Vinnum heimavinnuna

Formaður Viðreisnar segir að mikilvægt sé í breyttri veröld að Íslendingar vinni heimavinnu sína sem fyrst og treysti þannig stöðu Íslands og valkosti til framtíðar. Þannig geti þeir staðið vörð um frjálst, opið og alþjóðlegt samfélag.

Auglýsing

Allt frá lokum síð­ari heim­styrj­aldar hefur Ísland sem full­valda ríki verið þátt­tak­andi í marg­vís­legu fjöl­þjóð­legu sam­starfi. Til­gang­ur­inn með slíku sam­starfi hefur verið og mun ávallt vera að styrkja stöðu lands­ins í sam­fé­lagi þjóð­anna. Það er óum­deilt að þau skref sem við höfum tekið sem virkir þátt­tak­endur í fjöl­þættu sam­starfi hafa styrkt full­veldi lands­ins og bætt efna­hags þess svo um mun­ar. Ákvarð­anir um að taka þátt í fjöl­þjóða­sam­starfi hafa haft ein­hver mestu áhrif á lífs­gæði okkar Íslend­inga fyrr og síð­ar.

Heims­myndin hefur breyst

Heims­mynd kalda­stríðs­sár­anna var til­tölu­lega ein­föld. Það voru tveir turnar sem tók­ust á; vest­ræn ríki undir for­ystu Banda­ríkja­manna og sós­í­alist­a­ríki undir for­ystu Sov­ét­ríkj­anna. Hug­mynda­fræðin greind­ist í tvennt; hug­sjónir lýð­ræðis og frjálsra við­skipta og hug­mynda­heimur alræðis og sós­í­al­isma. Margir töldu að með falli Berlín­ar­múrs­ins stæðu þjóðir heims­ins á kross­göt­um. Nú þrjá­tíu árum síðar stöndum við enn á sömu kross­götum og heims­myndin jafn­vel mun flókn­ari en áður, tog­kraft­arnir fleiri og hug­mynda­fræðin sund­ur­laus­ari, jafn­vel fjöl­skrúð­ugri og fjarri því eins ein­föld og á tímum kalda stríðs­ins. Banda­ríkin byggja ekki á myndun banda­laga með sama hætti og áður, sam­vinna þeirra við banda­menn sína byggir í vax­andi mæli á þeirra eigin hags­munum en minna mæli en áður á sam­eig­in­legum hug­sjónum og hags­munum eða sam­stöðu með þeim. Kína mun vænt­an­lega verða for­ystu­ríkið á alþjóða­vett­vangi á næstu ára­tug­um. Þá mun Evr­ópu­sam­bandið sem hefur vaxið hratt og er miklu áhrifa­meira en áður skipta veru­legu máli þótt það glími um stund­ar­sakir við ákveð­inn innri vanda.

Evr­ópu­hug­sjónin er ávöxtur vest­rænna lýð­ræð­is­hug­mynda kalda stríðs­ins. Í Bret­landi og Banda­ríkj­unum hafa hug­myndir um frjáls við­skipti færst frá fjöl­þjóða­sam­vinnu til tví­hliða samn­inga þar sem þeir sterku hafa jafnan und­ir­tök­in. Þetta er var­huga­verð þróun fyrir smærri ríki þar sem almennt er talið að þau njóti skjóls frá ægi­valdi stærri ríkja innan vébanda fjöl­þjóð­legrar sam­vinnu. Aft­ur­hald og þjóð­ern­ispóli­tískar hug­myndir sem birt­ast í ólíkum myndum frá einu ríki til ann­ars eru að verða meira áber­andi en áður. Þessir straumar hafa einnig borist til Íslands. Við höfum nú þegar fundið fyrir þeim í umræðum um þriðja orku­pakk­ann og tor­tryggni gagn­vart EES samn­ingn­um, útlend­inga, í umræðum um þung­un­ar­rof, inn­flutn­ing á fersku kjöti og svo fá eitt sé nefnt.

Auglýsing

Val­kostir Íslands

Í náinni fram­tíð blasir við að við Íslend­ingar munum eiga tvo kosti, komumst við að þeirri nið­ur­stöðu að æski­legt sé að treysta stöðu lands­ins enn frekar í alþjóð­legu sam­hengi. Ann­ars vegar að taka upp þétt­ara sam­band við Bret­land og Banda­ríkin og fylgja þeim eftir í gerð tví­hliða frí­versl­un­ar­samn­inga, sem geta verið mun grynnri og umfangs­minni en þeir samn­ingar sem við gerum í gegnum EES. Ef þessi leið yrði valin hefði það í för með sér að við myndum yfir­gefa innri markað Evr­ópu líkt og Bret­ar, sem hefði í för með sér grund­vall­ar­breyt­ingar með til­heyr­andi röskun á atvinnu- og við­skipta­lífi.

Hins vegar gætum við stigið skrefið í átt að fullri aðild að Evr­ópu­sam­band­inu og tryggt okkur þannig sæti við borðið með þeim áhrifum sem það veit­ir. Við þekkjum vel í gegnum far­sælt sam­starf okkar í NATO að röddin við borðið heyr­ist og skiptir máli. Að velja fyrri kost­inn þýðir ekki að við getum ekki ræktað góð sam­skipti við Evr­ópu. Á sama hátt og full aðild að Evr­ópu­sam­band­inu mun ekki þrengja kosti lands­ins til að halda áfram góðum sam­skiptum við Breta og Banda­ríkja­menn. Eitt úti­lokar ekki ann­að. Stóra spurn­ingin er bara sú hvor leiðin svarar betur heild­ar­hags­munum og mark­miðum íslenskrar þjóð­ar.

Nauð­syn­leg kort­lagn­ing

Það er brýnt að kort­leggja stöðu Íslands og áskor­anir í ljósi breyttrar heims­myndar og nýrra verk­efna sem við munum þurfa að takast á við á næstu árum. Mik­il­vægt er að meta að hvaða marki Ísland getur sem best tryggt hags­muni sína í þeirri fjöl­þjóð­legu sam­vinnu sem það tekur þátt í og stendur til boða, eins og vest­rænu varn­ar­sam­starfi, efna­hags­sam­starfi, Norð­ur­landa­sam­vinnu, Norð­ur­skauts­sam­vinnu og öðru svæð­is­bundnu sam­starfi. Í því skyni lögðu nokkrir þing­menn mis­mun­andi flokka fram þings­á­lyktun í síð­ustu viku með það fyrir augum að fela utan­rík­is­ráð­herra í sam­ráði við utan­rík­is­mála­nefnd Alþingis að skipa nefnd sér­fræð­inga sem falið verði að vinna úttekt á stöðu Íslands í svæð­is­bund­inni, fjöl­þjóð­legri sam­vinnu þar sem mat verði lagt á hvernig styrkja megi stöðu Íslands á alþjóða­vett­vangi til fram­tíð­ar. Lagt er til að nefndin skili úttekt til ráð­herra fyrir lok jan­úar 2021, hún verði gerð opin­ber og ráð­herra flytji skýrslu um hana á vor­þingi 2021.

Til­lagan gegn vax­andi ein­angr­un­ar­hyggja

Síð­ustu dagar í þing­inu hafa sýnt okkur fram á að flokkur aft­ur­halds og ein­angr­un­ar­hyggju hikar ekki við að nota stöðu Íslands í fjöl­þjóða­sam­starfi sem skipti­mynt í inn­an­land­s­póli­tík og í þágu sér­hags­muna. Rík­is­stjórnin spilar síðan með og umgengst skuld­bind­ingar Íslands í alþjóða­sam­starfi af miklu kæru­leysi. Slík tæki­fær­is­mennska er ólíð­andi og ógn við dýr­mæta fram­tíð­ar­hags­muni Íslands í alþjóða­sam­starfi. Meðal ann­ars þess vegna er kort­lagn­ing á stöðu Íslands og hags­munum okkar í fjöl­þjóð­legu sam­starfi brýnt skref gegn fram­gangi hvers konar popúl­isma og ein­angr­un­ar­hyggju. Þeir fjöl­þjóða­samn­ingar sem undir eru hafa fært okkur lífs­gæði og tæki­færi sem nær óhugs­andi væri að vera án. Mik­il­vægt er í breyttri ver­öld að við vinnum heima­vinn­una okkar sem fyrst og treystum þannig stöðu Íslands og val­kosti til fram­tíð­ar. Þannig getum við staðið vörð um frjál­st, opið og alþjóð­legt sam­fé­lag.

Höf­undur er for­maður Við­reisn­ar.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meryl Streep er ein af aðalleikurum myndarinnar.
Mossack Fonseca stefnir Netflix
Mossack Fonseca, lögmannsstofan alræmda, hefur stefnt Netflix vegna kvikmyndar streymisveitunnar um Panamaskjölin.
Kjarninn 17. október 2019
Fimmtungur Íslendinga býr við leka- og rakavandamál
Hlutfall þeirra sem telja sig búa við leka- og/eða rakavandamál hér á landi er þrefalt hærra hér en í Noregi.
Kjarninn 17. október 2019
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta.
Nýr Brexit-samningur samþykktur
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Jean-Clau­de Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evrópusambandsins, tilkynntu í morgun að nýr útgöngusamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins væri í höfn.
Kjarninn 17. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ríkið sem vildi ekki sjá peningaþvættið heima hjá sér
Kjarninn 17. október 2019
Leikhúsið
Leikhúsið
Leikhúsið - Sex í sveit
Kjarninn 17. október 2019
Lögmenn bera mun meira traust til dómstóla
Lögmenn og ákærendur bera mun meira traust til dómstóla heldur en almenningur. Yfir 80 prósent lögmanna og ákærenda voru sammála því að dómarar og starfsmenn dómstóla ynnu störf sín af heilindum, virðingu og heiðarleika.
Kjarninn 17. október 2019
Heiða Sigurjónsdóttir
Alþjóðadagur málþroskaröskunar 18. október 2019
Leslistinn 17. október 2019
Segir Bandaríkin og Bretland vilja Ísland á lista yfir ósamvinnuþýð ríki
Það mun skýrast í lok viku hvort Íslandi muni takast að forðast það að lenda á lista með ríkjum með vafasamt stjórnarfar vegna lélegra varna landsins gegn peningaþvætti. Nánast ekkert var í lagi hérlendis í þeim vörnum áratugum saman.
Kjarninn 17. október 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar