Hvernig komum við í veg fyrir utanvegaakstur?

Anna Þorsteinsdóttir, formaður Landvarðafélags Ísland, skrifar um utanvegaakstur og hvernig almenningur getur í sameiningu unnið gegn honum.

Auglýsing

Það leið ekki á löngu þar til fyrsti ferðamaðurinn var tekin við utanvegaakstur þetta sumarið. Það er einnig ljóst að nú þegar hafa einhverjir ferðamenn ekið utan vega það sem af er sumri án þess að nást. Umræðan um utanvegaakstur fór hátt í lok síðasta sumars þegar hópur erlendra ferðamanna lék sér utan vega undir leiðsögn Íslendings. Hópurinn fékk háa sekt en hvarf svo af landinu. Sárið sést enn í viðkvæmum jarðveginum og erfitt að koma í veg fyrir að aðrir leiki þetta eftir nú þegar sýnileg förin draga að aðra ferðamenn. Sektin er því ekki nægileg sama hversu há hún er. Við þurfum einhvern veginn að geta komið í veg fyrir að þetta gerist aftur og aftur.

Hvað er utanvegaakstur?

Utanvegaakstur er ekki einfalt fyrirbæri. Þetta snýst ekki einungis um sektir, skilti og að segja fólki að bannað sé að keyra utan vegar. Það eru margt óljóst og lausnin ekki einföld. Hvað er utanvegaakstur? Er það utanvegaakstur að víkja fyrir bíl með því að fara af veginum? Eða að leggja og tjalda utan vegar? Eða að leika sér í sandinum? Allt eru þetta dæmi um utanvegaakstur sem hefur mismiklar afleiðingar fyrir náttúruna en gefur fyrst og fremst slæmt fordæmi og leiðir til frekari utanvegaaksturs. Það er einnig nauðsynlegt að gera sér grein fyrir að Ísland býður upp á einstaka og framandi náttúru sem oft er erfitt að skilja. Margir ferðmenn upplifa sig örlítið eins og í eyðimörk í öllu víðerninu. Þeir halda að þegar keyrt er utan vegar í sandinum sé enginn skaði skeður og förin hverfi. Það eru vissulega til staðir þar sem skaðinn er lítill og vindurinn lagar förin en þeir eru ekki margir. Víðast er eitthvert líf að reyna að komast upp úr sandinum eða þunn steinkápa yfir lausum jarðvegi og förin hverfa hugsanlega aldrei eða ekki án hjálpar sem einnig veldur raski. Sums staðar hverfa förin á löngum tíma en þar sem mannfólkið á það til að elta og herma eftir kalla þessi för á að fleiri geri hið sama. Þess vegna keppast landverðir um allt land við að laga förin sem fyrst til að sem fæstir elti. Þetta tekur mikilvægan tíma af landvörðum sem gætu frekar notað hann í að upplýsa ferðamenn um áhrif utanvegaaksturs, íslenska náttúru og menningu og byggja upp aðgengi að fleiri áhugaverðum svæðum.

Við landverðir biðjum því um aðstoð við að koma í veg fyrir utanvegaakstur og miðað við umræðuna í samfélaginu vilja flestir leggja sitt að mörkum en margir segjast ekki vita hvernig. Mig langar því að benda á nokkur atriði sem hafa reynst landvörðum vel og gætu gagnast öðrum í þessari viðleitni.

Auglýsing

Verum óhrædd að tala við ferðmenn

Flestir ferðamenn vilja ekki valda neinum skaða en gera sér oft ekki grein fyrir hversu viðkvæm íslensk náttúra er. Verum því óhrædd að láta vita að utanvegaakstur er bannaður. Leiðbeinum til dæmis um hvernig á að mæta bíl án þess að fara alveg út af veginum. Látum vita að ekki má leggja bílnum hvar sem er og alls ekki til næturgistingar. Látum vita að drullupollurinn á veginum er ekki hættulegur og öruggara er að aka yfir hann en kringum hann utan vegar. Segjum þeim að förin hverfa seint og sjaldnast án hjálpar.

Tilkynnum utanvegaakstur

Verum óhrædd við að tilkynna utanvegaakstur til lögreglu og leita aðstoðar hjá landvörðum eða öðrum viðbragðsaðilum á svæðinu til að meta stöðuna. Munum að taka myndir til að afhenda viðbragðsaðilum en forðumst að fara beint í skotgrafir á samfélagsmiðlum.

Verum fyrirmyndir fyrir ferðmennina og sýnum þeim skilning

Dregið hefur úr utanvegaakstri Íslendinga en þó telja sumir að einn bíll í sandinum eða vikrinum skaði lítið. Við verðum að muna að ein för draga fleiri að. Við verðum líka að muna að erlendir ferðamenn eru óvanir mjóum og lélegum fjallvegum og eðlilegt að þeim bregði við að mæta Íslendingum á velbúnum jeppum á fullri ferð og fari því langt út fyrir veginn til að víkja. Best er að við með reynsluna stöðvum svo hægt sé að víkja án þess að fara út af veginum.

Að njóta íslenskrar náttúru er orðin ein okkar helsta auðlind. En hún er að mörgu leyti eins og ungbarn, berskjölduð og viðkvæm, og við verðum að gæta hennar vel. En erlendir ferðamenn sjá hana ekki sem ungbarn heldur stórbrotna, kraftmikla tröllskessu sem blæs frá sér og spýr eldi. Þeir sjá ekki hversu viðkvæm hún er og við verðum að leiðbeina þeim. Eins og tröllskessan sem þolir ekki sólarljósið er manneskjan það erfiðasta sem íslensk náttúra hefur þurft að takast á við.

Ég ætla að ljúka þessari sumarkveðju með orðum sem ég heyrði leiðsögumann segja við hópinn sinn áður en hann lagði af stað í ferðlag um undur Lakagíga. Þessi orð hafa reynst mér vel við að gera fólki grein fyrir hversu viðkvæm náttúran er. Það er nógu erfitt að vera planta á Íslandi sem þarf að berjast við eldgos og breytilegt veðurfar, við skulum því reyna að láta okkur mannfólkið ekki vera eitt enn sem hún þarf að berjast við. 

Gleðilegt sumar.


Höfundur er formaður Landvarðafélags Ísland, starfandi landvörður í Vatnajökulsþjóðgarði og leiðsögðukona.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar