Innstæðutryggingar

Björn Gunnar Ólafsson skrifar hugleiðingu um innistæðutryggingar.

Auglýsing

Í krepp­unni miklu í Banda­ríkj­unum urðu þús­undir banka gjald­þrota. Inn­stæðu­trygg­ing­ar þekk­ust en reynd­ust hald­litlar og almenn­ingur missti sparnað sinn í stórum stíl. Miklar umræður spunn­ust um það hvernig verja mætti almenn­ing fyrir slíkum hörm­ungum í fram­tíð­inni. Einn mögu­leiki var að tryggja að eigið fé banka væri ávallt nægi­lega mikið til að greiða út inn­stæður og hverfa þannig frá brota­forða­kerf­inu. Nið­ur­staðan var að halda brota­forða­kerf­inu en fjár­fest­ing­ar­bankar voru aðskildir frá bönkum sem tóku við inn­stæðum frá almenn­ingi og sett var upp inn­stæðu­trygg­inga­kerfi með óbeinni rík­is­á­byrgð. 

Í bók sinni um sögu pen­inga­mála í Amer­íku til 1960 fjalla Fried­man og Schwarts um þær inn­stæðu­trygg­ingar sem komið var á í Banda­ríkj­unum meðal ann­ars með stofnun FDIC (Federal Deposit Ins­urance Cor­poration). Þau benda á að með inn­stæðu­trygg­ingum hafi að mestu verið komið í veg fyrir að áhlaup á einn banka fram­kall­aði sjálf­krafa áhlaup á aðra banka. Inn­stæðu­trygg­ing­arnar hafi þannig stuðlað að lang­tíma stöð­ug­leika í banka­kerf­inu. Mat þeirra Fried­mans og Schwarts á mik­il­vægi inn­stæðu­trygg­inga er enn í fullu gildi. Til­vist þeirra á vafa­lítið þátt í að banka­kreppur voru nán­ast óþekktar á vest­ur­löndum frá lokum krepp­unnar fram að tíunda ára­tugn­um.

Hugs­unin að baki inn­stæðu­trygg­inga­kerfa er fyrst og fremst að tryggja að almenn­ingur sem leggur hýruna sína inn í banka þurfi ekki að bíða árum saman eftir upp­gjöri þrota­búss­ins ef bank­inn fer á haus­inn. Mjög er ólík­legt að eft­ir­lits­skyldur banki eigi ekki eignir að mestu upp í inn­stæður miðað við lág­marks­trygg­ingu, sér­stak­lega ef inn­stæður hafa for­gang. For­gangur inn­stæðna hefur verið lög­festur í mörgum löndum svo sem í Banda­ríkj­unum þegar árið 1993. Hægt er að reikna með því að inn­stæðu­trygg­inga­sjóðir fá allt sitt til baka en það tekur í flestum til­vikum mörg ár.

Auglýsing

Inn­stæðu­trygg­inga­sjóðir hafa yfir­leitt ekki næga fjár­muni til að greiða út lág­marks­trygg­ingu með skömmum fyr­ir­vara ef stórir bankar falla. Það er ekki skyn­sam­legt að hlaða miklum fjár­munum í trygg­inga­sjóði þótt svartur svanur sjá­ist með margra ára eða ára­tuga milli­bili. Trygg­inga­sjóður inn­stæðu­eig­enda á Íslandi gat varla varið inn­stæðu­eig­endur í meðal spari­sjóði hvað þá í stór­banka. Til að inn­stæðu­trygg­ingar nái til­gangi sínum verður skamm­tíma fjár­mögnun að vera fyrir hendi. Hinn almenni borg­ari á ekki að þurfa að bíða árum saman eftir eigna­upp­gjöri eða kosta kröfu­gerð í þrota­bú. Það er því ljóst að hið opin­bera verður að mynda aðra varn­ar­línu að baki inn­stæðu­trygg­inga­sjóða ef almenn­ingur á ekki að bíða veru­legt tjón vegna fjár­mála­á­falla. Hart (1948, p. 87.) segir engar kvaðir á rík­is­sjóð eða seðla­banka í lögum um inn­stæðu­trygg­ingar í Banda­ríkj­unum til að bakka upp inn­stæðu­trygging­ar­sjóð (FDIC). Samt sé það sið­ferði­leg full­vissa að inn­stæðu­trygg­inga­sjóð­ur­inn fái allan nauð­syn­legan stuðn­ing frá hinu opin­bera. Á þennan stuðn­ing reyndi til dæmis í spari­sjóða­krepp­unni á níunda ára­tugn­um. 

Lög­gjöf um inn­stæðu­trygg­ingar líður fyrir visst laga­tækni­legt vanda­mál. Ekki er hægt að segja beint í lögum að ríkið skuli ábyrgj­ast inn­stæðu­skuldir banka. Það myndi aug­ljós­lega skapa óásætt­an­legan freistni­vanda. And­stæð­ingar rík­is­á­byrgðar hengdu sig á þennan tæknigalla í Ices­ave mál­inu.

Á haust­mán­uðum 2008 rið­aði alþjóð­lega fjár­mála­kerfið til falls og traust var lít­ið. Þá fóru að heyr­ast þær raddir frá Íslandi að íslenska ríkið væri ekki skuld­bund­ið til að mynda aðra varn­ar­línu bak­við inn­stæðu­trygg­inga­kerfið og ábyrgj­ast skuld­bind­ingar Trygg­inga­sjóðs inn­stæðu­eig­enda við erlendra inn­stæðu­eig­end­ur. Í Evr­ópu brugð­ust mörg lönd við með því að lýsa yfir því að almenn­ingur gæti treyst á að hið opin­bera myndi styðja að fullu við inn­stæðu­trygg­ing­ar­sjóði landa sinna og inn­stæðu­eig­endur þyrftu ekki að ótt­ast um sparnað sinn. 

Trygg­ing­ar­sjóður inn­stæðu­eig­enda á Íslandi hafði enga getu til að greiða út inn­stæðu­trygg­ingar innan þess tíma sem kraf­ist var í til­skipun ESB um inn­stæðu­trygg­ing­ar. Bretar og Hol­lend­ingar brugð­ust við með því að lána Trygg­inga­sjóði inn­stæðu­eig­enda þannig að almenn­ingur í lönd­unum gat fengið sparifé sitt greitt út, upp að vissri upp­hæð, fljót­lega eftir fall íslensku bank­anna. Hefðu Bretar og Hol­lend­ingar ekki brugð­ist mynd­ar­lega við hefðu afleið­ing­arnar getað orðið mjög afdrifa­ríkar og grafið end­an­lega undan því litla trausti sem var á bönkum haustið 2008 ekki aðeins í heima­löndum þeirra heldur um alla Evr­ópu.

Íslensk stjórn­völd lýstu því yfir á alþjóða­vett­vangi þrá­fald­lega að samið yrði í góðri trú (e. in good faith) um end­ur­kröfur Breta og Hol­lend­inga fyrir inn­stæðu­trygg­ing­ar­lán­inu. Í síð­ustu þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um Ices­a­vesamn­inga var samn­inga­leið­inni hafnað í reynd og íslensk stjórn­völd gerð að ómerk­ingum á alþjóða­vett­vangi. Í rann­sókn­ar­skýrslu Alþingis frá 2010 var fjallað ítar­lega um Ices­ave og nið­ur­staða skýrslu­höf­unda var að Ísland hefði ekki brotið gegn til­skipun ESB um inn­stæðu­trygg­ing­ar. EFTA dóm­stóll­inn kvað upp sam­hljóða sýknu­dóm árið 2013. Að loknu upp­gjöri slita­bús Lands­bank­ans hafa kröfur vegna Ices­ave verið greiddar að fullu.

Ísland hefur ekki inn­leitt nýjasta reglu­verk ESB um inn­stæðu­trygg­ing­ar. Þar er tekið fram að inn­stæðu­trygg­ingar vegna falls banka eigi ekki að lenda á skatt­greið­end­um. Aftur á móti er tím­inn til að greiða út inn­stæður styttur í nokkra daga úr nokkrum mán­uðum sam­kvæmt eldri til­skipun frá 1999 sem inn­leidd var á Ísland­i. 

Þar sem EFTA dóm­stóll­inn hafn­aði því að rík­is­sjóður beri laga­leg skylda til að mynda aðra varn­ar­línu að baki Trygg­ing­ar­sjóðs inn­stæðu­eig­enda vaknar sú spurn­ing hvernig hald­bærum inn­stæðu­trygg­ingum verði við komið í EES lönd­un­um. Þar sem tími til að greiða út inn­stæður eftir fall banka er mjög stuttur er aug­ljóst að tryggja þarf Trygg­ing­ar­sjóði inn­stæðu­eig­enda skamm­tíma fjár­mögn­un. Hvernig á að fjár­magna Trygg­ing­ar­sjóð­inn ef rík­is­sjóði ber engin skylda til að veita bak­trygg­ingu? Norð­menn hafa að vísu digra sjóði upp á að hlaupa en hér er rík­is­sjóður eini aðil­inn sem getur aflað fjár­magns með skömmum fyr­ir­vara. Fróð­legt verður að sjá hvernig hald­bærar inn­stæðu­trygg­ingar verða inn­leiddar á Íslandi í fram­tíð­inni á grund­velli til­skip­unar ESB.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar