Innstæðutryggingar

Björn Gunnar Ólafsson skrifar hugleiðingu um innistæðutryggingar.

Auglýsing

Í krepp­unni miklu í Banda­ríkj­unum urðu þús­undir banka gjald­þrota. Inn­stæðu­trygg­ing­ar þekk­ust en reynd­ust hald­litlar og almenn­ingur missti sparnað sinn í stórum stíl. Miklar umræður spunn­ust um það hvernig verja mætti almenn­ing fyrir slíkum hörm­ungum í fram­tíð­inni. Einn mögu­leiki var að tryggja að eigið fé banka væri ávallt nægi­lega mikið til að greiða út inn­stæður og hverfa þannig frá brota­forða­kerf­inu. Nið­ur­staðan var að halda brota­forða­kerf­inu en fjár­fest­ing­ar­bankar voru aðskildir frá bönkum sem tóku við inn­stæðum frá almenn­ingi og sett var upp inn­stæðu­trygg­inga­kerfi með óbeinni rík­is­á­byrgð. 

Í bók sinni um sögu pen­inga­mála í Amer­íku til 1960 fjalla Fried­man og Schwarts um þær inn­stæðu­trygg­ingar sem komið var á í Banda­ríkj­unum meðal ann­ars með stofnun FDIC (Federal Deposit Ins­urance Cor­poration). Þau benda á að með inn­stæðu­trygg­ingum hafi að mestu verið komið í veg fyrir að áhlaup á einn banka fram­kall­aði sjálf­krafa áhlaup á aðra banka. Inn­stæðu­trygg­ing­arnar hafi þannig stuðlað að lang­tíma stöð­ug­leika í banka­kerf­inu. Mat þeirra Fried­mans og Schwarts á mik­il­vægi inn­stæðu­trygg­inga er enn í fullu gildi. Til­vist þeirra á vafa­lítið þátt í að banka­kreppur voru nán­ast óþekktar á vest­ur­löndum frá lokum krepp­unnar fram að tíunda ára­tugn­um.

Hugs­unin að baki inn­stæðu­trygg­inga­kerfa er fyrst og fremst að tryggja að almenn­ingur sem leggur hýruna sína inn í banka þurfi ekki að bíða árum saman eftir upp­gjöri þrota­búss­ins ef bank­inn fer á haus­inn. Mjög er ólík­legt að eft­ir­lits­skyldur banki eigi ekki eignir að mestu upp í inn­stæður miðað við lág­marks­trygg­ingu, sér­stak­lega ef inn­stæður hafa for­gang. For­gangur inn­stæðna hefur verið lög­festur í mörgum löndum svo sem í Banda­ríkj­unum þegar árið 1993. Hægt er að reikna með því að inn­stæðu­trygg­inga­sjóðir fá allt sitt til baka en það tekur í flestum til­vikum mörg ár.

Auglýsing

Inn­stæðu­trygg­inga­sjóðir hafa yfir­leitt ekki næga fjár­muni til að greiða út lág­marks­trygg­ingu með skömmum fyr­ir­vara ef stórir bankar falla. Það er ekki skyn­sam­legt að hlaða miklum fjár­munum í trygg­inga­sjóði þótt svartur svanur sjá­ist með margra ára eða ára­tuga milli­bili. Trygg­inga­sjóður inn­stæðu­eig­enda á Íslandi gat varla varið inn­stæðu­eig­endur í meðal spari­sjóði hvað þá í stór­banka. Til að inn­stæðu­trygg­ingar nái til­gangi sínum verður skamm­tíma fjár­mögnun að vera fyrir hendi. Hinn almenni borg­ari á ekki að þurfa að bíða árum saman eftir eigna­upp­gjöri eða kosta kröfu­gerð í þrota­bú. Það er því ljóst að hið opin­bera verður að mynda aðra varn­ar­línu að baki inn­stæðu­trygg­inga­sjóða ef almenn­ingur á ekki að bíða veru­legt tjón vegna fjár­mála­á­falla. Hart (1948, p. 87.) segir engar kvaðir á rík­is­sjóð eða seðla­banka í lögum um inn­stæðu­trygg­ingar í Banda­ríkj­unum til að bakka upp inn­stæðu­trygging­ar­sjóð (FDIC). Samt sé það sið­ferði­leg full­vissa að inn­stæðu­trygg­inga­sjóð­ur­inn fái allan nauð­syn­legan stuðn­ing frá hinu opin­bera. Á þennan stuðn­ing reyndi til dæmis í spari­sjóða­krepp­unni á níunda ára­tugn­um. 

Lög­gjöf um inn­stæðu­trygg­ingar líður fyrir visst laga­tækni­legt vanda­mál. Ekki er hægt að segja beint í lögum að ríkið skuli ábyrgj­ast inn­stæðu­skuldir banka. Það myndi aug­ljós­lega skapa óásætt­an­legan freistni­vanda. And­stæð­ingar rík­is­á­byrgðar hengdu sig á þennan tæknigalla í Ices­ave mál­inu.

Á haust­mán­uðum 2008 rið­aði alþjóð­lega fjár­mála­kerfið til falls og traust var lít­ið. Þá fóru að heyr­ast þær raddir frá Íslandi að íslenska ríkið væri ekki skuld­bund­ið til að mynda aðra varn­ar­línu bak­við inn­stæðu­trygg­inga­kerfið og ábyrgj­ast skuld­bind­ingar Trygg­inga­sjóðs inn­stæðu­eig­enda við erlendra inn­stæðu­eig­end­ur. Í Evr­ópu brugð­ust mörg lönd við með því að lýsa yfir því að almenn­ingur gæti treyst á að hið opin­bera myndi styðja að fullu við inn­stæðu­trygg­ing­ar­sjóði landa sinna og inn­stæðu­eig­endur þyrftu ekki að ótt­ast um sparnað sinn. 

Trygg­ing­ar­sjóður inn­stæðu­eig­enda á Íslandi hafði enga getu til að greiða út inn­stæðu­trygg­ingar innan þess tíma sem kraf­ist var í til­skipun ESB um inn­stæðu­trygg­ing­ar. Bretar og Hol­lend­ingar brugð­ust við með því að lána Trygg­inga­sjóði inn­stæðu­eig­enda þannig að almenn­ingur í lönd­unum gat fengið sparifé sitt greitt út, upp að vissri upp­hæð, fljót­lega eftir fall íslensku bank­anna. Hefðu Bretar og Hol­lend­ingar ekki brugð­ist mynd­ar­lega við hefðu afleið­ing­arnar getað orðið mjög afdrifa­ríkar og grafið end­an­lega undan því litla trausti sem var á bönkum haustið 2008 ekki aðeins í heima­löndum þeirra heldur um alla Evr­ópu.

Íslensk stjórn­völd lýstu því yfir á alþjóða­vett­vangi þrá­fald­lega að samið yrði í góðri trú (e. in good faith) um end­ur­kröfur Breta og Hol­lend­inga fyrir inn­stæðu­trygg­ing­ar­lán­inu. Í síð­ustu þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um Ices­a­vesamn­inga var samn­inga­leið­inni hafnað í reynd og íslensk stjórn­völd gerð að ómerk­ingum á alþjóða­vett­vangi. Í rann­sókn­ar­skýrslu Alþingis frá 2010 var fjallað ítar­lega um Ices­ave og nið­ur­staða skýrslu­höf­unda var að Ísland hefði ekki brotið gegn til­skipun ESB um inn­stæðu­trygg­ing­ar. EFTA dóm­stóll­inn kvað upp sam­hljóða sýknu­dóm árið 2013. Að loknu upp­gjöri slita­bús Lands­bank­ans hafa kröfur vegna Ices­ave verið greiddar að fullu.

Ísland hefur ekki inn­leitt nýjasta reglu­verk ESB um inn­stæðu­trygg­ing­ar. Þar er tekið fram að inn­stæðu­trygg­ingar vegna falls banka eigi ekki að lenda á skatt­greið­end­um. Aftur á móti er tím­inn til að greiða út inn­stæður styttur í nokkra daga úr nokkrum mán­uðum sam­kvæmt eldri til­skipun frá 1999 sem inn­leidd var á Ísland­i. 

Þar sem EFTA dóm­stóll­inn hafn­aði því að rík­is­sjóður beri laga­leg skylda til að mynda aðra varn­ar­línu að baki Trygg­ing­ar­sjóðs inn­stæðu­eig­enda vaknar sú spurn­ing hvernig hald­bærum inn­stæðu­trygg­ingum verði við komið í EES lönd­un­um. Þar sem tími til að greiða út inn­stæður eftir fall banka er mjög stuttur er aug­ljóst að tryggja þarf Trygg­ing­ar­sjóði inn­stæðu­eig­enda skamm­tíma fjár­mögn­un. Hvernig á að fjár­magna Trygg­ing­ar­sjóð­inn ef rík­is­sjóði ber engin skylda til að veita bak­trygg­ingu? Norð­menn hafa að vísu digra sjóði upp á að hlaupa en hér er rík­is­sjóður eini aðil­inn sem getur aflað fjár­magns með skömmum fyr­ir­vara. Fróð­legt verður að sjá hvernig hald­bærar inn­stæðu­trygg­ingar verða inn­leiddar á Íslandi í fram­tíð­inni á grund­velli til­skip­unar ESB.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Maskína leiðrétti framsetningu Moggans á göngugatnakönnun
Maskína, sem vann könnun á viðhorfum til varanlegra göngugatna fyrir hóp kaupmanna sem berst gegn göngugötum í miðborginni, sendi frá sér leiðréttingu á fimmtudag eftir að bjöguð mynd af niðurstöðunum var dregin fram í Morgunblaðinu.
Kjarninn 31. maí 2020
Auður Jónsdóttir
Þú verður að deyja fyrir samfélagið!
Kjarninn 31. maí 2020
Stefán Ólafsson
Atvinnuleysisbætur eru alltof lágar
Kjarninn 31. maí 2020
Inger Støjberg, þáverandi ráðherra innflytjendamála í dönsku stjórninni, sést hér á fundi í Brussel 25. janúar árið 2016. Þann sama dag sá hún fréttir sem gerðu hana hoppandi illa og urðu kveikjan að þeim embættisfærslum sem nú eru til rannsóknar.
Að tala tungum tveim og draga kanínu úr hatti
Danskir stjórnmálaskýrendur sem fylgjast með rannsókn á embættisfærslum Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra, segja hana hafa talað tungum tveim í yfirheyrslum vegna rannsóknarinnar. Minnisblað sem enginn hafði áður heyrt minnst á dúkkaði skyndilega upp.
Kjarninn 31. maí 2020
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020
Brynjar Níelsson
Villuljós
Kjarninn 30. maí 2020
Sigrún Guðmundsdóttir
Okkar SORPA
Kjarninn 30. maí 2020
Laugavegurinn er ein allra vinsælasta gönguleið landsins en gengið er frá Landmannalaugum.
Landinn óður í útivist
Uppselt er í margar ferðir Ferðafélags Íslands og félagið hefur þurft að bæta við ferðum. Níu af hverjum tíu ætla að ferðast innanlands í sumar samkvæmt könnun Ferðamálastofu.
Kjarninn 30. maí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar