Málróf gefið mörgum en spekin fáum

Bullöld Íslendinga.

Auglýsing

Sex ein­stak­lingar skrifa að jafn­aði tvær greinar á viku í íslensku dag­blöðin tvö, Frétta­blaðið og Morg­un­blað­ið, og virð­ast hafa vit á flestu, að ógleymdum hinum sjö­unda blek­bera – fyrrum for­manni Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sem í viku­legu Reykja­vík­ur­bréfi og fimm daga í viku sprok­setur fólk og snýr út úr orðum and­stæð­ing­anna í Stak­stein­um. 

Í umræðu­þáttum útvarps- og sjón­varps­stöðva láta spek­ingar síðan móðan mása. Í þessum umræðu­þáttum eru kall­aðir til orð­vísir dokt­orar í stjórn­mála­fræð­um, sem spá fyrir um úrslit kosn­inga víða um lönd og um ókomna fram­tíð, en við­ast ekki þekkja orð danska heim­spek­ings­ins og StormP. sem seg­ir: „Det er vanskelig at spå, sær­lig om fremtiden.“  

Eðli­legt er að við, sem láta í okkur heyran –  viljum tjá okkur opin­ber­lega, séum minnug orð Háva­mála að afla sér þekk­ing­ar, sýna hóf­semi og kunna sig því mál­ugur maður verður sér oft til skammar – eða eins og þar stend­ur:

Auglýsing

Ærna mæl­ir,

sá er æva þeg­ir,

stað­lausa stafi; 

hraðmælt tunga,

nema hald­endur eigi,

oft sér ógott um gel­ur.

Í Fyrstu mál­fræði­rit­gerð Snorra-Eddu frá því um 1150 seg­ir, að mál­róf sé gefið mörg­um, en spekin fám.  Pré­dik­ar­inn leggur einnig áherslu á, að menn séu orð­var­ir: „Vertu ekki of munn­hvatur og hjarta þitt hraði sér ekki að mæla orð frammi fyrir Guði“ eða „Varir heimsk­ingj­ans vinna honum tjón. Fyrstu orðin fram úr honum eru heimska, og endir á ræðu hans er ill flónska. Allt er þetta því gam­all sann­leikur þar sem allt ber að sama brunni: verum var­kár, gætum orða okk­ar, tökum til­lit til ann­arra.

Aust­ur­ríski heim­spek­ing­ur­inn Lud­wig Witt­g­en­stein [1889-1951] seg­ir: „Allt, sem á annað borð er unnt að hugsa, er unnt að hugsa á skýran hátt. Allt, sem á annað borð er unnt að segja, er unnnt að segja á skýran hátt” – eða á frum­mál­inu þýsku: „Al­les was über­haupt gedacht wer­den kann, kann klar gedacht wer­den. Alles was sich aus­sprechen läs­st, lässt sich klar aus­sprechen.“ 

Tíma­bilið frá því Háva­mál, Völu­spá, helgar þýð­ing­ar, forn­ald­ar­sögur Norð­ur­landa, Íslend­inga­sögur og Sturl­unga saga voru færðar í letur á Íslandi, hefur verið kallað „gullöld Íslend­inga“. Nú hafa gár­ungar kallað sam­tíð okkar „bullöld Íslend­inga.  Látum í guðs nafni þessi orð gár­ung­anna ekki ræt­ast.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eitt af hverjum sex dauðsföllum tengt matarvenjum
Offita er orðið umfangsmikið lýðheilsuvandamál á Íslandi en alls þjást um fimmtungur fullorðinna Íslendinga af offitu.
Kjarninn 14. desember 2019
Friðarsamkomulag í sjónmáli?
Vonir hafa vaknað um það á mörkuðum, að tollastríð Bandaríkjanna og Kína sé möguleika að komast á endastöð, með samkomulagi í sjónmáli. Óvissa er þó enn um það.
Kjarninn 13. desember 2019
Hér má sjá áhrif eins vetrarstorms á minjar sem reynt var að verja með sandpokum. Sandpokarnir eru á víð og dreif.
Rauð viðvörun! Fornminjar á Íslandi í voða
Kjarninn 13. desember 2019
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Evrópusambandið verði kolefnishlutlaust 2050
Allir leiðtogar Evrópusambandsins, fyrir utan Pólland, samþykktu að stefna að kolefnishlutleysi álfunnar fyrir árið 2050. Hundrað milljarðar evra hafa verið eyrnamerktar samkomulaginu.
Kjarninn 13. desember 2019
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata.
Halldóra: Vonandi upphafið af þeim bættu vinnubrögðum sem ríkisstjórnin hefur lofað
Samkomulag hefur náðst á milli þingflokksformanna og þingforseta um þinglok í næstu viku. Í samkomulaginu felst einnig loforð um bætt verklag til framtíðar.
Kjarninn 13. desember 2019
Pottersen
Pottersen
Pottersen 26. þáttur: Harry hangir með Dumbledore
Kjarninn 13. desember 2019
Stefna á þinglok í byrjun næstu viku
Allt stefnir í það að þinglok verði á þriðjudaginn næstkomandi en samkvæmt starfsáætlun þingsins hefði þingi átt að ljúka í dag.
Kjarninn 13. desember 2019
Ísland veiðir næst mest á hvern íbúa
Hlutdeild sjávarútvegsins í gjaldeyrisöflun hefur aukist undanfarin þrjú ár og skilaði greinin um fimmtungi gjaldeyristekna þjóðarbúsins á fyrri helmingi ársins. Ísland er nítjánda stærsta fiskiþjóð heims og veiðir 3,4 tonn á hvern íbúa.
Kjarninn 13. desember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar