Málróf gefið mörgum en spekin fáum

Bullöld Íslendinga.

Auglýsing

Sex ein­stak­lingar skrifa að jafn­aði tvær greinar á viku í íslensku dag­blöðin tvö, Frétta­blaðið og Morg­un­blað­ið, og virð­ast hafa vit á flestu, að ógleymdum hinum sjö­unda blek­bera – fyrrum for­manni Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sem í viku­legu Reykja­vík­ur­bréfi og fimm daga í viku sprok­setur fólk og snýr út úr orðum and­stæð­ing­anna í Stak­stein­um. 

Í umræðu­þáttum útvarps- og sjón­varps­stöðva láta spek­ingar síðan móðan mása. Í þessum umræðu­þáttum eru kall­aðir til orð­vísir dokt­orar í stjórn­mála­fræð­um, sem spá fyrir um úrslit kosn­inga víða um lönd og um ókomna fram­tíð, en við­ast ekki þekkja orð danska heim­spek­ings­ins og StormP. sem seg­ir: „Det er vanskelig at spå, sær­lig om fremtiden.“  

Eðli­legt er að við, sem láta í okkur heyran –  viljum tjá okkur opin­ber­lega, séum minnug orð Háva­mála að afla sér þekk­ing­ar, sýna hóf­semi og kunna sig því mál­ugur maður verður sér oft til skammar – eða eins og þar stend­ur:

Auglýsing

Ærna mæl­ir,

sá er æva þeg­ir,

stað­lausa stafi; 

hraðmælt tunga,

nema hald­endur eigi,

oft sér ógott um gel­ur.

Í Fyrstu mál­fræði­rit­gerð Snorra-Eddu frá því um 1150 seg­ir, að mál­róf sé gefið mörg­um, en spekin fám.  Pré­dik­ar­inn leggur einnig áherslu á, að menn séu orð­var­ir: „Vertu ekki of munn­hvatur og hjarta þitt hraði sér ekki að mæla orð frammi fyrir Guði“ eða „Varir heimsk­ingj­ans vinna honum tjón. Fyrstu orðin fram úr honum eru heimska, og endir á ræðu hans er ill flónska. Allt er þetta því gam­all sann­leikur þar sem allt ber að sama brunni: verum var­kár, gætum orða okk­ar, tökum til­lit til ann­arra.

Aust­ur­ríski heim­spek­ing­ur­inn Lud­wig Witt­g­en­stein [1889-1951] seg­ir: „Allt, sem á annað borð er unnt að hugsa, er unnt að hugsa á skýran hátt. Allt, sem á annað borð er unnt að segja, er unnnt að segja á skýran hátt” – eða á frum­mál­inu þýsku: „Al­les was über­haupt gedacht wer­den kann, kann klar gedacht wer­den. Alles was sich aus­sprechen läs­st, lässt sich klar aus­sprechen.“ 

Tíma­bilið frá því Háva­mál, Völu­spá, helgar þýð­ing­ar, forn­ald­ar­sögur Norð­ur­landa, Íslend­inga­sögur og Sturl­unga saga voru færðar í letur á Íslandi, hefur verið kallað „gullöld Íslend­inga“. Nú hafa gár­ungar kallað sam­tíð okkar „bullöld Íslend­inga.  Látum í guðs nafni þessi orð gár­ung­anna ekki ræt­ast.

Fimm fjölmiðlamenn með yfir milljón á mánuði á RÚV
Egill Helgason var tekjuhæsti fjölmiðlamaðurinn á RÚV á síðasta ári en þar á eftir kemur Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Tryggvi Felixson
Norrænt samstarf – öflugt eða orðin tóm?
Kjarninn 20. ágúst 2019
Ásakar Samtök atvinnulífsins um valdarán
Formaður VR vill að atvinnurekendur víki úr stjórnum lífeyrissjóða þar sem þeir vilji hafa sjóðina út af fyrir sig „svo hægt sé að halda braskinu áfram með peninga og fjármuni launafólks.“
Kjarninn 20. ágúst 2019
Eigendur Aton.JL. Frá vinstri: Agnar Tr. Lemacks, Ingvar Sverrisson, Viggó Örn Jónsson og Huginn Freyr Þorsteinsson.
Jónsson & Le’macks og Aton sameinast
Ráðgjafarfyrirtækið Aton og auglýsingastofan Jónsson & Le‘macks hafa nú sameinast undir nafninu Aton.JL.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Sýn ofmat tekjur sínar og vanmat kostnað við útsendingu miðla
Sýn sendi frá sér afkomuviðvörun í dag. Tekjur 2019 verða tæplega 400 milljónum krónum lægri en áætlað var. Félagið mun kynna stefnumótun til framtíðar samhliða næsta uppgjöri sínu, sem birt verður í næstu viku.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.
Undirbúa mótmæli vegna komu Pence
Samtök hernaðarandstæðinga boða til opins fundar þar sem skipulögð verða mótmæli vegna heimsóknar Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna til landsins.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Fyrirtækjarekstur, Secret Solstice, samgöngustyrkir og Hinsegin dagar
Kjarninn 20. ágúst 2019
Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi segir kyrrsetningu hafa valdið sér fjártjóni og vandræðum
Ritstjóri Viljans segir að íþyngjandi og óréttmæt kyrrsetning eigna hans sé ástæða fjárhagsvandræða sem hann hafi átt við. Hann býst við að tjón sitt verði bætt af hinu opinbera.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar