Auglýsing

Klaust­ur­málið fór á þann veg sem við var búist. Í afstöðu­bréfum þeirra fjög­urra þing­manna Mið­flokks­ins – hóps sem mannar einnig stjórn þess flokks – er því lýst að ger­endur séu þolend­ur. Að fólkið sem klæmd­ist um og nídd­ist á sam­þing­mönnum á Klaustri, lét nið­ur­lægj­andi orð falla um fatl­aða bar­áttu­mann­eskju, sam­kyn­hneigðan tón­list­ar­mann og ýmsa fleiri, væru fórn­ar­lömb póli­tísks sam­sær­is. For­maður flokks­ins, Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, sagði reiður og hneyksl­aður í fréttum RÚV í gær að hann hefði verið „meg­inskot­markið í þess­ari aðgerð“.

Við lestur afstöðu­bréf­anna þá setur mann stundum hljóðan yfir því hversu óskamm­feilin þau leyfa sér að vera gagn­vart fólki sem þing­menn­irnir atyrtu sann­ar­lega í sam­tal­inu sem átti sér stað 20. nóv­em­ber. Jafn­vel þótt það sé tekið út fyrir sviga hvort að í lagi hafi verið að taka upp sam­tal­ið, hvort þetta mál eigi heima í siða­nefnd­ar­ferli á Alþingi og hvort að það ferli sé boð­legt eða ekki þá situr eftir að þing­menn­irnir fjórir sögðu það sem þeir sögð­u. 

Það líta þeir á sem algjört auka­at­riði, og í ein­hverjum til­vikum sé það ein­ungis túlkun óbil­gjarnra ein­stak­linga sem leiði að því að sam­tal þeirra sé hægt að sjá með nei­kvæðum for­merkj­u­m. 

Ásökuð um að mis­nota orðið ofbeldi

Sig­mundur Davíð segir í sínu afstöðu­bréfi: „Það hlýtur að slá ein­hvers konar met í aðför að per­sónu- og mál­frelsi þegar í fyrsta lagi er leit­ast er við að nýta ólög­mæta upp­töku af einka­sam­tali. Í öðru lagi er svo metið hvort ekki megi gera ummæli sem eru til þess ætluð að hæð­ast að nei­kvæðu og jafn­vel for­dóma­fullu við­horfi ann­arra að yfir­lýstum við­horfum eða stefnu hins hler­aða.“ 

Auglýsing
Gunnar Bragi Sveins­son, vara­for­maður Mið­flokks­ins og for­maður þing­flokks hans, segir í sínu bréfi að Lilja Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­mála, hafi „mis­notað orðið ofbeldi í póli­tískum til­gangi“ og að hún sé „fyrst og fremst stjórn­mála­maður sem nýtir sín tæki­færi“. Þar vísar hann í við­tal sem Lilja fór í við Kast­ljós þar sem hún ræddi hvernig ummæli Klaust­urs­manna hefðu haft áhrif á hana. 

Það sem Gunnar Bragi sagði um Lilju á Klaustri var eft­ir­far­andi: „Henni er bara fokk­ing sama um hvað við erum að gera. Hjólum í hel­vítis tík­ina. Það er bara mál­ið. Af hverju erum við að hlífa henni? Ég er að verða brjál­að­ur! Af hverju erum við að hlífa henn­i?“ Gunnar Bragi sagði í svar­bréfi sínu að þau orð sem við­höfð voru um Lilju ættu sér „rætur í von­brigðum og reiði vegna per­sónu­legs máls. Það er hins vegar al íslenskt að nota þau orð sem þarna voru höfð uppi og hafa ekki til þessa talist ósið­leg en klár­lega skammar­orð.“

Siða­nefnd tók líka fyrir tvenn ummæli Berg­þórs Óla­son­ar, vara­for­manns þing­flokks Mið­flokks­ins, um Lilju. Önnur voru eft­ir­far­andi: „Það hefur engin gugga teymt mig meira á asna­eyr­unum en hún, sem ég hef ekki fengið að ríða.“ 

Um þau segir Berg­þór, í afstöðu­bréfi sínu, að ummælin séu „aug­ljós­lega sögð í stríðn­is­tóni, þar sem gert er grín að góðum vinum sem hafa látið stjórn­mála­mann teyma sig á asna­eyr­unum að mati und­ir­rit­aðs.“ Þetta væri það sem á ensku kall­að­ist „banter“.

Síð­ari ummæli Berg­þórs um Lilju sem tekin voru fyrir vor­u:  „Þarna loks­ins kom skrokkur sem typpið á mér dugði í.“ 

Berg­þór rengir í bréfi sínu að þessi ummæli hafi raun­veru­lega fall­ið. Hann lesi ekki Stund­ina, sem birti frétt um þau á sínum tíma, og segir að ummælin birt­ist ekki í hand­riti Alþingis af Klaustri. Hægt er að hlusta á upp­töku sem Stundin birti á sínum tíma til að heyra skýrt að ummælin féllu sann­ar­lega. Hana er hægt að nálg­ast hér

Hin hlægj­andi fórn­ar­lömb

Varð­andi ummæli sem Gunnar Bragi og Berg­þór létu falla um Albertínu F. Elí­as­dótt­ur, þing­mann Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, þar sem hún var vænd um kyn­ferð­is­legra áreitni og til­raun til nauðg­un­ar, þá vottar ekki á neinni eft­ir­sjá hjá þing­mönn­unum tveim­ur. Gunnar Bragi segir að hann standi við allt það sem hann hafi sagt „en vil þó taka fram, líkt og ég gerði við við­kom­andi, að notkun á orð­inu „nauðg­un” var of gróft og var hún beðin afsök­unar á þeirri orða notk­un.“ Auk þess segir hann að sam­flokks­kona hans hefði rifjað upp annað áreitis­at­vik af hendi Albertínu, eftir að Klaust­urs­málið kom upp. Gunnar Bragi útskýrir þá mála­vexti ekki í bréf­inu en segir að það sé „hreint með ólík­indum að nefndin telji að frá­sögn af því sem verður ekki skýrt með orðum en sem lýs­ingu á áreiti sé brot á siða­regl­um. Er nefndin að hvetja til þess að slík mál séu ekki rædd af þing­mönnum við vini eða kunn­ingja ef til­efni er til?“

Berg­þór segir í sínu bréfi að hann hafi hvorki dregið orð sín um Albertínu til baka né beðist afsök­unar á þeim. „Ástæðan er sú að þarna var í engu orðum aukið það sem átti sér stað og í raun alveg galin staða að vera útmál­aður í hlut­verki ger­anda í þessu máli, þegar raunin er þver­öf­ug.“

Þegar hlustað er á upp­tök­urnar af Klaustri 20. nóv­em­ber heyr­ist að þegar ummæli um Albertínu eru látin falla er hleg­ið. Mik­ið. Hvor­ugur mann­ana virð­ist hafa orðið fyrir miklu áfalli vegna máls­ins heldur finnst það fynd­ið. Og for­maður þeirra sagði: „Það voru ýmsir sem sögðu ‘take one for the team’ en Beggi var ekki til,“ og upp­skar hlát­ur.

Berg­þór telur sig samt sem áður vera fórn­ar­lamb og skrifar að það veki „undrun og óhug ef það að ég leyfi mér að fá dálitla útrás fyrir það sem ég hef gengið í gegnum og tjái mig um málið með þeim hætti sem ég treysti mér til, að því er ég taldi í öruggu umhverfi, sé það notað gegn mér í póli­tískum rétt­ar­höld­um. Það er óhugn­an­legt að eftir að ég opn­aði mig á þann hátt sem ég gerði skuli það sam­tal hafa verið tekið upp með ólög­legri aðgerð og því útvarpað enda­laust um allt land með þeim hryll­ingi sem því fylgdi fyrir mig, vini mína og vanda­menn. En að svo skuli nefnd Alþingis ætla sér að nýta þann glæp til að refsa þolendum brots­ins og um leið þolendum kyn­ferð­is­brots hryggir mig ósegj­an­lega.“

Ekki kyn­ferð­is­lega minna „hot“

Um Írisi Róberts­dótt­ur, bæj­ar­stjóra í Vest­manna­eyj­um, sagði Berg­þór á Klaustri: „Nú ætla ég að segja eitt sem er nátt­úru­lega mjög dóna­legt, en það fellur hratt á hana. Hún er miklu minna hot í ár en hún var bara fyrir tveimur árum síð­an. Það er ótrú­legur mun­ur.“

Í bréfi sínu segir hann þetta ekki vera nei­kvæð ummæli og snú­ist ekki um útlit hennar eða kyn. Berg­þór skrifar þar að það þurfi „sér­stakan vilja til að heyra aðeins kyn­ferð­is­legan und­ir­tón í þessum ummæl­um. Þarna er ein­fald­lega verið að lýsa breyttri stöðu fyrr­ver­andi bæj­ar­full­trúa Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Vest­manna­eyjum hvað mögu­leika hennar á að leiða lista Sjálf­stæð­is­flokks­ins í næstu alþing­is­kosn­ingum varð­ar.“

Anna Kol­brún Árna­dóttir kall­aði Freyju Har­alds­dóttur „Freyju eyju“ í drykkju­sam­læt­inu á Klaust­ur­bar. Freyja glímir við sjald­gæfan bein­sjúk­dóm sem tak­markar hreyfi­getu hennar nán­ast algjör­lega. 

Anna Kol­brún útskýrir ummæli sín þannig að hún hafi ekki átt við Freyju „sjálfa heldur urðu þau til í Alþingi í kjöl­far þess að breyt­ingar þurfti að gera á hús­næði Alþingis til þess að fatl­aðir sem not­ast við hjóla­stól gætu haft þar aðgeng­i.“ Á þetta fellst siða­nefndin og telur Önnu Kol­brúnu meðal ann­ars ekki vera að kasta rýrð á Alþingi eða skaða ímynd þess með því að kalla fatl­aða bar­áttu­konu, sem glímir við hreyfi­höml­un, „Freyju eyju“. 

Póli­tískar ofsóknir

Í afstöðu­bréfum sín­um, og í sam­eig­in­legu bréfi sem þing­menn­irnir fjórir sendu til for­sætis­nefnd­ar, kemur ítrekað fram að þau telji sig fórn­ar­lömb póli­tískra ofsókna and­stæð­inga sinna innan og utan þings í mál­inu. Þeir and­stæð­ing­ar, eða fjand­menn eins og þeir eru einnig kall­að­ir, eru meðal ann­ars þing­menn allra ann­arra flokka, siða­nefndin og nokkrir nafn­greindir fjöl­miðl­ar. 

Gunnar Bragi segir til að mynda í sínu bréfi að um póli­tíska veg­ferð siða­nefndar og póli­tískra and­stæð­inga Mið­flokks­ins sé um að ræða. Berg­þór segir í sínu að allir sem fylgist með íslenskum stjórn­málum viti að Stund­in, DV og Kvenna­blaðið – þeir þrír miðlar sem fengu upp­tök­urnar af Klaustri og birtu úr þeim fréttir –  fari „nærri því að hat­ast við Mið­flokk­inn og þing­menn hans.“ Anna Kol­brún segir að ekki sé hægt að álykta annað en að „for­seti Alþingis sé á per­sónu­legri póli­tískri veg­ferð.“ 

Auglýsing
Í sam­eig­in­lega bréf­inu, sem ofan­greindir þre­menn­ingar skrifa undir ásamt Sig­mundi Dav­íð, stendur meðal ann­ars: „Af hálfu hlut­að­eig­andi var Alþingi Íslend­inga í raun sett í sama hlut­verk og örygg­is­lög­regla í ógn­ar­stjórn­ar­ríkjum með því að reyna að finna í illa feng­inni upp­töku af einka­sam­tali tæki­færi á að koma póli­tísku höggi á and­stæð­inga.

Þegar í ljós kom að það fengi ekki stað­ist ákváðu ólög­lega kjörnir full­trúar Alþingis að styðj­ast við umfjöllun fjand­manna þeirra sem sótt var að um málið og byggja mála­rekst­ur­inn á henni, jafn­vel frá aðilum sem mega telj­ast þátt­tak­endur í brot­in­u.[...]Ef þingið ætlar raun­veru­lega að byggja afstöðu sína á fjöl­miðlaum­fjöllun and­stæð­inga má þá vænta þess að mögu­legt verði að kæra aðra þing­menn til siða­nefndar fyrir það sem sagt hefur verið um þá í sömu fjöl­miðl­u­m?“

Skað­inn lenti á þeim og fjöl­skyldum þeirra

Fjór­menn­ing­arnir segja Klaust­ur­málið vekja óhug af fjöl­mörgum ástæð­um, en engin þeirra sem þeir telja til snýst um það sem þeir sögðu þetta kvöld á Klaust­ur­barn­um. Þvert á móti snú­ast allar þeirra aðfinnslur um að með því ferli sem lauk í gær sé verið að refsa þolendum glæps, þeim sjálf­um. „Það er rekið áfram af póli­tískum and­stæð­ingum þeirra sem fyrir urðu og lög­gjaf­ar­sam­koman notuð í þeim til­gangi. Eðli­legri máls­með­ferð hefur hvergi verið fylgt. Farið hefur verið á svig við lög eftir að upp­haf­legir aðilar höfðu gert sig van­hæfa. Hinir sömu hafa þó áfram hlut­ast til um máls­fram­vind­una. Sam­ræmis er hvergi gætt. Til­gang­ur­inn helgar með­al­ið. Skað­inn fyrir okkur og fjöl­skyldur okkar er mik­ill en verst er að þeir sem fara með vald skuli hafa leit­ast við að mis­nota það með svo alvar­legum hætti. Við verðum að vona að slíkt sé ekki til marks um það sem koma skal í íslensku sam­fé­lag­i.“

Eina mann­eskjan sem ein­hver Klaust­ur­manna telur sig þurfa að standa skulda­skil við er móðir Berg­þórs Óla­son­ar, sem skamm­aði hann víst í des­em­ber síð­ast­liðnum fyrir ósæmi­legt orða­lag. Sú lota þykir honum við­eig­andi refs­ing fyrir sitt hátt­ar­lag. Í bréfi Berg­þórs segir að lokum að sú „op­in­bera smán­un­ar­her­ferð sem keyrð hefur verið áfram er refs­ing sem er marg­falt verri fyrir þá sem í lenda, en hinar hefð­bundnu refs­ingar sem siðuð sam­fé­lög telja for­svar­an­leg­ar. Það eru ekki bara stjórn­mála­menn­irnir sjálfir sem verða fyr­ir, heldur fjöl­skyldan og nærum­hverf­ið. Ég vil því enda þessar athuga­semdir mínar á að segja, aðgát skal höfð í nær­veru sál­ar.“

Raun­veru­leg fórn­ar­lömb verða að ger­endum

Í fram­göngu Mið­flokks­manna í þessu máli krist­all­ast að þeim er nokkuð sama um aðrar sál­ir. Þeir hafa sýnt að þeir hafi enga sóma­kennd. Aðrir skipta engu máli og það sem satt er verður auka­at­riði. Þeir sýna enga eft­ir­sjá, enga auð­mýkt. Ger­endur verða fórn­ar­lömb póli­tískra árása and­stæð­inga. Þeir and­stæð­ingar eru meðal ann­ars öryrk­inn sem tók þá upp, flestir fjöl­miðlar lands­ins, þing­menn ann­arra flokka, siða­nefnd og sér­stak­lega for­seti Alþing­is. Svart verður hvítt. Upp verður nið­ur. Og svo fram­veg­is.

Raun­veru­legu fórn­ar­lömb þeirra, þau sem urðu fyrir orð­ræðu Mið­flokks­ins á Klaustri, verða líka ger­endur í með­förum þing­mann­anna. Lilja Alfreðs­dóttir er sögð hafa mis­notað sér það að vera kall­aður skrokkur sem væri kyn­færum sam­þing­manns sam­boðin í póli­tískum til­gangi. Albertína F. Elí­as­dóttir er vænd um að hafa brotið á þeim, ekki öfugt. 

Lilja orð­aði það ágæt­lega þegar hún sagði enn dap­ur­legra en ummælin sjálf vera að þeir séu enn að reyna að að rétt­læta þau. „Leitt að þeir sjái ekki sóma sinn í að líta í eigin barm. Ummælin verða þeim til ævar­andi skamm­ar.“

Á þessu öllu mátti eiga von, og við hefur blasað frá því snemma á þessu ári að þetta yrði veg­ferðin sem Mið­flokks­þing­menn­irnir myndu fara í. Á sama tíma hafa þeir fært sig enn frekar út á jað­ar­inn í sinni póli­tík og stunda nú sem aldrei fyrr það að reka fleyga þar sem þeir geta. Það gera þeir með óboð­legri orð­ræðu um útlend­inga, með óboð­legri umræðu um loft­lags­mál, með óboð­legri umræðu um þung­un­ar­rof og með því að segja bein­línis ósatt trekk í trekk í málum sem snerta til að mynda losun aflandskróna og síðar þriðja orku­pakk­ann. Hratt ferða­lag Mið­flokks­ins í hörk­una á jaðr­in­um, þar sem mark­miðin skipta ein máli en sann­leik­ur­inn og afleið­ing­arnar ekk­ert annað en við­eig­andi fórn­ar­kostn­að­ur. 

Hið óboð­lega hefur engar afleið­ingar

Þessi veg­ferð hefur skilað Mið­flokknum miklum árangri. Einn af helstu póli­tísku mark­miðum hans er að grafa undan ríkj­andi stjórn­kerfi sem for­maður flokks­ins segir ítrekað að sé ólýð­ræð­is­legt í greinum sem hann skrif­ar. Mun lýð­ræð­is­legra væri að mikil völd myndu safn­ast á hendur fárra kjör­inna full­trúa. Geð­þótta­vald yfir­burða­manna fram yfir vald­dreif­ingu og sér­fræð­inga­notk­un. Og eini yfir­burð­ar­mað­ur­inn í huga Sig­mundar Dav­íðs er hann sjálf­ur. Sjálft skot­markið í þess­ari aðgerð kerf­is­ins.

Auglýsing
Árangur Mið­flokks­ins er sýni­legur á tvennan hátt. Í fyrsta lagi hefur þing­mönnum hans tek­ist að leggja þyngstu lóðin á vog­ar­skálar þess að lítið traust til Alþingis mælist nú enn minna. Því minni trú sem fólk hefur á lyk­il­stofn­un­um, því greið­ari verður leið þjóð­ern­islýð­skrumara að sjálf­hverfu mark­miði sín­u. 

Hin sýni­legi árangur Mið­flokks­ins birt­ist í skoð­ana­könn­un­um, þar sem fylgi flokks­ins mælist í sumum þeirra yfir 14 pró­sent og hefur aldri mælst hærra. Ljóst er á nið­ur­broti kann­ana að flestir þeir kjós­endur sem fylkja sér nú á bak við Mið­flokk­inn koma frá Sjálf­stæð­is­flokkn­um, eru eldri en 60 ára og eru margir hverjir búsettir í Suð­ur­kjör­dæmi. Þennan árangur má þakka þeirri ákvörðun Mið­flokks­ins gefa eftir allar vænt­ingar um að ná skyn­sömum kjós­endum með sið­ferð­is­þrösk­uld um borð í sinn bát, og fara að reka póli­tík sem bygg­ist á því að játa aldrei mis­tök, segja annað hvort ekki satt eða festa sig í hálf­bök­uðum útúr­snún­ingum og ala á hræðslu eða van­þekk­ingu til að afla sér atkvæða.

En stóri lær­dóm­ur­inn sem er fal­inn í Klaust­urs­mál­inu finnst ekki í fram­ferði Mið­flokks­manna. Hann er fólgin í því að nú er stað­fest að svona hegðun – það sem sagt var á Klaustri og við­brögð þeirra sem það sögðu – hefur engar raun­veru­legar afleið­ing­ar. Alþingi og þeir flokkar sem þar sitja bera sam­eig­in­lega ábyrgð á því að hafa ekki ráðið við verk­efnið að auka traust á mik­il­væg­ustu stjórn­sýslu­ein­ingu lýð­veld­is­ins. 

Þeir hafa sýnt það svart á hvítu, með því að leyfa Mið­flokknum að vinna með frekju, yfir­gangi og ömur­leg­heit­um, að allir íslensku stjórn­mála­flokk­arn­ir, ekki bara Mið­flokk­ur­inn, eru hluti af vanda­mál­inu, en alls ekki lausn­in. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiLeiðari