Skattlagning lífeyrissparnaðar og skerðing ellilífeyris

Hagfræðingur skrifar um lífeyrismál og hvernig mætti bæta lífeyriskerfið.

Auglýsing

Núver­andi fyr­ir­komu­lag skatt­lagn­ingar iðgjalda vegna líf­eyr­is­sparn­aðar og  líf­eyr­is­greiðslna hér á landi er ein­falt. Lög­bundin iðgjöld eða iðgjöld sem ákveðin eru með kjara­samn­ingum eru und­an­þegin tekju­skatti og útsvari þegar greitt er inn í sam­trygg­ing­ar­sjóð (1). 

Mót­fram­lag atvinnu­rek­anda fær­ist ekki sem laun á laun­þega og er frá­drátt­ar­bær kostn­aður í rekstri.  Sama gildir um val­frjálsan sér­eign­ar­líf­eyr­is­sparnað innan þeirra marka sem lög heim­ila.  Iðgjöld laun­þega og mót­fram­lag atvinnu­rek­anda í sér­eigna­sparnað eru und­an­þegin tekju­skatti og útsvari þegar þau eru greidd til ávöxt­un­ar­að­ila. Mót­fram­lag atvinnu­rek­anda telst ekki laun hjá laun­þega og er frá­drátt­ar­bær kostn­aður við rekstur hjá atvinnu­rek­anda.

Mögu­leikar til skatt­lagn­ingar líf­eyr­is­sparn­aðar eru þrír. Skatt­leggja iðgjöld sem laun þegar þau eru lögð inn í líf­eyr­is­sjóð, skatt­leggja fjár­magnstekjur sem falla til árlega og loks að skatt­leggja líf­eyrir sem tek­inn er út.  Hér á landi er þriðja leiðin far­in.

Auglýsing

Þegar taka líf­eyris hefst úr sam­trygg­ing­ar­sjóð, eða sér­eigna­líf­eyrir er tek­inn út eru allar greiðslur skatt­lagðar að fullu með tekju­skatti og útsvari.  Að auki koma greiðslur úr sam­trygg­ing­ar­sjóðum aðrar til frá­dráttar elli­líf­eyri og heim­il­is­upp­bót almanna­trygg­inga­kerf­is­ins eftir sér­stökum reglum (2) eins og greint er frá í með­fylgj­andi skýr­ing­ar­boxi.

Tekju­teng­ingar í almanna­trygg­inga­kerf­inu

Atvinnu­tekj­ur, fjár­magnstekjur og greiðslur úr líf­eyr­is­sjóðum að fjár­hæð 25.000 kr. á mán­uði skerða ekki elli­líf­eyri eða heim­il­is­upp­bót

Atvinnu­tekjur að 100.000 kr. á mán­uði skerða ekki elli­líf­eyri en atvinnu­tekjur umfram það mark skerðir elli­líf­eyrir um 45%,

Hámark elli­líf­eyr­is, 248.105 kr. á mán­uði, falla niður þegar tekjur ná 576.344 kr. á mán­uði,

Atvinnu­tekjur umfram 100.000 kr. á mán­uði skerða heim­il­is­upp­bót um 11,9%

Hámark heim­il­is­upp­bótar er 62.695 kr. á mán­uði, heim­il­is­upp­bót fellur niður þegar tekjur ná kr. 551.849

Í grófum dráttum þýða þessi skerð­ing­ar­á­kvæði að líf­eyr­is­greiðsl­ur, aðrar en greiðslur úr sér­eigna­líf­eyr­is­sjóð­um,  á bil­inu 25 þús.kr. til 570 þús.kr.  skerða elli­líf­eyris og heim­il­is­upp­bót 56,9% sem bæt­ist við  tekju­skatts­hlut­fallið og útsvarið sem eru 36,9% á þessu tekju­bili (lægra skatt­þrep­ið).  Sam­tals er því skerð­ing og skatt­lagn­ingu tekna á þessu bili 93,8%,  Þegar komið er umfram þessi mörk lækkar skatt­lagn­ing aftur niður í 36,9% og hækkar svo í 46,2% þegar efra skatt­þrep­inu er náð við 927 þús.kr. á mán­uði.  Sé ein­stak­lingur með atvinnu­tekj­ur, byrjar þessi skerð­ing við 100 þús.kr. á mán­uði.

Aug­ljóst er að langt er gengið í skatt­lagn­ingu og skerð­ingu tekna áður greiðslur almanna­trygg­inga falla nið­ur. 

Tekjutengingar.

Á und­an­förnum árum hefur gætt vax­andi óánægju hjá almenn­ingi með skatt­lagn­ingu útgreiðslna líf­eyris og þeirrar skerð­inga sem líf­eyr­is­s­greiðslur hafa á greiðslur  frá almanna­trygg­ing­um.  

Óánægja með skatt­lagn­ingu líf­eyr­is­greiðsla á bæði við um greiðslur úr sam­trygg­ing­ar­sjóðum en ekki síður við úttektir eða greiðslur sér­eigna­líf­eyr­is.  Margt kemur hér til. Þeir sem greitt hafa í líf­eyr­is­sjóði og sæta skerð­ingu greiðslna frá almanna­trygg­ingum bera sig saman við þá sem lítil rétt­indi hafa safnað og fá mun hærri líf­eyr­is­s­greiðslur (elli­líf­eyrir og heim­il­is­upp­bót) frá almanna­trygg­ing­um.  

Þeir spyrja sig  hver er þá til­gangur með því greiða iðgjöld til líf­eyr­is­sjóða.  Varð­andi sér­eigna­sparn­að­inn er gerður sam­an­burður við almennan sparnað sem skatt­lagður er með miklu lægra skatt­hlut­falli fjár­magnstekju­skatts aug­ljós­lega óhag­stæð­ur. Þá er sam­an­burður við útlönd einnig óhag­stæður en flest lönd skatt­leggja líf­eyr­is­sparn­að, sér­stak­lega við­bót­ar­líf­eyr­is­sparnað  við útgreiðslu hans með lægra skatt­hlut­falli en launa­tekj­ur.  

Nokkur EES ríki eru mun lægri skatta á líf­eyr­is­greiðslur hvort sem þær væru úr sam­trygg­ing­ar­sjóð eða sér­eign­ar­líf­eyr­ir.  Jafn­vel eru dæmi um skatt­leysi. Þessi staða er hvetur mjög til þess að líf­eyr­is­þegar flytji til ríkja þar sem skatt­lagn­ing er lægri. Rétt er að geta þess að í flestum nágranna­löndum er elli­líf­eyrir frá ríki grunn­stoð líf­eyr­is­kerf­is­ins sem er fjár­magn­aður á sjóðs­söfn­unar beint af fjár­lögum hvers árs.  Líf­eyr­is­sparn­aður er því þar að stærstum hluta það sem við köllum sér­eigna­líf­eyrir (3).

Þó það sé hvergi sagt beint út í íslenskri lög­gjöf  þá þýðir þessi fram­kvæmd, að draga greiðslur úr sam­trygg­ing­ar­líf­eyr­is­sjóðum frá greiðslum almanna­trygg­inga (56,9%),  að sam­trygg­ing­ar­þáttur líf­eyr­is­kerf­is­ins, með skyldu­að­ild að sjóðum og lög­bundnu lág­marks­ið­gjaldi er í raun fyrsta stoðin í líf­eyr­is­kerfi lands­manna (4).  

Lands­mönnun ber að nýta sér hann áður en til greiðslna frá almanna­trygg­inga­kerf­inu kem­ur. Ein­stak­lingur sem hefur hafið töku líf­eyris úr sam­trygg­ing­ar­sjóði er skylt að nota þær greiðslur til fram­færslu áður en greiðsla úr alm­ana­trygg­ingum getur átt sér stað. Önnur lönd hafa ekki þetta fyr­ir­komu­lag. Líf­eyrir frá ríki, sem fjár­magn­aður er af sköttum hvers árs er ann­ars staðar grunn­stoð líf­eyr­is­kerf­is­ins. Ekki er um að ræða sam­spil hans og þving­aðra greiðslna í sam­trygg­ing­ar­sjóð eins og hér á landi.

Hvað er inn­eign í líf­eyr­is­sjóð­i? 

Líta má svo á að inn­eign í líf­eyr­is­sjóðum sam­an­standi af tveimur þátt­um. Ann­ars vegar iðgjald­inu, hugs­an­lega verð­bættu frá því það var greitt og hins vegar ávöxtun iðgjalds­ins.  Þar sem iðgjaldið var und­an­þegið tekju­skatti og útsvari við inn­borgun í líf­eyr­is­sjóð­inn eins og áður seg­ir, gæti verið rök­rænt að skatt­leggja þann þátt við útgreiðslu líf­eyris með þeim skött­um.  Hins vegar virð­ist harka­legt að skatt­leggja ávöxt­un­ar­þátt­inn með tekju­skatti og útsvari. Rétt­ara væri að skatt­leggja þann þátt með fjár­magnstekju­skatti sem er 22%.  

En hvernig skipt­ist líf­eyr­is­sparn­að­ur­inn milli iðgjalda og ávöxt­un­ar.  Sé greitt inn í líf­eyr­is­sjóð í 40 ár, og miðað við 3,5% vexti og 2,5% verð­bólgu þá er ávöxt­un­ar­þátt­ur­inn 55% af loka­sparn­að­in­um.   Væru vextir hærri en 3,5% t.d. 5% er ávöxt­un­ar­þátt­ur­inn 68% en 35% væru vext­irnir 2%. 

Hér er verið tala um vexti ofan á verð­trygg­ingu (raun­vext­i).  Til­tölu­lega auð­velt er fyrir líf­eyr­is­sjóð að reikna út hvernig inn­eign (eða iðgjöld upp­söfnuð og ávöxtuð) skipt­ist milli iðgjalda og ávöxt­un­ar. Leggja mætti þá útreikn­inga til grund­vallar skatt­lagn­ingu.  Hugs­an­lega mætti gera það bæði þegar um væri að ræða greiðslur úr sam­trygg­ing­ar­sjóð og sér­eigna­sjóð.

Hug­myndir að sann­gjarn­ari skatt­lagn­ingu

Þegar horft er á þetta með þessu hætti mætti láta sér koma til hugar að rétt­lát­ari skatt­lagn­ing í líf­eyr­is­greiðslum sem meiri sátt gæti verið um til lengri tíma gæti verið eft­ir­far­andi eða eitt­hvað af eft­ir­far­andi:

1. Almennt væru líf­eyr­is­greiðslur eða úttektir úr líf­eyr­is­sjóði skatt­lagðar ýmist með tekju­skatti og útsvari eða fjár­magnstekju­skatti eftir því hvort um væri að ræða iðgjöld (verð­leið­rétt) eða ávöxt­un­ar­þátt­ur­inn. Miðað við lík­lega vexti myndi þetta fela í sér að um helm­ingur líf­eyris yrði skatt­lagður sem fjár­magnstekj­ur.  Líf­eyr­is­sjóður eða ávöxt­un­ar­að­ili myndi við upp­haf töku líf­eyris ákvarða skipt­ingu líf­eyris milli iðgjalda og áxöxt­un­ar.

2. Eins mætti hugsa sér að leggja niður frá­dátt­ar­bærni iðgjalda sem greidd eru til sam­trygg­ing­ar­sjóða. Þau eru lög­bundin og þarfn­ast í raun ekki skatt­legra hvata. Sér­stakt eft­ir­lits­kerfi hjá RSK tryggir að iðgjöld eru innt hendi.  Þá mætti skatt­leggja allar útgreiðslur úr sam­trygg­ing­ar­sjóðum með fjár­magnstekju­skatti.

3. Ekki er aug­ljóst að ríkið eigi að skatt­leggja sér­eigna­líf­eyrir eða hluta hans með tekju­skatti yfir­leitt. Hér er um að val­frjálsan sparnað með skatta­legum hvata (ið­gja­öld frá­drátt­ar­bær frá skatt­i). Ekki er almennt hefð fyrir því að ríkið kalli eftir end­ur­greiðslum á skatta­legum hvötum eins og í raun er verið að gera með því skatt­leggja sér­eign með tekju­skatti og útsvari.  Sann­gjarn­ara gæti verið að skatt­leggja útgreiðslur sér­eign­ar­sparn­aðar fjár­magnstekju­skatti ein­göng­u. 

4. Sam­spil lif­eyris úr sam­trygg­inga­sjóðum og elli­líf­eyris frá almanna­trygg­ingum er sér­stakt vanda­mál. Jað­ar­skatt­lagn­ing (og skerð­ing)  yfir 90% á algengu tekju­bili (25 – 560 þús.kr.) hlýtur að leiða atferl­is­breyt­inga og myndar sterkan hvata á þeim hóp sem er á þessu tekju­bili að kom­ast hjá að greiða í líf­eyr­is­sjóð, t.d. með svartri atvinnu­starf­semi (5).  Hugsa mætti ýmsar útfærslur til að milda þessa skatt­lagn­ingu en meg­in­at­riðið hlýtur að vera lækka sam­tölu skatta og skerð­inga niður að 50%. Annað stenst ekki til lengd­ar.

Til­vitnar í texta (númer í sviga).

1. Með sam­trygg­ing­ar­sjóð er átt við líf­eyr­is­sjóð sem veitir elli-,maka, barn og örorku­líf­eyr­ir, þar sem eign sjóð­fé­laga er ekki eyrn­ar­merkt og réttur líf­eyris er til ævi­loka. Nú er skylt að greiða 12% launum í slíkan sjóð.

2. Tekj­ur, og líf­eyr­is­greiðslur úr sam­trygg­ing­ar­sjóðum skerða einnig sér­stakar  upp­bætur almanna­trygg­ingar til elli­líf­eyr­is­þega, svo sem upp­bót á líf­eyri vegna sér­stakra aðstæðna og upp­bót vegna bif­reið­ar.

3. Sjá t.d. Stock­tak­ing of the tax treat­ment of funded pri­vate pension plans in OECD and EU 2015: htt­p://www.oecd.org­/pensions/­Stock­tak­ing-­Tax-Tr­eat­ment-Pensions-OECD-EU.pdf

4. Nákvæmara væri að segja að almenna frí­tekju­mark­ið, sem 25.000 kr. á mán­uði væri fyrsta stoð­in. En sá þáttur er, vegna þess hvað fjár­hæðin er lág, óveru­legur þáttur elli­líf­eyr­is­ins. Kannski núllta stoð­in. 

5. Hjá þeim sem eru vist­menn á dval­ar­heim­ilum eða hjúkr­un­ar­heim­ilum er þessi skerð­ing enn hærri vegna greiðslu­þátt­töku í dval­ar­kostn­aði.  Vist­menn sem hafa til­teknar tekjur eftir skatt taka þátt í í dval­ar­kostn­aði sínum (dag­gjöld­um). Ef tekjur umfram skatt eru hærri en 95.548 kr.(411 þús.kr. fyrir skatt)  inn­heimtir vist­heim­ili og greiðir til Trygg­ing­ar­stofn­unar allt sem umfram er uns tekjur eftir skatt ná 423.910 kr. (982 þús.kr. fyrir skatt).

Höf­undur starfar hjá Sam­tökum fjár­mála­fyr­ir­tækja. Skoð­anir hans í þess­ari grein end­ur­spegla ekki afstöðu þeirra.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meryl Streep er ein af aðalleikurum myndarinnar.
Mossack Fonseca stefnir Netflix
Mossack Fonseca, lögmannsstofan alræmda, hefur stefnt Netflix vegna kvikmyndar streymisveitunnar um Panamaskjölin.
Kjarninn 17. október 2019
Fimmtungur Íslendinga býr við leka- og rakavandamál
Hlutfall þeirra sem telja sig búa við leka- og/eða rakavandamál hér á landi er þrefalt hærra hér en í Noregi.
Kjarninn 17. október 2019
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta.
Nýr Brexit-samningur samþykktur
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Jean-Clau­de Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evrópusambandsins, tilkynntu í morgun að nýr útgöngusamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins væri í höfn.
Kjarninn 17. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ríkið sem vildi ekki sjá peningaþvættið heima hjá sér
Kjarninn 17. október 2019
Leikhúsið
Leikhúsið
Leikhúsið - Sex í sveit
Kjarninn 17. október 2019
Lögmenn bera mun meira traust til dómstóla
Lögmenn og ákærendur bera mun meira traust til dómstóla heldur en almenningur. Yfir 80 prósent lögmanna og ákærenda voru sammála því að dómarar og starfsmenn dómstóla ynnu störf sín af heilindum, virðingu og heiðarleika.
Kjarninn 17. október 2019
Heiða Sigurjónsdóttir
Alþjóðadagur málþroskaröskunar 18. október 2019
Leslistinn 17. október 2019
Segir Bandaríkin og Bretland vilja Ísland á lista yfir ósamvinnuþýð ríki
Það mun skýrast í lok viku hvort Íslandi muni takast að forðast það að lenda á lista með ríkjum með vafasamt stjórnarfar vegna lélegra varna landsins gegn peningaþvætti. Nánast ekkert var í lagi hérlendis í þeim vörnum áratugum saman.
Kjarninn 17. október 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar