ar­dóm­ara. Form­lega við­ur­kenndi dóms­mála­ráð­herra ekki lög­brot sitt en í reynd við­ur­kenndi ráð­herr­ann sök með því að veita Hjör­dísi Hákon­ar­dóttur skaða­bætur í formi árs­leyfis frá störfum sem hér­aðs­dóm­ari á fullum laun­um.

Vel­heppnuð aðför Sjálf­stæð­is­flokks að sjálf­stæði Hæsta­réttar

Í venju­legu ríki réttar og lýð­ræðis hefði slík aðför dóms­mála­ráð­herra að sjálf­stæði dóm­stóls orðið honum að falli. En ekki á Íslandi. Á Alþingi kom ekki fram til­laga um van­traust á dóms­mála­ráð­herra. Ráð­herrar Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks voru sáttir og til­laga dóms­mála­ráð­herra um skipan Ólafs Barkar verið sam­þykkt á rík­is­stjórn­ar­fundi.

Þegar upp var staðið skipti vel rök­stutt álit umboðs­manns Alþingis og skýr nið­ur­staða kæru­nefndar jafn­rétt­is­mála engu máli. Skipun Ólafs Barkar stóð óhögguð og valda­hlut­föllin í Hæsta­rétti breytt­ust Sjálf­stæð­is­flokknum í hag. Í sæti málsvara sjálf­stæð­ari dóm­stóls Har­aldar Henrys­son­ar, sett­ist Ólafur Börkur Þor­valds­son  sem for­ysta Sjálf­stæð­is­flokks­ins batt vonir við að yrði full­veld­is­kröfu flokks­ins ekki til trafala.

Þessar „far­sælu” mála­lyktir urðu síðan for­ystu Sjálf­stæð­is­flokks­ins hvatn­ing til að halda áfram á sömu braut næst þegar skipa ætti dóm­ara við Hæsta­rétt. Það tæki­færi gafst strax að ári liðnu - og það var sann­ar­lega ekki látið ónot­að. Þá var einn helsti trún­að­ar­maður for­sæt­is­ráð­herra og flokks­ins, Jón Steinar Gunn­laugs­son, tekin fram yfir hæf­ari umsækj­endur um stöðu dóm­ara við Hæsta­rétt. Frá því verður sagt í næstu grein minni í Kjarn­an­um.

Myndin er frá mótmælunum í Hong Kong í júní.
Evrópuþingið gagnrýnir aðstæður í Hong Kong
Bæði yfirvöld í Hong Kong og Beijing hafa gagnrýnt Evrópuþingið fyrir ályktunina og segja hana vera hræsni af hálfu þingsins.
Kjarninn 19. júlí 2019
Skora á Almenna innheimtu ehf. að hætta innheimtu á ólöglegum lánum
Fyrir liggur að vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum, en þrátt fyrir það eru lántakendur enn krafðir um endurgreiðslu á ólöglegum vöxtum af innheimtufyrirtækinu Almenn innheimta ehf..
Kjarninn 19. júlí 2019
Birna Lárusdóttir
Viljum við fara aftur á byrjunarreit?
Kjarninn 19. júlí 2019
Húsavík á kortið í alþjóðlegu strandhreinsunarátaki
Húsavík heimsækja árlega yfir 100 þúsund ferðamenn í þeim tilgangi að skoða hvali. Ferðaþjónustufyrirtæki á svæðinu sameinuðust í átaki í að hreins strandlengjuna, og vel tókst til.
Kjarninn 19. júlí 2019
Sjálfstæðisflokkur ekki mælst minni frá hruni – Miðjan í andstöðunni nú stærri en stjórnin
Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur ekki mælst lægra frá hruni, samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst lægra á kjörtímabilinu og frjálslynda miðjublokkin er nú stærri en ríkisstjórnin.
Kjarninn 19. júlí 2019
Fylgi Miðflokks hærra en Vinstri grænna
Fylgi Miðflokksins eykst verulega á milli mánaða og mælist nú 14,4 prósent. Fylgi flokksins mælist nú hærra en bæði Vinstri grænna og Samfylkingarinnar.
Kjarninn 19. júlí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple Pay og Enski Boltinn í boði fyrir alla
Kjarninn 19. júlí 2019
Þota ALC flogin til Evrópu
Bandaríska flugleigufélagið ALC hefur átt í deilum við Isavia um þotuna. Isavia vildi kyrrsetja vélina til að tryggja greiðslur upp í tveggja milljarða króna skuldir WOW air.
Kjarninn 19. júlí 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar