Málróf gefið mörgum en spekin fáum

Bullöld Íslendinga.

Auglýsing

Sex ein­stak­lingar skrifa að jafn­aði tvær greinar á viku í íslensku dag­blöðin tvö, Frétta­blaðið og Morg­un­blað­ið, og virð­ast hafa vit á flestu, að ógleymdum hinum sjö­unda blek­bera – fyrrum for­manni Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sem í viku­legu Reykja­vík­ur­bréfi og fimm daga í viku sprok­setur fólk og snýr út úr orðum and­stæð­ing­anna í Stak­stein­um. 

Í umræðu­þáttum útvarps- og sjón­varps­stöðva láta spek­ingar síðan móðan mása. Í þessum umræðu­þáttum eru kall­aðir til orð­vísir dokt­orar í stjórn­mála­fræð­um, sem spá fyrir um úrslit kosn­inga víða um lönd og um ókomna fram­tíð, en við­ast ekki þekkja orð danska heim­spek­ings­ins og StormP. sem seg­ir: „Det er vanskelig at spå, sær­lig om fremtiden.“  

Eðli­legt er að við, sem láta í okkur heyran –  viljum tjá okkur opin­ber­lega, séum minnug orð Háva­mála að afla sér þekk­ing­ar, sýna hóf­semi og kunna sig því mál­ugur maður verður sér oft til skammar – eða eins og þar stend­ur:

Auglýsing

Ærna mæl­ir,

sá er æva þeg­ir,

stað­lausa stafi; 

hraðmælt tunga,

nema hald­endur eigi,

oft sér ógott um gel­ur.

Í Fyrstu mál­fræði­rit­gerð Snorra-Eddu frá því um 1150 seg­ir, að mál­róf sé gefið mörg­um, en spekin fám.  Pré­dik­ar­inn leggur einnig áherslu á, að menn séu orð­var­ir: „Vertu ekki of munn­hvatur og hjarta þitt hraði sér ekki að mæla orð frammi fyrir Guði“ eða „Varir heimsk­ingj­ans vinna honum tjón. Fyrstu orðin fram úr honum eru heimska, og endir á ræðu hans er ill flónska. Allt er þetta því gam­all sann­leikur þar sem allt ber að sama brunni: verum var­kár, gætum orða okk­ar, tökum til­lit til ann­arra.

Aust­ur­ríski heim­spek­ing­ur­inn Lud­wig Witt­g­en­stein [1889-1951] seg­ir: „Allt, sem á annað borð er unnt að hugsa, er unnt að hugsa á skýran hátt. Allt, sem á annað borð er unnt að segja, er unnnt að segja á skýran hátt” – eða á frum­mál­inu þýsku: „Al­les was über­haupt gedacht wer­den kann, kann klar gedacht wer­den. Alles was sich aus­sprechen läs­st, lässt sich klar aus­sprechen.“ 

Tíma­bilið frá því Háva­mál, Völu­spá, helgar þýð­ing­ar, forn­ald­ar­sögur Norð­ur­landa, Íslend­inga­sögur og Sturl­unga saga voru færðar í letur á Íslandi, hefur verið kallað „gullöld Íslend­inga“. Nú hafa gár­ungar kallað sam­tíð okkar „bullöld Íslend­inga.  Látum í guðs nafni þessi orð gár­ung­anna ekki ræt­ast.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“
Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.
Kjarninn 9. júlí 2020
Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 42 milljarða í fyrra
Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum króna í fyrra en rekstrargjöld voru 809 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru neikvæð um 57 milljarða en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 78 milljarða.
Kjarninn 9. júlí 2020
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni
Kjarninn 9. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
„Þetta verður í fínu lagi“
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að starfsfólk fyrirtækisins muni rjúka til og hjálpa við skimun ef Landspítalinn þurfi á því að halda. Spítalinn sé þó „ágætlega í stakk búinn“ til þess að takast á við verkefnið.
Kjarninn 9. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Erum að beita öllum ráðum í bókinni
Sóttvarnalæknir segist ekki áforma að mæla með rýmkuðum reglum um fjöldatakmörk á samkomum á næstunni. Líklega muni núverandi takmarkanir, sem miða við 500 manns, gilda út ágúst.
Kjarninn 9. júlí 2020
Opnað fyrir umsóknir um stuðningslán
Stuðningslán til smærri og meðalstórra fyrirtækja geta að hámarki numið 40 milljónum króna. Þó geta þau ekki orðið hærri en sem nemur tíu prósentum af tekjum fyrirtækis á síðasta rekstrarári.
Kjarninn 9. júlí 2020
Icelandair mun flytja á annað þúsund manns á milli Kaliforníu og Armeníu
Íslenska utanríkisþjónustan aðstoðaði við sérstakt verkefni á vegum Loftleiða Icelandic.
Kjarninn 9. júlí 2020
Tilraunir með Oxford-bóluefnið í mönnum eru hafnar í þremur löndum, m.a. Suður-Afríku.
Oxford-bóluefnið þykir líklegast til árangurs
Ef tilraunir með bóluefni sem nú er í þróun við Oxford-háskóla skila jákvæðum niðurstöðum á næstu vikum verður hugsanlega hægt að byrja að nota það í haust.
Kjarninn 9. júlí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar