Kerfisbundin hjálp fyrir þá sem þurfa síst á henni að halda

Auglýsing

Eigið fé lands­manna í fast­eignum var 1.146 millj­arðar króna í lok árs 2010. Í lok árs 2017 var það orðið 3.174 millj­arðar króna og hafði þá tæp­lega þre­fald­ast. Á manna­máli þýðir það að á þessu tíma­bili hafa þeir sem átt hafa fast­eign getað aukið eign sína í þeim að frá­dregnum skuldum umtals­vert. 

Þar skiptir vit­an­lega miklu máli for­dæma­laus hækkun á verði íbúð­ar­hús­næð­is. Það hefur rúm­lega tvö­fald­ast á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í krónum talið frá lokum árs 2010. Íbúð sem þá kost­aði um 30 millj­ónir króna færi í dag á yfir 60 millj­ónir króna. 

En hitt sem hefur ekki síður skipt máli er skulda­hlut­inn. Aðstæður til að greiða niður skuldir hefur nefni­lega aldrei verið skap­legri hér­lendis en á síð­ustu árum.

Geta kosið með fót­unum

Þar spilar líka inn í að réttur neyt­enda til að velja sér lána­form hefur verið styrktur veru­lega. Það hefur gerst með því að lán­töku­gjöldum er nú stillt veru­lega í hóf og upp­greiðslu­gjöld eru orðin und­an­tekn­ing, ekki regla hjá nær öllum öðrum lán­veit­endum en við­skipta­bönk­un­um. Þessar breyt­ingar hafa gert það að verkum að mikið vald hefur verið fært til margra lán­taka, sem geta valið með fót­unum ef þau kjör sem þeim bjóð­ast þykja ekki lengur sam­keppn­is­hæf. 

Auglýsing
Árið 2008 voru verð­tryggðir vextir Íbúða­lána­sjóðs, líf­eyr­is­sjóða og við­skipta­banka að jafn­aði vel yfir fimm pró­sent­um, og á tíðum mun nær sex pró­sent­um. Verð­bólga á hru­nár­inu var auk þess á bil­inu sex til 18 pró­sent, en hús­næð­is­lán voru að uppi­stöðu verð­tryggð eða geng­is­tryggð á þessum árum. Það var því, sam­an­dreg­ið, ákaf­lega dýrt að taka lán á Íslandi fyrir rúmum ára­tug. Og það hélt áfram að vera dýrt fyrstu árin eftir hrun.

Þetta hefur líka breyst hratt, þótt enn sé nokkuð í land með að ná stöð­unni hjá eðli­legum við­mið­un­ar­löndum sem styðj­ast ekki við örmynt. 

Betri kjör fyrir suma

Það varð eig­in­lega eðl­is­breyt­ing á lána­mark­aði þegar stærstu líf­eyr­is­sjóðir lands­ins ákváðu að hækka láns­hlut­fall og lækka vexti umtals­vert haustið 2015. Þá bauð Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna til að mynda upp á verð­tryggða vexti sem voru 3,6 pró­sent, sem var miklu lægra en áður hafði þekkst fyrir slík lán. Auk þess buðu líf­eyr­is­sjóð­irnir upp á óverð­tryggð lán á mun betri kjörum en við­skipta­bank­arn­ir. 

Það skipti líka máli að verð­bólga var undir 2,5 pró­senta verð­bólgu­mark­miði Seðla­banka Íslands frá febr­úar 2014 og fram á haust 2018. Síðan þá hefur hún verið um og rétt yfir þremur pró­sent­um. Í dag mælist hún 3,1 pró­sent og allar vænt­ingar standa til þess að hún drag­ist saman frekar en auk­ist. Þessar aðstæður gerðu það að verkum að hægt var að vinna vel á höf­uð­stól hús­næð­is­lána. 

Í dag bjóða fjórir líf­eyr­is­sjóðir upp á verð­tryggð lán sem bera vexti undir tveimur pró­sent­um. Lægstir eru vextir Almenna líf­eyr­is­sjóðs­ins, 1,84 pró­sent. Þá eru lægstu óverð­tryggðu vextir nú komnir undir fimm pró­sent, en Birta býður sínum sjóðs­fé­lögum upp á 4,85 pró­sent óverð­tryggða breyti­lega vext­i. 

Auglýsing
Þetta er langt undir þeim kjörum sem Íslend­ingar voru vanir að fá á hús­næð­is­lánum á árum áður og mun betri kjör en við­skipta­bank­arnir þrír bjóða sínum við­skipta­vin­um.

Sam­an­dregið þá hafa láns­kjör sem íslenskum íbúð­ar­kaup­endum bjóð­ast aldrei verið betri. 

Þessi kjör standa þó bara þeim til boða sem eiga umtals­vert eigið fé. Flestir líf­eyr­is­sjóðir lána nefni­lega ein­ungis fyrir 70 pró­sent af kaup­verði, sem þýðir að við­kom­andi lán­taki þarf að geta lagt fram 30 pró­sent. Við kaup á áður­nefndri 60 millj­óna króna íbúð þýðir það að lán­tak­and­inn þarf að eiga 18 millj­ónir króna. Ljóst er að það úti­lokar ansi marga þátt­tak­endur á íslenska hús­næð­is­mark­að­in­um, sér­stak­lega ýmsa fyrstu kaup­end­ur, lág­launa­fólk og þá sem hafa verið á leigu­mark­aði, með til­heyr­andi háum hús­næð­is­kostn­aði. Með öðrum orðum þá sem þurfa mest á hjálp að halda. Þeir þurfa að taka mun dýr­ari lán vilji þeir eign­ast hús­næði, til dæmis hjá við­skipta­bönk­unum sem bjóða upp á hærra láns­hlut­fall. 

Til­færsla á pen­ingum úr rík­is­sjóði

Ofan á þetta allt saman hefur ríkið gefið hluta af lands­mönnum umtals­verða fjár­muni í formi bein­greiðslna ( Leið­rétt­ing­in) eða skatta­af­sláttar (skatt­frjáls nýt­ing sér­eign­ar­sparn­að­ar­). 

Þessar aðgerð­ir, sem munu hafa kostað rík­is­sjóð um 90 millj­arða króna um mitt ár 2021, hafa fyrst og síð­ast gagn­ast efna­meiri hluta þjóð­ar­inn­ar.

Leið­rétt­ingin mið­aði ekki við tekju- eða eigna­stöðu fólks heldur skulda­stöðu. Þ.e. það skipti engu máli hvað fólk átti í eignum né hvað það þén­aði á mán­uði þegar kom að því að ákveða hvað það ætti að fá í nið­ur­felldum skuld­um, heldur bara hvað það skuld­aði.

Frægt er ein­ungis 35 pró­sent fram­telj­enda áttu rétt á að fá nið­ur­greiðslu á höf­uð­stól hús­næð­is­lána sinna í Leið­rétt­ing­unni. Í henni fólst að 72,2 millj­arðar króna voru greiddir úr rík­is­sjóði inn á höf­uð­stól lána hluta þeirra sem voru með verð­tryggð hús­næð­is­lán á árunum 2008 og 2009 eða í formi reiðu­fjár til þeirra sem áttu rétt á leið­rétt­ingu en voru ekki lengur með hús­næð­is­lán til að láta greiða inn á. Af upp­hæð­inni allri fór 72 pró­sent, eða 52 millj­arðar króna, til þess helm­ings þjóð­ar­innar sem á mestar eign­ir.  Þar af fór tæp­lega þriðj­ungur (22,7 millj­arðar króna) til þess fimmt­ungs fram­telj­enda sem áttu mestar hreinar eign­ir. Alls fengu 1.250 manns sem höfðu greitt auð­legð­ar­skatt, en til að borga slíkan þurfti að eiga hreina eign upp á 75 til 100 millj­ónir króna, leið­rétt­ingu. Í ljósi þess að sá helm­ingur lands­manna sem á mest eigið fé í hús­næði sínu á 99,3 pró­sent af öllu eigin fé í hús­næði og hefur aukið eigið fé sit í fast­eignum um tæpa tvö þús­und millj­arða króna milli áranna 2010 og 2017, þá hlýtur að vera öllum ljóst að röngum helm­ing lands­manna var hjálpað í Leið­rétt­ing­unni. Hækkun á fast­eigna­verði skil­aði enda hús­næð­is­eig­endum marg­faldri eig­in­fjár­aukn­ing­u. 

Tekju­hæstu hópar fá skatt­tekjur fram­tíð­ar­kyn­slóða

Hin hliðin á Leið­rétt­ing­unni var að heim­ila fólki að nota sér­eign­ar­sparn­að­inn sinn til að greiða niður hús­næð­is­lán. Þeir sem þetta gera fá ríf­legan skatta­af­slátt frá rík­is­sjóði enda nið­ur­greiðslu­notk­unin skatt­frjáls notkun á sér­eign­ar­sparn­aði. Þessar skatt­tekjur eru teknar frá fram­tíð­ar­kyn­slóð­um, enda sér­eign­ar­sparn­aður skatt­lagður við útgreiðslu. 

Úrræðið var nýverið fram­lengt til árs­ins 2021. Í grein­ar­gerð sem fylgdi með því laga­frum­varpi kom fram að alls hefðu Íslend­ingar notað 56 millj­arða króna af sér­eign­ar­sparn­aði sínum til að greiða niður höf­uð­stól hús­næð­is­lána sinna frá árinu 2014. Inni í þeirri tölu eru bæði fram­lög ein­stak­ling­anna sjálfra og mót­fram­lög launa­greið­enda. Allt í allt má ætla að skatt­greiðslur sem rík­is­sjóður muni gefa eftir til þess hóps sem nýtir sér úrræðið verði á bil­inu 18 til 19 millj­arðar króna frá miðju ári 2014 og fram til júníloka 2021.

Auglýsing
Í nýlegu við­tali við Frétta­blaðið benti Ólafur Sig­urðs­son, fram­kvæmda­stjóri Birtu líf­eyr­is­sjóðs, á að um 15 pró­sent fólks á vinnu­mark­aði nýti sér sér­eign­ar­sparnað til að nota hann í að greiða af hús­næð­is­láni eða safna fyrir útborg­un. Í skýrslu sér­­fræð­inga­hóps um höf­uð­stólslækk­­un, sem skil­aði af sér í nóv­­em­ber 2013 og var stýrt af Sig­­urði Hann­essyni, nú fram­kvæmda­stjóra Sam­taka iðn­að­ar­ins, kom fram að með­­al­­launa­­tekjur fjöl­­skyldna sem spör­uðu í sér­­­eign og skuld­uðu í fast­­eign væri miklu hærri en með­­al­­launa­­tekjur þeirra sem spara ekki. Þar sagði einnig að „tekju­mis­­munur þeirra sem spara og gera það ekki er mik­ill á öllum aldri.“

Sam­an­dregið þá blasir við að það er nokkuð afmark­aður hópur Íslend­inga sem að mestu er með háar tekjur sem nýtur þeirra 18 til 19 millj­arða króna tekna sem ríkið gefur eftir af fram­tíð­ar­tekjum vegna sér­eign­ar­sparn­að­ar­leið­ar­inn­ar.

Að hjálpa röngum hópum

Það ætti að vera rann­sókn­ar­efni hvernig það hefur atvikast að þeir hópar sem aðgerðir hins opin­bera og lán­veit­enda, sem ráð­ist hefur verið í til aðstoðar þeim sem þurfa þak yfir höf­uð­ið, gagn­ast að lang best eign­ar­mestu- og/eða tekju­hæstu hópum íslensks sam­fé­lags. 

Því betur sem við­kom­andi er stadd­ur, því betri er staða hans til að taka hag­stæð­ustu lánin sem veita honum bestu mögu­legu vext­ina og skjól frá upp­greiðslu­gjald­i. 

Því meira sem hann átti, því lík­legri var hann að fá skaða­bætur úr rík­is­sjóði undir hatti Leið­rétt­ing­ar­inn­ar. Því tekju­hærri sem við­kom­andi er, því lík­legri er hann til að njóta skatta­af­sláttar vegna sér­eign­ar­sparn­að­ar­leið­ar­inn­ar. Ofan á allt þetta hefur þorri þeirrar aukn­ingar á eigin fé í fast­eignum sem fallið hefur til á und­an­förnum árum vegna verð­hækk­ana á íbúð­ar­hús­næði fallið þessum hópum í té. 

Allt þetta ýtir undir ruðn­ings­á­hrif á mark­aðnum sem leiðir til hærra fast­eigna­verðs og hærra leigu­verðs. Það bitnar á hinum verst settu sem þurfa fyrir vikið að greiða hærra hlut­fall af ráð­stöf­un­ar­tekjum sínum í leigu­kostnað og eiga enn erf­ið­ara um vik með að kom­ast inn á eign­ar­mark­að. 

Kerf­is­bundið hefur verið ráð­ist í aðgerðir sem bæta hag þeirra sem best hafa það, en ná ekki til þeirra sem þurfa mest á hjálp að halda og gera auk þess aðstæður þeirra erf­ið­ar­i. 

Það er eitt­hvað skakkt við það.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari